Hreindýr kvóti 2015

Allt sem viðkemur hreindýrum
Einar P
Póstar í umræðu: 3
Póstar:45
Skráður:24 Apr 2012 18:53
Staðsetning:Svíþjóð
Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af Einar P » 25 Jan 2015 19:14

Ef maður er ákveðinn í að sækja um dýr og maður ætlar að fara á hreindýra veiðar ef maður fær úthlutað, en er hræddur um að falla, er þá einhvað sem bannar manni að fara í prófið í ágúst, september árið áður. Það er fara í skotprófið í ágúst 2015 ef maður ætlar að sækja um 2016 það er ódýrara en að borga 25% af veiðigjaldinu og síðan tapa því. Kanski veiðprófið ætti að vera á undan umsókn, fall = engin umsókn ?
Síðast breytt af Einar P þann 25 Jan 2015 23:04, breytt í 1 skipti samtals.
Kveðja frá Svíþjóð.
Einar P.

konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af konnari » 25 Jan 2015 19:36

Þú getur tekið skotprófið hvenær sem er og það gildir í eitt ár !
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 8
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af sindrisig » 25 Jan 2015 20:39

Sælir.

Rétt hjá Konnaranum og í raun verður það trúlega reyndin með 100% greiðslu fyrir hreindýraleyfið að menn taka að sjálfsögðu prófið fyrst og sækja síðan um.

Enda er önnur meðhöndlun á umsækjendum öll frekar furðuleg ef skilyrðið fyrir hreindýraleyfinu er fullnægt eftir á, eins og gert er nú. Það skapar klárlega endurkröfurétt á leyfisveitandann.
Sindri Karl Sigurðsson

Einar P
Póstar í umræðu: 3
Póstar:45
Skráður:24 Apr 2012 18:53
Staðsetning:Svíþjóð

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af Einar P » 25 Jan 2015 23:03

Ég hef engar áhyggjur, tók skotpróf fyrir elgveiðarnar í ágúst og það gyldir fyrir mig ef ég fæ úthlutað. En þeir sem eru að væla ættu kanski að taka prófið áður en þeir sækja um svo þeir geti verið vissir.
Kveðja frá Svíþjóð.
Einar P.

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 8
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af sindrisig » 25 Jan 2015 23:09

Ég held að það sé enginn að væla neitt. Það þarf einfaldlega að koma einhverju skikki á þessi mál. Þitt próf í Svíþjóð gildir ekki síðast þegar ég vissi á Íslandi. Hér þurfa merkir menn að fara í skotpróf hálftíma fyrir skot.

Eins og ég segi, það þarf að koma einhverju vitrænu kerfi á þetta. Svona vinnubrögð eru einfaldlega til latningar á öllu sem þessu viðkemur.

Í raun ætti alls ekki að vera þriggjaskiptaregla á skotprófinu. Það á einfaldlega að fara fram á að skila inn skotprófi ÁÐUR ER SÓTT ER UM LEYFI. Hvað sem tautar og raular. 30 skipti í skotpróf, hvaða andskotans máli skiptir það, ef menn ná því á endanum? Er þá ekki tilgangnum náð?
Sindri Karl Sigurðsson

Einar P
Póstar í umræðu: 3
Póstar:45
Skráður:24 Apr 2012 18:53
Staðsetning:Svíþjóð

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af Einar P » 26 Jan 2015 06:48

Bara til að leiðrétta þig Sindri þá gilda skotpróf frá norðurlöndunum og jú væl er kanski óþarfa orð. Kannski skotveiðimenn ættu að ganga í Skotvis og beita síðan sameinuðu afli sínu í að breyta reglunum. Það virðast reyndar margir vera óánægðir með það félag en þá er bara mæta á fundi og hafa áhrif/skipta um stjórn.
Kveðja frá Svíþjóð.
Einar P.

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 19
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af Gisminn » 26 Jan 2015 09:28

Gott þú komst inn á Skotvís Einar því þá get ég upplýst að það eru 3 að hætta í stjórn.
Formaður, Varaformaður og gjaldkerinn
Og það væri bara gott ef einhver vildi koma í staðinn og hafa áhrif á stefnumótun veiðimanna.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 8
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af sindrisig » 26 Jan 2015 17:03

Einar P skrifaði:Bara til að leiðrétta þig Sindri þá gilda skotpróf frá norðurlöndunum og jú væl er kanski óþarfa orð. Kannski skotveiðimenn ættu að ganga í Skotvis og beita síðan sameinuðu afli sínu í að breyta reglunum. Það virðast reyndar margir vera óánægðir með það félag en þá er bara mæta á fundi og hafa áhrif/skipta um stjórn.
Já það er nú það með Skotvís og stjórn, eins og Þorsteinn bendir á þá er hægt að velja sæti... Varðandi skotprófið, þá var ég með sögu af Spánverja í kollinum. Hún var örugglega ættuð frá Sigga.
Sindri Karl Sigurðsson

Haglari
Póstar í umræðu: 3
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af Haglari » 26 Jan 2015 17:21

Hvað er svona slæmt við skotprófin? (kanski er þetta umræða sem ég hef misst af??) afhverju vilja menn afnema þau? Ef maður getur ekki hitt 5 skotum í 14cm hring í 3 tilraunum á 100m á sá hinn sami heima á hreindýraveiðum.... hvort sem um er að kenna skyttu eða tækjum?

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af gkristjansson » 26 Jan 2015 18:13

Ég get sagt með skotprófi að fyrir 2 árum síðan þá fékk ég leyfi á hreindýr. Ég senti afrit af prófinu sem ég hafði tekið hérna, í Ungverjalandi, í veiðiklúbbnum mínum en fékk aldrei svar (hvorki já eða nei) þannig á endanum þá tók ég bara prófið heima rétt áður en ég fór á veiðarnar (þar sem ég bý jú erlendis).

Þannig að það er víst ekki sama hvaðan prófin eru sennilega er Íslenska prófið mjög svipað og Norska prófið (allaveganna samkvæmt Norsurum sem ég var að veiða með um daginn) þannig að próf frá Norðurlöndunum eru sennilega tekin gild en ekki endilega annars staðar frá.

Verst var "Þögnin", almenn kurteisi hefði kallað á eitthvað svar, þó að neikvætt væri.....

Finnst hins vegar að Íslenska prófið hafi lítið sem ekkert með veiðar að gera, þetta er meira "skyttupróf" og ég veit að þetta próf er í engu líkt prófinu sem ég tók í Svíþjóð þegar ég var að veiða Elg þar fyrir einhverjum árum.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af konnari » 26 Jan 2015 20:55

Óskar ! Hér hefur enginn talað um að afnema skotprófið !
Kv. Ingvar Kristjánsson

Haglari
Póstar í umræðu: 3
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af Haglari » 27 Jan 2015 10:49

Ég hjó í þessa setningu hérna:
Gisminn skrifaði:Svo ég endi þetta eins og Sindri þá verðum við að hætta með þessi skotpróf því þeir sem falla missa af dýrinu sínu og það gengur einfaldlega ekki upp fyrir þá .
Kanski er ég alveg úti á túni og að misskilja umræðuna eitthvað.... :?

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 19
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af Gisminn » 27 Jan 2015 14:31

Nei þú bara miskildir þetta aðeins.Við vorum aðeins að stangast á ég og Sindri og ég setti þett fram í kaldhæðni.
Það er ekki verið að hætta með prófin bara svo ég leiðrétti allan misskilning með það
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 27 Jan 2015 14:45

Þegar ég veiddi úti í Noregi þurfti ég ekki að standast skotpróf þar eða að taka skotprófið hér heima. Þeim dugði einfaldlega að ég hefði leyfi til hreindýraveiða hér heima.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af gkristjansson » 27 Jan 2015 15:33

Já, þeir sögðu mér það Norsararnir sem ég veiddi með núna fyrr í Janúar að Norskir veiðimenn verða að taka próf en gesta veiðimenn ekki, það er víst gengið út frá því að ef þú hefur veiðileyfi frá þínu heimalandi þá hafir þú tekið próf þar.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

Haglari
Póstar í umræðu: 3
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Hreindýr kvóti 2015

Ólesinn póstur af Haglari » 27 Jan 2015 16:17

Gisminn skrifaði:Nei þú bara miskildir þetta aðeins.Við vorum aðeins að stangast á ég og Sindri og ég setti þett fram í kaldhæðni.
Það er ekki verið að hætta með prófin bara svo ég leiðrétti allan misskilning með það
Það er léttir..... ég var farinn að hafa áhyggjur :D

Svara