Síða 1 af 3

Hreindýr kvóti 2015

Posted: 19 Jan 2015 22:22
af Sveinbjörn

Re: Hreindýr kvóti 2015

Posted: 19 Jan 2015 23:46
af jon_m
Það verður áfram fjör á svæði 7, enda ekki þverfótað fyrir hreindýrum þar.
Nú verður gripið til vetrarveiði til að fækka aðeins sunnan Hamarsár, eins og hefur staðið til sl. 2 ár, með takmörkuðum árangri.

Mynd

Re: Hreindýr kvóti 2015

Posted: 23 Jan 2015 13:24
af gkristjansson
Jæja,

Þá er þetta loksins komið inn á UST.IS. Verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif breytingarnar á greiðsluskilmálum (fullnaðargreiðsla ekki síðar en 15. Apríl) koma til með að hafa .

http://www.ust.is/einstaklingar/frettir ... -upphafi-/

Re: Hreindýr kvóti 2015

Posted: 23 Jan 2015 13:32
af Gisminn
Búinn að skila veiðiskýrslu og sækja um :-)

Re: Hreindýr kvóti 2015

Posted: 23 Jan 2015 14:30
af gkristjansson
Ég líka......

Re: Hreindýr kvóti 2015

Posted: 23 Jan 2015 16:05
af Jenni Jóns
gkristjansson skrifaði:Verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif breytingarnar á greiðsluskilmálum (fullnaðargreiðsla ekki síðar en 15. Apríl)
Það er eins gott að skotprófsvellirnir verði komnir undan snjó fyrir 15 apríl.

Re: Hreindýr kvóti 2015

Posted: 23 Jan 2015 17:49
af karlguðna
Er að hugsa um að sækja ekki um,,, svona af tillitsemi við hina :) en fara þess í stað til Grænlands :P er maður að borga mikið meira fyrir svoleiðis æfintír ???

Re: Hreindýr kvóti 2015

Posted: 23 Jan 2015 22:16
af Gisminn
Það er gott hjá þer Karl og ég hef minnstar áhyggjur af skotvöllum eða greiðslum vegna hreindýrana (Ekki á jólakredit reikningstímabilinu )þar sem þorri hreindýraveiðimanna klárar ekki að fara í próf fyrr en á síðustu stundu.
Mitt áhyggjuefni er að hafa kúlur til æfinga og veiða. Það er bara orðin viðvarndi skortur á kúlum og ég er farin að fá tilboð í kúlulagerana mína sem eru nú ekki falir allavega ekki í 6,5.
Ef kíkt er á Hlaðvefinn í kúlur er´nánst allt uppselt fyrir helstu cal og hefur verið óþarflega lengi.
En ég held svo ég komi aftur að Karli Guðna ef þú þarft 2 eða fleyri daga hér heima á tarf miðað við hvar þú býrð ertu á pari miðað við 4 daga ferð til Grænlands en ég held án ábirgðar að það sé utan við flug en allt annað innifalið.

Re: Hreindýr kvóti 2015

Posted: 23 Jan 2015 22:50
af Jenni Jóns
Gisminn skrifaði:þar sem þorri hreindýraveiðimanna klárar ekki að fara í próf fyrr en á síðustu stundu
Það er viðbúið en ef það á að vera búið að borga 15 apríl hvernig verður með þá sem ekki ná skotprófinu eða telja menn að það verði ekkert fall á því fyrst allir verða búnir að borga fyrir veiðileyfin.

Re: Hreindýr kvóti 2015

Posted: 23 Jan 2015 23:07
af BrynjarM
karlguðna skrifaði:Er að hugsa um að sækja ekki um,,, svona af tillitsemi við hina :) en fara þess í stað til Grænlands :P er maður að borga mikið meira fyrir svoleiðis æfintír ???
Er að skoða Grænland líka. Það virðist vera flugfarinu dýrara að fara á hreindýraveiðar á Grænlandi en á tarfaveiðar fyrir austan. Á móti kemur reyndar líka að hér hirðir þú allt kjöt hér heima.
Mér finnst bara svo fjandi spennandi tilhugsun að fara á veiðar á Grænlandi, sigla innan um ísjaka og það sem þessu tilheyrir. Öðruvísi upplifun væntanlega.
Ætla nú samt að sækja um hér heima.

Re: Hreindýr kvóti 2015

Posted: 23 Jan 2015 23:45
af Morri
Hvenær á maður að vera búinn að skila inn skotprófinu þá þetta árið?..... þetta er flott, breyta systeminu bara nógu oft og hafa það aldrei eins milli ára. Frábært. Þetta próf fer í taugarnar á mér, átta mig á þörfinni á því. Sumt bara pirrar mann. Reyndar er fleira sem pirrar mig við hreindýraveiðar hér heima.

Re: Hreindýr kvóti 2015

Posted: 24 Jan 2015 00:00
af Gisminn
Jenni Það skiluðu yfir 300 eftir að hafa greytt staðfestingargjaldið í fyrra og svakalega margir eftir að hafa greytt að fullu dýr og þessir sem að eru að taka prófin á síðustu stundu hafa flestir borgað dýrin svo ég sé ekki að þetta skipti máli í því samhengi.
Það verður altaf fall meðan menn bara mæta einu sinni á ári í prófið en sem betur fer eru menn að læra að æfing borgar sig og vonandi verður hægt að fara koma einhverju umbunarkerfi fyrir þá sem eru að æfa sig og þekkja verkfærin sín.Svona eins og þurfa kannski bara annaðhvert ár ef menn skora hærra en 37 stig eða standast prófið á 150 metrum.Þetta eru bara hugmyndir ekkert í kortum svo það sé ekki miskilningur.
Næsta skref að mínu mati er að UST girði skyrtu í brók og gefi út kvótann á réttum tíma svo hægt sé að flýta umsóknum og úrdrætti og svo í kjölfarinu fái menn dýr fá þeir úthlutað tíma í skotpróf og ef þeir geta ekki sökum vinnu eða annara fyrirsjánlegra aðstæðna ekki tekið hann óskað strax eftir öðrum. þannig ætti öllum að vera gert léttara fyrir held ég.

Re: Hreindýr kvóti 2015

Posted: 24 Jan 2015 00:04
af Gisminn
Og jú ég skil þig Ómar það er líka margt sem pirrar mig í sambandi við hreindýraveiðarnar en það er nú svo að við hvert atriði sem mínkar ninn pirring þá pirrast annar í staðinn.
En þetta nýjasta lít ég á sem mjög jákvæða þróun í því að ég veit fyrir júní hvort ég fer á hreindýr eða ekki því þá ætti að vera búið að finna fyrir endurúthlutanir og varaumsóknir og alles.
Það er svakalega góður kostur í skipulagningu míns sumarfrís og ráðstöfun fjármagns.
Ég er ekki ríkur og helst hefði ég viljað sjá þetta 10 mai í stað 15 apríl en ég ætla á dýr og sótti um og byrja strax að reikna með að fá dýr og verð búin að redda pening ef ég fæ dýr.

Re: Hreindýr kvóti 2015

Posted: 24 Jan 2015 00:08
af sindrisig
Ég held að það skipti engu máli hvort skyrtan er í brókinni eða ekki. Umsóknir verða alltaf á síðustu stundu, afgreiðsla þeirra einnig og skil á leyfi er að sama skapi á síðasta degi.

Menn geta ekki einu sinni gefið út loðnukvóta nema næstum því hérumbil!

Gott að búa á Íslandi.

Re: Hreindýr kvóti 2015

Posted: 24 Jan 2015 00:11
af Gisminn
Jú Sindri því miður sorgleg staðreynd .

Re: Hreindýr kvóti 2015

Posted: 24 Jan 2015 00:20
af Jenni Jóns
Gisminn skrifaði:Jenni Það skiluðu yfir 300 eftir að hafa greytt staðfestingargjaldið í fyrra og svakalega margir eftir að hafa greytt að fullu dýr
En með þessu kerfi erum við að tala um að lang flestir verða búnir að borga dýrin áður en þeir fara í skotprófið að minnstakosti á þeim svæðum þar sem snjóa leysir ekki af prófvöllunum fyrr en um það leyti sem það á að vera búið að greiða allt gjaldið.

Ég sé ekki hvernig það stenst að selja mönnum eitthvað og taka við fullnaðargreiðslu áður en ljóst er hvort leyfishafinn megi fella dýrið vegna skotprófs.

Re: Hreindýr kvóti 2015

Posted: 24 Jan 2015 00:34
af Gisminn
Sæll Jenni það stenst allavega ekki lög að láta menn taka próf áður en þeir sækja um það er víst
og það stóðst allavega lög í fyrra að bíða fram á síðustu stundu að taka prófið þó menn hafi löngu verið búnir að borga dýrið.
Ef einhver er hræddur við að falla þá æfir hann sig ekki´satt.
Ég verð að viðurkenna að ég sé ekki alveg rökstuðningin í samasem merkinu að standast próf og borga dýr miðað við síðustu 2 ár í þessu kerfi þar sem ég hef áður bent á að síðustu dagana fyrir lokun á prófin kom meirihluti veiðimanna að taka próf en þá búnir að borga dýrin hver er munurinn annar en að flýta fyrir bíðandi mönnum ?

Re: Hreindýr kvóti 2015

Posted: 24 Jan 2015 00:59
af Morri
Hvenær þarf að vera buin að ljuka skotprofi fyrir komandi timavil? Afram 30.juni? Væri ekkert að þvi að hafa það til 1.agust allavega

Re: Hreindýr kvóti 2015

Posted: 24 Jan 2015 09:32
af Gisminn
Sæll Ómar ég finn ekkert um breytingar á fyrirkomulagi prófana enda hefðu nú prófdómararnir á þinginu sem við vorum á ekki verið að kvarta svona undan álaginu síðustu dagana ef einhverju hefði verið breytt held ég.
En ég er alveg viss um að Jón B eða aðrir dómarar hér inni upplýsi þetta fljótlega.

Re: Hreindýr kvóti 2015

Posted: 24 Jan 2015 10:13
af Jenni Jóns
Það hefur ekkert breyst með lokadag skotprófa
"Veiðimaður þarf að skila inn til Umhverfisstofnunar staðfestingu á að hann hafi lokið verklegu skotprófi fyrir 1. júlí ár hvert"

það væri gaman að vita á hvaða lögum gjaldtakan fyrir hreindýraveiðileyfin er ákveðin.
" Af hverju felldu hreindýri skal greiða til Umhverfisstofnunar sérstakt leyfisgjald sem ráðherra ákveður árlega að fengnum tillögum stofnunarinnar. Við ákvörðun gjaldsins skal taka mið af kostnaði við vöktun hreindýrastofnsins og eftirlit og stjórn hreindýraveiða. Gjaldið skal þó ekki vera hærra en sem nemur þeim kostnaði."
Miða við að 300 mans hafi ekki tekið leyfin í fyrra eftir að hafa greitt staðfestingargjaldið þá er verið að innheimta í kringum 8.000.000 sem eru svo innheimtar aftur þegar leyfin eru endurseld þessi gjaldtaka hefur litla eða enga lagastoð.

Sú ákvörðun að allir verði að vera búnir að borga veiðileyfin að fullu fyrir 15 apríl tryggir að lang flestir sem falla á skotprófi verða búnir að borga óafturkræft gjald fyrir veiðileyfin ásamt vöxtum fyrir allt leyfið í allt að 3 1/2 mánuð.
Gisminn skrifaði:Ef einhver er hræddur við að falla þá æfir hann sig ekki´satt.


Þessar vangaveltu mínar hafa ekkert með ótta við að falla á skotprófi að gera, vonandi sér Skotvís ástæðu til að kanna þessi mál frekar þar sem um beina hagsmuni skotveiðimanna er að ræða.