Styttist í hreindýralottóið.

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 2
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16
Styttist í hreindýralottóið.

Ólesinn póstur af Spíri » 11 Feb 2015 21:05

Nú styttist óðum í eina lottóið sem maður tekur þátt í og er ekki laust við smá spenning, en eg hjó eftir þvi á heimasíðu UST að þeir sem fá úthlutað þurfa að greiða fyrir allt leyfið síðasta lagi 15 apríl. Hvernig verður brugðist við þegar maður(konur eru líka menn) 8-) eru búin að falla þrisvar á skotprófinu og þar með búin að tapa réttinum til þess að fella dýr? Verður leyfið endurgreitt? Eða sitja þessar óhittnu/heppnu skyttur uppi með að tapa þessum peningi til UST? Er kanski ætlast til að hreindýraskyttur taki skotprófin fyrir 15 apríl?

Sjá vef UST.
http://www.ust.is/einstaklingar/frettir ... -upphafi-/
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Styttist í hreindýralottóið.

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 11 Feb 2015 21:43

Einn af prófaliðinu tjáði mér að ég sé velkomin í prófið hvenær sem er óháð drætti hjá UST.

Það hef ég hugsað mér að gera sem fyrst og standa þá klár á úthlutun af biðlista komi til þess.

Svo smá dæmisaga úr vinnuni.

Flestir sem fá sér Remington 770 og 1-2 pakka af skotum fara svo í skotpróf Falla.
Þá er byssan ónýt og skotin ómöguleg.

Flestir sem fá sér vandaðan Sako og 1-2 pakka af skotum og fara svo i skotpróf Falla.
Þeir bera harm sinn í hljóði og kaupa marga pakka af skotum og æfa sig meira.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 13
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Styttist í hreindýralottóið.

Ólesinn póstur af Gisminn » 11 Feb 2015 22:02

Hehe nokkuð góður þessi Svenni :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

ísmaðurinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:101
Skráður:18 Feb 2012 17:10

Re: Styttist í hreindýralottóið.

Ólesinn póstur af ísmaðurinn » 11 Feb 2015 22:22

Asnalega er að þetta er rétt hjá svenna :-/
Lifa til að veiða, veiða til að lifa, það er lífið..

Sako 85 varmint laminated stainless 260rem með Vortex Viper 6-25X50 PST FFP mrad
Bergþór jóh...

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 7
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Styttist í hreindýralottóið.

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 11 Feb 2015 22:48

Hvaða lærdóm má draga af þessu
Sveinbjörn skrifaði:Flestir sem fá sér Remington 770 og 1-2 pakka af skotum fara svo í skotpróf Falla. Þá er byssan ónýt og skotin ómöguleg.
Flestir sem fá sér vandaðan Sako og 1-2 pakka af skotum og fara svo i skotpróf Falla.Þeir bera harm sinn í hljóði og kaupa marga pakka af skotum og æfa sig meira.
Ekki nota verksmiðjuhlaðin skot. :roll: :roll:
Jens Jónsson
Akureyri

Fiskimann
Póstar í umræðu: 3
Póstar:55
Skráður:12 Oct 2012 10:03

Re: Styttist í hreindýralottóið.

Ólesinn póstur af Fiskimann » 11 Feb 2015 22:50

Sælir félagar
Það eru eflaust minni líkur á að falla með Sako en það svarar samt ekki spurningunni um hvernig verður tekið á því ef menn eru búnir að borga fyrir leyfi sem ekki má nýta. Annars eru til mjög góð verksmiðjuskot.
Guðmundur Friðriksson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 13
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Styttist í hreindýralottóið.

Ólesinn póstur af Gisminn » 11 Feb 2015 22:52

Ef næst að úthluta dýrinu aftur fær fallistinn 75% endurgreytt.
Svo það er ekki í boði að falla heldur æfa sig ekki satt. Allavega tími ég ekki að falla ef ég fæ dýr.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Fiskimann
Póstar í umræðu: 3
Póstar:55
Skráður:12 Oct 2012 10:03

Re: Styttist í hreindýralottóið.

Ólesinn póstur af Fiskimann » 11 Feb 2015 23:02

það er e-ð rangt við það að selja veiðileyfi til þeirra sem sem mega ekki veiða. Við höfum flestir lent í því að fá flyer. það er hægt að lenda í því í 3 prófum. Ólíklegt en getur alltaf skeð. Flugslysin eiga ekki að geta skeð en verða samt alltaf nokkur á hverju ári. Ég efast um að það standis lög að selja leyfi til þeirra sem ekki mega veiða hreindýr. Veit svo sem ekki hvaða lög en það er allavega e-ð rangt við það.
Guðmundur Friðriksson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 13
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Styttist í hreindýralottóið.

Ólesinn póstur af Gisminn » 11 Feb 2015 23:07

Ég trúi þessu ekki á aftur allt að snúast um fallistana !!!! Þú máttir veiða dýr með því að standast próf.Flyer frá miðju og útfyrir hring er einginn smá flyer og hefði ekkert átt að fara á hreindýr og sem beturfer uppgötvuðust þessi vondu skot á prófi hreindýrsins vegna. Stærsti flyer sem ég hef lent í var 6cm frá aðal grúbbu sem hefði í mínu tilfelli þýtt öruggan 1 en þessi stóri flyer var einstakur af ca 600 skotum hef lent oft í þessum 2-3cm en þeir skipta engu á prófi
Guðmundur viltu svara þessari spurningu fyrir mig.
Ef ég leigi mér gæsaakur í flug og hitti svo ekkert vegna æfingarleysis eða byssan bilar á ég rétt á endurgreiðslu ?
Ég hreinlega get ekki skilið þetta öðuvísi frá öllum þessum sem ætla að falla á prófinu.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Fiskimann
Póstar í umræðu: 3
Póstar:55
Skráður:12 Oct 2012 10:03

Re: Styttist í hreindýralottóið.

Ólesinn póstur af Fiskimann » 11 Feb 2015 23:19

Róa sig, þetta voru bara vangaveltur um lög og rétt. Þráðurinn byrjaði á þessari spurningu og því eðlilegt að hann snúist um það. Ég myndi ekki segja neinum frá því ef ég félli en ég er búinn að skjóta í mark frá því ég var unglingur. Varðandi akurinn þá er grundvallar munur á því að leigja akur af bónda og hitta ekki annars vegar og hins vegar að kaupa leyfi af opinberum aðila og fá ekki að nýta það.
Guðmundur Friðriksson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 13
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Styttist í hreindýralottóið.

Ólesinn póstur af Gisminn » 11 Feb 2015 23:33

Mér finnst munurinn mjög lítill í báðum tilfellum var réttur á dýrum sem var klúðrað og ekki hægt að nýta vegna óhittni. Því þú færð að nýta leyfið sem þú keyptir af þessum opinbera með skilyrði um að standast próf sem þú samþykktir og vissir er þú sóttir um dýr og þar er líka skýrt afleiðingar af falli þetta er ekki að koma aftan að leyfishafanum eftirá.
Það er ekki fyrr en eftir 3 föll að menn fara að véfengja lögin sem samt halda með vísan í skilyrðin til veiða sem var gengið að með umsóknini og samkvæmt einhverjum lögum sem ég man ekki nr á núna.
Mín bjargfasta skoðun er sú að sá sem æfir sig reglulega með rifflinum sem á að fara á dýr þekkir hann og ef ekki er hlaðið fyrir hann þá er búið að finna bestu verksmiðju skotin fyrir hann.
Og æfð skytta mínkar líkur nánat í 0 að falla og ef svo ólíklega að það gerðist þá gerist það ekki 3x
En að standa upp úr sófanum óæfður og fara bara í próf með kannski afgangin af skotunum sem geymd voru í óupphituðu geymsluni síðustu 2-3 ár og ætlast til að standast próf eða fá endurgreytt veit ég ekki alveg hvað ég á að kalla það.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 7
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Styttist í hreindýralottóið.

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 12 Feb 2015 06:51

Gisminn skrifaði:Ég trúi þessu ekki á aftur allt að snúast um fallistana !!!!
:D :D :D
Gisminn skrifaði:Ég hreinlega get ekki skilið þetta öðuvísi frá öllum þessum sem ætla að falla á prófinu.
Þekkiru marga Þorsteinn sem ætla falla á prófinu :?:
2013 voru það 2% sem féllu 3 sinnum, ég fann engar tölur fyrir 2014.
http://www.ust.is/einstaklingar/veidi/h ... dasta-ari/
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 13
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Styttist í hreindýralottóið.

Ólesinn póstur af Gisminn » 12 Feb 2015 07:30

Með vísan í fyrri þráð og svo nú virðist ég vita af 3 góðum skyttum sem virðast ætla að falla og hafa áhyggjur af töpuðum pening :twisted:
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 7
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Styttist í hreindýralottóið.

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 12 Feb 2015 07:39

Gisminn skrifaði: 3 góðum skyttum sem virðast ætla að falla og hafa áhyggjur af töpuðum pening
Ég hef meiri áhyggjur af þessum ca 18 milljónum sem UST tók sér í fyrra fyrir að endurúthluta veiðileyfum miða við að þurft hafi að endurúthluta rúmlega 700 leyfum og ég sé ekki að þessar breytingar á innheimtu veiðileyfana séu til bóta.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 13
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Styttist í hreindýralottóið.

Ólesinn póstur af Gisminn » 12 Feb 2015 07:48

En án skætings þá þekki ég aðrar 3 sem æfa sig aldrei milli prófa og 2 af þeim falla oftast 2x og önnur af þeim hefur fallið 3x og ég bíðeftir að það komi fyrir hina hefur sloppið með að falla bara 2x og ná í 3 fimm ár í röð
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 13
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Styttist í hreindýralottóið.

Ólesinn póstur af Gisminn » 12 Feb 2015 07:52

Við höfum rætt þetta jenni nú ætlar þú á dýr eða ekki og öll væntanleg enndurúthlutun sem verður eftir 15 apríl er mjög lítill og engar 18 millur
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 13
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Styttist í hreindýralottóið.

Ólesinn póstur af Gisminn » 12 Feb 2015 10:31

Og fyrirgefðu urrið Guðmundur ég ætlaði ekki að ráðast á þig með þessu það var búin að vera umræða um þetta og var hvassari en ég vildi vegna þess
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 2
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Styttist í hreindýralottóið.

Ólesinn póstur af jon_m » 12 Feb 2015 11:27

Ykkur er óhætt að fara að sækja um.

"Þeir sem falla í öll skipt­in á skot­próf­inu og geta því ekki farið á veiðar muni fá veiðileyfið end­ur­greitt að fullu"
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/ ... reyma_inn/

Ég get talað af reynslu varðandi flyer á prófi, skoraði 36 stig í fyrstu 4 skotum fyrir 2 árum og svo 1 stig á því síðasta. Veit ekki hvað var málið, en þetta hefur ekki komið fyrir áður, hvorki fyrr eða síðar. Líkurnar á að fá svona flyer 3x í röð eru ekki til að hafa áhyggju af.
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 13
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Styttist í hreindýralottóið.

Ólesinn póstur af Gisminn » 12 Feb 2015 13:11

Það er frábært hjá þeim á UST og hefur verið tekin ákvörðun um þetta nýlega og þá ættu allir að vera glaðir :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Bjarki_G
Póstar í umræðu: 1
Póstar:15
Skráður:10 Sep 2014 10:56
Fullt nafn:Bjarki Gylfason

Re: Styttist í hreindýralottóið.

Ólesinn póstur af Bjarki_G » 12 Feb 2015 15:22

Nú hef ég leitað og leitað og leitað en ekkert fundið! :evil: Hvenær er þessi blessaði útdráttur?
Bjarki Gylfason
Tikka T3 cal 243
Browning Gold Hunter SL

Svara