ÚTDRÁTTUR HREINDÝRA Á MORGUN 21/2

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós
ÚTDRÁTTUR HREINDÝRA Á MORGUN 21/2

Ólesinn póstur af Gisminn » 20 Feb 2015 11:34

Útdráttur hreindýraveiðileyfa fer fram á morgun laugardaginn 21.febrúar kl. 14.00 í húsakynnum Menntaskólans á Egilsstöðum sem er opið öllum.
Útdrátturinn verður sýndur í beinni útsendingu á vefsíðu Umhverfisstofnunar ust.is. Þeir umsækjendur sem fá dýr þurfa að greiða veiðileyfið að fullu eigi síðar en 15.apríl hyggist þeir taka leyfið.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
grimurl
Póstar í umræðu: 2
Póstar:70
Skráður:05 Oct 2014 18:12
Fullt nafn:Grímur Lúðvíksson

Re: ÚTDRÁTTUR HREINDÝRA Á MORGUN 21/2

Ólesinn póstur af grimurl » 20 Feb 2015 22:33

Já þetta verður bara spennandi!
Ég og félagi minn ætlum að hittast og horfa á þetta og sjá hvað gerist.
Verðum við dregnir út?
Ef ekki hvar erum við á biðlistanum?
Gæti verið að við tækjum tappa úr flösku ef "drátturinn" verður góður.

Til hamingju með daginn veiðimenn!

Kveðja Grímur
Með góðri kveðju,

Grímur Lúðvíksson
Selfossi

Beretta A303,Browning A5,
Marlin 22mag,Browning X-Bolt 243,Sauer 101 XT 6.5x55
Vortex Viper PST 6-24x50, Zeiss 5HD 5-25x50,Weaver 4-16x44,tasco 3-9x32

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: ÚTDRÁTTUR HREINDÝRA Á MORGUN 21/2

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 20 Feb 2015 23:01

Ég verð að passa fyrir mína konu og því ekki útilokað að hafi rækifærir til að fylgjast með.

Tel reyndar ágætar líkur á því að ég fari í túr því að veiðifélagi minn sækir líka um og fái hann en ég ekki fer ég samt.

Helst viljum við fá báðir en hitt verður líka gaman ef svo fer
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: ÚTDRÁTTUR HREINDÝRA Á MORGUN 21/2

Ólesinn póstur af Gisminn » 20 Feb 2015 23:37

Sæll Grímur ef þú verður ekki dregin út og ert ekki sýndur á bið færð þú tölvupóst um hvar þú ert á biðlistanum.
Og Svenni ég og Keli gerðum þetta einmitt svona að sækja um og sá sem fengi dýr fengi að skjóta en hinn kæmi með og tæki þátt í kostnaði.
Við fengum báðir dýr og fórum báðir og skutum dýr sem reyndar rataði í nýútgefna bók :-)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
JAK
Póstar í umræðu: 1
Póstar:28
Skráður:30 Dec 2012 11:47

Re: ÚTDRÁTTUR HREINDÝRA Á MORGUN 21/2

Ólesinn póstur af JAK » 21 Feb 2015 10:31

Sæll Grímur.

Það er ekki óalgengt að veiðifélagar myndi hóp um hreindýraveiðar þar sem menn fara saman, hjálpast að og skifti kostnaði og afrakstri á milli sín.

Heilagur Húbertus er einn slíkur hópur :)

Mynd
JAK
Jóhann A. Kristjánsson

Haglari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: ÚTDRÁTTUR HREINDÝRA Á MORGUN 21/2

Ólesinn póstur af Haglari » 21 Feb 2015 15:36

well... nú getur maður farið að anda léttar þegar þetta er loksins búið.

Ég lenti númer 40 á biðlista eftir tarf á svæði 7... hversu mikklar líkur eru á dýri svona neðarlega á lista :)

Ég þóttist nú sjá nokkurn nafn þarna sem maður kannast við hérna á spjallinu! Ég vil óska þeim til hamingju sem fengu úthlutað :)
Síðast breytt af Haglari þann 21 Feb 2015 16:29, breytt í 1 skipti samtals.

Einar P
Póstar í umræðu: 1
Póstar:45
Skráður:24 Apr 2012 18:53
Staðsetning:Svíþjóð

Re: ÚTDRÁTTUR HREINDÝRA Á MORGUN 21/2

Ólesinn póstur af Einar P » 21 Feb 2015 15:44

Þá er maður kominn með tarf á svæði 7 og er klár með skotprófið, best að fara að bóka gæd. Geta menn mælt með einhverjum góðum fyrir svæði 7, ætla að mæta á veiðar 15 eða 16 júlí .
Kveðja frá Svíþjóð.
Einar P.

User avatar
grimurl
Póstar í umræðu: 2
Póstar:70
Skráður:05 Oct 2014 18:12
Fullt nafn:Grímur Lúðvíksson

Re: ÚTDRÁTTUR HREINDÝRA Á MORGUN 21/2

Ólesinn póstur af grimurl » 21 Feb 2015 16:12

Ég endaði nr 9 á biðlista og félagar mínir 2 lentu í 18 og 31 sæti á biðlista á svæði 1
Vonandi fæ ég þó dýr svo við getum þá allir farið saman.

En til hamingju þeir sem fengu dýr!

Kv. Grímur
Með góðri kveðju,

Grímur Lúðvíksson
Selfossi

Beretta A303,Browning A5,
Marlin 22mag,Browning X-Bolt 243,Sauer 101 XT 6.5x55
Vortex Viper PST 6-24x50, Zeiss 5HD 5-25x50,Weaver 4-16x44,tasco 3-9x32

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 1
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: ÚTDRÁTTUR HREINDÝRA Á MORGUN 21/2

Ólesinn póstur af jon_m » 21 Feb 2015 17:22

Grímur þú getur farið að hlaða strax og gera ráð fyrir þessum kostnaði.
Þið fáið mjög líklega allir leyfi ef þið viljið, bara spurning hvenær röðin kemur að ykkur.

Sjálfur er ég no 9 á bið eftir tarfi á 6 og svo 18 á fimmskiptareglu sem fara fram fyrir ef þeir fengu ekki leyfi.
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: ÚTDRÁTTUR HREINDÝRA Á MORGUN 21/2

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 21 Feb 2015 18:50

Grímur - byrja að yfirfara riffilinn og bera á gönguskóna. Þið eruð pottþéttir.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Svara