Skotprófið

Allt sem viðkemur hreindýrum
Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 9
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37
Skotprófið

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 22 Feb 2015 20:21

Hef aðeins verið að velta skotprófinu fyrir mér. Vill byrja að taka fram að ég hef ekki tekið það sjálfur nema bara fyrir sjálfan mig - ekki farið til veiða hér heima síðan það var tekið upp. Mín dýr voru veidd fyrir þann tíma.

Er að skjóta töluvert sjálfur allan ársins hring - og veiði þá aðallega stál. Það verður að viðurkennast að yfir veturinn þá minnkar nú ástundunin - en maður reynir að komast eins oft og maður getur. Þetta held ég að eigi við um okkur flesta/flest. Þó er alltaf viss kjarni sem er duglegur að halda sér í æfingu og skýtur allan ársins hring, bæði innan húss og utan.

Með hækkandi sól fer síðan að fjölga aðeins á skotsvæðunum (samt mikið sama fólkið) en um leið og það hefur farið að líða að að hreindýratímabilinu hafa verðandi veiðimenn loks farið að láta sjá sig.

Ég hef nokkrum sinnum verið að skjóta úti á svæði þegar að tilvonandi hreindýraskyttur hafa mætt í próf - og það verður að viðurkennast að stundum er maður bara alveg gáttaður. Er þetta fólk virkilega að fara af stað á morgun (já stundum er fólk að mæta óundirbúið í skotpróf og fer austur daginn eftir) með þessa færni?

Því spyr ég - er prófið of létt?

Mín skoðun er já það er of létt.

Mér finnst einfaldlega í lagi að gera þá kröfu að ef þú ætlar að fara að skjóta stærsta villta spendýrið á Íslandi þá sýnir þú bráðinni þá virðingu að æfa þig VEL áður en haldið er af stað. Að skjóta 10 skotum úr nýja rifflinum áður en þú ferð í prófið - hitta síðan þessi skot (sem við getum allir verið sammála um að er ekki erfitt með góðum græjum í fínu veðri liggjandi á belgnum á grasi/bretti) á prófinu með kannski lágmarks skori er ekki nægjanlegt að mínu mati.

Ég man ennþá þegar ég skaut fyrsta dýrið mitt með Sigga á Vaðbrekku. Ég var móður og másandi liggjandi í bröttum bakka í árfarvegi, sveittari en andskotinn, móða á gleraugunum og spenningurinn alveg að drepa mig. Þetta heppnaðist því ég var búinn að skjóta slatta úr rifflinum – en mikið rosalega var þetta langt frá því sem ég hafði verið að gera úti á skotsvæði.

Við þekkjum líka allir hryllingssögurnar varðandi slæmu skotin, ótrúlegu græjurnar (heyrði eina nýlega sem gerðist víst fyrir nokkrum árum – sá veiðimaður ætlaði að setja nýja sjónaukann á fyrir austan – kvöldið fyrir veiðiferðina).

Ég vill að færið verði lengt – jafnvel að menn skjóti á þremur mismunandi færum, segjum 100 – 150 – 200. Ég vill einnig að menn skjóti eftir smá sprett. Þú fáir 10 kg bakpoka – látinn hlaupa með hann kannski 100m á sæmilegum hraða og riffilinn líka, hafir 1 mínútu til að koma þér fyrir og skjótir síðan. Ef þú getur þetta ekki skammlaust þá áttu ekki að bjóða bráðinni upp á færni þína.

En þetta er mín skoðun og ég hef hitt marga sem eru mér ekki sammála. En það er eins og það er.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 3
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Skotprófið

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 22 Feb 2015 21:20

Ég er sammála sumu af því sem þú talar um í þessum pistli Gísli sérstaklega að rétt væri að skjóta á mismunandi færum en ég skil ekki alveg tilganginn með þessari æfingu
Gísli Snæ skrifaði:Ég vill einnig að menn skjóti eftir smá sprett. Þú fáir 10 kg bakpoka – látinn hlaupa með hann kannski 100m á sæmilegum hraða og riffilinn líka, hafir 1 mínútu til að koma þér fyrir og skjótir síðan.
Ég hef aldrei hlaupið að dýrunum kastað mér niður og verið búinn að skjóta á innan við 60 sek.
myndi frekar leita mér að betra færi þó það kostaði að ég þyrfti að fara annan dag til veiða.
Jens Jónsson
Akureyri

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 9
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Skotprófið

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 22 Feb 2015 21:39

Tilgangurinn með því væri að ná hjartslættinum hjá mönnum aðeins upp - ekki hafa það þannig að menn gæti staðið upp eftir kaffibollann og tölt út á svæði.

Ef þú ert búinn að elta dýr í langan tíma og yfir marga kílómetra þá reynir þú að skjóta - sama hversu þreyttur þú ert, sama hversu slæptur og sveittu þú ert og einnig þó það sé á frekar erfiðum stað. Þú labbar ekki í burt og mætir aftur á morgun.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 3
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Skotprófið

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 22 Feb 2015 22:01

Ég get ekki svarið það af mér að ég myndi ekki reyna skjóta en ég sé heldur ekki að þú hafir neinar forsendur til að fullyrða að ég myndi skjóta við þessar aðstæður.
fyrsta dýrs spenninginn getur aldrei æft úr mönnum og almennt held ég að þetta gangi ekki svona fyrir sig með hreindýraveiðar en mér fróðari menn geta svarað því
Ég sé því ekki tilganginn í að hafa sérstakan undirbúning í því að hlaupa með bakpoka og riffil fyrir skotprófið.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Skotprófið

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 22 Feb 2015 22:02

Við í hreyfingunni Vinstrigrænum viljum að sem flestir hætti að nota ökutæki utan Reykjavíkur. Banna allt sem hægt er að banna og stuðla að því að hálendið verði eingöngu opið þeim auðmönnum sem hafa gaman að því að ferðast um á þyrlum.

Því tel ég upplagt að gera hlaup að kröfu og hluta af hæfnispróf sem veitir rétt til veiða á hálendi Íslands.

Vissulega verður að hafa aðlögunartíma á þessu og eðlilegt að þeir sem eru yngri en 50ára verði látnir uppfylla þessar kröfur.

Svo að 10 árum liðnum yrði það 60 ára og yngri og svo koll af kolli þar til ég og gömlu kommarnir förum yfir rauð-grænu móðunna.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 9
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Skotprófið

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 22 Feb 2015 22:12

Ekki að fatta þetta comment Sveinbjörn. Ertu viss um að þú sért að skrifa við réttan þráð?
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 9
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Skotprófið

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 22 Feb 2015 22:15

Nei Jenni ég hef engar forsendur til að gefa mér neitt um þig. En það er nú ekki eins og hreindýraveiði sé gefinn - hver aukadagur kostar tugi þúsunda.

En er það til of mikils ætlast að þegar að menn eru búnir að taka skotvopnaleyfi, verða sér út um B-réttindi, fjárfesta í riffli fyrir hundrað eða hundruði þúsunda og eru tilbúnir að leggja í þann mikla kostnað sem hreindýraveiði útheimtir að menn æfi sig og geti þar með staðist próf sem er aðeins erfiðarar og aðeins raunverulegra?
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 3
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Skotprófið

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 22 Feb 2015 22:26

Gísli Snæ skrifaði:að menn æfi sig og geti þar með staðist próf sem er aðeins erfiðarar og aðeins raunverulegra?
Ég er alveg fyllilega sammála þessu og tel að skot á mismunandi færum myndi stuðla að aukinni æfingu manna fyrir skotpróf og til að ná hjartslættinum aðeins upp þá mætti hafa random röð á færunum eða hugsanlega ekki alltaf sömu færin 100, 150 og 200
heldur væri prófdómarinn búinn að setja niður 3 til 5 skífur einhverstaðar á bilinu 100 til 200 metrar og menn þyrftu að hitta hverja skífu með 1 skoti.
leyfður búnaður væri svo það sem menn nota við veiðar.
Jens Jónsson
Akureyri

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 9
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Skotprófið

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 22 Feb 2015 22:33

Það væri allt til bóta Jenni - það er amk mín skoðun.

Ætlaði nú ekki að nefna dæmi en f--k it. Í fyrra var ég staddur úti í Höfnum þegar að tveir veiðifélagar mættu til að taka prófið. Fínar græjur - annar með nýja riffil og nýja sjónauka sem litu bara vel út og hinn með nýlegan riffil af góðum ættum með alveg ljómandi sjónauka ofan á - riffill sem hann hafði notað áður á hreindýraveiðar að eigin sögn.

Þeir taka nokkur æfingaskot og sá með nýja riffilinn (var búinn að skjóta eitthvað úr honum) tók prófið á undan og gekk það bara vel. Hinn var að æfa sig á meðan og fljótlega kom í ljós að eitthvað var að. Til að gera langa sögu stutta varð niðurstaðan sú að sjónaukinn var ryðgaður fastur! Þegar að búið var að taka hlífarnar af turnunum var bara ryð/spanskgræna þar. Hann hafði sem sagt sett riffilinn rakan inn í skáp síðast (sem var árið á undan) og sjónaukinn var orðinn ónýtur. Og hann var að mæta í prófið! Og ef ég man rétt var veiðin framunand daginn eftir eða helgina eftir.

Óboðlegt að mínu mati.

ps.
Sveinbjörn - ef þú treystir þér ekki til að hlaupa 100 m áttu ekki að fara upp á fjöll. Og ég hef aldrei kosið VG.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 3
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Skotprófið

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 22 Feb 2015 23:40

Ég var búinn að skrifa rosalega langloku eins og vanalega um þetta sem mér tókst að klúðra og allt þurkaðist út útaf eitthverju timeout-i... ég nenni ekki að skrifa það allt aftur og ætla þess vegna að hafa þetta bara stutt.

Skotprófið er bara fínt eins og það er, því er ekki ætlað að líkja eftir veiðum, það er einfalt í framkvæmd og enginn tilgangur með því að flækja það, annar en að draga enn frekar úr eftirspurn.

Það myndu varla meira en 500 mans (til að skjóta á eitthvað út í bláinn) ná ykkar útgáfu af prófinu og það væri óþarflega tímafrekt!

Þegar skotprófi líkur og menn koma á veiðar þá er það í verkahring Sigga og co að klára dæmið með þeim sem geta það ekki... og þá getur verið kostur að hafa einn flatannnnnn...

Sorry Siggi ég stóðst ekki mátið! 8-)
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 9
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Skotprófið

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 22 Feb 2015 23:48

Til hvers er skotprófið þá segi ég? Passa upp á að þú slasir ekki mann og annan vegna þess að þú kannt ekki með riffil að fara?

Skotprófið á að vera til þess að tryggja eftir bestu getu að þeir sem fara til veiða séu hæfir til þess að skjóta dýrið og aflífa það á sem fljótlegastan og mannúðlegastann máta. Neita að trúa því að það séu bara nokkur hundruð manns á landinu sem geta það.

En ef svo er þá verður bara að laga það - einfalt. Þú þekkir hryllingssögurnar jafn vel og ég Stefán - menn að skjóta kjálkann af dýrunum, fæturnar undan þeim og svo fram eftir götunum - jafnvel á grátlega stuttum færum.

Með flötu góðum riffli er ekkert mál að skjóta þessi próf. Núllstillir á 100 og bara skjóta - ég fullyrði það. Dóttir mín sem er 15 ára á 5 skot út á 1000 m (skotbjölluna úti í Höfnum). Ég hef still sjónaukann fyrir hana og hún er búin að hitta úr öllum 5 skotunum. Það þýðir ekki að hún sé orðin einhver skytta - langt í frá.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Skotprófið

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 23 Feb 2015 00:21

Þú þarft ekkert að skammast þín fyrir að hafa ekki kosið VG. Það eru stórir hópar í samfélaginu sem ekki hafa kastað atkvæði sínu í þá átt.

En síður skaltu ekki hafa áhyggjur af því þó að þú fattir ekki skrif mín og ástæðulaust að óttast sálaháska þess vegna.

Varðandi skotprófin þá hef ég á því ákveðna skoðun og finnst mér 5 skot full mikið á skífu.
Reyndar tel ég að menn eigi að fara fyrst í skotpróf og það veiti rétt til að sækja um veiðileyfi.

Þegar leyfi er úthlutað finnst mér að númeruð skífa eigi að fylgja með og leiðsögumaður láti skyttu taka próf áður en haldið er á veiðar.

þá eru prófin orðin tvö.

Svo verður hver og einn að eiga það við sig hvaða erfiðleika stig menn velja í sínum áhugamálum eftir því sem menn hafa vit og þroska til
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 3
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Skotprófið

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 23 Feb 2015 09:30

Ég lít nú meira á þetta skotpróf til þess að fullvissa UST um að það sé búið að sparka öllum skussunum út að skjóta áður en þeir koma á veiðar, meðal annars vegna þeirrar umræðu sem var og líklega vegna þrýstings fá eitthverjum leiðsögumönnum.

Kerfið var uppbyggt þannig að kennitölusöfnun var að verða mikið vandamál, en skotprófið hefur snúið þeirri þróun við að mínu mati.

Í dag er svo seinlegt að prófa að það er varla gerlegt fyrir svona bjöllu skyttur eins og mig og þig að fara í Hafnir síðustu 3 vikurnar áður en prófskilafresturinn er útruninn.

Það kæmi þér á óvart Gísli hvað það eru margir sem hvorki kunna skrúfa til turnana á sjónaukanum eða að miða yfir eftir því hvert færið er. Lang flestir eru að fella sitt dýr á milli 50 og 150 metra og ef svæðið á bóginum er allt upp í 50 x 50 cm eins og sumir halda fram þá ætti að duga flestum að setja upp á mitt dýr aðeins fyrir aftan framlöppina.

Það eru lang fæstir veiðimenn í nágreni við þig í getu eða eiga græjur af sama caliberi.

Miðað við Tófumótið hjá okkur í SFK, þá kæmi þér verulega á óvart hverjir hafa klikkað á því að hitta inn í 10 stiga svæðið á færum frá 50 upp í 150 metra. Ég sé ekki fyrir mér hvernig þeir sem eru ekki mjög reglulega að skjóta gengi með svipað dæmi.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Skotprófið

Ólesinn póstur af E.Har » 23 Feb 2015 14:54

Eina sem ég vildi láta breyta er að hafa skotin 3 en ekki 5. Ef þú hittir þrem þá er óþarfi að vera að hita riffilinn! Færið mætti vera 175 en þetta er bara fínt! A hverju hafa minna mark þegar hreindyr er mun stærra? af hverju vera með einhvað hluap og spriks! Fullt af mönnum veiða á 1-2-6 og þurfa oft ekki mikið labb!
Prófið tryggir AÐ MENN ERU EINHVAÐ BÚNIR AÐ PRÓFA VERKFÆRIN SÍN OG ÞAU ERU Í LAGI.
Allt annað er aukaatriði! Hvaða bootcamp eru menn að pæla í hlaup um með 10 kg fyrir utan riffil!
Sorry ná því ekki!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 9
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Skotprófið

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 23 Feb 2015 15:47

Kom fram hér að ofan Einar - ná upp smá hjartslætti. Og ef að hlaupa með 10 kg á bakinu 100 m er orðið Bootcamp þá er illa komið fyrir okkur.

Sagði aldrei að það ætti að minnka markið. Vill bara að það sé gerð meiri krafa - t.d. með því að hafa þau á mismunandi færum - segjum 3 skot á hvert skotmark á þremur mismunandi færum.

Prófið tryggir nefnilega ekki að menn séu búnir að prófa verkfærin sín eitthvað að ráði sbr. sagan mín hér að ofan.

En ok, menn vilja greinilega hafa þetta sem auðveldast - helvítis vesen að taka smá æfingar áður en menn fara í það fella fallegar og tignalegar skepnur fyrir austan. Alltof mikil krafa að menn þekki verkfærin það vel að þeir geti skammlaust skotið 3 skotum á 30 cm skífu á þermur mismunandi færu aðeins með aukinn hjartslátt.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Skotprófið

Ólesinn póstur af iceboy » 23 Feb 2015 16:17

Ég veit hvernig þessi skotpróf eru í Noregi, þar þarf að taka 30 æfingaskot ef ég men rétt og það má ekki taka þau öll sama daginn, semsagt þú verður að mæta 2 sinnum á æfingasvæði og fá það staðfest að þú hafir mætt og skotið.

Þetta með hjartsláttinn, hann er líklega hærri hjá mér á skotsvæði en á veiðum, veit ekki afhverju en svona hefur þetta alltaf verið frá því ég byrjaði að veiða 14 ára gamall, þegar út í náttúruna er komið þá kemur bara einhver ró yfir mig.

og ég veit að það eru margir sem stressast upp við það að skjóta á skotsvæðum, sérstaklega þar sem margir eru að horfa á, þeir eru svo sallarólegir þegar þeir eru komnir einir með sínum guide á veiðar.

Það að menn geti ekki hitt ef púlsinn er orðinn hærri, eða réttara sagt að menn skjóti í aðstæðum sem þeir í raun vita að þeir ráða ekki við snýst um veiðisiðferði frekar en eitthvað annað og það er ekki hægt að æfa þann þátt.
Það er alveg sama hversu mikið menn æfa sig, og ég er mjög hlynntur því að menn æfi sig og þekki verkfærin sem þeir eru að nota, menn verða samt alltaf að eiga það við sjálfan sig hvort menn taka í gikkinn eða ekki.

2 sinnum hef ég hætt við skot og þurft að koma aftur daginn eftir. Í fyrra skiptið vegna þess að farið var að rökkva, ég sá samt siluettunna af dýrinu og hefði alveg getað skotið dýrið, hinsvegar ef ég hefði sært dýrið það hefði verið andskotanum erfiðara að finna það í myrkrinu og því var skotið tekið úr hlaupinu og mætt á sama stað eldsnemma um morguninn.

Ég var samt vel æfður og gjörþekkti riffilinn og þó skotpróf hefði verið erfiðara en það er í dag þá hefði ég samt ekki tekið þetta skot
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Skotprófið

Ólesinn póstur af gkristjansson » 23 Feb 2015 17:13

Er búið að stækka skífuna í 30 sentimetra? Var hún ekki 14 sentimetrar?

Ég hef sjálfur tekið 4 hreindýr en bara einu sinni þurft að taka prófið, hin þrjú dýrin voru fyrir próf kröfur. Ég tek milli 40-50 fjórfætt dýr á ári og fékk ekki einu sinni svar frá UST (ekki já, ekki nei, bara þögn) um Ungverska prófið sem ég senti inn (sambærilegt próf) og endaði á því að taka prófið heima.

Veit um reynda veiðimenn sem þurftu að taka prófið þrisvar, ekki vegna þess að þeir væru neitt slæmar skyttur / veiðimenn, einfaldlega bara stressaðir og það þarf jú bara einn "flyer" til að falla á prófinu....
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 9
Póstar:475
Skráður:12 Apr 2012 21:37

Re: Skotprófið

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 23 Feb 2015 18:37

Nei það er ekki búið að breyta skífunni. Tók þetta bara sem dæmi m.v. hversu stórt lungnasvæðið er á hreindýri.

Ég man eftir því að þegar ég var enn að taka próf í skóla þá var ég aldrei eins stressaður og þegar ég vissi að ég var ekki nógu vel undirbúinn.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Skotprófið

Ólesinn póstur af gkristjansson » 23 Feb 2015 18:55

Ég persónulega er ekki í minnsta vafa að ég get fellt hreindýr og ég myndi aldrei fara á eftir dýri án þess að hafa fullvissað sjálfan mig að ég þekkti verkfærið sem ég væri að nota í veiðina.

Eins og ég minntist á hér að ofan þá hef ég bara einu sinni þurft að taka prófið, náði því í fyrstu tilraun en það var einn "flyer" sem rétt náði að skríða inn á skífuna og ég get sagt þér að ég var alls ekki "stressaður", ég hef skotið nóg af dýrum til að vera ekki að stressa mig á því að fella eitt hreindýr.

Sem sagt allt getur komið upp og allir veiðimenn, sama hver er, geta tekið feil skot hvort sem það er á 50, 100, 150, 200 metrum eða lengri færum, í mínum huga er aðal málið að minnka sem mest líkurnar á því og vera klár í "follow up" ef eitthvað kemur upp á og ekkert próf getur undirbúið þig í það, bara reynslan.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Skotprófið

Ólesinn póstur af sindrisig » 23 Feb 2015 20:02

Hlaupa eða ekki.

Ég hef reyndar hlaupið upp á hól og skotið aftasta dýrið frístandandi á ca. 80 metrum. Það er aftur á móti skrítið ef það á að verða regla að hlaupa sig til og skjóta svo á skífu í einhverju ímynduðum ómögulegum aðstæðum.

Hlauptu drengur hlauptu ! Ég ætla ekki að taka þátt í þeirri vitleysu, það er mörg heimsk mannanna verk og þetta er greinilega ein af þeim flugum sem verða að úlfalda.

Ég hef alltaf haldið að snilldin við veiðimennsku sé að sálga dýrinu án þess að það hafi hugmynd um það. Alger óþarfi að fara hlaupa á eftir því eins og hundur.
Sindri Karl Sigurðsson

Svara