Síða 1 af 1

Slagkraftur á hreindýr

Posted: 15 Mar 2015 18:41
af ingvi.s
Góðann daginn,er hér með eina stutta, nær cal 30-30 win að uppfylla lágmarkskröfu um slagkraft til veiða á hreindýrum, þ.e.a.s. þessi 1300 pund fet á 200 metrum.

Re: Slagkraftur á hreindýr

Posted: 15 Mar 2015 20:00
af Jenni Jóns
já ef hlaupið er 25 tommur þá er það mjög líklegt með 155 gr Scenar kúlu.

Re: Slagkraftur á hreindýr

Posted: 15 Mar 2015 20:03
af bjarniv
Miðað við þetta hérna þá rétt slefar það að ná því:

http://www.hornady.com/store/30-30-Win- ... evolution/

Re: Slagkraftur á hreindýr

Posted: 15 Mar 2015 21:35
af ingvi.s
Já ég er að athuga þetta fyrir annan aðila sem er að spá í þetta cal, ég hef skoðað hjá nokkrum framleiðendum verksmiðju hlaðin skot og þetta hjá hornady eru einu skotin sem ég hef fundið sem rétt slefar upp í lágmarkið,allt annað er bara langt frá raunveruleikanum. Svo væri kannski hægt að fá hand hlaðið sem gerir þetta, en er þetta cal ekki samt alveg á mörkunum, og svo eitt enn, hefur einhver veitt hreindýr með 30-30, og hvernig gekk.

Re: Slagkraftur á hreindýr

Posted: 15 Mar 2015 21:57
af Veiðimeistarinn
Já það hefur verið veitt með mér með cal. 30-30 það gekk ef satt skal segja frekar illa, þetta kaliber er frekar ónákvæmt svo ekki sé meira sagt.
Það er synd vegna þess að þetta eru sérsök og fallega útlitandi skotvopn svona lever axion.
Ónákvæmnin helgast held ég aðallega af því að það verður að nota raund nose kúlur í þá vegna þess hvernig þeir eru hlaðnir og það má ekki vera með oddhvassa kúlu sem getur sprengt kvellhettuna á næsta skoti.
Ég hef að vísu prufað að hlaða 110 gr. holov point kúlu í svona riffil og hún kom betur út hvað nákvæmnina varðaði :roll: