Síða 1 af 1

Hreindýraveiðar eru toppurinn.

Posted: 12 Mar 2012 21:01
af Tf-Óli
Mynd frá hreindýraveiðunum síðasta haust. Bara í tilefni þess að ég fékk ekki dýr í ár....
Kveðja Óli.

Re: Hreindýraveiðar eru toppurinn.

Posted: 12 Mar 2012 21:11
af Veiðimeistarinn
Alltaf jafn flottur :lol:

Re: Hreindýraveiðar eru toppurinn.

Posted: 12 Mar 2012 21:17
af Tf-Óli
Þetta var snilldar dagur Veiðimeistari.
En hevíti var gott að komast loksins niður múlann og í bílinn með beljuna :)

Re: Hreindýraveiðar eru toppurinn.

Posted: 12 Mar 2012 21:23
af gylfisig
Tófuslagteríið er líka spennandi.

Re: Hreindýraveiðar eru toppurinn.

Posted: 12 Mar 2012 21:25
af gylfisig
.

Re: Hreindýraveiðar eru toppurinn.

Posted: 12 Mar 2012 21:26
af gylfisig
.

Re: Hreindýraveiðar eru toppurinn.

Posted: 12 Mar 2012 21:28
af gylfisig
.

Re: Hreindýraveiðar eru toppurinn.

Posted: 12 Mar 2012 21:38
af Veiðimeistarinn
Þetta var nú ekki svo erfitt, fjórum dögum seinna fórum við 5 saman og það voru skotnir tveir 100 kílóa tarfar, innan við Langavatnið upp undir Háöxl og þeir dregnir niður á plasti rúmlrega 3 kílómetra, annar í einu austur af brúninni siðan báðir í einu niður brekkuna, við vorum 2 með annann en 3 með hinn, ég held að ég hafi aldrei orðið eins þreyttur :oops:
Þá var gott að komast í bílinn :mrgreen:

Re: Hreindýraveiðar eru toppurinn.

Posted: 12 Mar 2012 21:42
af Veiðimeistarinn
Gylfi, hvaða Jalonen er þarna á myndunum :?:

Re: Hreindýraveiðar eru toppurinn.

Posted: 12 Mar 2012 21:56
af gylfisig
Þetta er 6,5-284 hjá veiðifélaga mínum
Notar 120 Nosler bt og 53,7 grs af Norma MRP.
Þessi kúla/hleðsla hefur tilhneigingu til að fara frekar illa með rebba, ræfilstuskuna :P

Re: Hreindýraveiðar eru toppurinn.

Posted: 12 Mar 2012 21:59
af Benni
Er þessi hvíti helmingur eftir jalonen eða TRG?

Flottar myndir annars, gaman af þessu(=

Re: Hreindýraveiðar eru toppurinn.

Posted: 13 Mar 2012 09:41
af konnari
Skaut þennan innst í Búlandsdal í fyrra í um 900m hæð. Tuddinn vóg um 113 kg. Það tók heila 8 klukkutíma fyrir 3 menn (vorum 4 síðasta spölinn), að koma honum í bílinn !

Re: Hreindýraveiðar eru toppurinn.

Posted: 26 Mar 2012 21:53
af Veiðimeistarinn
Munum eftir að leita aldrei langt yfir skammt að hreindýrum, það er óþarfi að fara yfir lækinn ef maður þarf þess ekki.....hehehe!

Re: Hreindýraveiðar eru toppurinn.

Posted: 26 Mar 2012 23:44
af Gisminn
Heyrðu sigurður svona aðeins að öðru þar sem þú ert reyndur á hreindýraslóð.
Hreindýrin fella hornin svo mér liggur pínulitil forviti í hvort þau sjáist þá ekki mikið þarna á víðavangi,
Konan mín dundar við að gera tölur og svoleiðis úr hornum og á ladrei nóg.

Re: Hreindýraveiðar eru toppurinn.

Posted: 27 Mar 2012 07:15
af Veiðimeistarinn
Jú, ég verð víst að teljast nokkuð reyndur á hreindyraslóðinni, já og finn alltaf slangur af þessum hornum og tek með mér.
Þetta er vinsælt stuff og stendur stutt við hjá mér, tarfahornin fara öll í hnífasmíði og kýrhornin standa stutt við au eru öll rifin út aðallega af tölugerðarfólki.
Svo ég á ekkert í svipinn en eitthvað mun ég finna þegar ég fer á grenin og síðan á hreindýraveiðunum.
Spurning hvað það staldrar við?

Re: Hreindýraveiðar eru toppurinn.

Posted: 27 Mar 2012 11:18
af Gisminn
Flottur burðar og framtíðar veiðimaður.En samkvæmt reglugerð nr blaaa og hinni í hinu númerinu með vísan í Efta sem er skotið í ESB og svo samkvæmt áður útgefnu efni þá mun örin vísa í allar áttir og útkoman verður að þetta sé barnaþrælkun. :twisted:
Sem er að sjálfsögðu bara tómt bull.Strákurinn alsæll og veiðimaðurinn ánægður með að geta frættt þann stutta.

Re: Hreindýraveiðar eru toppurinn.

Posted: 28 Mar 2012 09:29
af konnari
Sigurður ! Ég hef ekki alltaf þurft að leita langt eftir hreindýri.....hef líka lent í „aktu-taktu“ :D

Mynd