Umhverfisstofnun

Allt sem viðkemur hreindýrum
ingvi.s
Póstar í umræðu: 1
Póstar:7
Skráður:15 Mar 2015 18:15
Fullt nafn:Ingvi Þór Sigurðsson
Staðsetning:Akureyri
Re: Umhverfisstofnun

Ólesinn póstur af ingvi.s » 14 Jul 2015 20:49

iceboy skrifaði:Hefur einhver hérna fengið leyfi í hendurnar í ár?
Ætlaði einmitt að fara að spyrja um það sama.
Ingvi Þór Sigurðsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Umhverfisstofnun

Ólesinn póstur af Gisminn » 14 Jul 2015 21:23

já ég er með mitt kom fyrir viku
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
grimurl
Póstar í umræðu: 5
Póstar:70
Skráður:05 Oct 2014 18:12
Fullt nafn:Grímur Lúðvíksson

Re: Umhverfisstofnun

Ólesinn póstur af grimurl » 14 Jul 2015 21:46

Það hefur ekkert komið enn til mín frá þeim höfðingjunum í UST. En ég er með leyfi á kú svo ég anda með nefinu. Væntanlega hafa allir sem fengu tarf nú þegar fengið leyfið sitt, erþaggi?
Með góðri kveðju,

Grímur Lúðvíksson
Selfossi

Beretta A303,Browning A5,
Marlin 22mag,Browning X-Bolt 243,Sauer 101 XT 6.5x55
Vortex Viper PST 6-24x50, Zeiss 5HD 5-25x50,Weaver 4-16x44,tasco 3-9x32

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Umhverfisstofnun

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 14 Jul 2015 23:20

Ég held að það sé svo knappur tími til að úthluta leyfunum sem komu inn eftir skotprofsfrestinn 1. júlí, fyrst nokkrir dagar að safna saman skotprófunum, svo það er rétt gefst tími til að ganga frá tarfaleyfunum fyrir 15. júlí, þess vegna er gengið frá kýrleyfunum þegar tarfaleyfin eru farin út hef ég grun um.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Umhverfisstofnun

Ólesinn póstur af sindrisig » 14 Jul 2015 23:24

Það er líklegt að beðið sé með kýrnar þar til tarfarnir eru búnir, það breytir því að vísu ekki að þeir sem búnir eru að fá staðfestingu á skotprófi og búnir að borga leyfin, ættu að fá veiðileyfin send um hæl.

Hlýtur að vera auðveldara að vinna þetta jafnóðum í stað þess að hrúga þessu upp.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Umhverfisstofnun

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Jul 2015 08:28

Það er nota bene bara einn maður að vinna við þetta ;)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
grimurl
Póstar í umræðu: 5
Póstar:70
Skráður:05 Oct 2014 18:12
Fullt nafn:Grímur Lúðvíksson

Re: Umhverfisstofnun

Ólesinn póstur af grimurl » 17 Jul 2015 12:44

Leyfið mitt er komið. Kom í morgun 17.júlí.
Með góðri kveðju,

Grímur Lúðvíksson
Selfossi

Beretta A303,Browning A5,
Marlin 22mag,Browning X-Bolt 243,Sauer 101 XT 6.5x55
Vortex Viper PST 6-24x50, Zeiss 5HD 5-25x50,Weaver 4-16x44,tasco 3-9x32

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 2
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Umhverfisstofnun

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 17 Jul 2015 15:39

Veiðimeistarinn skrifaði:Það er nota bene bara einn maður að vinna við þetta
Ég hef aldrei fengið nema rúmlega fyrsta flokks þjónustu þegar ég hef þurft á einhverju að halda viðvíkjandi veiðileyfi og miða við hve mörg endurúthlutunarleyfi voru komin á varaumsókn 31 maí þá hlítur að hafa verið töluvert að gera við endurúthlutun.
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Dr.Gæsavængur
Póstar í umræðu: 2
Póstar:57
Skráður:05 Jun 2012 15:08

Re: Umhverfisstofnun

Ólesinn póstur af Dr.Gæsavængur » 17 Jul 2015 15:44

Ég fékk úthlutuðum Tarf á svæði 7 þann 12. júní. Ég sá samt ekki póstinn fyrr en mánudaginn 22. júní þar sem ég var ég var ekki nógu duglegur að skoða pósthólfið, enda há sumar og svona :) Ég var líka farinn að halda að ég þyrfti að bíða eftir að skotpróf kláruðust, 1.júlí, eftir að eitthvað færi að gerast með biðlistann.

Ég borgaði leyfið samdægurs 22.júní og hafði frest til 1. júli að taka skotpróf. Ég var á leið í frí þann 26.júní svo ég tók eina æfingu og svo beint í próf á fimmtudegi 25.júní. Daginn eftir var komin staðfesting á skotprófinu í maili.

2. Júlí kom til mín póstur um að ég ætti eftir að greiða veiðikort sem ég þyrfti að gera til að hægt væri að senda mér leyfið. Ég gleymdi að borga kortið strax eftir skotprófið, en það var mér að kenna því ég ætlaði ekki að kaupa veiðikort nema ég fengi úthlutuðu hreindýri þetta árið þar sem ég missi alfarið af veiðitímabilinu hér heima, er að flytja erlendis.

Ég var í fríi úti á landi til 7. júlí og sá ég þá póstinn um ógreitt veiðikort sem ég greiddi strax. Ég fæ allan póst sendan heim til foreldra minna, og þegar ég kem þangað í kaffi föstudaginn 10. júlí eru leyfin komin í pósti :)

Ég get alls ekki kvartað undan þessu. Eins og ég hef áður sagt hefur UST alltaf staðið sig vel gagnvart mér í öllu því sem ég hef þurft á að halda. Það er bara allt einsog það á að vera. Ég er kannski ekki típan sem situr og bíður við bréfalúguna, enda flokkast ég líklega sem rólegur. Það hefur líka að ég held alveg örugglega enginn misst af því að veiða dýrirð sitt af því veiðileyfið var ekki komið :D

Annars eru menn orðnir alveg rosalega spenntir! Ekki nema vika í áætlaða brottför austur á veiðar :shock: Ætla að kíkja á meistarana í Hlað á eftir og láta þá hlaða fyrir mig nokkur skot, mun líklega freta út öllu sem ég á í æfingar um helgina..
Kv. Atli Freyr Runólfsson
atlifreyrrunolfsson@gmail.com

Svara