Steikin gengur um ljósum logum

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Steikin gengur um ljósum logum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 26 Apr 2015 18:46

Ég var á rúntinum í dag, skrapp á fyrirlestur um Óðinn upp í Skriðuklaustur og rakst á þessa 15 hreintarfa á túninu á Teigabóli í Fellum á leiðinni uppeftir.
Gaman að sýna þessa kalla núna þegar menn eru sem óðast að skipuleggja veiðina í haust og menn að fá boð um veiðileyfi af biðlistunum.
Að minnsta kosti 5 af þeim verða 90 kg.+ á veiðitímanum í haust, svo er að sjá að ekki verði alveg tarfaþurrð á svæði 2 á komandi veiðitímabili.
Viðhengi
IMG_0409.JPG
Já, já, svo flaug ein og ein heiða fyrir linsuna á Egilsstaðanesinu þar sem þær eru í þúsundatali núna.
IMG_0390.JPG
Fimmtán myndat hreintarfar í vorblíðunni á Héraði.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara