Skotpróf UST 2015

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 7
Póstar: 492
Skráður: 09 Jun 2012 00:58
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Skotpróf UST 2015

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 13 Jun 2015 00:58

Þá er komið að árlegum viðburði... að þessu sinni er það frúin sem þreytir þolraunina!

Solla tekur skotpróf UST

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=1laCw9stcVE[/youtube]

Það er rétt að geta þess, henni til varnar að hún er bara búin að taka þessi 5 skot sem hún tók á æfingaskífuna síðan í fyrra... Merkilega gott samt! :shock:
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
ivarkh
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 16
Skráður: 28 Ágú 2012 18:09
Fullt nafn: Ívar Karl Hafliðason

Re: Skotpróf UST 2015

Ólesinn póstur af ivarkh » 13 Jun 2015 10:00

Glæsilegt hja Sollu, ekkert verið að hika við þetta!
Kv Ívar Karl

User avatar
grimurl
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 70
Skráður: 05 Oct 2014 18:12
Fullt nafn: Grímur Lúðvíksson

Re: Skotpróf UST 2015

Ólesinn póstur af grimurl » 13 Jun 2015 10:21

Solla er alveg meðetta!

Flott og skemmtilegt myndband!
Með góðri kveðju,

Grímur Lúðvíksson
Selfossi

Beretta A303,Browning A5,
Marlin 22mag,Browning X-Bolt 243,Sauer 101 XT 6.5x55
Vortex Viper PST 6-24x50, Zeiss 5HD 5-25x50,Weaver 4-16x44,tasco 3-9x32

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 7
Póstar: 492
Skráður: 09 Jun 2012 00:58
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Skotpróf UST 2015

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 13 Jun 2015 19:07

Já nokkuð nett hjá henni... Nú er að bíða og sjá hvernig 50 stiga tilraunin fór hjá bónda hennar í dag! :lol:

JAK kvikmyndaði skotprófið mitt í morgun og kemur niðurstöðunni hérna inn þegar búið er að klippa vídeóið til síðar....

Þangað til er mönnum alveg óhætt að setja sínar skífur hingað...
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Sveinbjörn V
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 109
Skráður: 13 Dec 2012 20:55

Re: Skotpróf UST 2015

Ólesinn póstur af Sveinbjörn V » 13 Jun 2015 19:22

Konur og byssur !!
Ég ætla að vona þín vegna að þú hafir skorað hærra en hún :lol:
Sveinbjörn V. Jóhannsson

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 475
Skráður: 12 Apr 2012 21:37

Re: Skotpróf UST 2015

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 13 Jun 2015 22:33

Vel gert.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
JAK
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 28
Skráður: 30 Dec 2012 11:47

Re: Skotpróf UST 2015

Ólesinn póstur af JAK » 14 Jun 2015 01:21

Þetta er bara glæsilegt hjá Frú Sólveigu.

Ég var sérstaklega hrifinn af því er hún tók fyrst í gikkinn með ekkert skot í skothólfinu. Þar sást ekki minnsti vottur um að hún væri að kippast til við "skotið".

Til hamingju með þetta Frú Sólveig en nú er bara spurningin hver þarf að þvo upp á heimilinu næsta árið.

Það kemur í ljós við frumsýningu kvikmyndarinnar um skotpróf Herra Stefáns Eggerts Jónssonar.

:)
JAK
Jóhann A. Kristjánsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 7
Póstar: 492
Skráður: 09 Jun 2012 00:58
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Skotpróf UST 2015

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 14 Jun 2015 16:21

Þá er kvikmyndin klár hjá Jóhanni af prófinu mínu...

Stefán Eggert Jónsson tekur skotpróf UST í Höfnum

[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=_nMSfFVSdi0[/youtube]

Þakka Jóhanni fyrir skemmtilegan dag í gær og skjóta klippingu á videóinu... :oops: Fire at will... :lol:
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
grimurl
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 70
Skráður: 05 Oct 2014 18:12
Fullt nafn: Grímur Lúðvíksson

Re: Skotpróf UST 2015

Ólesinn póstur af grimurl » 14 Jun 2015 16:30

Jæja ég fór á skotæfingasvæðið í Þorlákshöfn í dag að æfa mig. Þá kom þar einn af prófdómurum klúbbsins og hvatti mig til að klára bara skotprófið fyrir hreindýrið. Ég sló til. Hann skellti gömlu teppi á steypta skotpallinn. Ég var nú smá stressaður því ég er nýr í þessu og hef aldrei keppt eða tekið neitt skotpróf áður. Fyrstu 4 skotin voru þokkaleg en það síðasta togaði ég rétt útfyrir hringinn. Fall.

Ég vildi reyna aftur,borgaði gjaldið aftur og ný skífa útbúin.
Nú var byrjendahrollurinn líklega minni því ég náði með bravör- 48 stig :D :D :D :D :D

Ég notaði verksmiðjuhlaðin Lapua Scenar L 120 gr skot, riffillinn Sauer 101 í 6,5x55
Kíkir er Vortex Viper PST 6-24x50
skotpróf 2015.jpg
skotpróf 2015.jpg (66.88 KiB) Skoðað 2023 sinnum
skotpróf 2015.jpg
skotpróf 2015.jpg (66.88 KiB) Skoðað 2023 sinnum
Með góðri kveðju,

Grímur Lúðvíksson
Selfossi

Beretta A303,Browning A5,
Marlin 22mag,Browning X-Bolt 243,Sauer 101 XT 6.5x55
Vortex Viper PST 6-24x50, Zeiss 5HD 5-25x50,Weaver 4-16x44,tasco 3-9x32

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 475
Skráður: 12 Apr 2012 21:37

Re: Skotpróf UST 2015

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 14 Jun 2015 18:07

Stundum er þetta svona Stefán

Og hætta að eltast við hraða - það er amk mín reynsla með 260 Rem. Hraði er ekki að skila mér neinu.
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

karlguðna
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 463
Skráður: 13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn: guðmundur karl guðnason

Re: Skotpróf UST 2015

Ólesinn póstur af karlguðna » 14 Jun 2015 19:43

Til lukku Grímur,,, svona á að gera þetta, :D :D :D já og auðvitað þið hin líka ,,flott video ,,, takk fyrir það :D :D

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 7
Póstar: 492
Skráður: 09 Jun 2012 00:58
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Skotpróf UST 2015

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 15 Jun 2015 19:17

Gísli Snæ skrifaði:Stundum er þetta svona Stefán

Og hætta að eltast við hraða - það er amk mín reynsla með 260 Rem. Hraði er ekki að skila mér neinu.
He he... já það er satt!

Þetta hefur allavega ekki komið eins vel út hjá mér eins og ég vonaði eftir fyrstu tilraunir sem ég gerði, sem snérust að mestu um hraðaprófanir. Ég er þó ekki búinn að gefa alla von upp á bátinn með 203B ennþá. Set kannski inn þráð um það síðar.

Mistök áttu sér stað, sem ég ætla svosem ekki að tíunda hér... enda liti þetta þá kannski bara enn verr út fyrir mig. Nú hef ég ár til að leiðrétta þau, að því gefnu að ég fái úthlutað aftur þá!

Flottur Grímur!
Sveinbjörn V skrifaði:Konur og byssur !!
Ég ætla að vona þín vegna að þú hafir skorað hærra en hún :lol:
You win some, you lose some... :evil:

Það eru til tvær tegundir af keppnisskyttum... þeir sem hafa tapað fyrir konu og þeir sem eiga eftir að tapa fyrir konu... 8-) :lol: Ég komst í fyrri hópinn fyrir löngu síðan...
ivarkh skrifaði:Glæsilegt hja Sollu, ekkert verið að hika við þetta!
Ég get þó huggað mig við að það gekk betur hjá mér að kenna henni að skjóta en þér Ívar... allavega segist hún eitthverntíman í gamladaga hafa fengið að skjóta úr haglabyssu hjá þér og aldrei náð að hitta plastbrúsa á 15 - 20 metra færi, fékk þó nokkrar tilraunir!... þannig að þetta er allt að koma hjá henni... ;)

btw... til lukku með Refinn Ívar! Snyrtilegt!

Spurning hvort þetta endi hjá mér eins og Mid Tompkins... fari bara að hlaða fyrir kellu mína...

Er enginn annar sem tekur mynd af hreindýra skífunni sinni sem er til í að deila?
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar: 406
Skráður: 07 Mar 2012 21:21
Staðsetning: 210 Garðabæ

Re: Skotpróf UST 2015

Ólesinn póstur af TotiOla » 15 Jun 2015 23:16

grimurl skrifaði:Ég notaði verksmiðjuhlaðin Lapua Scenar L 120 gr skot....
:shock: Eru þið að segja mér að ég geti tekið prófið með Scenar???

Ég sem er búinn að láta hlaða 100 stk. af GameKing og ætlaði að fara að æfa mig svo að ég ætti séns í +40 stiga hópinn :mrgreen:

Ég sendi mína skífu á þennan þráð þegar ég er búinn að klára prófið.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 486
Skráður: 25 Feb 2012 08:01
Staðsetning: Sauðárkrókur

Re: Skotpróf UST 2015

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 16 Jun 2015 11:32

Sælir.
Ég hef nú ekki talið lapua scenar hentuga eða ætlaða til veiða hingað til en þegar ég rak augunn í að menn væru að taka skotpróf með þessari kúlu setti ég mig í samband við UST og fékk þetta svar!

"Sæll Jón Kristjánsson,
Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Lapua er Scenar og Scenar-L kúlurnar hannaðar með hliðsjón af markskotfimi. Ekki er minnst á veiðar.
Hinsvegar var tekið á þessu máli árið 2013 með fyrirspurn til Erkki Seikkula, sölu og markaðsstjóra hjá Lapua. Erkki.Seikkula@lapua.com
Í tölvupósti frá 29. maí 2013 til Hjálmars í Hlað staðfestir hann að Scenar kúlurnar þeirra séu nothæfar til hreindýraveiða á Íslandi.
Í ljósi þess að fulltrúi framleiðanda mælir með þeim til hreindýraveiða sé ég ekki grundvöll til að leggjast gegn notkun þeirra. Þér er velkomið að hafa samband við Erkki og spyrja nánar út í þetta en í ljósi þessa getum við ekki annað en samþykkt þessar kúlur.

Bestu kveðjur, Best regards
Einar Guðmann
Sérfræðingur / Advisor"

Þannig að hún er samþykkt sem sem veiðikúla af UST og þá verður maður að leyfa hana hér eftir í skotprófum sem ég hef ekki gert hingað til.
Ég persónuleg tæki Sierra GK frekar en Scennar til veiða þar sem hún er ætluð í verkið og bara príðilega nákvæm með réttri hleðslu, allavega hafa menn skorað 48-50 stig með henni án vandræða.
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar: 406
Skráður: 07 Mar 2012 21:21
Staðsetning: 210 Garðabæ

Re: Skotpróf UST 2015

Ólesinn póstur af TotiOla » 16 Jun 2015 11:50

Takk fyrir þetta Jón :D Gott að hafa þetta á hreinu. Ég vissi svo sem að menn væru að veiða með henni en datt ekki í hug að UST tæki það gilt á prófinu.

Þá er bara að láta henda í 50 stk. í viðbót með Scenar framan á og sjá hvort maður komist ekki í +45 stiga hópinn með þeim Sollu og Grími ;)
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
ivarkh
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 16
Skráður: 28 Ágú 2012 18:09
Fullt nafn: Ívar Karl Hafliðason

Re: Skotpróf UST 2015

Ólesinn póstur af ivarkh » 17 Jun 2015 20:39

Já þú ert greinilega mjög góður kennari og þolinmóðari en ég! Flott að getað tekið konanu með í áhugamálið, gengur frekar ílla hér á bæ.
Refurinn gekk nokkuð vel en Nosler CC123gr er að koma ótrúlega vel út hjá mér, verst að ég á ekki nema nokkrar kúlur eftir og eitthvað erfitt að fá meira af henni.
Maður hefur heyrt héðan að austan að menn mæta frekar seinnt í skotpróf þetta árið
Kv Ívar Karl

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 7
Póstar: 492
Skráður: 09 Jun 2012 00:58
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Skotpróf UST 2015

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 17 Jun 2015 21:56

Það er eiginlega þannig að þegar maður er kominn með kúlu sem virkar, þá þýðir varla að kaupa minna en 500 til 1000 í einu.

Ég held að það sé sama staða hér sunnanlands með skotprófin, þetta fer mun hægar af stað en í fyrra... Kannski eru menn bara orðnir almennt svona góðar skyttur að þeir hafa litlar sem engar áhyggjur af þessu prófi.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Freysgodi
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 58
Skráður: 20 Sep 2013 22:46
Fullt nafn: Jón Valgeirsson

Re: Skotpróf UST 2015

Ólesinn póstur af Freysgodi » 19 Jun 2015 01:14

Það er fallegt í Höfnum þegar vel hittist.

Kíkkaði í kvöld til að athuga hvernig gengi að skjóta úr liggjandi stöðu - hef prófað það áður og reynst töluvert erfitt að vega svona salt á bumbunni - og ekki bætir úr skák að gull(tví)fóturinn er ókominn til landsins. Mikil traffík á svæðinu og allt löðrandi í löggiltum prófdómurum - svo ég skellti bakpoka undir að framan og skráði mig í próf. Hef ekki orðið jafnstressaður síðan ég var píndur til að spila á tónleikum í tónlistarskólanum í gamla daga, allt lék á reiðiskjálfi og tíminn örugglega alveg að klárast.....

Betur fór en á horfðist - og er ég djöfull ánægður með skífuna, riffilinn, hleðsluna og bara lífið sjálft:

100gr Gameking - 6XC caliber:
skifan.jpg
skifan.jpg (104.5 KiB) Skoðað 1507 sinnum
skifan.jpg
skifan.jpg (104.5 KiB) Skoðað 1507 sinnum

kveðja,

J ó n V.

User avatar
grimurl
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 70
Skráður: 05 Oct 2014 18:12
Fullt nafn: Grímur Lúðvíksson

Re: Skotpróf UST 2015

Ólesinn póstur af grimurl » 19 Jun 2015 13:18

Flott Jón og til hamingju!

Ekki það að ég vilji draga úr frábærri frammistöðu en er skotið lengst til hægri ekki nía frekar en tía?
Með góðri kveðju,

Grímur Lúðvíksson
Selfossi

Beretta A303,Browning A5,
Marlin 22mag,Browning X-Bolt 243,Sauer 101 XT 6.5x55
Vortex Viper PST 6-24x50, Zeiss 5HD 5-25x50,Weaver 4-16x44,tasco 3-9x32

Freysgodi
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 58
Skráður: 20 Sep 2013 22:46
Fullt nafn: Jón Valgeirsson

Re: Skotpróf UST 2015

Ólesinn póstur af Freysgodi » 19 Jun 2015 15:13

þetta hlýtur bara að myndast svona illa ;)

Svara