Hraði á hreindýrakúlu

Allt sem viðkemur hreindýrum
Freysgodi
Póstar í umræðu: 6
Póstar:58
Skráður:20 Sep 2013 22:46
Fullt nafn:Jón Valgeirsson
Hraði á hreindýrakúlu

Ólesinn póstur af Freysgodi » 18 Jun 2015 00:10

Sælir

Ég er að hlaða 100gr 6mm (6xc) gameking kúlur sem nota skal til veiða á gríðarstórum hreintarfi sem ég fékk úthlutað í vetur.

Spurningin er hversu mikinn hraða maður ætti að eltast við? Mér sýnist að bestu grúppurnar komi við ca 2800 fps - en ég get líklega pressað þessa kúlu upp í 3100-3200 fps án ofþrýstings en grúppurnar versna aðeins og etv óhollt fyrir græjurnar og hylkin að nota óþarflega háan þrýsting. Auðvitað er þetta hlægilegt "vandamál" miðað við hinar risavöxnu síður tarfsins góða - en maður vill líka fá fallega tölu út úr prófinu......

What to do?

Kveðja

Jón

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 5
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Hraði á hreindýrakúlu

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 18 Jun 2015 07:48

Freysgodi skrifaði:Spurningin er hversu mikinn hraða maður ætti að eltast við?
Til að standast þær kröfur sem gerðar eru þá þarf þessi kúla að vera á rétt rúmlega 2900 fps
þegar þú ert á hreindýraveiðum.

hreindyr/1300-pundfet-og-243-6mm-kulur-t459.html
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hraði á hreindýrakúlu

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 18 Jun 2015 12:25

Þetta er frekar einfalt dæmi, hlaða hana með tilliti til mestu nákvæmni fyrir skotprófið 8-)
Auka síðan hraðann upp í 3100 til 3200 fet eins og þú talar um fyrir veiðina til að fá flatari feril.
Það er allt í lagi þó grúppan opnist aðeins, á risastórum tarfi eins og þú fékkst úthlutað, er felli svæðið framantil á síðunni 60x60 cm.
Þess vegna ét allt í lagi að opna grúppuna aðeins :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Freysgodi
Póstar í umræðu: 6
Póstar:58
Skráður:20 Sep 2013 22:46
Fullt nafn:Jón Valgeirsson

Re: Hraði á hreindýrakúlu

Ólesinn póstur af Freysgodi » 18 Jun 2015 14:52

Málið dautt og tarfurinn feigur.........

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Hraði á hreindýrakúlu

Ólesinn póstur af gylfisig » 20 Jun 2015 09:18

Spurning hvort skyttan sleppur ef nota a þennan ofurhrada Sigga (:
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Freysgodi
Póstar í umræðu: 6
Póstar:58
Skráður:20 Sep 2013 22:46
Fullt nafn:Jón Valgeirsson

Re: Hraði á hreindýrakúlu

Ólesinn póstur af Freysgodi » 21 Jun 2015 19:45

Ég ætla að hugsa þetta eitthvað áfram .......

Ég gerði seríu frá 2700 - 3100 fps og grúppurnar þarna við 2800 fps eru klárlega "sweet spot" því hann skýtur verr bæði fyrir ofan og neðan (munur sem er endurtakanlegur á milli daga). 3 skota seríur af resti gefa ca 6-12mm við 2700 m.v. 10-20mm annarsstaðar.

Ég var að vona að finna annað sweet spot í kringum 3000, sem hefði klárlega verið í lagi m.t.t. þrýstings - en grúppurnar minnka ekki aftur fyrr eftir 3100 og það er orðið vafasamt, finnst mér. Þrýstingurinn þar er OK bæði samkvæmt QL og þrýstingsmælinum mínum - en þrýstingurinn er orðinn meiri en af commercial Norma Oryx skotum sem ég hef notað sem viðmið - þar sem þrýstingsmælirinn er ekki kvarðaður.

p.s. Á einhver uppskrift af einhverri 6XC hleðslu þar sem þrýstingurinn er þekktur - langar að hlaða slíka og sjá hvort þrýstingsmælirinn sýnir rétt. EIna skilyrðið að öll hráefni í hleðsluna þurfa að vera fáanleg á landinu.

EIns og áður hefur komið fram þá er hreindýri væntanlega sama þennann sentimeter sem munar á þessum skotum og einnig þennann hraðamun - en það er einhver þráhyggja í manni að allt þurfi að vera "best".

kveðja,

Jón

Freysgodi
Póstar í umræðu: 6
Póstar:58
Skráður:20 Sep 2013 22:46
Fullt nafn:Jón Valgeirsson

Re: Hraði á hreindýrakúlu

Ólesinn póstur af Freysgodi » 21 Jun 2015 19:47

Ég ætla að hugsa þetta eitthvað áfram .......

Ég gerði seríu frá 2700 - 3100 fps og grúppurnar þarna við 2800 fps eru klárlega "sweet spot" því hann skýtur verr bæði fyrir ofan og neðan (munur sem er endurtakanlegur á milli daga). 3 skota seríur af resti gefa ca 6-12mm við 2700 m.v. 10-20mm annarsstaðar.

Ég var að vona að finna annað sweet spot í kringum 3000, sem hefði klárlega verið í lagi m.t.t. þrýstings - en grúppurnar minnka ekki aftur fyrr eftir 3100 og það er orðið vafasamt, finnst mér. Þrýstingurinn þar er OK bæði samkvæmt QL og þrýstingsmælinum mínum - en þrýstingurinn er orðinn meiri en af commercial Norma Oryx skotum sem ég hef notað sem viðmið - þar sem þrýstingsmælirinn er ekki kvarðaður.

p.s. Á einhver uppskrift af einhverri 6XC hleðslu þar sem þrýstingurinn er þekktur - langar að hlaða slíka og sjá hvort þrýstingsmælirinn sýnir rétt. EIna skilyrðið að öll hráefni í hleðsluna þurfa að vera fáanleg á landinu.

EIns og áður hefur komið fram þá er hreindýri væntanlega sama þennann sentimeter sem munar á þessum skotum og einnig þennann hraðamun - en það er einhver þráhyggja í manni að allt þurfi að vera "best".

kveðja,

Jón

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 3
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hraði á hreindýrakúlu

Ólesinn póstur af E.Har » 22 Jun 2015 09:37

Hraðinn drepur!

Þú ert með létta kúlu, lágmark. Því hraðar því betra, tomma til eða frá skiptir ekki öllu ef þú ætlar að bógskjóta. Sem þú auðvitað munnt gera á öllum lengri færum, og ef allt er ekki 100% kyrrt! ;)

Þegar þú talar um að gruppan opnist upp er hún að fara ur 0,2 tommum á 100 m í 0,5 eða er þetta einhvað vandamál? Þetta þarf að vera það nákvæmt að þú treystir þessu 100%

E.Har
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Freysgodi
Póstar í umræðu: 6
Póstar:58
Skráður:20 Sep 2013 22:46
Fullt nafn:Jón Valgeirsson

Re: Hraði á hreindýrakúlu

Ólesinn póstur af Freysgodi » 22 Jun 2015 15:03

Sæll Einar,

Ég mun bógskjóta og við erum að tala um kannski úr 0.3-0.4 tommum (2800) upp í 0.7-0.8 tommur (3000 fps).

kveðja,

jón

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 3
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hraði á hreindýrakúlu

Ólesinn póstur af E.Har » 29 Jun 2015 15:32

Bæði betra. 200 fet eða 1-2 cm bæði örugt :-)
Þú ert bara í góðum málum, bara æfa sig meira þá er þetta deadly blanda.
Siggi myndi vilja hraðann. Þetta er bæði mikklu meira en sú nákvæmni sem þú þarft.

Ég er orðin stefnulausari í þessu.
Góður riffil róleg góð skytta og málið eða hreindyrið er dautt :-)
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 5
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Hraði á hreindýrakúlu

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 29 Jun 2015 17:04

Kannski ég fá smá hjálp með að velja kúlu fyrir hreindýr
það er um 3 kúlur að velja
Áætlað færi allt að 400 metrum

Cal 308 Nosler BT 125 gr hraði 3150 fps við hlaup flugstuðll G7 0,167
Cal 308 Lapua Scenar 155 gr hraði 2780 fps við hlaup flugstuðll G7 0,234
Cal 308 Berger match hunting 185 gr hraði 2680 fps við hlaup flugstuðll G7 0,280
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hraði á hreindýrakúlu

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 29 Jun 2015 22:08

Jenni, hvert er fallið á þessum kúlum á 400 metrum??
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 5
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Hraði á hreindýrakúlu

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 29 Jun 2015 22:32

Á 400 metrum er fallið og hraðinn á hverri kúlu ca.

Cal 308 Nosler BT 125 gr fall 7 MOA eða 81,3 cm hraði 1998 fps
Cal 308 Lapua Scenar 155 gr fall 8 MOA eða 92,9 cm hraði 1988 fps
Cal 308 Berger match hunting 185 gr fall 8,4 MOA eða 97,5 cm hraði 2037 fps
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hraði á hreindýrakúlu

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 30 Jun 2015 09:58

Ég sé nú ekki mikinn mún á þessum kúlum úti í 400 metrum.
Ég mundi eingu að síður velja þá sem fellur minnst á 400 metrunum, fyrir hreindýr, þá léttustu.
Það er nú einu sinni þannig og góð þumalputtaregla þegar upp er staðið, það er það alltaf léttasta kúlan sem völ er á, sem hentar best til hreyndýraveiða, að uppfylltri lágmargs þyngd 100 grs.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 5
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Hraði á hreindýrakúlu

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 01 Jul 2015 01:01

Já Siggi en þó hún falli minnst þá er hún líka viðkvæmust fyrir hliðar vindi, Nosler kúlan opnast sennilega mest af þessum kúlum á þeim hraða sem þær eru komnar á eftir 400 metra
hefur minnstan slagkraftinn en skilar honum örugglega öllum í dýrið
Væntalega fer Berger kúlan í gegnum sérstaklega ef hún lendir á réttan stað í lungnasvæðið.
Scenar kúlan er álitleg ef til þess kæmi að færið yrði 300 til 400 metrar hún hefur mjög góðan flugstuðull og opnast við minni mótstöðu en Berger kúlan.

Maður verður samt að velja á 100 metrunum í skotprófinu hvaða kúla verður fyrir valinu. :)
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 3
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Hraði á hreindýrakúlu

Ólesinn póstur af E.Har » 01 Jul 2015 14:01

Hef eftir því sem árin líða minni áhyggjur af kúlum :-) Kúlan þarf að opnasig almennilega. Hraðinn drepur restin er smámál. :)

Hef hinsvegar meiri áhyggjur af skyttum bæði hæfileika þeirra sem veiðimenn og einfaldlega formi til að komast um! :mrgreen: :mrgreen: Þarna verður mesta vésinuið!

Vindrek er minna bras en menn halda. Í roki kemst maður venjulega nær. Dýrið snýr með trýnið upp í vindinn og ef verið er að setja þokkalega hátt í það þá breytir litlu þó kúlan reki 10-15 cm minna eða meira aftur eftir því. Gefið sé að veiðimaðurinn sé skytta sem veit hvað hann er að gera. Setja aðeins fyrir rokinu og þetta reddast :-)

E.Har
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Freysgodi
Póstar í umræðu: 6
Póstar:58
Skráður:20 Sep 2013 22:46
Fullt nafn:Jón Valgeirsson

Re: Hraði á hreindýrakúlu

Ólesinn póstur af Freysgodi » 01 Jul 2015 14:18

Þessar pælingar um kúlur og hraða smáatriði hafa meira með hina 364 dagana að gera, en þennann eina.

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 5
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Hraði á hreindýrakúlu

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 01 Jul 2015 15:29

E.Har skrifaði:Hef hinsvegar meiri áhyggjur af skyttum bæði hæfileika þeirra sem veiðimenn og einfaldlega formi til að komast um! Þarna verður mesta vésinuið!
þetta er helsta ástæðan fyrir þessum pælingum mínum eftir því sem árin færast yfir og þrekið þverr verður maður að bæta það upp með lengra færi og minni tíma á hviðnum.

Vindrekið er töluvert meira mál en fallið þar sem ég mun stilla kíkirinn á viðkomandi færi og reikna því fall sem ca 0 til 3 cm

Þar fyrir utan hef ég hugsað mér að velja frekar þægilegri skotstað þó það þýði lengra færi.

Allar þessar kúlur eiga opnast sæmilega á 1800+ fps.
Freysgodi skrifaði:Þessar pælingar um kúlur og hraða smáatriði hafa meira með hina 364 dagana að gera, en þennann eina
Þar sem þessi eini er ekki runninn upp þá er tilvalið að spá í þetta núna.
Jens Jónsson
Akureyri

Svara