Veiði dagsins 2015

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður
Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af sindrisig » 12 Sep 2015 00:03

Já þetta var fínn túr, farið frá Norðfirði um 800 og fyrstu og einu erfiðleikarnir fólust í því að þegar átti að hitta í gatið á Oddsskarðsgöngunum sáust þau ekki fyrir þoku og úrhelli. Það stöðvaði þó ekki mig frekar en flesta aðra og eini þurri þráðurinn á fjörðunum var trúlega í Oddsskarðsgöngunum og Fáskrúðsfjarðargöngunum. Stundum þarf að treysta á veðurspánna og hún gerði ráð fyrir að sullið yrði afstaðið ekki síðar en hádegi, fram í Jökuldal.

það stóð og skundað var af stað yfir holta og móa, á slóða að sjálfsögðu með jökuldælsku ívafi um 11 leytið. Það var hvort eð er orðið kaffilaust á Vaðbrekku (eitthvað latte og annað slíkt er ekki kaffi) og ekkert annað að gera en að kíkja í kringum sig.

Hvað um það dýrin fundust og við tók klukkutíma rúntur til að komast fyrir vind. Það er dálítið sérstakt að hreindýr sjái bílinn hans Sigga af kílómeters færi, þau eiga að hans sögn að vera meir og minna blind, en það var raunin og þau lögðu af stað í átt frá okkur og við í humátt.

Það voru þrammaðir nokkrir kílómetrar til að komast í færi og þegar það loks gekk, eins og í sögu að sjálfsögðu, þá sáum við strax að það stóð ein kýr út úr hópnum og það var eina dýrið sem nokkur séns var að fella.

Ég hef aldrei verið eins fljótur að skjóta hreindýr og nú, kýrin var á leið inn í hópinn og tvílöppinni var smellt niður og á jörðina og síðan var látið vaða á 150 metrum.

Siggi sagði: bíddu bíddu, þetta var snöggt, þetta er búið...

Og þá var beðið því ekki vildum við styggja þau meira og þá komu að sjálfsögðu miklu betri færi, þ.e. möguleiki á að velja dýr. Því þau röltu einfaldlega í rólegheitunum hálfhring í kringum okkur á 120 - 150 metra færi.

Ef ég fengi ekki meldingu um að kvótinn fyrir geymslupláss fyrir viðhengi sé upp urinn, fengjuð þið að njóta nokkurra mynda í viðbót. þið verðið því að nota ímyndunaraflið til að sjá þetta fyrir ykkur en ég ætla samt að klikkja út með því að Siggi talaði um að grilla hjartað, það náði ekki lengra...
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 3
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 12 Sep 2015 16:42

gkristjansson skrifaði:Langar ekki alla í .308? Var að veiða í Bretalandi í síðasta mánuði og þar er þetta "vandræða" kaliber ansi vinsælt.... En, eins og Siggi segir, það er eins gott að vera með stáltá á skónum þegar að hleypt er af.
Sæll Guðfinnur

Er ekki bara betra að vera ekkert að miða á tærnar á sér? Ég hef heyrt að .308 sé með það gott penetration á svona stuttu færi að stáltá dugar ekki! Þetta cal er víst með mikla reynslu af armor piercing....
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 12 Sep 2015 18:14

Davíð Þorláksson veiddi 40 kg. kú í Víðihólakrókum í Hákonastaðalandi á svæði 1 í dag.
Hann notaði Brno veiðiriffil sinn í cal. 308 með 150 gr. Hornady SST kúlu og færið var 111 metrar.
Ég set inn myndir og vonandi Sindri líka, þegar Magnús verður búinn að kippa kvótamálunum í lag fyrir mig!
Viðhengi
IMG_1568.JPG
Davíð með veiðifélaga sínum og 308una.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 12 Oct 2015 09:55, breytt 2 sinnum samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af gkristjansson » 12 Sep 2015 18:50

Já, var það ekki .308 eina ferðina enn..... ;)

Ef mynda kvótinn hér er að fyllast, þá er alltaf hægt að setja inn myndir á síðuna mína http://www.TheHuntingLounge.com :D
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 3
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 12 Sep 2015 19:44

Svo er líka hægt að nota public folder á dropbox, sem er mjög sniðugur fídus. Þá hýsir sá myndirnar sem á þær á sínu dropboxi. það er að segja, þú ert með dropbox Sigurður!

Þá eru eflaust mjög margir hér sem geta leiðbeint þér í því hvernig á að nota þennan fídus.

Með því að nota dropbox, þá erum við ekki að éta upp plássið á servernum sem hýsir spjallið hjá Magga.

Annars eru þetta mjög nettar myndir hjá Sigga svo þær ættu nú ekki að vera til stórra vandræða.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af sindrisig » 12 Sep 2015 21:55

]Trixið hans Stebba þýðir að myndirnar ná ekki samhengi við textann, það finnst mér ófært, þetta þarf að lesast og skoðast um leið.

En það má alveg bæta því við að stundum heyrir maður íslensku sem ekki er almennt notuð og þá helst uppi á Jökuldal, eða þannig. En þannig var það nú að leiðsögumaður einn fékk hringingu þar sem honum var lesinn pistillinn af smalamönnum. Sá sem hringdi sagðist hafa vandað honum um kveðjurnar í aðspurðum fréttum.

En ef við byrjum á Sigga, þá er hann stundum í símanum:
Veiðimeistarinn 15.jpg.jpg
Það þarf víst að miðla upplýsingum
Veiðimeistarinn 15.jpg.jpg (57.68KiB)Skoðað 6036 sinnum
Veiðimeistarinn 15.jpg.jpg
Það þarf víst að miðla upplýsingum
Veiðimeistarinn 15.jpg.jpg (57.68KiB)Skoðað 6036 sinnum
Og síðan var miklu auðveldara að velja úr hjörðinni í fallegri röð í stað hrings:
Hreindyr.jpg
Hjörðin eftir skotið
Og að lokum grillmaturinn sem Siggi ætlaði að bjóða mér upp á:
Grillmaturinn hans Sigga.jpg
Það er greinilega ýmislegt grillað á Vaðbrekku...
Grillmaturinn hans Sigga.jpg (49.32KiB)Skoðað 6036 sinnum
Grillmaturinn hans Sigga.jpg
Það er greinilega ýmislegt grillað á Vaðbrekku...
Grillmaturinn hans Sigga.jpg (49.32KiB)Skoðað 6036 sinnum
Palli Leifs hló dátt þegar ég sýndi honum þetta í sjóhúsinu hjá Sævari á Mjóeyri í kvöld. Renndi þar við eftir smalamensku dagsins með bændum á efri-Jökuldal.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
grimurl
Póstar í umræðu: 4
Póstar:70
Skráður:05 Oct 2014 18:12
Fullt nafn:Grímur Lúðvíksson

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af grimurl » 14 Sep 2015 21:52

Sigurður veiðimeistari forbauð einum veiðimanni um daginn að nota Remington 770 í cal .308

Það gæti verið að þessi úttekt(review) á YouTube um þennan riffil skýri hans viðhorf.

Mæli sérstaklega með umfjölluni um boltasætið,skeftið og síðast en ekki síst um skotgeyminn.
Það er ekki að orðlengja það að niðurstaðan er: Don´t buy this rifle!!

En myndbandið er hægt að sjá hér:
https://www.youtube.com/watch?v=4o69TevcATk
Með góðri kveðju,

Grímur Lúðvíksson
Selfossi

Beretta A303,Browning A5,
Marlin 22mag,Browning X-Bolt 243,Sauer 101 XT 6.5x55
Vortex Viper PST 6-24x50, Zeiss 5HD 5-25x50,Weaver 4-16x44,tasco 3-9x32

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 7
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af gylfisig » 15 Sep 2015 00:13

Ég hélt ég hefði lika gefið það sterklega til kynna í mínu svari, hér framar. Og svo ég segi það hreint út: Remington 770, Þetta er drasl !
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 12 Oct 2015 10:22

Jæja, þá er kannski best að setja inn síðustu myndirnar frá veiðitímabilinu það er búið að stækka hjá mér minnisplássið hérna.
Ég bætti inn myndum af Davíð á þessari síðu, síðu 5 og Margréti (Grétu systir) á síðustu síðu, síðu 4.
Þetta verður kannski ekki alveg eins nákvæmt hjá mér það er svo langt um liðið og minnið farið að daprast um smáatriði.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 12 Oct 2015 10:28

Hafsteinn vinur minn Númason veiddi kú í Tunguheiði á svæði 1 hún vóg 42 kg. hann notaði Sauer 202 cal. 2506 með 100 gr Hornady SST kúlu og færið var rúmir 160 metrar.
Viðhengi
IMG_1600.JPG
Hafsteinn með kúna, hann notar venjulega 300 Win. Mag. en notaði 2506 í þetta skiptið og líkaði vel.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 12 Oct 2015 10:31

Kristján Kárason veiddi kú á Múla hún vóg 36 kg. hann notaði Sauer 202 cal. 308 og 150 gr. Hornady SST kúlu og færið var um 130 metrar.
Viðhengi
IMG_1610.JPG
Kristján með kúna.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 12 Oct 2015 10:39

Sveinbjörn Árni Björgvinsson systursonur minn veiddi kú í Þrælahálsi, það er hans fyrsta dýr.
Hún vóg 40 kg. hann notaði að sjálfsögú Vaðbrekku caliberið 6,5-284 enda stoltur Rössler eigandi.
Samt var eitthvað óklárt með riffilinn hans, vegna þess að hann fékk leyfið á síðustu dögum veiðitimans og ekki tími til að græja riffilinn, en það kom ekki að sök.
Nóg er til af þessu ágæta caliberi í ættinni og móðir hans Ingibjörg systir mín lánaði honum bara veiðiriffil sinn sem er Sauer 202 með ættar caliberinu, hann notaði 120 gr. Sierra pro hunter kúlu og færið var um 140 metrar.
Viðhengi
IMG_1616.JPG
Svenbjörn með kúna, sitt fyrsta dýr og riffilinn hennar mömmu.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 12 Oct 2015 10:44

Síðasti veiðidagurinn var snúningasamur hjá mér veiði bæði á svæði 2 og 1.
Júlíus Bjarni Bjarnason veiddi kú við Hölkná á svæði 2 hún vóg 42 kg. hann notaði veiðiriffil CZ 550 í cal. 308 með 150 gr. Nosler Ballistic tip kúlu og færið var 160 metrar.
Viðhengi
IMG_1622.JPG
Bjarni með kúna og riffilinn.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 12 Oct 2015 11:01

Júlíus Brynjarsson veiddi síðasta dýrið sem veitt var undir minni leiðsögn þetta veiðitímabilið.
Hann veiddi kú á Sauðárdal á svæði 1 við Háreksstaði.
Kýrin vóg 47 kg. hann notaði veiðiriffil föður síns Mauser Carl Gustaf cal. 6,5x55 með Norma verksmiðjuhlöðnu skoti og 156 gr. Blypets kúlu færið var um 150 metrar.
Viðhengi
IMG_1629.JPG
Júlíus Brynjarsson veiðir með riffli sem hefur bæði sál og stíl.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 12 Oct 2015 11:32

Já, þá er þessu veiðitímabili lokið, það er erfiðasta veiðitímabil sem ég man eftir vegna rysjótts veðurfars.
Ríkjandi norðan vindáttir úrtakalítið allan veiðitímann og þá sjaldan það blés af suðri var mikil vindhæð og mikið far á dýrunum út og suður veiðisvæðin.
Þokur lágu yfirleitt yfir veiðisvæðunum fram á dag og rigning og súld oftar en ekki fylgifiskur þessa alls.
Þetta gerði veiðidagana yfirleitt langa í seinni endann og oft verið að koma seint heim þó veiðilaus væri sem var óvenju oft á þessu veiðitímabili, veiðimenn fengu oft ekki veiði fyrr en á öðrum eða þriðja degi og dæmi um að það hefðist ekki fyrr en á fimmta degi.
Ég var á veiðum stanslaust frá 21 julí til 20 september alla daga nema einn í lok ágúst það gera 60 dagar á veiðum í striklotu.
Á þeim tíma kom ég að veiðum að og eða leitaði að rúmlega 70 dýrum.
Það var þó bót í máli að Aðalsteinn sonur mínn sem er bóndi á Vaðbrekku fló undantekningalaust dýrin með mér eða fyrir mig þegar heim var komið á öllum tímum sólarhringsins, oft var ekki búið að ganga frá, fá sér eitthvað í svanginn fyrr en undir klukkan 4 að nóttu og hægt að skreiðast í bælið, en þá beið morgundagurinn eftir mér og engin grið gefin og áfram haldið daginn eftir.
Já það er sem ég segi, það þarf meira til en eta kornflex á morgnana til að vera leiðsögumaður.
Nú er bara að vita hvað nóvemberveiðin ber í skauti sér, þar bíða einhverjar kýr eftir að ég leiðsegi til þeirra.
Viðhengi
fra gretu.jpg
Líkindi með föður og syni stendur einhvernsstaðar skrifað á engilsaxnesku.
Við Aðalsteinn á góðum degi, annan daginn sem við vorum búnir að flá fyrir kvöldmat á veiðitímanum.
IMG_1421.JPG
Oft göngumóður, stundum 20 til 30 km labb á daginn en þarna var þetta stutt um 15 km. kannski, óvenju gott veður og ég með þennan ljómandi göngustaf, járnkall sem ég fann á veiðislóðinni....jötuninn stendur með járnstaf í hendi, jafnan við Lómagnúp.....er einhvernsstaðar ritað á bókfelli eftir Jón Helgason.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Gisminn » 12 Oct 2015 18:34

Þú gerðir það sem þú gast elsku kallinn og takk fyrir mig og strákurinn er fínn í greiðasemini.
Takk fyrir mig
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 19 Nov 2015 00:35

Já þá má segja að seinni hálfleikurinn sé hafinn, eða eigum við heldur að segja framlengingin ?
Ég fór í fyrstu nóvemberveiðina á þessu tímabili með tvo veiðimenn á svæði 7.
Við fundum dýrin á Flugustaðadalnum við Álftafjörð, skammt innan við Markúsarsel.
Axel Örn Bragason veiddi þar gelda kú, hún var með 15 mm. bakfitu og vóg 32 kg.
Axel notaði veiðiriffil sinn af Howa hunter gerð cal. 308 og skaut 150 gr. Sierra Spitser kúlu, hjartskot á 103 metra færi.

Aðalsteinn Sigurðarson, Aðalstenssonar Veiðimeistara, felldi þar sitt fyrsta dýr með nýjum veiðiriffli sínum, smíðuðum að Jóhanni Vilhjálmssyni byssusmið og völundi.
Kýrin var geld með 27 mm. bakfitu og vóg 50 kg.
Riffillinn er Mauser smíðaður á M 98 Dumolin lás, með Lothar Walter hlaup, í KKC varmit skefti.
Hann er að sjálfsögðu í Vaðbrekku caliberinu 6,5-284 Aðalsteinn notaði 100 gr. Hornady A-Max kúlu hlaðna af Sigurgeir mági sínum og tengdasyni mínum með 60 gr. af Norma MRP púðri, hausskot af 107 metra færi.
Viðhengi
IMG_1819.JPG
Þeir bræður Ingólfur og Axel Örn Bragasynir stilla sér upp við kú Axels.
IMG_1824.JPG
Veiði dagsins, Ingólfur bróðir Axels á milli veiðimannana.
IMG_1805.JPG
Já, kýrin sem Aðalsteinn veiddi fékk hrikalegan hausverk, en fann samt aldrei fyrir honum.
IMG_1828.JPG
Leiðsögumaðurinn montar sig með veiðimönnunum og stillir sér upp á milli þeirra.
IMG_1832.JPG
Feðgar að áliðnum góðum veiðidegi, hvað ungur nemur gamall temur.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Sveinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Sveinn » 20 Nov 2015 21:10

Til hamingju með góða veiði og gott skot feðgar! Zeissinn frá þér, Siggi? KKC skeftin eru snilld, væri gaman að sjá nærmynd af verkfærinu :)
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 29 Nov 2015 11:18

Sæll Sveinn og takk fyrir síðaast :D
Þetta er ekki Zeiss sjónauki, þetta er Kínversk framleiðsla, einhver no name sjónauki sem stækkar 6-24x með 50 mm. linsu og 30 mm túbu.
Aðalsteinn keypti hann á Bland á 15 þús. með festingum af einhverjum sem hafði flutt hann inn frá Kína fyrir nokkrum árum, fallegur sjónnauki samt engu að síður.
Hann er með mil dot krossi, target turnum og hefur ekki slegið feilpúst enn sem komið er, þrátt fyrir upprunan og verðið, hann er reyndar bara að koma fanta vel út.
Það er víst ekki alltaf sem þessir, ekkert nafn sjónaukar, eru algerlega ónothæfir........
Eins og ég hef stundum sagt, við mismunandi hrifningu viðstaddra, tryggir verðið ekki endilega gæðin.....vegna þess að sá sem er fyrir aftan glerið skiptir jú öllu máli þegar upp er staðið......frá því að skjóta dýrið, eða þannig 8-)
....Ennn, er á meðan er, 7 - 9 - 13... ;) ...
Viðhengi
IMG_1803.JPG
Svona lítur græjan cirka út.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara