Veiði dagsins 2015

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 09 Sep 2015 00:53

Sæmundargengið úr Vestmannaeyjum heiðraði austurland hreindýranna með nær veru sinni 6. og 7. sept. og veiddu á svæði 1.
Erlendur G. Gunnarsson veiddi 57 kg. gelda kú í Hrútárdrögum hún var með 44 mm. bakfitu.
Erlendur ætlaði að nota veiðiriffil sinn Remington 770 cal. 308 en þar sem ég hef fyrir löngu fengið nóg af afrekum eða afrekaleysi þess kalibers forbauð ég honum algerlega að nota það til veiðanna nú, svo Erlingur fékk léðan 7 mm. Rem. Mag. veiðiriffil félaga síns til verksins (og allir ánægðir nema skyttan) hann var með 140 gr. Sierra SP kúlu. Færið var 150 metrar.
Guðmundur 'Olafsson veiddi 45 kg mylka kú við Selsá ofan Búastaðatungu hún var með 25 mm. bakfitu.
Hann notaði Sauer 202 veiðiriffil sinn cal. 2506 en gleymt mun vera hvaða kúlu hann notaði. Færið var hins vegar 150 metrar.
Davíð Smári Hlynsson veiddi 100 kg. tarf skammt sunnan Selsár einnig, með 45 mm. bakfitu hann notaði Mauser M 96 cal. 6,5x55 veiðiriffil sinn með 120 gr. Sierra Game King kúlu og færið var 190 metrar.
Hornin fara í mælingu og hausinn í stoppun.
Viðhengi
image1.jpeg
Erlendur við kúna, loksins með almennilegt veiðivopn í höndunum, já sumir eru nú fjarskafallegir. mynd sæmi fokk
IMG_1500.JPG
Guðmundur við kú sína.
IMG_1480.JPG
Davið með tarfinn, hornprúðann í meira lagi.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 10 Sep 2015 17:02, breytt 2 sinnum samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Gisminn » 09 Sep 2015 11:43

Hvernig er að skjóta úr 5,5x55 ;)
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 09 Sep 2015 12:50

Davíð Smára fannst það bara fínt :lol:
Leiðrétti þetta nú samt 8-) 8-)
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 09 Sep 2015 17:48, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Gunson
Póstar í umræðu: 1
Póstar:36
Skráður:03 Jul 2012 09:05

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Gunson » 09 Sep 2015 17:42

Um viðskipti Veiðimeistarans og skyttunar með cal.308. Ég hefði skipt um leiðsögumann!
Þeir fóru víst um það að þrátta,
þetta bölvaða 308.
,,Þú munt bráðina missa,
þett´er ótrúleg skyssa!".
Skyttan skipti um riffil til sátta.
Siggi minn vinur og nafni. Menn hafa metnað fyrir sítt caliber og byssu.
Gangi þér vel á miðunum. Kveðja Gunson
Með kærri kveðju
Sigurður Rúnar Ragnarsson
Neskaupstað

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 09 Sep 2015 17:49

Takk Séra Nafni :lol: :lol: :lol:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 09 Sep 2015 18:17

Eftir side seeing um Möðrudals land í gær undir diggri leiðsögn Vilhjálms bónda, veiddu Þorsteinn Héðinsson og María Birna Gunnarsdóttir kona hans mylka kú á Kollseyrudal við Eibúa í morgun, í Möðrudals landi einnig.
Kýrin vóg 42 kg. með 19 mm. bakfitu Þorsteinn notaði veiðiriffil sinn Sauer Take down cal. 308 ekki er á hreinu með kúlugerð og þyngd, ég set það inn þegar það verður staðfest (boxið frá Hlað ómerkt).
150 gr. Nosler ballistic tip var það heillinn!
Færið var 91 meter og hliðavindur 15 til 20 m. á sek. kúluna rak um ca. 15 cm. og kýrin dó úr höfuðverk.
Viðhengi
IMG_1521.JPG
Þorsteinn og María við kúna fallna.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 10 Sep 2015 16:48, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 09 Sep 2015 18:34

Aðalsteinn Aðalsteinsson (Danni) faðir minn er enn að leiðsegja 83 ára gamall, hann er búinn að leiðsegja í 6 dýr þetta árið.
Á dögunum leiðsagði hann Boga Jónssyni á svæði 2, Bogi veiddi 40 kg. gelda kú með 10 mm. bakfitu.
Hann notaði veiðiriffil sinn Sako cal. 6,5x55 með 120 gr. Nosler Ball. tip. og færið var 113 metrar.
Viðhengi
IMG_6674.jpg
Bogi ásamt syni sínum Jóni Erni og Danna leiðsögumanni. mynd aðsig
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 10 Sep 2015 17:00, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 09 Sep 2015 18:48

Það er stundum margmennt á veiðislóðinni, vinir hittast og spjalla eins og gengur.
Svo var í Langadal við Möðrudal í gærkveldi þar hittust tveir elstu hreindýraleiðsögumennirnir sem voru báðir að leiðsegja, Gunnar Aðólf Guttormsson 85 ára sem var að leiððsegja í tvær kýr á svæði 1 og Aðalsteinn Aðalsteinsson 83 ára sem var að leiðsegja í eina kú á svæði 1 einnig.
Reynslan skilaði sér og báðir náðu góðum árangri, enda skilar 140 ára samanlögð veiðireynsla sér, það er ekki vafi, veiðireynsla fæst nefninlega ekki úr kornflex pökkum, merkilegt nokk.
Synir þessarra öldnu kempa fengu að stilla sér upp með þeim á mynd og það er heiður sem ekki verður tekinn frá okkur Jóhanni Guttormi Gunnarssyni starfsmanni veiðisviðs UST.
Viðhengi
IMG_1508.JPG
Taldir frá vinstri, Sigurður Aðalsteinsson, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Gunnar Aðólf Guttormsson og Jóhann Guttormur Gunnarsson. mynd SBG
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 10 Sep 2015 17:01, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 2
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 10 Sep 2015 13:13

Veiðimeistarinn skrifaði:Erlendur ætlaði að nota veiðiriffil sinn Remington 770 cal. 308 en þar sem ég hef fyrir löngu fengið nóg af afrekum eða afrekaleysi þess kalibers forbauð ég honum algerlega að nota það til veiðanna nú,
Siggi ég legg til að þú kaupir þér riffil í cal 308 og æfir þig svolítið með honum svo þú getir af einhverri þekkingu ráðlagt veiðimönnum sem nota þetta cal þegar þeir koma með það á veiðar með þér.

ég skal gjarnan deila með þér upplýsingum um kúluval og hleðslur sem hafa reynst vel hjá mér.

Ef þú telur að þetta cal sé erfiðara en önnur caliber þá væri ekki úr vegi hjá þér að minnast Veiðimeistaranafnbótarinar sem einhver :roll: hefur hnýtt á þig því yfirleitt þarf að mastera verkfærin til að teljast meistari :)
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Guðni Einars
Póstar í umræðu: 1
Póstar:31
Skráður:25 Apr 2012 13:04

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Guðni Einars » 10 Sep 2015 13:22

Veiðimeistarinn skrifaði:...í Langadal við Möðrudal í gærkveldi þar hittust tveir elstu hreindýraleiðsögumennirnir sem voru báðir að leiðsegja, Gunnar Aðólf Guttormsson 85 ára sem var að leiððsegja í tvær kýr á svæði 1 og Aðalsteinn Aðalsteinsson 83 ára sem var að leiðsegja í eina kú á svæði 1 einnig.
Reynslan skilaði sér og báðir náðu góðum árangri, enda skilar 140 ára samanlögð veiðireynsla sér, það er ekki vafi, veiðireynsla fæst nefninlega ekki úr kornflex pökkum, merkilegt nokk.
Synir þessarra öldnu kempa fengu að stilla sér upp með þeim á mynd og það er heiður sem ekki verður tekinn frá okkur Jóhanni Guttormi Gunnarssyni starfsmanni veiðisviðs UST.
Það er sannkölluð lávarðadeild hreindýraveiðimanna á þessari mynd. Þeir Danni og Gunnar Gutt hafa stundað veiðarnar frá því þær hófust aftur um og fyrir miðja síðustu öld eftir langt friðunartímabil. Axel Kristjánsson, sem á lengstan feril sportveiðimanna á hreindýr að baki eða frá 1963, var einnig á hreindýraveiðum um daginn, á 87. aldursári. Veiðarnar og veran á hreindýraslóðum eru ábyggilega áhrifaríkt yngingarlyf!
Með kveðju,
Guðni Einarsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 10 Sep 2015 16:45

Jenni Jóns skrifaði:svo þú getir af einhverri þekkingu ráðlagt veiðimönnum sem nota þetta cal þegar þeir koma með það á veiðar með þér.
Þetta verður nú að kallast að skjóta undir...............kannski eðlilegt.................enda vafalaust gert með cal. 308 :lol:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 10 Sep 2015 17:20

Í dag hélt Jón Sigfússon til veiða á svæði 2, hann veiddi 42 kg. mynlka kú með 16 mm bakfitu við Snæfellsskála, hann notaði Weatherby veiðiriffil sinn cal. 243 með verksmiðjuhlaðið Winchester skot með 100 gr. Power point kúlu og færið var 155 metrar.
Viðhengi
IMG_1538.JPG
Jón Sigfússon úr Eimskipsgenginu ásamt veiðifélaga sínum Magnúsi Magnússyni við kúna sem féll á bílastæðinu hvar fólk geymir bíla sína er það sprangar á Snæfell.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 2
Póstar:285
Skráður:11 May 2013 21:37
Fullt nafn:Jens Jónsson

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 11 Sep 2015 12:07

Veiðimeistarinn skrifaði:Þetta verður nú að kallast að skjóta undir
Ég gæti alveg fallist á það ef eitthvað sem frá þér hefur komið benti til einhverrar annarar reynslu en horfa á aðra nota Win 308 :) :) :)

En þar sem ekkert bendir til að þú hafir eiginn reynslu af því nota Win 308 þá myndi ég segja að þetta sé beint í mark. :mrgreen:

Ég mun að sjálfsögðu biðjast auðmjúklega afsökunar á þessum ummælum öllum ef þú hefur notðað Win 308 til veiða sjálfur með hörmulegri árangri en við notkun á öðrum caliberum og þá verður að sjálfsögðu að vera um marktæka notkun að ræða, ég bara man ekki eftir því að þú hafir greint frá slíkri reynslu. :D
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 7
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af gylfisig » 11 Sep 2015 14:19

Siggi. Ég myndi treysta mér til að skjóta hreindýr bak við eyrað með 308 win á 150 m. færi. :D
Hins vegar.... Remington 770. Ég myndi liklega ekki fara með slíkan riffil á hreindýraveiðar, en það er önnur saga, og kemur kaliberinu lítið við.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
grimurl
Póstar í umræðu: 4
Póstar:70
Skráður:05 Oct 2014 18:12
Fullt nafn:Grímur Lúðvíksson

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af grimurl » 11 Sep 2015 15:48

Einhvernveginn læðist sá grunur að mér,eftir að hafa séð að Siggi hefur góðan húmor, að hann hafi ekki bannað notkun á skotvopninu vegna þess að það hafi verið cal 308.
Tel líklegra að aðrar ástæður liggji að baki svo sem eins og Gylfi nefnir eða eitthvað verulega úr lagi með þetta vopn.
Þar sem þessi 308 leikur hans Sigga hefur viðgengist lengi held ég því að hann hlægi nú upphátt af hve vitlausir við erum að hafa tekið þetta svona bókstaflega með bann á 308 riffli hjá sér.
Það sést best á því að skömmu eftir að viðkomandi var "bannað" að nota vopnið sitt var annar hjá Sigga með þetta "vandræða" caliber ("Þorsteinn notaði veiðiriffil sinn Sauer Take down cal. 308") og þar sést húmorinn hjá Vaðbrekkingnum því "kýrin dó úr höfuðverk".

Upp með húmorinn :lol: :lol: :lol: :lol: :lol:
Með góðri kveðju,

Grímur Lúðvíksson
Selfossi

Beretta A303,Browning A5,
Marlin 22mag,Browning X-Bolt 243,Sauer 101 XT 6.5x55
Vortex Viper PST 6-24x50, Zeiss 5HD 5-25x50,Weaver 4-16x44,tasco 3-9x32

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af gkristjansson » 11 Sep 2015 17:27

Sammála síðasta ræðumanni, ég held að Siggi hafi gaman af því að "hræra aðeins upp" í okkur og að hann noti .308 til þess......
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 7
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af gylfisig » 11 Sep 2015 19:34

Aha.. er farinn ad skilja. Þetta er semsagt sjúkleg löngun Sigga til að eignast 308 Win. Hann er bara svo hæverskur, elsku drengurinn, að hann getur ekki komið orðum að því :D :D :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af gkristjansson » 11 Sep 2015 19:50

Langar ekki alla í .308? Var að veiða í Bretalandi í síðasta mánuði og þar er þetta "vandræða" kaliber ansi vinsælt.... En, eins og Siggi segir, það er eins gott að vera með stáltá á skónum þegar að hleypt er af.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 Sep 2015 22:06

Sindri spjallverji Sigurðsson hélt til veiða með undirrituðum á svæði 1 í dag.
Dýrin fundust í Grundarheiðinni, þar veiddi Sindri við Íllavatn 46 kg. kú með 2 mm. í bakfitu. Hann notaði ný hlaupskiptan Mauser FR8 veiðiriffil sinn cal. 284 Win. hann var hlaðinn 140 gr. Nosler Accubond kúlu og færið var 155 metrar.
Viðhengi
IMG_1544.JPG
Sindri kampakátur með húfuna góðu og nýfellda kúna.
IMG_1551.JPG
Sindri er topp maður og vippaði innan úr dýrinu.......
IMG_1554.JPG
.....síðan skelltum við kúnni í körfuna góðu og héldum heim á leið.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 Sep 2015 22:28

Margrét systir mín veiddi kú á svæði 1 við Hnjúksvatn í dag, maður hennar Vigfús Hjörtur Jónsson var leiðsögumaður hennar.
Kýrin vóg 45 kg með 10 mm. bakfitu, hún notaði veiðiriffil sinn Rössler með Vaðbrekku caliberinu að sjálfsögðu, 6,5-284 og notaði verksmiðjuhlaðið Norma skot með 130 gr. HP kúlu og færið var um 100 metrar.
Viðhengi
greta.jpg
Gréta systir með kúna og Rösslerinn 6,5-284 nattlega.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 12 Oct 2015 09:56, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara