Veiði dagsins 2015

Allt sem viðkemur hreindýrum
Sveinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58
Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Sveinn » 05 Ágú 2015 22:54

Takk fyrir mig Veiðimeistari, Aðalsteinn og Sigga í Vaðbrekku og nafni minn, Sveinn A Sveinsson. Ógleymanlegur túr eins og venjulega. Fékk að taka innan úr dýrinu mínu sem var ný reynsla og skemmtileg. Fimmti túrinn á hreindýr með meistaranum.
20150726_143046sm.jpg
Konan mín standby með kíkinn í nestispásu á fyrsta degi, 23 km gengnir þá. Siggi á vaktinni.
20150728_105719sm.jpg
Þessi foss varð á vegi mínum í Sunnudal, falleg leið
20150728_215612sm.jpg
Dýrið komið á grind meistara, tilbúið til flutnings í Vaðbrekku.
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

RAS
Póstar í umræðu: 1
Póstar:2
Skráður:02 Feb 2013 22:34
Fullt nafn:Rafn Alexander Sigurðsson

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af RAS » 12 Ágú 2015 05:26

MEistari,, Meistari, meistari,,, ekkert í gangi hjá þér...........
kveðja.
Rafn A. Sigurðsson.

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 14 Ágú 2015 02:41

Jú, jú, Rabbi minn það er heilmikill hellingur í gangi en árangur misjafn.
Það hafa verið miklar rigningar og dýrin týnd dögum saman, síðan ég setti eitthvað inn hér síðast en síðustu þrjá daga hefur sólin skinið og þá veiddist eitthvað, þrjár kýr í fyrradag, dýrin týnd í gær en svo fundust þau í dag og þá veiddist tarfur.
Hef ekkki haft tíma til að setja inn myndir, ég er að koma seint heim á kvöldin eins og til dæmis núna, þá var ég ekki kominn í hús fyrr en kl: 2 í nótt.
Ég vonast til að það gefist stund til þess fljótlega að setja eitthvað áhugavert hérna inn.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 14 Ágú 2015 22:07

Það blés ekki byrlega fyrstu dagana í águst eftir að ég fór með Guðna Hauks og co á veiðar, frá 3. ágúst til og með 10. var ýmist vont veður eða dýrin týnd á Sléttunum Ógurlegu á svæði 1 norðan Kistufells og Háganga.
Sumum veiðimönnum mínum var frestað og öðrum útvegaði ég aðra leiðsögumenn.
3. ágúst fór ég norður á Kistufell ekkert dýr sást en þau voru einhvernsstaðað norður á Sléttunuum Ógurlegu, eins og ég kalla þær, sem eru Miðfjarðarárdrögin norður að Barðmel og inn að Stakfelli og í Heljardal, þangað er engum fært nema fuglinum fljúgandi og Sævari á Mjóeyrinni sem vissi ekki að þar væri ekki hægt að veiða hreindýr.
4, 5, og 6. ág. var grenjandi rigning og ekki hundi út sigandi, 5 ág, mætti Josef vinur minn Jenei á svæðið frá Ungverjalandi og komst ekki út úr húsi fyrstu 2 dagana nema til að taka skotprófið.
Við fórum svo næstu 2 daga norður í Skeggjastaða og Miðfjarðarheiðar fundum dýr fyrri daginn, þau að vísu vildu ekki þíðast okkur, en ekki þann síðari, síðasta daginn var ekki veður til veiða svo Jósef fór til síns heima með öngulinn í rassinum.
9. átti ég að vera á svæði 3 en það viðraði ekki til veiða.
Viðhengi
IMG_1089.JPG
Josef Jenei borubrattur við steininn í Skeggjastaðaheiðinni.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 14 Ágú 2015 22:28

Kalli Rós og familía mættu til veiða 10. ág. hann var á svo flottum bíl að ég dvaldi ánægður í bílnum allan daginn og varð ekki úr honum ekið, biðum samt eftir á Gónanhæðum að dýrin kæmu til okkar af Sléttunni Ógurlegu en þau létu ekki sjá sig.
Daginn eftir komu dýrin til okkar og hele familíen Rósenkjær veiddi kýr samtals þrjár við Sandhnjúka gegnt Litla Stakfelli, öll notuðu þau ættarveiðiriffilinn Sako forrester cal 243 með 100 gr. kúlu af Norma Oryx gerð og færin um og yfir 200 metrar.
Damerne först, dóttirin Eydís Ýr veiddi 49 kg. mylka kú með 10 mm. bakfitu.
Frúin Selma Guðnadóttir veiddi 46 kg. gelda kú með 30 mm. bakfitu.
Herra Karl húsbóndinn á heimilinu veiddi 45 kg. mylka kú með 20 mm bakfitu.
Viðhengi
IMG_1113.JPG
Eydís Ýr Rósenkjær við vænstu kúna.
IMG_1124.JPG
Karl Ingi Rósenkjær við væna kusu.
IMG_1135.JPG
Lúxus bíllinn góði sem ég neitaði alveg að yfirgefa fyrri daginn.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 16 Ágú 2015 18:46, breytt 2 sinnum samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 14 Ágú 2015 22:36

Guðmundur Ágúst Ingvarsson og synir ásamt tengdasyninum sem fékk að fljóta með voru hjá mér tvo daga, tókum side seeing á þetta fyrri daginn sem hefur verið nokkuð vinsælt á þessu veiðitímabili, þó ekki hafi kannski verið beðið um það sérstaklega, eða þannig.
Guðmundur veiddi bolta tarf við Mælifell niður með Selsá eftir 20 km. rölt um Mælifellssvæðið.
Sá vóg 107 kg og hafði 70 mm. í bakfitu, veiðiriffill hans er Sako 75 cal. 7 mm. Rem. Mag. hlaðinn 154 gr. Hornady Inter bond kúlu og færið 220 metrar.
Viðhengi
IMG_1144.JPG
Göngutúrinn reyndist 20 km. og vaðið berfætt yfir ár að hætti hraustra manna, það er nefninlega svo hressandi að fá sér kalt fótabað eftir 20 km. rölt með mér.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 16 Ágú 2015 18:41, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 14 Ágú 2015 22:42

Jæja þá er ég búinn að ná í skottið á mér, í dag var á veiðum með mér Hafdís Svana Níelsdóttir, hún veiddi 35 kg. veturgamla geldkú, rétt innan við Ytri Almenningsána neðan við Ufsir.
Veiðiriffill hennar Sako 75 cal 243 með 100 gr no name verksmiðjuhlaðna kúlu og færið var 208 metrar.
Viðhengi
IMG_1150.JPG
Það er fagurt á fjöllum!
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 16 Ágú 2015 18:47, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Ágú 2015 18:14

Það var mikill túr í gærdag er farið var til veiða á þremur kúm á svæði 1, á tveimur jeppum.
Leiðsögumaðurinn og veiðimenniernir með vaðið fyrir neðan sig, þess vegna allir sem höfðu aldur til með syni sína til aðstoðar og bjuggust greinilega við hinu versta.
Dýrin fundust neðan við Kistufellið í einni 500 dýra hjörð og það er alltaf snúningasamt að veiða svo margar kýr úr svo stórri hjörð.
Það tókst samt vel og veiðimenniirnir og aðstoðamenn þeirra báru dýrin niður á veg í Selárdal 7-9 km. veg.
Aðalsteinn sonur minn aðstoðaði mig í þessum túr og var bílstjóri á jeppanum mínum fyrir Hreiðar.
Spjallverjinn Birgir Stranda Guðmundsson veiddi 47 kg. mylka kú með 23 mm. bakfitu, bara væn kú, veit ekki hvaða jolli varr að básúna það í Mogga að dýrin væru svo rýr, það eru greini lega ekki á góðum rökum reist.
Birgir notaði veiðiriffil af gerðinni Remington M1917 (a la Grænland) í kaliberinu 3006, hann var með 150 gr. Hornady Inter Bond og færið um 75 metrar.
Sonur Birgis, Sammi aðstoðaði hann svo við að bera kúna sem ég gerði bakpoka úr, niður á veg um 9 km. leið.
Viðhengi
IMG_1171.JPG
Birgir Stranda og Sammi sonur hans óþreyttir við kúna áður en þeir lögðu af stað með hana á bakinu niður á veg.
IMG_1155.JPG
Það er ekki alltaf langt í dýrin, Birgir Stranda í álitlegu færi.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 18 Ágú 2015 00:02, breytt 3 sinnum samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Ágú 2015 18:25

Hreiðar Gunnlaugsson og tengdasonur hans Arnó Þrastason vveiddu sína kúna hvor í túrnum.
Hreiðar fékk 53 kg. mylka kú mikill baggi að bera 7 km. sennilega um 60 kg með fótum og skinni.
Færiið var um 100 metrar.
Þeir tengdafeðgar notuðu Sauer 202 veiðiriffil cal. 6,5x55 með verksmiðjuhlöðnum no name kúlum 140 gr. (sem mérfinnst alltt of þungt, hámark 120 gr. til að veiða hreindýr í 6,5).
Arnór veiddi 44 kkg. mylka kú sem er yfrið nógur burður þesssa 7 km.
Færið hjá honum var 220 metrar, bógskot sem lenti mjög neðarlega vegna þyngdar á kúlunni.
Viðhengi
IMG_1182.JPG
Hreiðar ásamt Arnór tengdasyni sínum og Gunnlaugi syni sínumvið kýrnar, það er kýr Hreiðars sem er uppstillt.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 3
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 16 Ágú 2015 18:59

Ég var búinn að skrifa hér heillangan pistil með athugasemd varðandi fullirðinguna um þyngd kúlunar hjá þér Siggi... en þegar ég las hann yfir og hugsaði málið, ákvað ég að stroka hann frekar út og þakka þér fyrir að halda þessum þræði úti!!!

Ég hef alltaf jafn gaman af þessum þræði hjá þér og les hvert einasta innlegg! Takk fyrir eljuna Siggi!

Kannski fæ ég eitthvern tíman glaðning í KornFlex pakka og þá kem ég til með að rata um allt svæði 1 eftir að hafa lesið þessa þræði hjá þér!
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Ágú 2015 19:05

Það eru ýmsar aðstæður sem við hreindýraleiðsögumenn lendum í, meðal annars að fella særð dýr.
Svo var í gær þegar við Aðllsteinn vorum að ganga í bílana kíktum við eftir særðum tarfi sem við vorum búnir að heyra af um morguninn og fundum hann rétt ofan við brúnina við Almenningsá fremri.
Ég felldi hann, þó fallið væri ekki hátt, hann lá fyrir eftir sólarhrings gamalt skot í miðja vömbina og hefðu drepist nóttina eftir.
Sárið sennilegga eftir gegnum skot, vegna þess að kúlan hafði tapað krafti og ekki verið á mikilli ferð þegar hún lentii í honum og fór þess vegna ekki í gegn.
Þþað er alltaf erfitt að sjá þegar svona hefur gerst, aðeins gat inn í vömb og þeir dragast ekki endilega aftur úr stax, hann fór ekki úr hópnum fyrr en nóttina eftir að þettta gerðist.
En ef kúla fer í vömb á meiri hraða fer hún alveg í gegn með tilheyrandi skemmdum og það leynir sér ekki og dýrin dragast strax aftur úr, sérstaklega kýrnar tarfarnir eru harðari.
Skrokkurinn var ónýtur hann var kominn með hita og orðinn súr að innan, svo hann var bara dysjaður.
Viðhengi
IMG_1192.JPG
Þetta var þriggja vetra tarfur um 80 kg.
IMG_1189.JPG
Þetta var bara aftaka undir eyrað, Aðalsteinn lyftir höfðinu svo skotsárið sést........
IMG_1188.JPG
...nánar.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Ágú 2015 19:19

Þakka fyrir hlý orð í minn garð Stefán.
Já það er eflaust gott að rata um veiðisvæðin eftir þessum blogg kornum mínum, kannski samt hjálpar 40 ára veiðireynsla mín byggð á 70 ára veiðireynslu Aðalsteins föður míns aðeins meir en orð úr bloggi.
Þú minnist á kornflex, já þær vikta ekki alltaf mikið ráðleggingarnar sem koma úr kornflex pökkum, á móti reynslunni, eru oft og tíðum ekki pappírsins virði, nema nattlega fyrir menn sem hafa gaman af að skjóta á pappír :lol:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 7
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af gylfisig » 16 Ágú 2015 20:19

Mér finnst "náttla" lika gaman ad skjóta á pappa :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

BrynjarM
Póstar í umræðu: 2
Póstar:70
Skráður:12 Jun 2012 13:16

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af BrynjarM » 16 Ágú 2015 22:46

Ég átti hálfpartinn von á því að í særða tarfinum hefði fundist þung .30 cal kúla.
En þessir þræðir hans Sigga, Veiði dagsins/ársins, þykja mér alltaf þeir alskemmtilegustu. Bíð spenntur eftir fleiri veiðisögum. Svo er hann kominn í útrás, farinn að skrifa á útlensku á vefinn hans Guffa. Fjölbreytt veiðiflóra á þeim vef.
Brynjar Magnússon

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Ágú 2015 22:49

Já Brynjar, það var einmitt svoleiðis kúla ;)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Sveinbjörn V
Póstar í umræðu: 1
Póstar:109
Skráður:13 Dec 2012 20:55

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Sveinbjörn V » 17 Ágú 2015 00:13

Ég aftur á móti hef sértaklega gaman af að mæla með öðru en Siggi vinur okkar gerir hér Stebbi :D
Það er nú þannig að ég er með veiðifréttir sjálfur til að fylla upp í þennan ágæta þráð.
Ég fór sjálfur á mánudaginn síðasta í góðum félagsskap að ná í minn fyrsta tarf í Sandvíkina til afa heitins Sveinbjörns.
Það var að sjálfsögðu ekki annað hægt en að taka fyrsta dýrið á heimaslóðum, þar sem afi minn var síðasti ábúandi í Sandvíkinni fögru.
Það má eiginlega segja að ég hafi farið á þessar slóðir líka til að sína vinum mínum Sandvíkina, þeim Kobba frá Grund eftirlitsmanni og Ísleifi.
Dýrið var fellt með 6BR og 100gr. Sierra Gameking á 2906fps. ;) Alveg nákvæmlega þar sem á að hitta á 150m færi.
Kjötskemdir voru nánast engar þótt kúlan hafi strokist við rifbein í útgatinu, þar sem kúlan var einnig í feldinum ásamt hluta af blýkjarnanum.
DSC_2080.jpg
DSC_2080.jpg (30.31KiB)Skoðað 4702 sinnum
DSC_2080.jpg
DSC_2080.jpg (30.31KiB)Skoðað 4702 sinnum
Ég er ekki viss um að ég hefði viljað hafa meiri hraða á þessari kúlu þó mér hafi liðið hálf illa að legga af stað með þessa hleðsu ( eftir að hafa lesið allt bullið um 6mm og lítin hraða ) :D
Við náðum hátt í 60 kg af kjöti úr þessum langa tarf sem var með 45mm bakfitu.
Ég hugsa að æfingin með vopnið sem á að nota skipti mestu þegar upp er staðið, ásamt auðvitað gæðum á hleðslu, kíki, vopni og festingum ;)
Ég er ekki ennþá búinn að fá myndir frá snillingi frænda mínum Ísleifi, sem einnig á ættir að rekja til Sandvíkur og vildi endinlega koma með í þessa helför. :lol:
Ég á þó þessar 2 myndir af törfunum..
DSC_2073.jpg
DSC_2073.jpg (125.44KiB)Skoðað 4702 sinnum
DSC_2073.jpg
DSC_2073.jpg (125.44KiB)Skoðað 4702 sinnum
DSC_2076.jpg
DSC_2076.jpg (73.62KiB)Skoðað 4702 sinnum
DSC_2076.jpg
DSC_2076.jpg (73.62KiB)Skoðað 4702 sinnum
Þessi 98kg tarfur var feldur út á Gerpinum og dreginn nánast beint niður í Skála þar sem afi gerði út frá hér áður fyrr.
Sveinbjörn V. Jóhannsson

User avatar
Birgir stranda
Póstar í umræðu: 1
Póstar:37
Skráður:25 Apr 2012 22:05

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Birgir stranda » 17 Ágú 2015 12:33

Sigurður, Aðalsteinn og Sigga kærar þakkir fyrir okkur.
Miðnæturs lambasteikin var frábær endir á erfiðum en skemmtilegum degi.
Samkvæmt gps tölum þá bárum við kúna 9 km, en ég segi mönnum hér að þeir hafi verið 13 svona til öryggis. þannig að maður sé nú örugglega ekki að snuða sig um km.
Stefni á að bæta við 1 km á ári í söguna næstu árin, sem er náttúrulega bara eðlilegt og er alltaf gert.
Er með verki í bakinu eftir þetta í einhverjum vöðvum sem hvergi er minnst á í þeim ágæta bókaflokki Andreasar Vesaliusar, De humani corporis fabrica sem gefin var út 1543. Þarf sennilega að láta skera mig upp til þess að skoða þetta.

En mikið var þetta skemmtilegur veiðidagur með skemmtilegum mönnum.

Bestu kveðjur austur frá okkur Samma
Síðast breytt af Birgir stranda þann 18 Ágú 2015 21:14, breytt í 1 skipti samtals.
Birgir Guðmundsson,
Grundarfirði

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 18 Ágú 2015 00:23

Dágóður rúntur í dag með veiðimanninn Tryggva Jónsson.
Keyrðum sem leið lá frá Vaðbrekku í átt til Vopnafjarðar, beygt út af veginum við áburðarpokana og farið norður á Hlíðarfjall um Arnarvatn, þaðan inn á Langafjall, þaðan sem við horfðum á dýrin koma suður úr Bjarnarlækjardalnum ásamt Grétari Urðari Karlssyni leiðsöguumanni og veiðimanni hans.
Þaðan gengu dýrin rakleitt inn að Dimmafjallgarði og veiðimaður Eiríks Skjaalarsonar á eftir sem náði að fella undir rótum Dimmmafjallgarðs hvar eftir skotið, dýrin snöruðust upp brattar hlíðar fjallgarðsins og upp á Doimmafjallgarð.
Við Grétar héldum um Selárbotna á Grímstaðaveg inn í Dimmagil og upp slóðina þar upp á fjallgarðinn þar sem veiðmenn okkkar felldu sína kúna hvor.
Tryggvi felldi 45 kg. mylka kú með 10 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffiil sinn Sako Forrester með varmit hlaupi cal. 243 hlaðinn A-Max kúlu og færið var um 100 metrar.
Síðan var haldið heim á leið um Grímsstaðaveg, Einbúasand, Farveg og Sótaskarð niður að Víðidal.
Viðhengi
IMG_1195.JPG
Tryggvi stillir sér upp til myndatöku að hætti Veiðimeistara síns.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 7
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af gylfisig » 18 Ágú 2015 14:56

Sæll Siggi. Veistu nokkuð hvad þessi hringur er langur i km? Þad er, þegar þú ferð frá áburðarpokunum ( hvar sem þeir eru nú) , og ad Víðidal?
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 18 Ágú 2015 20:28

Já Gylfi, ég keyrði alls 208 km. þann daginn en hef mest farið í tæpa 300 km. á dag þegar ég fór í Miðfjarðardrögin.
Rúnturinn frá áburðar pokunum við Arnarvatn á Vopnafjarðarheiði í Víðidal er um 50 km.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara