Veiði dagsins 2015

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Jul 2015 08:40

Jæja, sagði Baddi ekki eitthvað á þessa leið forðum ,,Nú er ég kominn aftur á þessa djöflaeyju" :D
Talandi um að vera kominn aftur á sama stað, þá er hreindýraveiðitímabilið að byrja eina ferðina enn í dag, nú má veiða tarfa frá og með 15. julí, svona ef menn hér a spjallinu hafa ekki frétt það ;)
Það er þoka í fjöllum hér eystra í dag þannig að útlitið er ekkert sérstakt, þess vegna verður varla horft til fjallanna eins og stendur skrifað í bókinni góðu, nánar tiltekið í Davíðssálmum ,,Hefjum augu vor til fjallanna" og svo framvegis,
Ég stefni engu að síður til veiða á svæði 3 í dag, með innmúruðum Borgfirðingum, sko, einu sinni Borgfirðingur (eystri) alltaf Borgfirðingur :D
Ég mun hefja augu mín yfir Eyjuna á leiðinni niðureftir, annars liggur leiðin sennilega til Loðmundarfjarðar, vegna þess að til þess hef ég augun til að sjá hreindýr með þeim þessa dagana :arrow:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 7
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af gylfisig » 15 Jul 2015 16:51

Verður maður bara ekki ad setja læk á þetta :D
Held það nu barasta. :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Tf-Óli
Póstar í umræðu: 1
Póstar:119
Skráður:08 Mar 2012 21:26
Staðsetning:Borgarnes.

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Tf-Óli » 15 Jul 2015 20:25

Ég set allavegana læk á þetta í ljósi þess að þetta var helvíti góður dagur hjá okkur Sigurði.
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Jul 2015 20:31

Fyrsti veiðidagurinn gekk vel og vonum framar miðað við veður, þokan í Loðmundafirði lá niður fyrir miðjar hlíðar en dýrin voru það líka sem betur fer.
Við sáum 100 til 200 dýra hjörð ofan við Klypsstað og Ólafur Águst Stefánsson náði að fella tarf neðst á Norðdal, það var að vísu ekki sá stærsti, hann náði ekki 75 kg. en góður mat tarfur enga að síður.
Ólafur notaði Tikka T3 veiðiriffil cal. 6,5-284 hlaðinn 123 gr. A-Max kúlu og færið var 297 metrar.
Já, alveg mátulega langt fyrir Vaðbrekku kaliberið, hreint lungnaskot frábærlega gert.
Allt klárt og komið í bílinn fyrir kl: 15:00 og ekið sem leið lá úr Loðmundarfirði yfir í Borgarfjörð eystri um Húsavík, í kaffi og spari te, hitað á Sóló vélinni í ekta katli, í Gamla Jörfa, verulega notarlegt, já það hríslaðist um mig nostalglýgjan :D
Takk fyrir frábæran dag feðgar og frændi :D
Viðhengi
IMG_0837.JPG
Veiðimaðurinn ásamt aðstoðarmönnum, Stefán Ólafsson faðir, Ólafur Ágúst Stefánsson veiðmaður og Ólafur Ágústsson kokkur.
IMG_0841.JPG
Gædinn alltaf góður með sig, gantast við veiðimanninn.
IMG_0846.JPG
Það var vinalegt að koma heim í Gamla Jörva á Borgarfirði og heyra gömlu Sóló eldavélina mala.
IMG_0846.JPG (84.32KiB)Skoðað 10102 sinnum
IMG_0846.JPG
Það var vinalegt að koma heim í Gamla Jörva á Borgarfirði og heyra gömlu Sóló eldavélina mala.
IMG_0846.JPG (84.32KiB)Skoðað 10102 sinnum
IMG_0848.JPG
Síðan var farið með tarfinn í Þrándarstaði þar sem Guðmundur Bergsson og Jón Egill Sveinsson flógu bola.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 18 Jul 2015 04:22

Það var svæði 7 í dag, heillin.
Fór með spjallverjunum Andra Frey og Óskari Andra á svæði 7.
Byrjuðum á að fara jepparúnt inn af Markhrygg inn í Leirdal,Ódáðavötn og Brattháls, ekkert að sjá þar nema 6 kýr og 4 kálfar yst í Bratthálsinum.
Fórum því næst yfir á Búlandsdal það sem við hittum Ástvald Erlingsson gæd sem sagði okkur hvert dýrin hefðu farið.
Því næst fórum við í heljar göngutúr og náðum loks að fella tarfana inni undir Jökulbotnum alveg upp við kletta.
Þar felldu þeir sinn tarfinn hvor Andri með Blaser R8 cal 6XC hann notaði 105 gr. Scenar kúlu og færið var 148 metrar.
Óskar notaði Sako 75 cal. 6,5x55 hann notaði 136 gr. Scenar L kúlu og færið var 150 metrar.
Viðhengi
IMG_0869.JPG
Andri Freyr Þorsteinsson með sinn hornprúða tarf.
IMG_0877.JPG
Óskar Andri Viðarsson með sinn tarf.
IMG_0875.JPG
Veiðimennirnir ásamt aðstoðarmönnum.
IMG_0852.JPG
Byrjuðum á að jeppast aðeins, mikill snjór enn á slóðunum inni við Ódáðavötn.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 18 Jul 2015 15:31, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
grimurl
Póstar í umræðu: 4
Póstar:70
Skráður:05 Oct 2014 18:12
Fullt nafn:Grímur Lúðvíksson

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af grimurl » 18 Jul 2015 12:31

Til hamingju Andrar tveir!
Langar að vita hvernig Scenar kúlurnar komu út hjá ykkur, hvar hittuð þið tarfinn,dó hann á staðnum,þurfti annað skot,hvernig var inn og útsár, kjötsmemmdir? ....
Mundið þið nota sömu kúlu aftur?

Grímur
Með góðri kveðju,

Grímur Lúðvíksson
Selfossi

Beretta A303,Browning A5,
Marlin 22mag,Browning X-Bolt 243,Sauer 101 XT 6.5x55
Vortex Viper PST 6-24x50, Zeiss 5HD 5-25x50,Weaver 4-16x44,tasco 3-9x32

Freysgodi
Póstar í umræðu: 1
Póstar:58
Skráður:20 Sep 2013 22:46
Fullt nafn:Jón Valgeirsson

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Freysgodi » 18 Jul 2015 23:08

Það var gaman að fylgjast með veiðimeistaranum ásamt fríðu föruneyti athafna sig þarna í Búlandsdalnum - ég var með Ástvaldi og höfðum við nýlega fellt okkar dýr þegar þá félaga bar að garði. Höfðum þó ekki nennu til að fylgjast með veiðunum til enda.

Kveðja

J ó n V a l g e i r s s o n

Haglari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Haglari » 19 Jul 2015 12:05

grimurl skrifaði:Til hamingju Andrar tveir!
Langar að vita hvernig Scenar kúlurnar komu út hjá ykkur, hvar hittuð þið tarfinn,dó hann á staðnum,þurfti annað skot,hvernig var inn og útsár, kjötsmemmdir? ....
Mundið þið nota sömu kúlu aftur?

Grímur

Ég fyrir mitt leyti nota Scenarinn hiklaust aftur. Þessi kúla hefur bara verið að koma vel út hjá mér hvort sem það er á pappír eða veiðar. Ég tók bógskot, tarfurinn sneri sér eitthvað og hneig niður 1-2m frá þeim stað sem hann stóð. Tarfurinn hans Andra var með þrjósku sem gerist nú stundum ef dýrin vilja ekki gefa sig. Skotið var gott og hitti vel en hann fékk sér smá göngutúr áður en hann lagðist niður. Þá fékk hann eitt bakvið eyrað og ekki söguna meir. Það tók tvo daga að koma dýrunum niður til byggða, það er fullt af myndum til og veiðisaga verður skrifuð... en ég er ennþá á ferðalagi og verð alveg til 26 júlí þannig að það verður kanski smá bið. Það er rétt að þakka veiðimeistaranum fyrir vel unnið verk! Maður lærði mikið af því að fara með svona snillingi á fjöll!

Jón Hávarður
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1
Skráður:19 Jul 2015 19:55
Fullt nafn:Jón Hávarður Jonsson

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Jón Hávarður » 19 Jul 2015 22:17

Flottir tarfar, til hamingju. Smá forvitni, hvað vigtuðu þeir og var slegið mælingu á krúnurnar?

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 19 Jul 2015 23:48

Tarfurinn hans Andra Freys viktaði 90 kg. og tarfar Óskars Andra var áætlaður 85 kg. hann var úrbeinaður á staðnum.
Krúnunnar eru báðar hjá Reimari, hann segir krúnu Andra Freys mjög nærri gulli, krúna Óskars er minni og skorar ekki eins hátt.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
grimurl
Póstar í umræðu: 4
Póstar:70
Skráður:05 Oct 2014 18:12
Fullt nafn:Grímur Lúðvíksson

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af grimurl » 28 Jul 2015 17:34

Enginn á veiðum hjá Veiðimeistaranum?
Með góðri kveðju,

Grímur Lúðvíksson
Selfossi

Beretta A303,Browning A5,
Marlin 22mag,Browning X-Bolt 243,Sauer 101 XT 6.5x55
Vortex Viper PST 6-24x50, Zeiss 5HD 5-25x50,Weaver 4-16x44,tasco 3-9x32

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 29 Jul 2015 02:13

Jú, alveg hellingur og gengur á ýmsu, langir dagar, hef farið 8 daga í röð á Bakkafjarðar og Vopnafjarðar-afréttir og enginn tími til að setja inn myndir og sögur.
Hef samt marið að veiða 3 tarfa á þessum tíma :(
Ég vona samt að ég hafi tíma til þess fljótlega að setja eitthvað þar að lútandi hér inn :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af sindrisig » 01 Ágú 2015 01:46

Veiði dagsins hjá meistaranum er orðin að veiði vikunnar, í besta falli...

Þetta er ekki nógu gott. Það hljóta einhverjir að geta fyllt upp í gatið í almanakinu ekki satt?
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 4
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af gkristjansson » 03 Ágú 2015 18:01

Get bara sagt að við vorum að veiða með meistaranum 27 til 29 Júlí og þann 29. Júlí lágu 2 tarfar frá okkur, þar að auki þá lág einn tarfur 28. Júlí tekinn af Sveini Aðalsteinssyni. Okkur reiknast til að það hafi verið gengnir um það bil 60 kílómetrar á þessum þrem dögum í veiði.
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

Haglari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Haglari » 03 Ágú 2015 20:00

Mér sýnist nú fréttaleysið stafa fyrst og fremst að því að það virðist vera mökk nóg að gera hjá meistaranum. Með því að skoða fréttaveitu UST má sjá að Siggi er nánast að guida á hverjum einasta degi: http://www.ust.is/einstaklingar/veidi/h ... plysingar/

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 04 Ágú 2015 22:21

Jæja, það er best að gera tilraun með að setja inn myndir hérna allavega með lágmarks upplýsingum.
Ég bæti svo inn í póstana því sem á vantar á næstu dögum vegna þess að upplýsingarnar eru dreifðar um ýmsa staði uppi á Vaðbrekku og í Fellabæ, sjálfur er ég niður á Norðfirði fjarri þessum upplýsingum eins og er.

25. júlí veiddi Magni Smárason tarf á fimmta degi en þokur og vont skyggni höfðu hamlað veiðum, við fórum samt samviskusamlega á hverjum degi og ókum gengum um viðisvæðið, ásamt föður hans Smára, sem var aðallega á Diugranesi við Bakkafjörð og norður í Miðfjörð.
Á fimmta degi slógust í hópinn Gestur Rúnarsson og Frosti Magnússon leiðsögumaður sem var að kynna sér aðstæður á svæði 1.
Tarfarnir fundust á austurbrúnum Viðvíkurdals á Digranesi í utanverðu Sauðafelli.
Magni veiddi þar 91 kg. tarf með 55 mm bakfitu, hann notaði Remington 700 veiðiriffil cal. 243 með 100 gr. Sierra Game King kúlu og færið var 93 metrar.
Gestur felldi 101 kg. tarf með 70 mm bakfitu, hann notaði Tikka veiðiriffil cal. 6,5x55 eð Nosler Accobond kúlu og færið var 250 metrar.
Viðhengi
IMG_0931.jpg
Magni Smárason lang feginn með tarfinn sinn.
IMG_0914.jpg
Gestur Rúnarsson stoltur með feng sinn.
IMG_0921.jpg
Veiðifélagarnir Frosti Magnússon, Gestur Rúnarsson og Hreinn Sigmarsson við tarf Gests.
IMG_0935.jpg
Frosti skilaði fengnum að bíl eftir langa ferð.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 04 Ágú 2015 22:30

Sveinn spjallverji Aðalsteinsson veiddi tarf á 3ja degi 28. júlí á Sunnudalsbrunum við Víðá í Vopnafirði.
Veiðarnar höfðu gengið alla vega dýrin týnd og skyggni lítið fram eftir degi oft og gott að hafa ,,síma Svein" á Vopnafirði til skrafs og ráðagerða, hann sótti og tarfinn fyrir Svein nafna sinn á 6 hjóli upp á brúnirnar en fullu nafni heitir ,,síma Sveinn" Sveinn A Sveinsson grenjaskytta og veiðimaður sem býr á Vopnafirði.
Sveinn veiddi 90 kg. tarf og notaði Tikka cal. 6,5x55 veiðiriffil sinn nokkuð útlitsbreyttan með 120 gr. Nosler ballistic tip kúlu og færið var 242 metrar.
Viðhengi
IMG_0958.jpg
Sveinn Aðalsteinsson við tarfinn.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 04 Ágú 2015 22:55, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 04 Ágú 2015 22:54

Guðfinnur spjallverji í Ungverjalandi kom með tvo veiðimenn til mín og það var sama sagan þau veiddu á þriðja degi þann 29. julí.
Við höfðum að vísu séð dýr alla dagana enda með einhverja fráneygðustu konu sem ég hef kynnst á allri minni lífsfæddu æfi, Reku Szabo hinni ungversku, þrjá daga í röð sá hún dýrin alltaf fyrst allra.
En ekki vildu dýrin þíðast okkur tvo fyrstu dagana, af ýmsum ástæðum skildi með dýrum og veiðimönnum tvo fyrstu dagana, sem ekki verður tíundað frekar hér, í bæði skiptin á austanverðum Sunnudalsbrúnum áður en við náðum að veiða úr þeim.
Á þriðja degi var farið með mikinn viðbúnað og stefnt á Þrætutungur inn af Egilsstöðum í Vopnafirði.
Tarfar fundust svo í Þverárgili norðanverðu yst í Suðafelli skammt innan við þar sem Hrúta rennur í Þverá austanverða.
Þar veiddi Reka Szabo 95 kg. tarf með 60 mm bakfitu hú notaði Sauer veiðiriffil cal. 2506 með 100 gr. Barnes TSX kúlu og færið var 250 metrar skotið 45°ofan af kletti ofan í gilið niður að á.
Michael Jaicomo frá Ameríku felldi sinn tarf 85 kg. með 60 mm bakfitu og notaði Sauer veiðiriffil cal. 6,5x68 með 120 gr. Sierra Game King kúlu og færið 250 metrar einnig og skotið 45°niður eins og hjá Reku.
Ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið eins og þar stendur þá var eftir á ná þeim upp ur gilinu.
Aðalsteinn sonur minn kom á 6 hjóli ófæra leið inn í gilkjaftinn þangað sem við drógum dýrin þann léttari 150 metra en þann þyngri í tvennu lagi 250 metra.
Síðan var þeim mjakað á hjólinu sitt í hvoru lagi upp úr gilinu og þaðan á hjólinu í niðar þoku að bílnum sem var við ána Steinkuþangað vorum við komin undir miðnætti og heim var komið og búið að flá og borða klukkan 4 um nóttina.
Viðhengi
IMG_0988.jpg
Reka Szabo við hornprúðan tarf sinn, nú er bara spurning hvort hann mælist stærri en sá sem bóndi hennar skaut fyrir tæpu ári síðan.
IMG_0983.jpg
Michael Jaicomo við bráð sína í Þverárgili, ef vel er að gáð sést Tangi, þorpið á Vopnafirði yfir hornagarðinn á tarfinum.
IMG_0996.jpg
Búið að koma skrokkunum að hjólina til Aðalsteins en þá var kvöldsett orðið.
IMG_1004.jpg
Loðin hornin hrímuðu í þokunni á hjólinu á leið að bílnum.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 04 Ágú 2015 23:19

Steinarr Magnússon veiddi tarf 31. júlí á svæði 2 skörun á svæði 6 í Norðurdal í Breiðdal á Stafnsheiðardal undir Smjörhnútu.
Steinarr notaði Sako 75 veiðiriffil cal. 6,5x55 með 130 gr. Hollow-point Boat tail kúlu, hann viktaði 85 kg. bakfita 45 mm. færið var um 80 metrar.
Þar lenti ég í því sem ég hef aldrei áður séð, kúlan smaug á milli rifja og opnaðist ekkert að því er virtist rétt fyrir ofan hjartað en neðan við lungum og særði þau aðeins en tarfurinn fór nánast jafn góður, dróst samt strax aftur úr, svo Steinarr kom á hann öðru skoti og það hitti í rif aðeins ofar og verkunin eftir því eins og til var ætlast og sést á myndinni, gatið er eftir seinna skotið þar sem kúlan kom út.
Á heimleiðinni stöppuðum við hjá Þorvaldsstaðabræðrum Guðmundi og Pétri og fræddu þeir okkur um allt milli himins og jarðar hvað veiðistaðinn og helsta nágrenni varðaði, mjög fræðandi og athyglisvert kaffispjall það.
Viðhengi
IMG_1016.jpg
Steinarr við fallinn tarfinn.
IMG_1025.jpg
Pétur á Þorvaldstöðum benti okkur á margt gott í Norðurdalnum undir árvökulu augnaráði Guðmundar bróðir síns, þar sannast að það er gott sem gamlir kveða.
IMG_1028.jpg
Það er fallegt í Breiðdalnum ,,þar drýpur smjör af hverju strái" segir Reimar Ásgeirsson uppstoppari og hreindýraleiðsögumaður, hann varaði mig við að þar gæti væri hált, það er laukrétt hjá honum eins og sjá má.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 05 Ágú 2015 10:56, breytt 2 sinnum samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 60
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2015

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 04 Ágú 2015 23:32

Síðan lá leiðin á svæði 4 að leita að kú og 5 að leita að tarfi, ekkert náðist á svæði 4 eftir langan dag í Mjóafirði þar sem aðeins sáust tarfar langt fyrir utan Reyki um 10 kílómetra, kannski vorum við baar heppnir að það skildu vera tarfar það hefði sigið í að draga kúna þennan spotta.
Síðan var farið á Seyðisfjörð og verið á rjúkandi sporum seinnipartinn úr Austdal yfir á Skálnesheiði.
Daginn eftir 2. águst var leitað að tarfi á svæði 5 og farið í Hrútabotna þar náðist tarfur eftir dulítinn eltingaleik og 20 km. labb.
Guðni Þór Hauksson felldi þar tarf með fríðu föruneyti hann notaði Ruger cal. 6,5x55 tarfurinn vóg 87 kg. með 35 mm bakfitu færið var 123 metrar.
Viðhengi
IMG_1065.jpg
Guðni Þór Hauksson ansi hreint kampakátur með bráð sína.
IMG_1067.jpg
Kátir piltar og veiðifélagar við fallinn tarf. Veiðimaðurinn Guðni ásamt föður sínum Hauki til vinstri, bróður sínum Guðjóni til hægri og mági Guðjóns Eiríki fyrir aftan.
IMG_1047.jpg
Ég fer nú alveg að verða búinn að fá nóg af þessu labbi þó ég geti svo sem verið vígalegur bara.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara