hreindýr 2015

Allt sem viðkemur hreindýrum
Einar P
Póstar í umræðu: 1
Póstar:45
Skráður:24 Apr 2012 18:53
Staðsetning:Svíþjóð
hreindýr 2015

Ólesinn póstur af Einar P » 22 Jul 2015 08:29

Þá er maður kominn heim frá hreindýraveiðum ársins. Fór ég til veiða á svæði 7 ásamt Bárði félaga mínum og Eið Gísla leiðsögumanni. Við héldum til veiða um kl. 6 að morgni 16 júlí og var byrjað með að spana eftir dýrum í dölum kringum Smátindafjall. Litum við við í fjósinu á Núpi og var okkur boðið uppá kaffi á því myndar býli, síðan var keyrt inn að Fagradal og síðan haldið á Breiðdalsvík og borðaður hádegismatur. Í þessari ferð okkar sáum við bara fáein dýr og var því ákveðið að ganga inn Krossdal, þann syðri, (ruglingslegt með tvo dali með sama nafni á einu nesi) og uppá Grasaleitar. þar sáust engin dýr þannig að við gengum fyrir Arnartinda og síðan í Krossskarð. Þaðan lá leiðin í Núpsdal og síðan Krossdal (þann nyrðri) á leiðinn þangað sáum við för í sköflum og undir Núpstindi efst í botni Núpsdals var skafl með nýjum sporum. Sáum við hóp hreindýra neðar í dalnum sem samanstóð af kúum og kálfum ásamt fáeinum smá törfum. Þegar við sátum í skaflinum og vorum að virða fyrir okkur hópinn kom skyndilega hópur af törfum yfir gilbrúnina um það bil 15 m. frá okkur og voru þeir fljótir frá að hverfa. Við eltum hópinn enda myndar tarfar í hópnum en eftir að hafa mistekist að læðast að þeim skömmu síðar vegna þoku og frekar erfiðra aðstæðna, fyldum við í humátt á eftir törfunum inn undir Smátindafjöll efst í botni Djúpadalar en þar hurfu þeir görsamlega, eins og álfar hefðu breitt yfir þá hulinshjálm. Við ákváðum að fara til baka í Krossdal þann nyrðri og kom Árni Björn á móti okkur á stórum Landróver, það var dásamlegt að sleppa við að ganga út allan dalinn enda klukkan langt gengin 22 og við búnir að vera tæpa 10 tíma á göngu. Morguninn eftir vorum við komnir að Fossgerði um kl. 6 og hófum göngu inn Krossdal og síðan upp í Grasaleitir nánast inn við Grunnagil, þegar engir fundust tarfarnir var gengið stystu leið að skarði í Tindafjöllum yfir í Djúpadal, undir Klukkutind þegar þangað var komið var svarta þoka og héldum við að þessi dagur yrði eins og sá fyrri. En þegar við komum í skarðið sleppti þokan og þegar við vorum efst í skarðinu sáum við tarfahópinn sem var efst í hlíð Djúpadals undir Núpsfjalli og þar náðum við að komat í gott færi og um hálf ellefu skutum við Bárður sinn hvorn tarfinn úr hópnum, vorum við komnir með þá til byggða ca. 3-4 tímum síðar með hjálp góðra manna úr sveitinn sem mættu innst í Djúpadalinn með tvö sexhjól og kann ég þeim þakkir miklar, einnig get ég mælt með Eið Gísla sem leiðsögumanni örugglega einn sá albesti og stóð við það að finna hóp með törfum sem væru yfir 90 kg. Það var síðan okkar að skjót þá stærstu. Tarfurinn minn var 94 kg. með 6 cm bakfitu skotinn með Sabatti Rover Innox cal. 30-06 en Bárðar var 82 kg. og skotinn með Sako í cal 30-06. Það voru ánægðir en þreyttir veiðimenn sem mættu í húsbílinn á tjaldstæðinu í Djúpavogi eftir að hafa verið 17 tíma á veiðum fyrridaginn og 10 – 11 tíma daginn eftir og þar af um 9 tíma á göngu hvorn dag. Ekki hægt að líkja við aktu taktu leiðindin á svæði 9 fyrir tveimur árum.
20150716_165048 (300x169).jpg
Útsýni frá Tindafjalli dag 2
20150716_165048 (300x169).jpg (43.31KiB)Skoðað 1949 sinnum
20150716_165048 (300x169).jpg
Útsýni frá Tindafjalli dag 2
20150716_165048 (300x169).jpg (43.31KiB)Skoðað 1949 sinnum
hreyndýr 2015 (300x169).jpg
Ég og tarfurinn
hreyndýr 2015 (300x169).jpg (91.77KiB)Skoðað 1949 sinnum
hreyndýr 2015 (300x169).jpg
Ég og tarfurinn
hreyndýr 2015 (300x169).jpg (91.77KiB)Skoðað 1949 sinnum
Kveðja frá Svíþjóð.
Einar P.

User avatar
Dr.Gæsavængur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:57
Skráður:05 Jun 2012 15:08

Re: hreindýr 2015

Ólesinn póstur af Dr.Gæsavængur » 22 Jul 2015 11:41

Takk fyrir skemmtilega frásögn! Þetta hefur verið fínasta ferð.
Ég verð þarna sjálfur um helgina að eltast við Tarfinn minn. Gott að vita af honum þarna :D Ég hafði einmitt hugsað mér að byrja leit á þessu svæði. Æðislegur staður. Ég labbaði þarna um í fyrra og árið þar áður. Þá fundum við hóp af stórum og flottum strákum, felldum einn 105kg árið 2013.

Nú er bara að vona að það hætti að snjóa og veðrið og þokan verði til friðs.. hehe.. Íslenska sumarið!
Kv. Atli Freyr Runólfsson
atlifreyrrunolfsson@gmail.com

Svara