Fyrsta hreindýrið mitt

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
grimurl
Póstar í umræðu: 4
Póstar: 70
Skráður: 05 Oct 2014 18:12
Fullt nafn: Grímur Lúðvíksson

Fyrsta hreindýrið mitt

Ólesinn póstur af grimurl » 08 Sep 2015 21:27

Sælir félagar

Loksins kom að því að ég færi á hreindýraveiðar og var það á svæði 1.
Ég fékk belju og náði henni norður í rassgati á svæði 1, norður af Hrútfjöllum og vestur af Sandhnjúk og sunnan við Hauga, eða norðar en venjan er á svæði 1. Þetta var allt saman ný reynsla fyrir mig og son minn sem var með mér.
Það var helvíti hvasst þarna og vindur á hlið þegar ég skaut,færið 210-220 metrar, miðað á bóg og búist við ca. 15 cm færslu aftan við bóg vegna vinds en það reyndist of varlega áætlað og skotið lenti aðeins of aftarlega. Þurfti því að elta kúna og hausskaut hana af um 100-110 metra færi.Steinlá.
Reynslubankinn fékk gott innlegg þessa helgi og ég mæti reynslunni ríkari næsta haust!
Ég notaði Lapua Scenar L skot sem þrælvirkuðu á hausskotið en virtust bara fara í gegn á síðuskotinu án verulegra áhrifa á dýrið,því kýrin gat labbað eftir hjörðinni í góðan tíma. Að sjálfsögðu dró svo verulega af henni og ég dró hana uppi og kláraði málið með hausskoti
Spurning að nota aðra gerð af kúlum eða vera betur meðvitaður um vindrek og þess háttar.

En þetta var gaman og ég bíð spenntur eftir næstu ferð!

Grímur
Með góðri kveðju,

Grímur Lúðvíksson
Selfossi

Beretta A303,Browning A5,
Marlin 22mag,Browning X-Bolt 243,Sauer 101 XT 6.5x55
Vortex Viper PST 6-24x50, Zeiss 5HD 5-25x50,Weaver 4-16x44,tasco 3-9x32

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 406
Skráður: 07 Mar 2012 21:21
Staðsetning: 210 Garðabæ

Re: Fyrsta hreindýrið mitt

Ólesinn póstur af TotiOla » 08 Sep 2015 23:11

Sæll Grímur

Takk fyrir að deila þessu með okkur og til hamingju með fyrsta dýrið :)

Ég er einmitt að fara á veiðar um helgina, með belju í fyrsta skipti, og er búinn að vera að vesenast með hvort ég eigi að nota ScenarL eða GameKing. Ég hugsa að ég noti GameKing eftir að hafa heyrt af þinni reynslu, en einnig vegna þess að ég þekki hana vel (2x tarfar felldir með henni).

Til hamingju aftur og endilega deildu með okkur myndum, ef einhverjar voru teknar.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 1841
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Fyrsta hreindýrið mitt

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 08 Sep 2015 23:26

Til hamingju Grímur, hver var að leiðsegja þér?
Staðsetningin er eitthvað málum blandin, ég skil norður af Hrútaafjöllum sem er þá í Hrútárdrögunum.
Sandhnjúkur er ekki til þarna en norður af Hrúutafjöllum, norðan við Hrútárdrögin er hnjúkaröð sem heitir Sandhnjúkar og liggur frá austri til vesturs, frá Austara Símahúsinu vestur undir Stakfell, ef það er vestan við þá hnjúka er það vestur undir Stakfelli.
Haugar eru heldur ekki til á svæðinu en þar er Haugur sem er suðvesturaf Hrútárdrögunum, ef þetta hefur verið sunnan við hann hefur þetta verið suður í Dimmafjallgarði.
Samkvæmt mínum skiilningi gefur þú upp þrjár staðsetningar á veiðistaðnum 8-)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
grimurl
Póstar í umræðu: 4
Póstar: 70
Skráður: 05 Oct 2014 18:12
Fullt nafn: Grímur Lúðvíksson

Re: Fyrsta hreindýrið mitt

Ólesinn póstur af grimurl » 09 Sep 2015 08:31

Staðsetningin er ca Hnit: 65° 42.220'N, 15° 37.616'W (ISN93: 654.852, 582.584)
Austari Haugsbrekka er þarna tæpa 2 km í norðvestur, Hrútafjöll ca 6km í suðaustur, Haugsnibba ca 9 km í vestur
http://ja.is/kort/?type=map&x=655567&y=582082&z=6
Ívar Karl var gædinn.
Með góðri kveðju,

Grímur Lúðvíksson
Selfossi

Beretta A303,Browning A5,
Marlin 22mag,Browning X-Bolt 243,Sauer 101 XT 6.5x55
Vortex Viper PST 6-24x50, Zeiss 5HD 5-25x50,Weaver 4-16x44,tasco 3-9x32

User avatar
grimurl
Póstar í umræðu: 4
Póstar: 70
Skráður: 05 Oct 2014 18:12
Fullt nafn: Grímur Lúðvíksson

Re: Fyrsta hreindýrið mitt

Ólesinn póstur af grimurl » 09 Sep 2015 08:46

Mynd
Viðhengi
11999904_10155976027180654_506468899_n.jpg
Grímur og Jón Ingi með kúna
Með góðri kveðju,

Grímur Lúðvíksson
Selfossi

Beretta A303,Browning A5,
Marlin 22mag,Browning X-Bolt 243,Sauer 101 XT 6.5x55
Vortex Viper PST 6-24x50, Zeiss 5HD 5-25x50,Weaver 4-16x44,tasco 3-9x32

User avatar
ivarkh
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 16
Skráður: 28 Ágú 2012 18:09
Fullt nafn: Ívar Karl Hafliðason

Re: Fyrsta hreindýrið mitt

Ólesinn póstur af ivarkh » 09 Sep 2015 10:56

Varðandi staðsetingu þá var þetta undir Austari-Haugsbrekkunni rétt utan við slóðina. Þarna er smá vin í eyðimörkinni sem dýrin stoppa oft í.
Flottur dagur en vindurinn var erfiður og ferðalagið langt á veiðislóð.
Kv Ívar Karl

User avatar
grimurl
Póstar í umræðu: 4
Póstar: 70
Skráður: 05 Oct 2014 18:12
Fullt nafn: Grímur Lúðvíksson

Re: Fyrsta hreindýrið mitt

Ólesinn póstur af grimurl » 16 Sep 2015 15:57

Ég er búinn að fá ketið frá verkunarstöðinni á Skóghlíð og er mjög sáttur.
Það komu 23 kg. af keti, þar af tæp 8 kg. af hakki. Skrokkurinn vigtaði 37 kg. svo þetta er um 62% nýting.
Að auki fékk ég lifur og hjarta, ca 2 kg saman.
Ég sé ekki fituörðu á þessu nema á hjartanu, smá þar.
Viðhengi
D2X_4761.JPG
Með góðri kveðju,

Grímur Lúðvíksson
Selfossi

Beretta A303,Browning A5,
Marlin 22mag,Browning X-Bolt 243,Sauer 101 XT 6.5x55
Vortex Viper PST 6-24x50, Zeiss 5HD 5-25x50,Weaver 4-16x44,tasco 3-9x32

Svara