Síða 1 af 1

breyta um veiðiriffil

Posted: 21 Jun 2016 00:18
af Sveinbjörn
Var að velta því fyrir mér hvort að það þurfi að fara í annað skotpróf til þess að geta skipt um veiðibyssu.

Tók prófið á 25 06 Sauer sem er flott græja, flatur og sprækur og allt það. En svo er ég með Remington í cal 308 win sem ég kann á margan hátt betur við.

Þekkið þið það piltar hvernig maður ber sig að við svona aðstæður?

Re: breyta um veiðiriffil

Posted: 21 Jun 2016 01:43
af Aflabrestur
Sæll félagi.
Það er því miður þannig að það er eitt próf á hverja byssu samkvæmt mínum skilningi þannig að þú hefur 3 tilraunir og getur þess vegna notað 3 byssur ef þú villt.
En ef þú villt vera 100% viss þá er bara að spurja UST.

Re: breyta um veiðiriffil

Posted: 21 Jun 2016 13:40
af valdur
Og svo bilar riffillinn í upphafi veiðiferðar. Þar með er árið ónýtt þar sem ekki er hægt að fá lánaðan riffil til reisunnar því öllum skotprófum er lokið það árið.

Re: breyta um veiðiriffil

Posted: 21 Jun 2016 22:38
af Stebbi Sniper
Skotprófum er aldrei lokið... þú getur tekið þau hvenær sem er á árinu, svo lengi sem þú færð prófdómara með þér upp á svæði til þess að framkvæma prófið!

Re: breyta um veiðiriffil

Posted: 29 Jun 2016 10:30
af valdur
Það er nú prýðilegt að heyra. En hvað með þessi ákvæði reglugerðarinnar: „Veiðimaður þarf að skila inn til Umhverfisstofnunar staðfestingu á að hann hafi lokið verklegu skotprófi fyrir 1. júlí ár hvert. Prófdómari skal senda niðurstöðu verklegs skotprófs til Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun er heimilt að veita veiðimanni sem fær úthlutað leyfi til hreindýraveiða eftir 1. júlí frest til að skila inn staðfestingu á verklegu skotprófi.“
Samkvæmt þessu getur maður sem fengið hefur úthlutað á venjulegum tíma ekki tekið skotpróf eftir 30. júní.
Og annað: Einhverju sinni kom í ljós að riffillinn minn var bilaður þegar dýrið var komið í miðið og tekið var í gikkinn. Hafði hann þó verið í fínu lagi kvöldið áður. Þetta var þó ekkert vandamál, enda fyrir daga skotprófa, og leiðsögumaðurinn rétti mér sinn riffil og dýrið, eða kannski eitthvað annað dýr, féll. Eftir upptöku skotprófa hefðum við þurft að pakka saman og hypja okkur heim.
Og ekki segja að í svoleiðis tilvikum myndu menn bara gera það sama og við frændur. Reglugerðir verða að vera þannig að hægt sé að fara eftir þeim og ekki treysta á að einhver sé í góðu skapi og sjái í gegnum fingur ef eitthvað kemur upp á. Reglugerðin verður að hafa ákvæði um hvað gera skal í svona tilvikum og hvernig þau eru leyst.

Re: breyta um veiðiriffil

Posted: 29 Jun 2016 11:38
af Stebbi Sniper
Sæll Þorvaldur

Það er þér og þeim aðillum sem við á í sjálfsvald sett hvernig þið tæklið þessar aðstæður ef þær koma upp. Hvort þið pakkið saman og farið heim og takið skotpróf á nýjan riffil eða gerið það sem flestir myndu líklega gera.

Bendi þér líka á að það er ekkert sem bannar þér að taka skotpróf á tvo riffla og hafa þá báða með þér á veiðar ef þú óttast að annar riffillinn bili.

En það væri svolítið eins og að taka með sér hækjur og gifs ef maður skildi nú lenda í því að fótbrotna... þú afsakar hrokan...

Svona aðstæður koma víða fyrir í samfélaginu. Það þíðir ekkert að vera svo ferkantaður að halda að reglugerðir geti tekið á öllum mögulegum og ómögulegum aðstæðum sem koma upp. Mér finnst það pínu barnalegt að halda að hlutirnir geti verið þannig. Þó þetta mál sé alveg hægt að leysa.

Varðandi skotpróf fyrir t.d. árið 2017 þá er tæknilega hægt að taka þau strax 16 júlí á þessu ári og þau gilda þá væntanlega út næsta veiðitímabil. Í síðasta lagi væri hægt að byrja 16. Sept fyrir fyrri hluta veiðitímabilsins.

En þá ertu væntanlega að taka skotpróf upp á von og óvon með að fá úthlutað eftir áramótin.

Re: breyta um veiðiriffil

Posted: 29 Jun 2016 12:41
af valdur
Sæll. Það er bara ekki í boði skv. reglugerðinni að fara heim og taka nýtt skotpróf. Og brot á reglugerðinni varða refsingu. „Brot gegn reglugerð þessari varða sektum eða fangelsi allt að 2 árum og sviptingu skotvopna- og veiðileyfis.

Tilraun til brota gegn reglugerð þessari varða refsingu sem fullframið brot, sbr. III. kafla almennra hegningarlaga. Hið sama gildir um hlutdeild í brotum.“
Komist yfirvöld að því að ekki hefur verið farið að reglugerðinni er þeim í lófa lagið að kæra og menn hafa fengið á sig dóma fyrir það sem veiðimönnum fannst sárasaklaust athæfi.
Vilt þú standa frammi fyrir því að hafa ráðlagt mönnum að brjóta ákvæði reglugerðar, sem telst hlutdeild í brotum?

Re: breyta um veiðiriffil

Posted: 29 Jun 2016 15:39
af iceboy
Hvernig færðu það út að það sé ekki í boði að taka annað skotpróf seinna?

Þú hefur 3 tilraunir til þess að ná prófinu, falliru 3 sinnum þá þarftu að skila inn leyfinu.

En ef þú nærð í einhverri af þessum 3 tilraunum þá er ekkert sem bannar þér að fara hvenar sem er og bæta vil rifflum, ef þú vilt taka prófið á 5 mismunandi riffla þá er það í góðu lagi.

Og ef þú nærð í fyrstu tilraun en prófar svo t,d 5 aðra riffla og fellur á prófinu með þeim öllum þá missiru samt ekki leyfið þar sem að þú ert búinn að ná einusinni.

þannig að ef þú nærð fyrir 1 juli og vilt taka próf á annan riffil t,d 1 ágúst eða 1 sept þá er ekkert sem bannar það

Re: breyta um veiðiriffil

Posted: 30 Jun 2016 00:17
af valdur
Mjög einfalt. Í reglugerðinni stendur orðrétt: „Veiðimaður þarf að skila inn til Umhverfisstofnunar staðfestingu á að hann hafi lokið verklegu skotprófi fyrir 1. júlí ár hvert“, og „Veiðimaður skal framkvæma verklegt skotpróf með þeim riffli sem ætlunin er að nota til hreindýraveiða og með skotfærum sem ætluð eru til veiða.“
Eina undantekningin frá þessu er ef veiðimaður fær úthlutað af biðlista eftir að þessi dagsetning er liðin. Að öðru leyti gildir, skv. reglugerðinni, að sé skotpróf tekið eftir 1. júlí þá gildir það fyrir næsta ár en ekki umlíðandi.

Re: breyta um veiðiriffil

Posted: 30 Jun 2016 13:14
af iceboy
Það er ekki nokkur hlutur þarna sem bannar þér að taka skotpróf nr 2 eftir 1 juli. En ef þú ert ákveðinn í því að búa til eitthvað vesen fyrir sjálfan þig út úr þessari reglugerð þá er það alveg þitt mál.

Vonandi fer þetta allt vel hjá þér og riffillinn bilar ekki svo þú þurfir ekki að skila inn dýrinu

Re: breyta um veiðiriffil

Posted: 30 Jun 2016 14:40
af valdur
Niðurstöðum, gildu skotprófi, verður að skila inn fyrir 1. júlí. Niðurstöður úr skotprófi, hvort sem það er fyrsta, annað eða þriðja, sem tekin eru 1. júlí og síðar gilda á næsta ári, nema maður hafi fengið úthlutað fyrirvaralaust af biðlista. Þetta er borðleggjandi.
En við náum vitaskuld ekki niðurstöðu hér nema annarhvor eða báðir skipti um gleraugu. Það sem ég vildi koma á framfæri er að reglugerð verður að vera þannig að fúll embættismaður geti ekki sagt: Computer says no.

Re: breyta um veiðiriffil

Posted: 30 Jun 2016 15:31
af JAK
Sæll Þorvaldur.

Fyrir tveimur árum var ég svo heppinn að fá úthlutaðann tarf á svæði átta.
Ég hugðist skjóta tarfinn með Sako 85 riffli með 25-06 AI hlaupi sem ég tók prófið með fyrir 1. júlí.
Haldið var austur til veiða í byrjun veiðitímabilsins en sú ferð endaði með heiðargöngu frá kl átta um morguninn til miðnættis í þoku.
Þar sem veðurspáin var óhagstæð fyrir næstu daga og sumir félagar veiðifélagsins Heilags Húbertusar höfðu öðrum skyldum að gegna ákváðum við að halda heim.
Mánuði síðar fórum við aftur austur en í millitíðinni hafði ég skift um hlaup á rifflinum og sett á hann létt veiðihlaup í cal. 6.5x55 þar sem mér hafði leiðst að burðast með þunga varmint hlaupið allan daginn.
Ég hafði áður haft samband við nafna minn hjá UST á Egilstöðum og var það vandamálalaust að taka annað próf á 6.5x55

Núna er ég í svipaðri stöðu. Fékk úthlutaðri simlu í nóvember. Er búinn að taka og skila inn prófi á 6.5x55 en á von á hlaupi í 30 06 í september sem ég mun taka próf með eftir að hafa skotið það inn og fundið "réttu" hleðsluna.
Ég ráðfærði mig aftur við nafna minn á Egilsstöðum og ekki voru gerðar athugasemdir við þessar fyrirætlanir mínar.
Og reyndar vill ég taka fram að reynsla mín er sú að það sé fátt um fúla embættismenn hjá UST og þar á bæ eru menn ekki að láta tölvuræfla segja sér fyrir verkum.

JAK

Re: breyta um veiðiriffil

Posted: 30 Jun 2016 16:39
af valdur
Enn verð ég að taka fram að ég er ekki að gera athugasemdir við framkvæmd reglugerðarinnar. Ég veit af eigin reynslu að menn hjá UST eru allir af vilja gerðir til að láta málin ganga snurðulaust fyrir sig og leysa hvers manns vanda. Ég er að gera athugasemdir við reglugerðina. Reglur verða að vera þannig að hægt sé að fara eftir þeim. Þetta er ekki eina dæmið í þessum frumskógi. Þannig er til dæmis bannað að hlaða byssur nær vélknúnu farartæki á landi en 250 metra. Nú hagar svo til í minni sveit að frá svölunum á setrinu er oft prýðilegt færi á gæsum á kílnum neðan við bæinn. En með tilliti til þessarar reglu yrði ég að byrja á því að ræsa allt vélknúið á hlaðinu ofan við bæinn og aka því í hvarf áður en ég gæti farið að hugsa meira um steikina á kílnum.
Svona lapsusar fara í taugarnar á mér og mig langar til þess að svona verði endurskoðað og lagfært vegna þess að, eins og Sveik sagði: Ordnung muss sein.

Re: breyta um veiðiriffil

Posted: 03 Jul 2016 23:45
af BrynjarM
Þar fór það að fá Sigga á Vaðbrekku til að gæda okkur :lol:

Re: breyta um veiðiriffil

Posted: 05 Jul 2016 14:22
af Jenni Jóns
valdur skrifaði:Komist yfirvöld að því að ekki hefur verið farið að reglugerðinni er þeim í lófa lagið að kæra og menn hafa fengið á sig dóma fyrir það sem veiðimönnum fannst sárasaklaust athæfi.Vilt þú standa frammi fyrir því að hafa ráðlagt mönnum að brjóta ákvæði reglugerðar, sem telst hlutdeild í brotum?
Sæll Þorvaldur þú getur náttúrlega farið eftir öllum þessu reglugerðum og heim með dýrið þó þú verðir svo óheppinn að riffillinn bili á ögurstund því væntanlega er leiðsögumaður við hliðina á þér tilbúinn til að grípa inní ef eitthvað óvænt kemur upp sem getur klárað dæmið og þið farið alsælir af fjalli með fenginn.
Þú værir kannski ekki alsæll en að minnstakosti farið að öllum lögum og reglugerðum án þess að fara í annað skotpróf.

Re: breyta um veiðiriffil

Posted: 05 Jul 2016 22:09
af sindrisig
Hvað varð um: "Skjóta fyrst og spyrja svo?"

Sumar reglur eru einfaldlega settar og sá sem á að framfylgja þeim hefur aldrei lesið skýringar með þeim og hvað þá heldur við hinir. Bókstafurinn segir bla bla en meining löggjafans er ekki bókstafleg, það eru ávallt skýringar með.