Veiði dagsins 2016

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 57
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 Ágú 2016 18:40

Kýr fundust við gangnakofann á Mel við Bruna á svæði 1, þar féllu 3 kýr á mínum snærum en alls veiddust 11 dýr úr þeim hópi þann daginn, undir leiðsögn 5 leiðsögumanna.
Gísli S. Ásgeirsson felldi 40. kílóa kollótta kú með 10 mm. bakfitu hann notaði veiðiriffil sinn Blaser R8 cal. 6.5x55 með 120 gr. Nosler ballistic Tip kúlu og færið var 70 metrar.
Gunnar Viðar felldi 40 kg. kú einnig með 5 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Sako 75 cal. 6,5x55 með 120 gr. Ballestic Tip kúlu og færið var 156 metrar.
Hilmar Jónsson felldi 49 kg. kú einum hvelli með Gunnari eftir niðurtalningu hún var með 26 mm. bakfitu Hilmar notaði veiðiriffil sinn Sako 75 með Game King kúlu 130 gr. og færið það sama og hjá Gunnari 156 metrar.
Það er alltaf gott samstarf með leiðsögumönnunum ég skrapp og tók innan úr kú fyrir veiðimann sem var með Ólafi Gauta og smellti mynd í leiðinni.
Viðhengi
IMG_2867.JPG
Gísli með kollótti kúna, sem eru ekki mjög algengar.
IMG_2883.JPG
Gunnar Viðar og Hilmar Jónsson felldu kýr sínar einum hvelli og stilltu sér upp með leiðsögumanninum, sem eignaði sér allan heiðurinn.
IMG_2890.JPG
Oddný, veiðimaður Óla Gauta með kúna.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 57
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 Ágú 2016 19:00

Síðan var það þann 8. ágúst að Graham Downing Vænan tarf við Djúpavatn í Hölknárdrögum inn af Miðfirði.
Tarfurinn vóg 126 kíló sem er þyngsti tarfur sem veiðst hefur undir minni leiðsögn, hann var með 100 mm. bakfitu sem er nokkuð mikið.
Graham notaði Sauer take down veiðiriffil cal. 6,5x68 með 123 gr. Hornady SST kúlu og færið var rúmir 150 metrar.
Hornin eru þó ekki í gullflokki vegna þess að það vantar pinnan aftur úr annarri stönginni og síðan eru greinarnar uppi í krónunni frekar stuttar, en sverleikinn er góður, víddin fín og vöxturinn niðri, spaðinn og ennis greinarnar. mjög góðar, samt er hún sennilega bara laklega silfur.
Viðhengi
IMG_2902.JPG
Graham við tarfinn nýfallinn.
IMG_2916.JPG
Graham og frú stilltu sér að sjálfsögðu upp við skrokkinn af met þunga tarfinum.
IMG_2916.JPG (90.38KiB)Skoðað 7020 sinnum
IMG_2916.JPG
Graham og frú stilltu sér að sjálfsögðu upp við skrokkinn af met þunga tarfinum.
IMG_2916.JPG (90.38KiB)Skoðað 7020 sinnum
IMG_2918.JPG
Fláningsmennirnir stilltu sér líka upp við 126 kílóa skrokkinn.
IMG_2918.JPG (96.1KiB)Skoðað 7020 sinnum
IMG_2918.JPG
Fláningsmennirnir stilltu sér líka upp við 126 kílóa skrokkinn.
IMG_2918.JPG (96.1KiB)Skoðað 7020 sinnum
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 57
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 Ágú 2016 19:08

Þegar allt hafði rekið saman hjá mér vegna bágs veðurs og veiðileysis, hjlóp Aðalsteinn frændi minn Hákaonarson undir bagga með mér og leiðsagði Ásdísi Gestsdóttir í tarf við Grjótöldu á svæði 2.
Ásdís felldi þar 104 kílóa tarf með 70 mm. bakfitu.
Hún notaði Remengton veiðiriffil sinn cal. 308 með 125 gr. Hornady SST kúlu og færið var um 160 metrar.
Viðhengi
IMG_2919.jpg
Ásdís með vænan feng og hornprúðan.
IMG_2936.jpg
Það er töluverður útbúnaður sem fylgir venjulegum hreindýraveiðum.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af gylfisig » 11 Ágú 2016 20:36

Alltaf jafn gaman, Siggi. Lika skemmtilegt ad fá myndir af nordursvædunum.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 57
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 13 Ágú 2016 23:09

Eftir japl og jaml og fuður, rigningar, þokur og dýraleysi á svæði 1, frá því síðast, fór ég að sækja kú á svði 2 í dag 13. ágúst.
Krisján B. Purkhús veiddi þar kú við Kofaöldu á Eyvindafjallasvæðinu, eftir leit inn á Múla og í Múlahrauni, dýr sáust þó yfir á Þóriseyjum við Hálskofa, þau voru á þessu dæmalausa friðaða svæði þeirra náttúrulausu !!
Kýr Kristjáns vóg 40 kg. með 2mm. bakfitu hann notaði Sako 85 veiðiriffil cal. 243 með 100 gr. Sierrra Gameking kúlu og færið var 160 metrar.
Viðhengi
IMG_2955.JPG
Kristján "Bolti,, Purkhús við bráð sína.
IMG_2956.JPG
Veiðifélagarnir áðu á leiðinni í bílinn, enda seig kusa í.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 57
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 17 Ágú 2016 22:24

Set hérna inn link á Instagram til gamans !

Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 17 Ágú 2016 23:29

Instagram!! Nú ertu að toppa mig í tækniheimi ;-)
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 57
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 18 Ágú 2016 23:16

Eftir fjögurra daga leit að tarfi á svæði 1með dagshléi meðan ég fór á svæði 2 veiddi ég loksins tarf með dananum Lars Mikkelsen þann 15. ágúst en hann var þá á síðasta degi og þurfti afljúga heim á leið þá um kvöldið svo það var ekki seinna vænna.
Lars veiddi 103 kg. tarf með 70 mm. bakfitu á Mælifellsdal, hann notaðu Mauser veiðiriffil cal 6,5-284 með 100 gr Hornady A-Max kúlu og færið var 156 metrar.
Viðhengi
IMG_2970.JPG
Það var ofursáttur maður sem þarna felldi sitt fyrsta hreindýr á Íslandi á elleftu stundu, með Mælifellið í baksýn.
IMG_2961.JPG
Hér erum við staddir nokkru utan við Sandhnjúka, hvar sést austur til Mælifells og horfum yfir "Sléttuna ógurlegu" í átt að Miðfjarðardrögum, með Lars á myndinni við jeppann er Sveinn A. Sveinsson aðstoðarmaður minn úr Vopnafirði.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 57
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 18 Ágú 2016 23:40

Eftir leit með Purkhús genginu 14. ágúst sem ekki bar erindi sem erfiði og veiðar á svæði 2 þann 13. með einn út téðu gengi veiddist vel þann 15.
Ekki náðust myndir af öllum veiðmönnunum þennan daginn vegna þess að leiðsögumaðurinn hafði ýmsum hnöppum að hneppa.
Jákup Napoleon Purkhús veiddi 106 kg. tarf undir Kistufelli hafði sá 52 mm. í bakfitu, Jákup nnotaði Sako veiðriffil sinn cal. 243 með 100 gr. Sierra Game king kúlu og færið var 170 metrar.
Árni Stefán hilmarsson veiddi 48 kg mylka kú á brúnum Mælifellsdals hún hafði 32 mm. í bakfitu, hann notaði Sako veiðiriffil sinn cal. 243 með Norma Orix 100 gr. kúlu og færið var um 100 metrar.
Guðbjörn Ólsen Jónsson felldi 40 kg. mylka kú hann notaði veiðiriffilSako cal. 243 með 100 gr. Sierra Gameking kúlo og færið var um 150 metrar.
Daníel Poul Purkhús felldi 42 kg unga geldkú með 25 mm. bakfitu hann notaði Mauser 6,5-284 með 100 gr. A-Max kúlu og færið var 174 metrar.
Jón Hilmar Purkhús felldi 39 kg veturgamla geldkú með 10 mm. bakfitu hann notaði Sako 85 veiðiriffil cal. 243 með 100 gr. Sierra Gameking kkúlu og færið var 170metrar.
Viðhengi
IMG_1458.JPG
Árni St. Hilmarrsson með sína kusu og Kistufellið í baksýn.
IMG_2977.JPG
Jákup Napoleon fór fyrir sínu liði eins og sannur ættarhöfðingi og felldi að sjálfsögðu stæsta dýrið.
IMG_2986.JPG
Guðbjörn Ólsen Jónsson við sitt fyrsta hreindýr.
IMG_2990.JPG
Jón Hilmar við sína kú.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 26 Ágú 2016 00:04, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 57
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 18 Ágú 2016 23:57

Eftir að hafa verið íllilega skúlaðir þann 16. ágúst af misvitrum sexhjóla veiðimönnum sem smöluðu hjörðinni 10 klukkutíma samfellt, frá Selsárvöllum við Mælifell inn og upp á Súlendur og náðu að virtist markmiðum sínum að ganga aldrei lengra en 50 metra frá hjólinu, urðum við dagðrota ásamt öðrum leiðsögumanni með einn veiðimann og urðum að hverfa heim undir kvöld, dagþrota og veiðilausir.
Ekki falleg saga, en svona gerast hlutir því miður stundum á hreindýraaveiðum.
Eftir að vera svona herfilega skúlaðir veiddu þeir bræður Böðvar Örn og Helgi Sigurjónssynir sína kúna hvor daginn eftir þann 17. ágúst uppi á Súlendum úr hjörðinni sem ekki hætti sér niður af fjallinu eftir smalamennskuna ógurlegu daginn áður.
Böðvar Örn veiddi 53 kg. rétt óborna kú með 24 mm. í bakfitu í efstu tindum Súlendna, hann notaði veiðiriffil sinn CZ cal. 308 með 150 gr. kúlu úr verksmiðjuhlöðnu Fedral skoti og færið var 140 metrar.
Helgi veiddi 42 kg. mylka kú með 22 mm. bakfitu hann notaði veiðiriffil sinn Savage cal. 308 með 150 gr. Hornady SST kúlu og færið var um 130 metrar.
Viðhengi
IMG_3001.JPG
Böðvar Örn með svitaperlur á enni, efst í Súlendum.
IMG_3011.JPG
Helgi með sitt fyrsta hreindýr.
IMG_3014.JPG
Þeir bræður ttaka sig vel út með kýrnar saman.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 57
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 19 Ágú 2016 00:08

Eftir rúmlega sólarhrings veru uppi á toppum Súlenda, hættu hreindýrin sér loks niður aftur eftir smölunina, þau fóru um Biskupsáfanga og suður undir há Þjóðfell, þar sem ekki tók betra við, en fjórhjóla fjöld með sexhjóla ívafi hringsólaði um hjörðina þar til það var stoppað af leiðsögumönnum.
Friðþjófur Adolf Ólason veiddi þó sína kú er aðeins rofaði milli hjólagnýsins.
Kýrin sú var 46 kg. mylk hann notaði veiðiriffil Sako 75 cal 6,5x55 með 120 gr. Sierra Pro Hunt kúlu og færið var 137 metrar.
Viðhengi
IMG_3024.JPG
Friðþjófur Adolf Ólason skimar eftir hjólaferðum kring um hjörðina áður en veiðar hófust.
IMG_3053.JPG
Friðþjófur með kúna sem hann veiddi.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 57
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 19 Ágú 2016 00:17

Svona hlutir gerast, því miður !
Ég lét samt viðkomandi vita af mínu meðfædda lítillæti að svona veiðisiðferði væri ófyrirgefanlegt og allsendis óviðunandi, í alla staði og algerlega ólöglegt að sjálfsögðu.
En þeim virtist bara finnast þetta allt í lagi !
Viðhengi
IMG_3056.JPG
Stoltir líklega, búnir að keyra á hjólunum enn og aftur ofan í hjörðina meðan enn var verið að veiða úr henni, það eru milli 100 og 200 mmetrar í hjörðina.
IMG_3057.JPG
Hvert ætli þessir hafi svo sem verið að fara, með veiðirifflatöskuurnar reirðar framan á hjólin ??
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Haglari
Póstar í umræðu: 5
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af Haglari » 19 Ágú 2016 15:50

Þetta er nú ekki fallegt að heyra. Hver eru tilgangurinn með þessum viðstöðulausa akstri í hjörðina... var viljandi verið að smala hjörðinni eða var þetta bara fávitaskapur? voru þessir menn á veiðum eða í öðrum erindum?

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 57
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 19 Ágú 2016 22:05

Þetta snýst ekki um hver tilgangurinn er, hvort viljandi er verið að smala, eða hvort þeir voru á veiðum eða öðrum erindum, nú eða fávitaskapur !
Þetta snýst um veiðisiðferði eingöngu, auk þess sem þetta er algerlega kolólöglegt í alla staði !
Hvað sem öðru líður, lýsir þetta algerri siðblindu sem er óafsakanleg með öllu.
Hvað sem allri heimsku líður, en ætla má að þarna hafi mikið af henni safnast þarna á einn stað í einu, en mikið af heimsku þó samankomin sé á einum og sama staðnum, afsakar samt aldrei nokkurn skapaðan hlut !!!!!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 57
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 19 Ágú 2016 22:17

Annasamur veiðidagur að baki, lagt af stað með þrjá veiðimenn í kýr í morgun þeir veiddu á Gestreiðastaðaöxlum.
Hallgrímur Hallsson veiddi 42 kg unga geldkú með 29 mm. bakfitu, hann notaði Sauer cal. 2506 til veiðanna með 100 gr. Nosler ballistic Tip kúlu og færið var um 175 metrar.
Hallur þór Hallgrímsson veiddi 52 kg. geldkú með 40 mm. bakfitu, hann notaði Sako cal. 6,5x55 veiðiriffil með 120 gr. Sierra Game King kúlu og færið var um 150 metrar.
Jóhann Ágúst Sigmundsson veiddi 40 kg. unga geldkú með 22 mm. bakfitu hann notaði Sako 85 veiðiriffil cal. 308 með 150 gr. Nosler Accubond kúlu og færið var 100 metrar.
Viðhengi
IMG_3067.JPG
Hallgrímur Hallsson með fyrstu kúna sem hann hefur fellt svo árum skiptir.
IMG_3075.JPG
Hallur Þór Hallgrímsson lætur ekki mynda sig nema með Patrolinn í baksýn.
IMG_3071.JPG
Jóhann Ágúst Sigmundsson.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 57
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 19 Ágú 2016 22:26

Áfram var haldið seinnipartinn og felldar 2 kýr við Háreksstaði.
Jónas Bergsteinsson felldi 32 kg kú hann notaði Sako cal. 270 með 130 gr Sierra Game King kúlu og færið var 120 metrar.
Jóhann Már Þórisson felldi 46 kg. mylka kú með 30 mm. bakfitu hann notaði Sako cal. 270 með 130 gr. Sierra Game King kúlu og færið var 90 metrar.
Viðhengi
IMG_3082.JPG
Jónas Bergsteinsson við sína kú.
IMG_3107.JPG
Hreindýraveiðar geta verið skemmtilegt fjölskildusport.
IMG_3086.JPG
Dóttir Jóhanns við bráðina.
IMG_3092.JPG
Dætur Jóhanns stilltu sér upp við bráðina.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 57
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 19 Ágú 2016 22:28

Það er alltaf upplífgandi og lystaukandi þegar vel veiðist.
Viðhengi
IMG_3110.JPG
Gálginn leit ansi vel út að dagsveiðinni lokinni.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
grimurl
Póstar í umræðu: 3
Póstar:70
Skráður:05 Oct 2014 18:12
Fullt nafn:Grímur Lúðvíksson

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af grimurl » 22 Ágú 2016 17:48

Sæll Veiðimeistari Sigurður og takk fyrir góða fréttaveitu frá hreindýraveiðum.
Mig langar að vita hvar þessi mynd er tekin.
Getur verið að þetta sé við Súlendur?
Síðast breytt af grimurl þann 01 Sep 2016 18:54, breytt í 1 skipti samtals.
Með góðri kveðju,

Grímur Lúðvíksson
Selfossi

Beretta A303,Browning A5,
Marlin 22mag,Browning X-Bolt 243,Sauer 101 XT 6.5x55
Vortex Viper PST 6-24x50, Zeiss 5HD 5-25x50,Weaver 4-16x44,tasco 3-9x32

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 57
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 23 Ágú 2016 03:13

Já, mér sýnist það, uppi á Súlendunum líklega !
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
grimurl
Póstar í umræðu: 3
Póstar:70
Skráður:05 Oct 2014 18:12
Fullt nafn:Grímur Lúðvíksson

Re: Veiði dagsins 2016

Ólesinn póstur af grimurl » 23 Ágú 2016 19:54

Þessi mynd var tekin téðan 16.ágúst og var viðkomandi með föður sínum. Báðir fóru austur til veiða með sitthvort sexhjólið. Er þarna hugsanlega á ferðinni hópurinn sem þú talar um sem elti hjörðina allann daginn á hjólunum og endaði í Súlendum?
Annað, hvað er gert í þessu? Eru menn sáttir við að svona menn fái dýri úthlutað næstu ár og leiki sama leikinn?
Hvað um leiðsögumanninn, hefði hann ekki átt að banna þetta? Hver er ábyrgð þeirra?

Við vitum allir að ýmislegt óvænt getur gerst á veiðunum og aðstæður geta kallað á sitthvað sem er ekki leyfilegt samkvæmt ströngustu reglum lagabókstafsins en var svo þarna?
Með góðri kveðju,

Grímur Lúðvíksson
Selfossi

Beretta A303,Browning A5,
Marlin 22mag,Browning X-Bolt 243,Sauer 101 XT 6.5x55
Vortex Viper PST 6-24x50, Zeiss 5HD 5-25x50,Weaver 4-16x44,tasco 3-9x32

Svara