Síða 3 af 4

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 25 Ágú 2016 00:04
af Veiðimeistarinn
Ég veit ekki hvort þetta er annar téðra manna.
Þetta vekur upp margar spurningar.
Auðvitað er ábyrgð leiðsögumannsins mikil.
Þessar aðstæður kölluðu ekki á neitt svona lagað.
Þetta er allavega ólöglegt og algerlega siðlaust.
Það er samt ekkert í lögum sem bannarr að þeir fái leyfi aftur næsta ár.
Ég hefði allavega aldrei leyft svona aðfarir, það er alveg á kristal tæru !

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 25 Ágú 2016 00:06
af Veiðimeistarinn
Ég var á veiðum á svæði 1 í dag með tvo tarfa, þar bar helst til tíðinda að annar tarfurinn var 120 kg.
Myndir og frásögn síðar :)

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 26 Ágú 2016 00:30
af Veiðimeistarinn
22. ágúst var ég á svæði 1 í Hjarðarhagaheiðinni þar voru veiddar 3 kýr eftir veiðilausan dag daginn áður, var í samfloti við Aðalstein Hákonarson sem veiddi 2 kýr.
Grétar Njáll Skarphéðinsson veiddi 43 kg. mylka kú með 29 mm. bakfitu hann nootaði Mauser 98 cal. 7x57 með 140 gr Sierra Game king kúlu og færið var 200 metrar.
Pétur K. Hilmarsson veiddi 47 kg. gelda kú með 22 mm. bakfitu, hann notaði Tikka T3 hunter cal. 6,5x55 með 120 gr. Sierra Pro Hunt kúlu og færið var 250 metrar.
Rúnar Vilhjálmsson veiddi 44 kg. gelda kú, hann notaði Sako 85 cal. 6,5x55 með 120 gr. Nosler Ballistic Tip kúlu og færið var 300 metrar.

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 26 Ágú 2016 00:46
af Veiðimeistarinn
Þann 24. veiddi ég tvo tarfa á svæði 1 við Langavatn í Hvannár heiðinni
Ívar Pálsson veiddi 120 kg. tarf með76 mm. bakfitu, hann notaði Howa 1500 cal. 243 með Blitz King kúlu og færið var 180 metrar.
Henri Römhild frá Þýskalandi veiddi 90 kg. tarf með 58 mm. bakfitu Hann notaði Sauer cal. 7mm Rem Mag með 170 gr. Norma volcan kúlu og færið var 90 metrar, tarfurinn var skotinn rétt aftan við bóginn og datt eins og hann væri skotinn í hausinn.

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 26 Ágú 2016 01:08
af Veiðimeistarinn
Í dag 25. veiddust loks tarfar á svæði 2 eftir marga sirka 4 tarfalausa daga þar, þar sem flestir tarfarnir eru á friððlandinu við Snæfell á Eyjunum, Þóriseyjunum og Þjófagilsflóanum.
Þrifleg eða hitt þó heldur, þessi friðunarárátta hjá náttúruleysingjunum!
Ég girti mig þó í brók og fann í dag Fellatarfana 10 sem voru komnir inn að Vegufsardrullu.
Ari Steinn Hjaltested veiddi 106 kg. tarf með 79 mm. bakfitu, hann notaði Ruger cal. 308 með 125 gr. Sierra Game King kúlu og færið var 180 metrar.
Pétur Óskarsson veiddi 98 kg. tarf með 84 mm. bakfitu, hann notaði Blaser R8 cal. 3006 með 125 gr. Nosler Ballistic Tip kúlu og færið var 200 metrar.
Svanur Þór Brandsson veiddi 83 kg tarf með 53 mm. bakfitu, hann notaði Winchester cal. 308 með 125 gr. Nosler Ballistic Tip kúlu og færið var 210 metrar.

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 26 Ágú 2016 16:14
af Haglari
Veiðimeistarinn skrifaði: Henri Römhild frá Þýskalandi veiddi 90 kg. tarf með 58 mm. bakfitu Hann notaði Sauer cal. 7mm Rem Mag með 170 gr. Norma volcan kúlu og færið var 90 metrar, tarfurinn var skotinn rétt aftan við bóginn og datt eins og hann væri skotinn í hausinn.
Ég skaut fyrir mörgum árum beljuræfil á Héraðssandi á Sv 3. með lánsriffil í 7mm Rem. Magnum. Nema hvað, beljan steinlá svo svakalega að það þurfti nánast að grafa hana upp :lol: ..... hef reyndar ekki nent að skjóta úr þessari fallbyssu síðan þá og fékk mér sjálfur ljúfara kaliber til að veiða með :D

Þetta eru ekkert smá flottir tarfar sem eru að koma á Sv 1!!

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 26 Ágú 2016 21:10
af Veiðimeistarinn
Það gekk sæmilega á svæði 2 í dag.
Dýrin að vísu flest á verndarsvæði náttúruleysingjana.
Ég rölti inn undir Hálskofa með veiðimanninn með mér að sýna honuum ægifagra náttúruna þarna, ég taldi í svip 550 dýr, blönduð hjörð, með vænum törfum innan um.
Dýrin fengu svo ÓVART vind af okkur og viti menn þau hlupu NÆSTUM, út fyrir Sótaleiði.
Þar rétt utanvið veiddi Hávar Sigurjónsson 44 kg. gelda hreinkúmeð 23 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn af Jalonen gerð, cal. 6,5-284 (gott caliber) með 120gr. Nosler Ballistic tip kúlu og færið var 35 metrar.

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 30 Ágú 2016 15:20
af Veiðimeistarinn
Þann 28. veiddu vestmannaeyingarnir í Sæmagenginu tvo væna tarfa einum hvelli í samskoti, eftir veiðilausan dag, daginn áður á Hraumfellshnjúknum inn á Bungu og Sauðahrygg þar sem veiðimenn voru að kroppa í einn hóp sem fannst í Enarsstaðafjallinu kringum Gullborgina.
Dýrin sem við fórum í voru á Sunnudalsbrúnunum fyrir ofan Gnýsstaði.
Guðmundur Ólafsson felldi 91 kg tarf með 65 mm. bakfitu, Guðmundur notaði Sauer 202 cal. 2506 með 100 gr. Nosler Ballistic Tip kúlu og færið var 154 metrar.
Davíð Smári Hlynsson felldi 101 kg. tarf með 65 mm. bakfitu einnig, hann notaði Mauser 96 með 100 gr. Nosler Ballistic Tip kúlu og færið varr 176 metrar.

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 30 Ágú 2016 15:36
af Veiðimeistarinn
Í gær 29. ágúst fundust dýrin eftir miikla leit, á Sauðárdalnum við Háreksstaði, Snæbjörn sá þau ofan af Geldingafellinu yst á Fellhlíðinni.
Steinar Árni Nikulássoon veiddi 95 kg. tarf með 35 mm. bakfitu við Sauðafellið utan við Háreksstaðakvíslina, hann notaði Tikka T3 cal. 308 með 123 gr. verksmiðjuhlaðinni Speed Head Sako kúlu og færið var 326 metrar.
Snæbjörn Ólason leiðsögumaður veiddi 41 kg. mylka kú á sömu slóðum, Snæbjörn notaði veiðiriffil sinn af Tikka T3 gerð cal. 30 WSM með 150 gr. Norma Orix kúlu og færið var 139 metrar.

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 30 Ágú 2016 15:41
af Veiðimeistarinn
Það er oftar en ekki slegið upp veizluborði á veiðislóðinni, hér gefur á líta sýnishorn, þar sem annað brettið á kerru leiðsögumanna formannsins Jóns Hávarðar er notað til að framreiða góðgætið á.

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 01 Sep 2016 22:16
af Veiðimeistarinn
Jæja það var rigning og móska í gær og frí í fyrradag, það fyrsta í llangan tíma .
Ég beið eftir góða veðrinu í dag til að fara og veiða, veiðimaðurinn í gær og aðstoðarmenn hans snöttuðu í gæs.
Ég var í veiðisamfélagi með Aðalsteini Hákonarsyni sem var með tvo veiðimenn auk þess sem hann var að taka sína kú undir minni leiðsögn.
Guðjón Hauksson veiddi 42 kg. mylka kú við Bruna í Háreksstaðaheiði hún var með 25 mm. bakfitu.
Guðjón notaði Ruger cal. 6,5x55 með 120 gr. Nosler Ballistic tip kúlu og færið var 117 metrar.
Aðalsteinn Hákonarson felldi 40 kg. mylka kú á sama stað með 15 mm. bakfitu hann notaði Mauser Dumolin a la Jói Vill. cal 6,5-284 með 100 gr. Hornady A-Max kúlu og færið var 210 metrar.

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 01 Sep 2016 22:35
af grimurl
Til hamingju með flotta veiði Aðalsteinn og þið allir!

Kv. Grímur

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 02 Sep 2016 00:01
af sindrisig
Það er bara svona, öll ættin mætt. En það er að sjálfsögðu í tilefni fyrri bommerta að smella inn einni mynd til að lífga upp á sálartetrið, frá fyrri leiðangri í leit að kúahjörð sem fannst síðar... VHF er stundum það eina sem virkar á fjöllum.

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 04 Sep 2016 21:10
af Veiðimeistarinn
Ég fór á svæði 2 þann 2. sept. að veiða tarf, dýrin fundust neðan í Grjótahnjúknum á Vesturöræfum.
Þar veiddi Unnsteinn Sigurgeirsson 92 kg. tarf með 62 mm. bakfitu, hannn notaði Tikka varmit cal. 6,5x55 með 12o gr. Sierra Game King kúlu og færið var 164 metrar.

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 04 Sep 2016 21:36
af Veiðimeistarinn
Í gær var hinn mikli hvíti veiðimaður síungur Axel Kristjánsson aðeins 88 ára, mættur á svæðið ásamt ættboga sínum.
Dóttursynir hans bræðurnir Daði, Helgi og Nafni Sigurðarsynir, veiddu 3 dýr, 2 tarfa og 1 kú í Sandfellshorni á svæði 1.
Daði felldi 51 kg mylka kú með 14 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Tékkann, sem er tékkneskur Mauser cal. 6,5x57 með 120 gr. Sierra Game King kúlu og færið var 165 metrar.
Helgi veiddi 93 kg. tarf með 57 mm. bakfitu, hann notaði Remington cal. 3006 með 150 gr. Sierra Game King kúlu og færið var 150 metrar.
Nafni veiddi 103 kg. tarf með 60 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Remington cal. 300 H&H með 150 gr. Nosler Ballistic tip kúlu og færið var 130 metrar.

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 06 Sep 2016 07:32
af petrolhead
Veiðimeistarinn skrifaði: Þar veiddi Unnsteinn Sigurgeirsson 92 kg. tarf með 62 mm. bakfitu, hannn notaði Tikka varmit cal. 6,5x55 með 12o gr. Sierra Game King kúlu og færið var 164 metrar.
Lukkuleg hjúin við veiðina :) til hamingju með þetta Uni :-)

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 08 Sep 2016 17:20
af Veiðimeistarinn
Þann 5. sept. fór fríður flokkur Strandamanna til veiða á svæði 2. Birgir Guðmuundsson fór þar fyrir með margt gormanna.
Systkini sín Unni Pálinu og Sævar ásamt syni sínum Samúel.
Birgir veiddi 36 kg. gelda kú, hann notaði Enfield P14 veiðiriffil sinn í caliberi 303 Brithis R með 150 gr. Sierra Pro Hunt kúlu og færið var 202 metrar.

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 08 Sep 2016 17:31
af Veiðimeistarinn
Þeir félagarnir Jón Sigfússon og Magnús Magnússon veiddu sinn hvora kúna þann 6. sept. á svæði 2 við flugvöllinn í Sauðafelli við Hölkná.
Báðir notuðu þeir sama Weatherby riffilinn cal. 243 með verksmiiðjuhlaðinni 100 gr. Sako Gamehead kúlu.
Jón veiddi 44 kg. mylka kú og færið var 195 metrar.
Magnús veiddi 35 kg. mylka kú einnig, kollótta og færið var 116 metrar.

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 08 Sep 2016 17:44
af Veiðimeistarinn
Það hefur borið á því mjög mikið á þessu veiðitímabili að kýrnar á svæði 2 eru með mikið exem á júgrum, það litla sem hefur dregist upp úr dýralæknum um málið, en þeir virðast sýna þessu dæmalauust fálæti, er að þetta sé svokölluð sláturbóla eða orf sem þekkt er úr sauðfé.
Þetta virðist leggjast misilla á kýrnar, allt frá að vera eins og vont exem en þá sleppa júgrin við varanlegar skemmdir.
Upp í að júgrin eru sundurgrafin og ónit til frekari mjólkurframleiðslu næstu árinþað sem kýrin á ólifað, sem veldur mér og fleiri leiðsögumönnum mikluum áhyggjum vegna þess að kýr með ónítt júgur fæðir ekki kálf að vori og hann er dæmdur til að drepast úr hungri strax eftir fæðingu.

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 08 Sep 2016 18:01
af Veiðimeistarinn
Í gær 7. sept veiddi Ingvar Júlíus Guðmundsson tarf á svæði 1 í Tunguheiðinni.
Tarfurinn vóg 97 kg. og hafði 49 mm. bakfitu sem er frekar lítið miðað við svona þungan tarf, hann ætti því að skerast vel, vegna góðrar kjötprósentu.
Ingvar notaði 7 mm. Remington Magnum af Sako gerð, með156 gr. Hornady Interbond kúlu og færið var 205 metrar.