Síða 4 af 4

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 09 Sep 2016 18:07
af Veiðimeistarinn
Innrás Ungverjanna er hafin, Andras Mester er komin á veiðar ásamt vini okkar Josef Jene.
Andras veiddi 80 kg. tarf með 33 mm. bakfitu, við Dritfell í Fellahlíð á svæði 1.
Hann notaði veiðiriffil Mauser Dumolin cal. 6,5-284 með 100 gr. Hornady A-Max kúlu og færið var 80 metrar.

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 13 Sep 2016 19:00
af Veiðimeistarinn
Hjónin Karl Rósenkjær og Selma Guðnadóttir komu annað sinn til veiða þann 11. sept. og veiddu sitt hvora kúna í Austari Fjallgarði við Byggðalínu.
Þau fóru veiðilaus aftur suður um verslunarmannahelgina þar sem engin hreindýr fundust þá.
Karl veiddi 52 kg. mylka kú með 5 mm. bakfitu hann notaði Sako cal. 243 með 100 gr. Norma Orix kúlu og færið var 202 metrar.
Selma veiddi 44 kg. mylka kú með 2 mm. bakfitu hún notaði sama riffil og kúlu og Karl og færið var 220 metrar.

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 13 Sep 2016 19:11
af Veiðimeistarinn
Sindri Karl Sigurðsson og Hermann Leifsson komu einnig í annað skiptið til veiða 12. september eftir veiðilausa ferð í byrjun ágúst sökum þoku, rigningar og þar af leiðandi hreindýraleysis.
Hermann veiddi 51 kílóa mylka kú í Bruna við Mel bakfita hennar var 23 mm. hann notaði Mauser Otterup cal. 6,5x55 veiðiriffil sinn með 120 gr. Sierra Pro Hunt kúlu og færið var 160 metrar.
Sindri veiddi 35 kg. mylka kú á sama stað með 2 mm. bakfitu hann notaði FR8 Mauser cal 284 Win.
með 140 gr. Nosler Accubond kúlu og færið var 150 metrar.

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 13 Sep 2016 19:20
af Veiðimeistarinn
Veiðifélagarnir Sigurdór Sigurðsson og Pétur Blöndal Gíslason komu einnig til veiða 12. september.
Sigurdór felldi 96 kg. tarf með 65 mm. bakfitu í Bruna við Mel hann notaði Sako 75 veiðiriffil sinn með Nosler Ballistik Tip kúlu og færið var 150 metrar.
Pétur felldi 41 kg. mylka kú með 2 mm. bakfitu, á sama stað, hann notaði Sako 75 veiðiriffil sinn með Nosler Ballistic Tip kúlu og færið var 190 metrar.

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 13 Sep 2016 19:42
af Veiðimeistarinn
Jæja, enn falla metin, Sigurmundur Gísli Einarsson var á veiðum í dag á svæði 2. ekki höfðu fundist neinir mjög vænir tarfar þar undanfarið, en þegar, guide number one, mætti á svæðið, var eins og við manninn mælt, það fundust strax verðlauna tarfar við Þrælaháls, þeir reyndar höfðu runnið úr Húsey á 2-3 dögum inn alla heiði.
Þarna felldi Simmi vænan tarf sem vóg 127 kíló með aðeins 80 mm. bakfitu, Simmi notaði veiðiriffil sinn af Sako L61R gerð cal. 375 H&H með 260 gr. Barnes SP kúlu og færið var 164 metrar.
Þar með sló Sigurmundur met Grahams Downing á tarfi veiddum með mér, frá upphafi, sem sett var í upphafi veiðitímans og miklar sögur fóru af.
Með mér hafa þá verið veiddir þyngstir tarfar 127 kg. 126 kg. 120 kg. 118 kg. 117 kg. 116 kg. einir þrír og tveir 115 kg.

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 13 Sep 2016 19:45
af Guðni Einars
Það er gaman að lesa veiðipistlana þína Sigurður veiðimeistari. Sérstaklega ánægjulegt að sjá hvað litli/stóri bróðir gerði góða veiði. Það var eins gott að hann mætti með fílabyssuna til að fella þetta tröll. Það er ljóst að sumarið hefur verið hreindýrunum hagfellt þegar hvert metið fellur af öðru í fallþunga. Til hamingju með það.

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 14 Sep 2016 22:41
af Veiðimeistarinn
Þá er brostinn á enn einn dagurinn með blíðu og sól í heiði.
Gísli Sverrison ákvað að nota góða veðrið og veiða sína hreinkú, hvar fannst hópur í Bruna við Mel.
Gísli veiddi mylka kú sem vóg 46 kg. með 7 mm. bakfitu, hann notaði Mauser Dumolin cal. 6,5-284 með 100 gr. Hornady A-Max kúlu og færið var 180 metrar.

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 14 Sep 2016 22:48
af Veiðimeistarinn
Kristinn vinur minn Ingvarsson ákvað að nota líka góða veðrið í dag 14. sept. og hélt til hreindýraveiða ásamt Ingvari syni sínum.
Kristinn veiddi 37 kg. mylka hreinkú við Háreksstaði á svæði 1 hann notaði Blaser veiðiriffil sinn cal. 6,5x47 með 120 gr. Lapua Scenar kúlu og færið var 178 metrar.

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 15 Sep 2016 20:12
af Veiðimeistarinn
Það var mikið ættarmót á hreindýraslóðum í dag, einir 6 ættliðir mættir á svæðið og sagan löng, spannar alls 58 ár.
Sigurjón Pétursson hefur veitt hreindýr með pabba og seinna mér, í 48 ár með hléum, fyrst með föður sínum, síðan einn og með konu sinni Þóru Hrönn og svo með Magnúsi syni sínum og nú bættist sonur Magnúsar, Jochum í hópinn.
Faðir Sigurjóns, Pétur Guðjónsson fór hins vegar með pabba á veiðar fyrir 58 árum en Pétur lést fyrir aldur fram, fyrir mörgum árum, blessuð sé minning hans.
Við fylgdum þeim þrír til veiða, þrír ættliðir, pabbi, ég og Aðalsteinn sonur minn sem skreið með Sigurjóni í færi og aðstoðaði hann og fórst það býsna vel úr hendi undir vökulum augum mínum, svo nú var þriðji ættliðurinn að aðstoða Sigurjón, svo ætla má að hann geti komið á veiðar einn mannsaldur enn.
Sigurjón veiddi 44 kg. mylka kú við Skjaldklofa, hann notaði Mauser veiðiriffil sinn, Mubluna, sem hann erfði eftir Pétur föður sinn, sem lét sér smíða hann fyrir sig úti í Þýskalandi eftir stríðið, nú notaði Sigurjón hlaup cal. 243 við veiðina en honum fylgir líka hlaup í cal. 3006, riffillinn er fanta fallegur, lásinn sleðalás, allur flúraður og útskorinn.
Hann notaði verksmiðjuhlaðin skot frá Norma með 100 gr SP kúlu og færið var 131 meter.

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 16 Sep 2016 17:42
af Veiðimeistarinn
Í dag var ég að veiða á svæði 2 það voru dýr, alveg mökkur í Syðra Draginu inn af Dragamótunum.
Þar veiddi Helgi Aðalsteinsson unga gelda kú sem vóg 39 kg. með 5 mm. bakfitu, hann notaði Remington 770 veiðiriffil sinn cal. 243 með 100 gr. Norma SP kúlu og færið var 163 metrar

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 17 Sep 2016 22:39
af Veiðimeistarinn
Gréta syss skrapp á veiðar í gær ásamt eiginmanni sínum og leiðsögumanni Vigfúsi Hirti Jónssyni.
Margrét Aðalsteinsdóttir eins og hún heitir fullu nafni veiddi 43 kg. mylka kú víð Sauðabanalæk á svæði 2.
Hún notaði veiðiriffil af Rössler gerð cal. 6,5-284 (að sjálfsögðu) með 120 gr. Hornady A-Max kúlu og færið um það bil krin um 150 metrar.

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 17 Sep 2016 22:48
af Veiðimeistarinn
Þoka var og rigning með köflum í dag.
Samt veiddi Þórir Jónsson kú við Súlendur, ásamt Kristínu Einarsdóttir sem einnig veiddi sína kú þar.
Kú Þóris var mylk og vóg 41 kg. og hafði14 mm. bakfitu. hann notaði Sako cal. 270 með 130 gr. Sierra Game King kúlu og færið var 190 metrar.
Kú Kristínar var geld 59 kg. og hún notaði Browning cal. 270 við veiðarnar

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 18 Sep 2016 20:55
af Veiðimeistarinn
Áróra frænka mín Snorradóttir fór í dag og veiddi sína kú á svæði 8.
Hún notaði Mauser Otterup cal. 6,5-284 að sjálfsögðu, með staðarhleðslu Vaðbrekkumanna 100 gr. Hornady A-Max kúlu.
Nánari upplýsingar koma seinna.

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 18 Sep 2016 21:18
af Veiðimeistarinn
Það voru veiddar þrjár kýr með mér á svæði 1 í dag við Skjaldklofa, allar með vænsta móti.
Tengdasonur minn Andri Guðlaugsson og dóttir mín Steinunn Sigurðardóttir með honum, veiddi 48 kg. mylka kú með 20 mm. bakfitu.
Hann notaði Mauser 98 cal. 6,5-284 veiðiriffil sem er í minni eigu reyndar, með 100 gr. Hornady A-Max kúlu hlaðinni með 60 gr. af Norma MRP púðri og færið var 220 metrar.
Elí Þór Gunnarsson veiddi 47 kg. mylka kú, sem fékk hrikalegan höfuðverk, með 10 mm bakfitu.
Hann notaði Mauser Dumolin cal. 6,5-284 með 100 gr. Hornady A-Max kúlu og færið var 90 metrar.
Sveinn Jónsson veiddi 47 kg. mylka kú með 18 mm. bakfitu hann notaði Mauser 98 cal. 6,5-284 með Hornady A-Max kúlu og færið var 302 metrar.

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 19 Sep 2016 23:22
af Veiðimeistarinn
Þá er þessu veiðitímabili lokið af minni hálfu.
Þrjár síðustu kýrnar söfnuðust til feðra sinna hjá mönnum á mínum snærum í dag.
Ég fór alls með 68 hreindýraveiðimenn til veiða á þessu veiðitímabili sem var bæði hart og strangt.
Aðalsteinn Sigurðarson veiddi sína kú í dag, sú vóg 47 kg. mylk og hafði 20 mm. í bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Mauser Dumolin cal. 6,5-284 með 100 gr. Hornady A-Max kúlu, hausskot og færið 190 metrar.
Hrafn Sveinbjarnarson veiddi 46 kg. mylka kú með 12 mm. bakfitu hann notaði Remington cal. 270 í KKC skefti með130 gr. verksmiðjuhlaðinni Winchester kúlu og færið var 130 metrar.
Jóhann P. Hansson felldi 46. kg. mylka kú með 15 mm bakfitu, hann notaði Ruger M77R cal. 270 með 110 gr. Hornady A-Max kúlu og færið var 182 metrar.

Nánari tölulegar staðreyndir varðandi veiðitímabilið koma síðar þegar tími vinnst til að taka þær saman.

Re: Veiði dagsins 2016

Posted: 06 Oct 2016 22:35
af Veiðimeistarinn
Sælir spjallvinir.
Ég lofaðu uppgjöri með helstu staðreyndum af veiðitímabilinu. Í öðrum þræði er árvisst framhald af þróun Calibera milli ára hjá mér, hér kemur svo ýmiss ónauðsinlegur fróðleikur eins og þar stendur.

Eins og áður hefur komið fram fór ég með 70 veiðimenn til veiða, af þeim voru 22 að fara með mér í fyrsta skipti og flestir þeirra að fella sitt fyrsta hreindýr. Af því leiðir að 48 hafa farið með mér áður.

Lengsta færið sem skotið var á hjá mér var 326 metrar, stysta færið var 35 metrar.
Meðal færið var 155 metrar. Annars dreyfðust færin þannig.
198-195-190-200-186-156-156-70-150-160-160-156-170-100-150-174-170-140-130-137-175-150-100-120-90-250-200-300-90-180-200-180-210-35-154-176-326-139-117-210-164-165-150-130-202-195-116-205-80-202-220-150-160-190-150-164-180-178-131-163-150-190-220-90-302-130-182-190.

Þungi og bakfita dýranna skiptist þannig.
3 tarfar á svæði 7,sá þyngsti 85 og sá léttasti 70 kg eða 76 kg að meðaltali, sá þriðji var 74 kg.
þeir höfðu 52 mm. bakfitu sá feitasti og 30 mm sá grennsti eða 49 mm. að meðaltali, sá þriðji hafði 35 mm.

7 tarfar á svæði 2, sá þyngsti 127 kg og sá léttasti 83 kg. eða 99 kg að meðaltali.
þeir höfðu 80 mm. bakfitu sá feitasti og 55 mm. sá grennsti eða 69 mm. að meðaltali.
Þunginn skiptist þannig 86-104-98-106-83-92-127.
Bakfitan skiptist þannig 55-70-84-79-53-62-80.

13 tarfar á svæði 1, sá þyngsti 126 kg. og sá léttasti 80 kg. eða 100 kg. að meðaltali.
þeir höfðu 100 mm. bakfitu sá feitasti og 33 mm. sá grennsti eða 60 mm. að meðaltali.
Þunginn skiptist þannig 126-103-106-90-120-91-101-95-93-103-97-80-96 kg.
Bakfitan skiptist þannig 100-70-62-58-76-65-45-35-57-60-49-33-65 mm.

6 kýr á svæði 2 sú þyngsta 44 kg. en þær voru 2, sú léttasta 35 kg. eða 39 kg. að meðaltali.
þær höfðu 23 mm. í bakfitu sú feitasta og 2 mm. þær grennstu 4, eða með 6 mm. að meðaltali.
Þunginn skiptist þannig 40-44-36-44-35-39 kg.
Bakfitan skiptist þannig 2-23-2-2-2-5 mm.

39 kýr á svæði 1 sú þyngsta 59 kg. og sú léttasta 32 kg. eða 44 kg að meðaltali, sem er sami þumgi og þyngstu kýrnar á svæði 2.
þær höfðu 40 mm. bakfitu sú feitasta en 1 mm sú grennsta, eða 16 mm að meðaltali.
Þunginn skiptist þannig 41-49-40-40-48-40-42-39-53-43-46-42-52-40-32-46-47-43-44-41-42-40-51-52-44-35-51-41-46-37-44-59-41-48-47-47-46-46-47 kg.
Bakfitan skiptist þannig 8-26-5-10-32-2-25-10-24-22-2-29-40-22-1-30-22-29-2-10-25-25-14-5-2-2-23-2-7-2-2-40-14-20-10-18-12-15-20 mm.