Sýking í hreindýrum

Allt sem viðkemur hreindýrum
BrynjarM
Póstar í umræðu: 1
Póstar:70
Skráður:12 Jun 2012 13:16
Sýking í hreindýrum

Ólesinn póstur af BrynjarM » 15 Sep 2016 15:51

Sælir veiðimenn
Nú er í fréttum í dag og við höfum séð myndir frá Sigga veiðimeistara um það sem er kallað orf-veirusýking í hreindýrum. Þetta er víst eitthvað sem er þekkt fyrir austan í sauðfé. Nú skortir mig alla þekkingu á þessu og grunar að ég sé nú kannski ekki einn um það. Því spyr ég mér fróðari um það hvort smituð dýr séu óhæf til neyslu eða hvort þurfi að verka og elda eitthvað öðruvísi? Sagt er í fréttinni að þetta geti borist í menn. Sjálfsagt ekki spennandi í verkuninni.
Nú ef þetta er óhæft til neyslu hvað er þá gert í stöðunni? Er annað dýr skotið?
Nú væri gaman að heyra frá Jóa Gutt um þetta ef hann er á þessu spjalli.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/ ... rusykingu/
Brynjar Magnússon

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Sýking í hreindýrum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Sep 2016 17:55

Nei smituð dýr eru alveg hæf til neyslu.
Þetta er landlægt í sauðfé hérna en rollurnar eru búnar að mynda mótefni gegn þessu svo þær eru einkennalausar.
Það gera hreinkýrnar líka með tímanum svo þetta ætti ekki að vera eins mikið vandamál næsta ár.
Nema hjá kúnum sem gróf í júgrunum á undan þessu, sumar virðast hafa fengið sýkingu í hrúðrið á júgrunum sem fylgir þessu og júgrin eiðilagst.
Þetta er ekki smitandi í menn nema þetta komist í opin sár á höndunum þá helst.
Þetta er þekkt, að rúningsmenn fái þetta af sauðfé, þá myndast bóla með hrúðri í sárinu og getur orðið þrálátt.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara