Síða 1 af 1

Skotprófin - BÍÓ

Posted: 19 Oct 2016 01:23
af JAK
Sælir félagar.

Skutla hér inn slóðinni að bíómyndinni frá skotprófum mínum þetta árið,
ykkur til ánægju og yndisauka. ;)

https://www.youtube.com/watch?v=bEmJhd0 ... e=youtu.be


JAK

Re: Skotprófin - BÍÓ

Posted: 19 Oct 2016 13:12
af Ingvi
Snild takk fyrir

Re: Skotprófin - BÍÓ

Posted: 19 Oct 2016 18:45
af karlguðna
gaman að þessu :D hvaða kúlur notar þú og hvaða riffil :?: :?:

Re: Skotprófin - BÍÓ

Posted: 19 Oct 2016 19:35
af BrynjarM
Smá forvitni um tvífótinn sem þú notar. Er honum smellt í "smelluólarfestingu" að framan? Ef svo er, hvar fær maður slíkan grip?

Re: Skotprófin - BÍÓ

Posted: 19 Oct 2016 21:31
af Veiðimeistarinn
Takk fyrir þetta Jóhann, þetta er skemmtileg og fræðandi mynd.
Karl, lestu yfir kredet listann sem telur persónur og leikendur hjá JAK í lok myndar.
JAK klikkar aldrei á smáatriðunum, aldrei.

Re: Skotprófin - BÍÓ

Posted: 19 Oct 2016 22:06
af karlguðna
haha ok það er þá þessi eða hvað Savage 10/110 FCP HS Precision :mrgreen:

Re: Skotprófin - BÍÓ

Posted: 19 Oct 2016 23:16
af JAK
Sæll Brynjar.

Tvífóturinn er NeoPod
http://www.hlad.is/index.php/netverslun ... ur/neopod/
Hann festist á pinna framan á framskeftinu sem ég setti í stað ólarfestingarlykkjunnar.

Sæll Karl.
Ég sé að þú ert búinn að finna út úr þessu með kúlurnar. :D
Einhverra hluta vegna er ég að ná bestum árangri með þessum SST kúlum. Ég "klúðraði" náttúrulega þessu skotprófi því riffillin hefði verið fær um að ná 50 stigum, ef ég hefði ekki verið að trufla hann.
Er búinn að prufa nokkrar kúlur í bæði cal.
Ég er núna að berjast við að ná ásættanlegum hleðslum fyrir Hornady A-max og GMX.
30 06 hlaupið er einnig að skjóta 180 grs Oryx og 167 Scenar fantavel.
JAK

Re: Skotprófin - BÍÓ

Posted: 21 Oct 2016 19:18
af karlguðna
hvernig er það Jóhann hefur þú prófað sierra kúlurnar ? er sjálfur með tikk í 270 win og er búin að prófa æði margar kúlur og aldrei alveg sáttur en með sierra þá minkuðu grubburnar all verulega ,,, og er orðin vel sáttur og þá sérstaklega með 115 grn mk kúluna og eitt sem breittist alveg, það hættu allir "flyerar"
en takk fyrir BÍÓIN :D meira af sama :D

Re: Skotprófin - BÍÓ

Posted: 21 Oct 2016 21:55
af JAK
Sæll Karl.

Ég hef ekki prufað margar Sierra kúlur í Blaserinn. 123 grs Sierra HPBT í 6.5x55 sem ég náði ekkert sérstökum árangri með og 125 grs Sierra SPT í 30 06 sem segja má það sama um.
Annars hef ég góða reynslu af Sierra kúlum. Var eitt sinn með Sako Varmint í .223 með 8" twisti sem skaut 77 grs Sierra HPBT í eitt gat. (Sé alltaf eftir að hafa selt hann) og svo er ég með riffil sem Arnfinnur setti saman fyrir mig í cal. 5.6x47 Lapua sem er að skjóta 123 grs Sierra HPBT fantavel.