Síða 1 af 1

Hreindýraveiðikvóti 2017

Posted: 06 Jan 2017 23:10
af Veiðimeistarinn
Þá er búið að ákveða hreindýraveiðikvótann fyrir þetta árið.
Mér lýst bara vel á þetta ráðslag og ásættanlegar breytingar á honum frá Fyrri árum.

Árið.........................2015. 2016. 2017.
Svæði 1...Kýr...............151. 190. 195.
.............Tarfar.............98. 65. 65.

Svæði 2...Kýr................64. 90. 271.
.............Tarfar....... ....70. 60. 64.

Svæði 3....Kýr.................48. 40. 50.
..............Tarfar............30. 40. 30.

Svæði 4....Kýr.................21. 28. 21.
.............Tarfar..............24. 26. 20.

Svæði 5....Kýr.................35. 30. 47.
.............Tarfar..............43. 41. 49.

Svæði 6....Kýr.................75. 90. 83.
.............Tarfar..............100. 80. 73.

Svæði 7....Kýr.................260. 260.*60. 155.
.............Tarfar..............190. 95. 50.

Svæði 8....Kýr..................68. 80.*40. 90.*40
.............Tarfar...............45. 30. 30.

Svæði 9....Kýr..................60. 40.*35. 10.
.............Tarfar...............30. 15. 12.

Alls árið.........................2015. 2016. 2017.
...................Kýr.............782. 848. 922.
...................Tarfar..........630. 452. 393.
samtals.........................1412. 1300. 1315.

* nóvemberveiðar

Re: Hreindýraveiðikvóti 2017

Posted: 06 Jan 2017 23:39
af sindrisig
Ætlaði einmitt að pósta sambærilegu. Hvað finnst þér um aukninguna á kúm á svæði 2 ? Og hvaða pæling er í gangi með tarfana eiginlega maður fer að halda að það sé eitthvað að gerast í náttúrunni varðandi hlutfall kvíga og nauta.

Gleðilegt árið félagi, svo það fari nú ekki í vaskinn.

Re: Hreindýraveiðikvóti 2017

Posted: 07 Jan 2017 10:52
af Veiðimeistarinn
Gleðilegt ár sömuleiðis félagi sem og aðrir spjallverjar !
Mér finnst allt í lagi með aukningu kúa á svæði 2 það er alveg innistæða fyrir henni.
Reyndar hefði verið eðlilegra að byrja á þessari aukningu á svæði 2 í fyrra, færa þá af svæði 7 yfir á svæði 2, enda var mikið af kýrkvóta svæðis 7 veitt á svæði 2 í fyrra, sérstaklega seinnihluta veiðitímanns í september þá á Hornbrynjusvæðinu, í Flatarheiðinni og út með Gilsárdal.
Ég skil ekki heldur þetta með fækkunina á töfrum, nema á svæðum 7, 8 og 9 þar var eðlilegt að fækka tarfaleyfum, þar hefur kannski ekki verið fækkað nóg.
Svæði 1, 2 og 6 allavega, þola meiri tarfaveiði, og kannski fleiri svæði, ég þekki það bara ekki vegna þess að ég veiði ekkert þar.

Re: Hreindýraveiðikvóti 2017

Posted: 12 Jan 2017 23:17
af Sveinbjörn
Ég tók því þannig að hærra hlutfall af beljum væri til þess að vega upp mistök þeirra er ekki búa við það að vera kynvísir.