Helsti búnaður

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 341
Skráður: 08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Staðsetning: Akureyri

Helsti búnaður

Ólesinn póstur af petrolhead » 14 Jul 2017 07:51

Sælt veri fólkið.

Hvernig væri að nú að fá smá líf á þetta spjall :)

Mig langar að henda fram smá spurningu varðandi hreindýra veiðiferðir.

Hvað er helsti búnaður sem þið hafið með ykkur í svona veiðitúr....fyrir utan að sjálfsögðu góðan riffil, skotfæri og leiðsögumann.

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Helsti búnaður

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 14 Jul 2017 15:21

Já, sæll !!
Númer eitt, tvö, og þrjú, leyfið fyrir hreindýrinu sem þú fékkst sent í pósti, pappa spjaldið tvöfalda og plast merkið með sama númerinu og er á leyfinu, ágætt að stinga því strax ofan í tilheyrandi riffil tösku þá gleymist það síður !
Vera í þokkalegri líkamlegri þjálfun, þetta getur orðið labb, (svona dagleið) eins og segir í textanum !
Ef þér finnst vanta upp á það að láta leiðsögumannin vita fyrirfram svo hann geti hagað ferðinni eftir því.
Vera með góðan skóbúnað, með góðum skóbúnaðurinn á ég við þá skó sem þúert vanur að ganga á þegar þú ferð í dags göngu, allt í lagi að henda stígvélum í bílinn ef það er pláss en þau verða vonandi ekki notuð.
Góðan hlífðarfatnað sem ver þig fyrir kulda, vindi og vætu (ekki mikilli vætu þó) við erum ekki á veiðum í mígandi rigningu vegna þess að þá sést ekki neitt.
Staðgott nesti fyrir þig og leiðsögumanninn og þá sem eru með þér, með staðgott á ég við eitthvað kjötmeti í bland við brauðið, feitt svo það standi eitthvað við og gefi orku til ferðarinnar!
Vera á þokkalegum fjórhjóladrifnum jeppa sem kemst helstu fjallaslóða eða tryggja sér bíl til ferðarinnar hjá leiðsögumanninum, en kynna sér allan kostnað við ferðina jafnframt svo það komi ekki á óvart.
Plast til að breiða inni í bílinn ef þarf að setja veiðina inn í bíl og til að setja skrokkinn í ef ekki er búið að gera ráðstafanir til að senda hann strax í úrbeiningu, sumir leiðsögumenn sjá um það.
Svo er það bara góða skapið og jákvæðni, það getur ýmislegt komið upp á í svona veiðiferð sem veiðimenn reikna kannski ekki með en það er nauðsynlegt að geta feisað það á jákvæðan og uppbyggjandi hátt.
Fúlir, smámunasamir og tilætlunarsamir veiðimenn eru leiðinlegir, svo það sé á hreinu !!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
grimurl
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 70
Skráður: 05 Oct 2014 18:12
Fullt nafn: Grímur Lúðvíksson

Re: Helsti búnaður

Ólesinn póstur af grimurl » 14 Jul 2017 22:07

Fyrir utan það sem Veiðimeistarinn telur upp er bara eitt sem ekki má gleymast:

CASH !!!!!!!

Leiðsögumenn og verkunarstaðir taka bara seðla, cash og ekkert kjaftæði!!
Með góðri kveðju,

Grímur Lúðvíksson
Selfossi

Beretta A303,Browning A5,
Marlin 22mag,Browning X-Bolt 243,Sauer 101 XT 6.5x55
Vortex Viper PST 6-24x50, Zeiss 5HD 5-25x50,Weaver 4-16x44,tasco 3-9x32

Jenni Jóns
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 285
Skráður: 11 May 2013 21:37
Fullt nafn: Jens Jónsson

Re: Helsti búnaður

Ólesinn póstur af Jenni Jóns » 15 Jul 2017 00:29

Ætla ekki að telja upp aftur það sem Siggi er búinn að tína til en það eru nokkrir hlutir í viðbót sem ég tek með mér
Sjónauka
fjarlægðarmælir
GPS
Tvenna skó (aðra létta til að keyra í )
Föt til skiptana (ótrúlega gott að fara í þurr föt eftir að komið er í bílinn aftur)
Talstöðvar (sérstaklega ef það á að sækja fleiri en eitt dýr í ferðinni)
Grisju (ef þarf að draga dýr oftast berum við þau)
Góðan hníf (hef gleymt mínum, leið ekki vel með það þó nóg væri af hnífum í ferðinni hjá öðrum)
Góðan bakpoka
Jens Jónsson
Akureyri

User avatar
Ingvi
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 41
Skráður: 23 Jul 2013 10:28
Fullt nafn: Ingvi Reynir Berndsen
Staðsetning: Akureyri

Re: Helsti búnaður

Ólesinn póstur af Ingvi » 18 Jul 2017 16:16

Líka gott að hafa rifillinn með og skot
Ingvi Reynir Berndsen
Savage 10/110 FCP HS Precision
Finn Classic 512
Remingtone 870
Xreme 2
CZ 455

Svara