Veiði dagsins 2017

Allt sem viðkemur hreindýrum
Haglari
Póstar í umræðu: 4
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:
Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af Haglari » 21 Sep 2017 11:32

Glæsilegt. Takk fyrir þetta alltsaman. Maður er búinn að koma hérna in amk daglega til að kíkja á þráðinn.

Helvíti tók kallinn tók sig flott út í sjónvarpinu í gær!

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 56
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 21 Sep 2017 13:24

Takk.
Ég var víst á tveim stöðum, í fréttunum á Ruv og í Eldhjarta Íslands !!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 4
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af petrolhead » 23 Sep 2017 09:22

Það er búið að vera virkilega gaman að fylgjast með þessum þræði...eins og undanfarin ár, flott framtak hjá þér Siggi :)

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af sindrisig » 26 Sep 2017 12:27

Skemmtilegt að hafa ágrip eins og þetta lifandi yfir veiðitíman.

Nú að öðru, ertu búinn að taka saman kúlur og kalíber sem notuð voru yfir veiðitímabilið?

kv.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 56
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 27 Sep 2017 22:25

Nei Sindri, ekki búinn að taka það saman, það verður gert eftir helgina, þegar ég kem heim úr suðurvegi, með viðkomu á Laufskálarétt !
Ein mynd úr suðurvegi, veiðimenn hittast á fundi í borg óttans, Brynjar Már Magnússon og Hafsteinn. Númason hittu undirritaðan og þá er gleðin við völd !
Viðhengi
IMG_5108.jpg
Undirritaður í fullum skrúða, heilsar Brynjari, Haffi Núma í baksýn.
IMG_5108.jpg (82.2KiB)Skoðað 5975 sinnum
IMG_5108.jpg
Undirritaður í fullum skrúða, heilsar Brynjari, Haffi Núma í baksýn.
IMG_5108.jpg (82.2KiB)Skoðað 5975 sinnum
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 56
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 17 Oct 2017 15:18

Hérna kemur árlegt yfirlit yfir þróun calibera hjá veiðimönnum sem veiddu með mér árið 2017.

Kalíber.......2009.......2010.....2011.....2012......2013......2014.....2015......2016......2017
243..............21.........13........12........14.........10..........7..........8........14..........7
6XC..............0...........0..........0..........0...........0...........0.........1........1..........0
2506.............4.............1...........1.........2.........5............2........4........2..........3
6,5x47...........0...........0..........0..........0...........0..........0..........0.......1...........3
6,5x55..........14.........19.........11.........12.........11.........12........18......14.........14
6,5-284.........4............9..........5..........4...........7........11........12.......12.........12
6,5x57..........0............0..........0..........0...........0..........1..........1.......1...........1
6,5x65...........0...........1..........3..........1...........1..........1..........1........0.........0
6,5x68...........0...........0..........0..........0...........0..........0..........1........1.........5
6,5-06 AI........0...........0..........0..........0...........0..........0..........0........0.........1
270..............4............4..........8..........7...........6..........6..........3........5.........7
270 WSM........0............0..........0..........1..........0...........0..........0........0........0
284 Win........0...........0...........0..........0...........1...........0..........1........1........0
7 mm Rem.....4............4...........2..........3..........5...........0..........3.......2.........1
7x57.............5.............0...........0.........0.........0............0........2........1.........2
7x64.............1.............0...........0.........0.........0............0........1........0.........0
7x65.............1.............0...........0.........0.........0............0........0........0.........0
308.............12.............9..........13.........6.........5...........1.........7........9........4
3006.............4............2...........0.........2...........1...........1.........4.......2........5
300 H&H........1.............0..........0..........0..........1...........1........1........1........0
300 Win.........3............3...........0.........3..........0...........1.........0........0........2
300 WSM........1............2...........0..........1.........0............0........0........1........0
300 Wetherby Mag..........0...........0.........0..........0...........1........0.........0.......0
303 Brithis.....0.............0...........0.........0..........0...........0........0.........1.......0
338 Blazer....0.............0..........1..........0..........0...........0........0..........0........0
338-300 LM...0.............0...........0..........0..........0..........0........0..........0........1
375 H&H......0.............0...........0.........0..........2...........0........0..........1........0
......alls......79...........67.........56........56.........55.........45.......68.........70......68
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 23 Nov 2017 10:05, breytt 2 sinnum samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 56
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 17 Oct 2017 20:28

Mér finnst þetta athyglisverð þróun, og fylgir þeirri spá sem ég gerði fyrir nokkrum árum.
Það er, að 243 væri svolítið kaliber gærdagsins til hreindýraveiða og 6,5 kaliberin mundu styrkja sig í sessi og 308 væri ofmetið veiðikaliber á Íslandi sem er nú á undanhaldi.
Kaliber 3006 er aftur á uppleið, á kostnað 308 og er fullverðugt þess.
Sleggjurnar sem ég kalla, 7 mm. Win. Mag. og 300 Win. Mag. og hliðstæð kaliber ná ekki að festa sig í sessi, enda nokkuð ,,ower kill´´ í hreindýraveiði.
Enn kannski er ég bara áhrifavaldur þessarar þróunar, ef svo er, þá er ég nokkuð stoltur af henni.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Haglari
Póstar í umræðu: 4
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af Haglari » 19 Oct 2017 12:48

Ég gaf mér algjört bessaleyfi til að leika mér með þessar tölur... alfarið til skemmtunar.

Hérna er listi yfir hlaupvídd óháð hylki.
Viðhengi
hlaupvidd.jpg
Hlaupvídd óháð hylki

Haglari
Póstar í umræðu: 4
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af Haglari » 19 Oct 2017 12:51

Hérna er þetta síðan í línuriti. Eins og sést gnæfa 6.5/264 hylkin yfir öllu og hafa verið að aukast. 243 og 308 minkar hægt og rólega
Viðhengi
hlaupvidd-linurit.jpg
Hlaupvídd óháð hylki
hlaupvidd-linurit.jpg (40.03KiB)Skoðað 5605 sinnum
hlaupvidd-linurit.jpg
Hlaupvídd óháð hylki
hlaupvidd-linurit.jpg (40.03KiB)Skoðað 5605 sinnum

Haglari
Póstar í umræðu: 4
Póstar:125
Skráður:03 Oct 2013 20:27
Fullt nafn:Óskar Andri Víðisson
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af Haglari » 19 Oct 2017 12:54

Svosem ekkert sem kemur á óvart í rauinni. Öll þessi 6.5 kaliber eru evrópsk og/eða skandinavísk. Það er doldið sérstakt að það er ekkert af 260 Remington, 264 Winchester eða 6.5 Creedmoor sem eiga uppruna sinn vestanhafs

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 56
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 23 Oct 2017 18:00

Takk fyrir þetta Óskar !
Það er skemmtilegt að velta þessu fyrir sérá alla vegu, endilega !
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 4
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af petrolhead » 23 Oct 2017 23:49

Sælir félagar.
Hummm, ég er ekki alveg að átta mig á þessu því ég sé bara ártölin 2009-2013 í yfirlitinu.
Þetta er skemmtileg uppsetning hjá þér Óskar og góðar vangaveltur.
Ég veit þó fyrir víst að það var notað eitt amerísk ættað 6,5mm cal á síðasta veiðitímabili hjá Sigga því þá var á ferðinni með honum einhver sérvitringur með 6,5-06AI :lol: .....en það hefur þá trúlega verið það eina sem var upprunnið vestanhafs.

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 56
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 25 Oct 2017 18:35

Garðar minn !!
FYRIRGEFÐU !!
Ég gleymdi áð sertja riffilcaliberið þitt inn á skrána, þegar ég fór að leggja saman þá voru bara 65 rifflar inni.
Auðvitað á ég að tvítékka svona og leggja saman í töflunni þegar ég er búinn að slá þetta inn, en svona er þetta bara, ég er víst ekki fullkominn !!
Ég fór í handritið og þar var þinn riffill með skilum, svo, ég hef bara gleimt að slá hann inn.
Batnadi manni er best að lifa, ég er búinn að bæta honum inn !!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 56
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 23 Nov 2017 09:57

Ég fór með tvo að veiða kýr á svæði 8 síðasta laugardag 18 nóv.
Þessi síða virðist hafa legið niðri síðustu daga, eða ég hef allavega ekki komist inn á hana, fyrr en nú !
Fór með veiðimönnum mínum Sveinbirni Guðmundssyni og Brynjari Má Magnússyni, inn í Svínafell í Nesjum og hittum sveitarhöfðingjann Gísla Sigurbergsson bónda emerítus á óðali sínu og undum þar í kaffi, te og kleinum, við spjall fram að hádegi.
Þá var lagt af stað og Gísla bónda fannst ekkert sjálfsagðara en koma með okkur og vera okkur innan handar á allan hátt.
Eftir smá snúninga um lendur Gísla fundum við dýr við Stóru-Dímu, þar veiddi Sveinbjörn 40 kg. mylka kú, hann notað veiðiriffil sinn af Sauer 202 gerð, caliber 2506 með Sako verksmiðjuskotum og Game Head 117 gr. kúlu og færið var 144 metrar, snyrtilegt hausskot.
Brynjar Már veiddi sína kú, óðara (sem Gísla fannst að vísu ekki óðara) og Sveinjörn hafði fellt sína.
Kú Brynjars var mylk einnig og vóg 45 kg. hann notaði veiðiriffil sinn af Sauer 202 gerð caliber 270 með Sierra kúlu 130 gr. og færið var 150 metrar, hreint hjartaskot.
Síðan var farið með fenginn heim í Svínafell þar sem Gísli bóndi setti upp aðstöðu til að flá dýrin, kom með forláta David Brown dráttavél sína, aldna, með ámoksturstækjum og hengdum við skrokkana upp í gálgann á Browninum, þar sem ég strauk af þeim bjórinn.
Síðan héngu skrokkarnir í gálganum meðan við fórum aftur inn í kaffi með Gísla, á meðan kólnuðu skrokkarnir og tóku sig, svo hægt var að stinga þeim strax í grisju og ganga frá þeim til flutnings í Sveinbjörns fjallabíl !
Verulega skemmtilegur og vel lukkaður dagur að baki, það er líka alltaf sérstakur bónus að hitta svona orginala eins og Gísla í Svínafelli og eiga við hressilegt spjall, en Gísli liggur fráleitt á skoðunum sínum.

P.S.
Bætti þessum caliberum inn á skrána.
Viðhengi
Brynjar1.jpg
Brynjar stillti leiðsögumanninum upp ásamt bráðinni, heilög þrenning þar á ferð.
Sveinb1.jpg
Sveinbjörn með feng sinn, Gísli bóndi fylgist kankvís með.
Brynjar4.jpg
Ég fékk að troða mér inn á eina mynd með Sveinbirni.
Brynjar3.jpg
Brynjar og Sveinbjörn stilla sér upp, við kú Sveinbjörns.
Sveinb3.jpg
Kýrnar voru flegnar í síðdegissólinni, undir skálavegg á Svínafelli.
Sveinb3.jpg (91.06KiB)Skoðað 5161 sinnum
Sveinb3.jpg
Kýrnar voru flegnar í síðdegissólinni, undir skálavegg á Svínafelli.
Sveinb3.jpg (91.06KiB)Skoðað 5161 sinnum
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara