Veiði dagsins 2017

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós
Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af Gisminn » 17 Ágú 2017 23:53

Þú stendur þig vel Sigurður og takk fyrir ábendinguna um daginn reddaðir mér alveg
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 4
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af petrolhead » 18 Ágú 2017 09:15

Aflabrestur skrifaði:Flottir tarfar allir 3 Til hamingju Gæi
Takk fyrir það félagi aflabrestur :)

Þetta var frábær dagur með Veiðimeistaranum sem sýndi það og sannaði að hann fékk ekki meistaratitilinn í kornflakes pakka og hvað þá síður cheerios!!
Hann dróg fram hverja hjörðina á fætur annari undan brúnum eins og töframaður dregur kanínur upp úr hatti og bauð mér að velja mér dýr, þegar ég í fúlsaði við og þótti ekkert nógu gott þá leiddi hann mig bara á þá næstu.

Ég verð þó að setja aðeins ofan í við meistarann :ugeek: því ég er harður á því að færið var ekki 305 heldur 308 :lol: :lol:

Enn og aftur, dásamleg ferð með Sigurði og syninum og vonandi verður ekki of langt í þá næstu ;)

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 56
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 18 Ágú 2017 18:42

Í dag voru það 2 kýr á svæði 2.
Leitaði allan Vesturhálsinn, Bröttubrekku, Innri Sveif, Smjörtungudal, Smjörtungufell og Desjarárdal, ekkert dýr fannst.
Þá sá Aðalsteinn lítin hóp utan við Bakkastaðahnjúk sem fór upp á Hálsinn, þar hittum við svo á dýrin við Djöflamel með vörðutyppi.
Þar felldi Þorsteinn Héðinsson kú sem vóg 41 kg. með 2 mm. bakfitu, hann notaði Sauer veiðiriffil sinn í cal. 308 með 150 gr. Nosler Accobond kúlu, 46 gr. af Vitavhuri 140 OAL 71 mm. og færið var 196 metrar.
Ólafur Hjörtur Ómarsson felldi 41 kg. kú einnig, með 2 mm. bakfitu, hann notaði Sako 85 veiðiriffil sinn í cal. 300 Win. mag. með 165 gr. Hornady Interbond kúlu, 76 gr. Vitavhuri N-165 og 86 mm. OALog færið var 205 mertar.
Viðhengi
IMG_4681.JPG
Þorsteinn með sína kú.
IMG_4691.JPG
Ólafur H. Ómarsson við kúna.
IMG_4692.JPG
Can-Am dýnan var mætt á svæðið, við Djöflamel með vörðutyppi sem sést í baksýn, til að hirða upp valinn.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 56
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 19 Ágú 2017 16:17

Það var ein kýr á svæði 2 í dag
Aðalsteinn fann dýrin í sínu landi hérna í Vaðbrekkuheiðinni í svokölluðu Dragi sennilega um 300 dýr.
Hákon Jónar Gylfason veiddi þar væna kú , hann mnotaði Sabatti veiðiriffil sinn cal. 270 með 130 gr. Sierra Game King kúlu hlaðið með 56 gr. af Vitavhuri N-160 púðri OAL 82 mm. færið var 156 metrar.
Guðmundur Pétursson leiðsögumaður í Bessastaðagerð fylgdi svo í kjölfarið í ágætu samstarfi og veiðimenn hans felldu þarna 2 kýr.
Síðan voru seinna í dag felld þarna 6 dýr úr sömu hjörðinni og einhverjir eru að hugsa um að fara og veiða úr henni á eftir.
Viðhengi
IMG_4696.JPG
Hákon J. Gylfason við veiði dagsins
IMG_4698.JPG
Jónas vinur Hákonar fékk að stilla sér upp líka.
IMG_4702.JPG
Guðmundur í Bessastaðagerði tekur innan úr.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 56
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 21 Ágú 2017 00:12

Langur dagur í dag við leit á einnu kú á svæði 1.
Var samferða Pétri í Teigi sem var að leita að tarfi í dag á sama svæði.
Farið inn öll Hölknárdrög og Miðfjarðardrög inn í Miðfjarðarheiðarkofa og yfir á Kverkártungu inn hana og þá sáust dýr innan við Kvíslarmót, farið beint í Kvíslarmótakofa og þaðan inn öll kvíslarmót í átt að Barðmel.
Þar kom í ljós að þetta voru bara kýr og bjálfar.
Þar skaur Fr. Adolf Ólason 44 kg. kú með 12 mm. bakfitu, hann notaði Mauser 6,5-284 með 100 gr. Hornady A-Max kúlu hlaðinni 60 gr af Norma MRP púðri og færið var 208 metrar.
Viðhengi
IMG_4713.JPG
Dolli kotroskinn með kúna.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 22 Ágú 2017 14:27, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 56
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 22 Ágú 2017 00:30

Löng leit í dag að tveimur kúm á svæði 1 í samstarfi við Snæbjörn leiðsögumann Ólason.
Leitað út alla Fellahlíð, Skjaldklofa, Dritfell, Skálafell og Geldingafell, þaðan yfir Tunguá og út Langahrygg og Sauðahrygg sem er á Vopnafjarðarbrúnum.
Kíkt á Háreksstaðasvæðið, Sauðárdal, Fríðufell, Tunguheiði, Einarsstaðafjall, Sunnudalsbrúnir, undir Hellisöxl, Grunnavatnsdal, kring um allt Sandfellið, Gilsármel, Gilsárdrög og Skjöldólfsstaðahnjúk, ekkert fannst nema sex tarfar á Grunnavatnsdal undir Gilsármel.
Aðalsteinn á Vaðbrekku fann hjörð í Hafrahvömmum, nýkomna af svæði 2, þangað sem var farið undir kvöld og þessar tvær kýr veiddar undir rökkur og ekki hægt að taka nothæfar myndir af öllu.
Rúnar Vilhjálmsson veiddi tæplega 40 kg. kú með 1 mm. í bakfitu hann notaði Sako 85 cal. 6,5x55 með 130 gr. kúlu og færið var 65 metrar.
Grétar Nj. Skarphéðinsson veiddi 45 kg. kú með 12 mm. í bakfitu, hann notaði Mauser riffil cal. 7x57 með 140 gr. Core -lokt kúlu, úr Remington skoti og færið var 160 metrar.
Viðhengi
IMG_4725.jpg
Enn var skíma til að mynda Rúnar við kúna, Kárahnjúkar í baksýn.
IMG_4725.jpg (120.7KiB)Skoðað 6092 sinnum
IMG_4725.jpg
Enn var skíma til að mynda Rúnar við kúna, Kárahnjúkar í baksýn.
IMG_4725.jpg (120.7KiB)Skoðað 6092 sinnum
IMG_4724.JPG
Það var glatt á hjalla eftir langa veiðiferð, undir miðnæturkvöldverði.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 56
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 23 Ágú 2017 23:18

Það var ein kú á svæði 1 á dagskrá í dag.
Ragnar Arnarson sem var að veiða tvær kýr fann dýr ca, 300 dýra hjörð, við Almenningsvötn austan Kistufells.
Dýrin runnu inn eftir Ufsunum og þar náðust kýrnar, allar þrjár.
Tryggvi Jónsson veiddi 40 kg. mylka kú, hann notaði Sako Forester cal. 243 til veiðanna með Nosler ballistic tip kúlu hlaðinni af mér og færið var 190 metrar.
Viðhengi
IMG_0182.JPG
Tryggvi kemur að bínum ásamt syni sínum á ,,dýnunni" með undirritaðann við stjórnvölinn.
IMG_4745.JPG
Ég smellti mynd af Snæbirni Jónssyni sem var með Ragga Arnar. hann veiddi 43 kg. gelda kú, með 30 mm. bakfitu, með Remington 700 riffli cal. 308, ekki orð um það meir, færið var 117 metrar.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 56
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 24 Ágú 2017 23:56

Það var tarfur á svæði 1 í dag.
Dýrin voru austan í Kistufellinu og runnu út og niður í Ufsirnar rétt innan við Almenningsá ytri.
Þar veiddi Hjörtur Sigurðsson 102 kg. tarf með 80 mm. bakfitu.
Hann notaði Mauser cal 6,5x55 til veiðanna og færið var 106 metrar.
Viðhengi
IMG_4753.JPG
Tveir Hyrtir, annar dauður.
IMG_4755.JPG
Hjörtur ásamt vini sínum Gísla við tarfinn.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 56
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 26 Ágú 2017 16:04

Það eru búin að vera rólegheit heima.
Samt smá kerru og sexhjólaviðgerðir í gær ásamt tilheyrandi skutli í Egilsstaði eftir varahlutum, nei nei nei það var ekki nýja hjólið aldeilis ekki, það bilar ekki ,,Dýnan" bilar ekki!
Það var gamla hjólið sem ég lánaði yfir þennan veiðitíma Pólaris 500, það bilar og bilar og bilar !
En við fengum skemmtilegan gest á Vaðbrekku, Varginn af Nesinu, við höfðum margt fróðlegt að spjalla.
Hann drap samt flestar gæsirnar á landareigninni en við fyrirgefum honum það.
Viðhengi
IMG_4762.jpg
Vargurinn með Veiðimeistarana sinn á hvora hönd.
IMG_4762.jpg (82.42KiB)Skoðað 5895 sinnum
IMG_4762.jpg
Vargurinn með Veiðimeistarana sinn á hvora hönd.
IMG_4762.jpg (82.42KiB)Skoðað 5895 sinnum
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 56
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 27 Ágú 2017 23:49

Það var tarfur á svæði 2 í dag.
Örvar Sigurðsson veiddi tarf í Hafursfelli, kannski ekki stæsti tarfurinn en hann gerir sitt gagn.
Hann notað Sauer 202 veiðiriffil sinn cal. 6,5x68 með 120 gr. kúlu og færið var 303 metrar.
Viðhengi
IMG_4767.JPG
Örvar við tarfinn í hlíðum Hafursfells.
IMG_4771.JPG
Örvar ásamt undirrituðum, er heim var komið.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
JAK
Póstar í umræðu: 1
Póstar:28
Skráður:30 Dec 2012 11:47

Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af JAK » 28 Ágú 2017 00:32

Glæsilegt.

:)
JAK
Jóhann A. Kristjánsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 56
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 28 Ágú 2017 16:46

Þetta tók snöggt af í dag, var að veiða tarf á svæði 2.
Guðmundur Péturs fann dýrin sem ég var í í gær, við Hafursána, þau runnu úut Sandfellið og út í Sanddal þar sem Guðfinnur Kristjánsson felldi tarf.
Tarfurinn vóg tæp 70 kg. með 35 mm. bakfitu Guffi notaði Sauer 202 veiðiriffil sinn cal. 6,5x68 með 120 gr. kúlu og færið var 270 metrar.
Viðhengi
IMG_4784.JPG
Guðfinnur með tarfinn.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 56
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 29 Ágú 2017 21:42

Ekki var mikið um veiðar í dag, ég var samt ekki alveg veiðilaus.
Ég skaut einn hest, veiðvopnið var Pav cal. 22 hlaðin Remington Sub sonic long og færið innan við grafningsfæri.
Þar hné að foldu mikið gæðingsefni frístundabóndans á Uppsölum.
Eigi var gripurinn veginn, þar sem merhryssið var heygt að fornum sið, þó eigi samt með reiðtygjum, þar sem ekki hafði verið lagt við gæðingsefni þetta áður og stendur sú við stall nú, í Uppsölum Valhallar, kembd og strokin og laus við kaun þessa heims.
Eigi heldur voru teknar neinar trophy myndir við haugstæðið, vegna þess að ég hafði engan kubb og ekki fannst heldur afstrakktertugubb.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 56
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 30 Ágú 2017 22:04

Það var tarfur á svæði 1 í dag, svona innanbæjarferð, eða þannig sko, fór með Aðalstein son minn.
Dýrin fundust á Fríðufellinu, 80 tarfa hópur sem er ættaður úr Smjörfjöllunum.
Hópurinn flutti sig yfir Sauðárdalinn, yfir í Brunann, eftir eitt skot annarra veiðimanna.
Við Aðalsteinn röltum síðan á eftir þessu inn allan Brunann og sáum fljótlega að þarna voru eingir svaka skrokkar svo við breyttum þessu í trophy veiðar og felldum innst á Brunanum.
Þar veiddi Aðalsteinn 105 kg. tarf með 40 mm. bakfitu, hann notaði Mauser Domoline, ala Jói Vill veiðiriffil sinn, cal. 6,5-284 hlaðinn 100 gr. A-Max kúlu með 60 gr. af Norma MRP púðri sem gefur um 3500 fet á sekúundu, færið var 144 metrar, skot undir eyrað.
Viðhengi
IMG_4802.JPG
Aðalsteinn á hefðbundinni trophy mynd.
IMG_4800.JPG
Það þarf að prufa ýmsar uppstillingar.
IMG_4807.jpg
Þá er búið að sækja ,,dýnuna" og bara að leggja í hann í bílinn, sem stóð niður við Mel.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 4
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af petrolhead » 31 Ágú 2017 00:34

Til hamingju með þetta Aðalsteinn. Alvöru skytta með alvöru riffil á ferðinni hér :D Rosalega eru flott horn á þessum :o :mrgreen:

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 56
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 31 Ágú 2017 20:27

Það vaar ein kýr á svæði 2 í dag.
Fann dýrin á Sauðárfitinni 70 dýr kýr aðallega en nokkrir bjálfar innan um, þau sameinuðust svo öðru eins, svo þetta voru um 150 dýr.
Steinarr Magnússon felldi þar, gelda væna kú, sem vóg 45 kg. með 16 mm. bakfitu.
Hann notaði Mauser 98 small ring cal. 6,5-284 hlaðinn 100 gr A-Max kúlu með 60 gr af Norma MRP púðri í bauknum og færið var 233 metrar.
Viðhengi
IMG_4815.JPG
Ég læt æ oftar nota minn riffil heilsunnar vegna, það er heilsuspillandi þessi hávaði í hljóðdeyfislausum rifflum.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 56
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 02 Sep 2017 00:28

Var á svæði 1 í dag, þrjárr kýr veiddar á Geitasandi við Línuskarð og Geitafell og síðan í Möðrudal.
Kjartan Smári Stefánsson veiddi 45 kg. mylka kú með 20 mm. bakfitu, hann notaði Tikka T3 cal. 6,5x55 og færið var um 230 metrar.
Hallur Þór Hallgrímsson veiddi 53 kg. gelda kú með 30 mm. bakfitu, hann notaði Sauer 202 cal. 25-06 og færið var 236 metrar.
Jónas Bergsteinsson veiddi 44 kg gelda kú hann notaði Sako 75 cal. 6,5x55 og færið var um 150 metrar.
Viðhengi
IMG_4819.jpg
Kýr Kjartans og Halls fengu að lúra saman á heimleiðinni.
IMG_4818.jpg
Kusa Jónasar fékk far heim í Vaðbrekku með grind aftan á marg reyndum veiðibíl.
IMG_4817.jpg
Þegar heim er komið er gott að fá kótilettur í raspi.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af sindrisig » 02 Sep 2017 18:09

Lettur svíkja engan. Er byrjaður að plana nestið og þar eru lettur, kæfa og keppur efst á lista.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 56
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 02 Sep 2017 19:05

Jæja, kláraði Manúelsgengið í dag, 1 kýr og 1 tarfur á svæði 1.
Dýrin fundust utan við Þríhyrningsvatnið í morgun, eftir að skotnir voru úr hópnum 2 tarfar strikaði hópurinn upp á utanverðan Þríhyrninginn.
Þar veiddi Ingólfur Jóhannesson 100 kg. tarf með 80 mm bakfitu hann notaði Sako 75 cal. 6,5x55 með 100 gr. Nosler Ballistic tip kúlu og færið var 70 metrar.
Jóhann Ágúst Sigmundsson veiddi 43 kg. kú með 3 mm. bakfitu, hann notaði Sauer 202 veiðiriffil cal 2506 með 100 gr. kúlu og færið var 80 metrar.
Síðan kom landeigandinn, Vilhjálmur í Möðrudal á sexhjóli og skutlaði dýrunum í bílana, topp þjónusta.
Viðhengi
joiagust3.jpg
Ingólfur ásamt Róobert syni sínum með tarfinn, bara nokkuð heillegur eftir labbið upp á Þríhyrninginn.
joiagust1.jpg
Jóhann á öðrum degi eftir 35 kílómetra labb og hækkun um 500 metra, í dag !
joiagust2.jpg
Það er í ýmsu að snúast fyrir leiðsögumanninn, eins og að leiksýra myndatökunni.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 56
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2017

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 02 Sep 2017 23:07

Það var ekki allt búið þó veiðarnar væru búnar.
Ættingjarnir komu með 5 kýr í fláningu.
Við Aðalsteinn skræluðum þær og hengdum upp, það tók 30 mínútur !!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara