Hreindýraveiðikvóti frá 2015 til dagsins í dag

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Hreindýraveiðikvóti frá 2015 til dagsins í dag

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 24 Jan 2018 15:13

Þá er búið að ákveða hreindýraveiðikvótann fyrir þetta árið.


Árið.........................2015....2016....2017....2018
Svæði 1...Kýr...............151.....190......195.....200
.............Tarfar............98.......65.......65.......84

Svæði 2...Kýr................64.......90......271.....356
.............Tarfar....... ....70.......60.......64.......64

Svæði 3....Kýr...............48.......40.......50......60
.............Tarfar............30.......40.......30......20

Svæði 4....Kýr...............21.......28.......21......29
.............Tarfar............24........26......20......30

Svæði 5....Kýr..............35.........30......47......53
.............Tarfar...........43.........41......49......46

Svæði 6....Kýr..............75.........90......83......81
.............Tarfar..........100.........80......73......73

Svæði 7....Kýr.............260...260.*60....155.....155
.............Tarfar..........190.........95......50......30

Svæði 8....Kýr..............68......80.*40...90.*40...83
.............Tarfar...........45..........30......30......22

Svæði 9....Kýr..............60.......40.*35....10......44
.............Tarfar...........30..........15......12......20

Alls árið...................2015......2016....2017...2018
...................Kýr........782.......848......922...1061
...................Tarfar.....630.......452......393....389
samtals....................1412......1300....1315...1450

* nóvemberveiðar
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 1
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Hreindýraveiðikvóti frá 2015 til dagsins í dag

Ólesinn póstur af petrolhead » 25 Jan 2018 06:42

Þá getur maður farið að velta vöngum yfir því hvort maður ætlar að sækja um þetta árið eða ekki, og þá á hvaða svæði :?

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Sveinbjörn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:17 Jun 2012 23:49

Re: Hreindýraveiðikvóti frá 2015 til dagsins í dag

Ólesinn póstur af Sveinbjörn » 26 Jan 2018 06:51

Gjarnana hefði ég viljað sjá auknar veiðar í Nóvember.

Veiðar eiga að vera aðgengilegar fyrir sem allra flesta og hafa Nóvember veiðar komið til móts við þær þarfir.
Auk þess eru ýmis önnur sjónarmið sem mæla með veiðum í Nóvember. Þar má nefna minna álag á veiðisvæði því dýrin eru oftar en ekki aðgengilegri. Frost og snjóföl vendar gróður og náttúru. Minni notkun á eldsneyti og auknir möguleikar á góðri gistingu á hagstæðara verði. Út frá veiðisiðferði má velta því fyrir sér hvort það sé kálfum hollara að vera ca 2 mánuðum lengur í fylgd móður.

Svo er það kostur að veiða hreindýr við lægra hitastig og fluttingur á kjöti eins og best verður á kosið. Svo má velta fyrir sér yfirálagi á vegum og innviðum á þeim tíma er hreindýraveiðar eru stundaðar í núverandi fyrirkomulagi.
Bestu kveðjur
Sveinbjörn Guðmundsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Hreindýraveiðikvóti frá 2015 til dagsins í dag

Ólesinn póstur af sindrisig » 30 Jan 2018 00:04

Greinilegt að dýrin eru að koma heim á svæði 2 eftir nokkra fjarveru. Sammála Sveinbirni, það má alveg gera aðeins meira í þessum veiðum í nóvember. Trúlega er þó óraunhæft að halda langt fram á heiðar en t.a.m. væri örugglega hægt að stunda þær á svæði 6 á þessum tíma, eða hvað?
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hreindýraveiðikvóti frá 2015 til dagsins í dag

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 30 Jan 2018 17:47

Jú, dýrin eru að færa sig aftur yfir á svæði 2 af svæðum 6, 7 og 8, það gerist alltaf á 10 til 15 ára fresti og hefur gerst á þessu árabili frá miðri síðustu öld, þegar dýrunum tók að fjölga eftir lægð þar á undan. Þetta vitum við sem höfum búið í nábýli við dýrin allan þennan tíma.
Líffræðingarnir hafa ekki viljað viðurkenna þetta, það eina sem þeir vilja viðurkennaog halda fram um far dýranna er að Kárahnjúkavirkjun muni hafa skaðleg áhrif á stofnin, enn það hefur komið í ljós að það er alger fyrra, eins og ég reyndar sagði í blaðaviðtali árið 2003 !
Já það væri hægt að stunda nóvember veiðar á svæðum 6, 7, 8 og 9
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara