243 og skotpróf

Allt sem viðkemur hreindýrum
Svara
Sveinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 166
Skráður: 07 May 2012 20:58

243 og skotpróf

Ólesinn póstur af Sveinn » 09 Jun 2018 21:53

Nú fara skotprófin að hellast yfir og mikið að gera hjá skotfélögum um allt land. Ég hef séð ýmis vandræði hjá mönnum með 243 W sem eru virkilega að slást við að ná prófinu. Einn var búinn að falla einu sinni eða tvisvar og var í tímaþröng. Ákoman var út um allt. Ég kíkti inn í hlaupið hjá honum, svona til að tékka kíkinn, grunaði festingar, og sá það skítugasta hlaup sem ég hef séð. Sem betur fer var ég með hreinsigræjur með mér og ég held að hann hafi náð prófinu.

Ég hef séð það á ýmsum stöðum á netinu að 243 W er mykjudreifari, frábært kaliber en menn verða að þrífa. Hvað er algengasta kaliber sem byrjendur kaupa? 243 W. Ódýrir Remington með smelltu hlaupi o.sv.fr. Hverjir eru líklegastir til að þrífa minnst? Byrjendur. Hafa ekki áhuga skotfimi, vilja ná í dýr, punktur. Sem er í fínu lagi.

Las líka einhvers staðar að mestu mykjudreifararnir eru necked down sized hylki sem fá ofurhraða, t.d. 243, 25-06 og 6.5-284. Allt frábær kaliber en menn þurfa að þrífa og taka í burtu gjallið (carbon fouling), sem er vel hægt ef menn eru meðvitaðir um það.

Annað dæmi, ég hef séð ílangar ákomur (ekki kringlótt göt heldur löng göt, kúlan kemur flöt á) frá 243 sem þýðir að hlaupið ræður ekki við 100 gr kúlur. Annað hvort er að skylda byssusala til að flytja inn annað twist, eða lækka kröfuna um lágmarkskúluþyngd eða gera eins og nágrannar okkar í Skandinavíu, setja 6,5 sem lágmarks kaliber á stærri dýr. 243 ræður illa við 100 gr í því twisti sem rifflar í því kaliberi eru fluttir inn hér.
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: 243 og skotpróf

Ólesinn póstur af maggragg » 13 Jun 2018 10:45

Sölumenn hafa verið of duglegir að auglýsa .243 sem hreindýrahylki þótt staðreyndin er sú að þegar það var hannað á sínum tíma var það hannað sem varghylki, þ.e. varmint hylki, enda miklu hentugra í það en .308 sem er föðurhylkið.

Málið er eins og þú segir að twistið sem er notaði í öllum verksmiðjuriffilum er miðað við varmint skotin, þ.e. kúlur upp í 70 gr. sem virkar bara mjög vel en reglurnar leyfa ekki á hreindýr. Þessvegna eru menn að reyna að skjóta 100 gr. kúlum úr hylki sem var upprunalega ekkert hannað í það eða með það í huga.

Hinsvega þeir rifflar í .243 win sem eru með hlaupum með 1/8 í tiwst eða hraðara eru að að koma mjög vel út á lengri vegalengdum um í 1000 metra með 115 vld kúlum og er hylkið þá að gera góða hluti.

Tekið af wikipedia:
The .243 Winchester (6×52mm) is a popular sporting rifle cartridge. Initially designed as a target/varmint round, it may be used for animals such as coyotes, blacktail deer, whitetail deer, mule deer, pronghorns, and wild hogs. Rounds of at least 90 grains are better suited for hunting the larger of those while rounds less than 90 grains are more suitable for varmints.[3] The .243 is based on a necked down .308 cartridge case. It is very popular with target shooters, metallic silhouette, and long range shooters, because of its accuracy and low recoil.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Sveinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 166
Skráður: 07 May 2012 20:58

Re: 243 og skotpróf

Ólesinn póstur af Sveinn » 14 Jun 2018 22:30

Rétt, með almennilegu twisti er 243 frábært hylki á hreindýr. Full gróft að fara fram á einhverjar skyldur byssusala, eins og ég gerði, ef menn auglýsa gott twist sem hentar á hreindýr t.d. 1/8, þá fá menn bisness. Okkar mál er að auglýsa svoleiðis aðila hér og á FB ef einhverjir byssusalar taka sjensinn og panta, með aukakostnaði, rétt twist í sínum söluvörum. Beina viðskiptum nýrra kúnna til þeirra byssusala.
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

Sveinbjörn V
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 109
Skráður: 13 Dec 2012 20:55

Re: 243 og skotpróf

Ólesinn póstur af Sveinbjörn V » 17 Jun 2018 18:32

Ég hef séð menn í vandræðum líka með þessi próf, en það er ekkert meira um það með 6mm hylki frekar en annað.
Algengt td. með ódýra létta .270 win.
Eina sem ég get séð er að hreindýraveiðimenn eru margir lélegir skotmenn, sem kunna lítið með byssur að fara. :lol:
Sveinbjörn V. Jóhannsson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 328
Skráður: 08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Staðsetning: Akureyri

Re: 243 og skotpróf

Ólesinn póstur af petrolhead » 27 Jun 2018 17:45

Skemmtilegar vangaveltur hér á ferð.
Þetta er reyndar áhugaverður þanki að taka upp þá reglu að 6,5 mm sé lágmark á hreindýr, ekki það að 6mm hylki svo sem 243 og 6XC eru klárlega alveg fær um að fella hreindýr og vel til þess fallin í réttu twisti en það er akkúrat þetta vandamál með twistið sem fær mig til að.....ja vera alla vega dálítið fylgjandi.... því að hækka þetta í 6,5mm því þá er ekki orðið neitt spursmál um twist hvort riffillinn stendur þær kröfur sem gerðar eru eða ekki.
Algengasta twist í 6,5 er 1/8 en hægara twist t.d. 1/9 eins og undirritaður hefur reynslu af í 6,5 ræður vel við 140gn kúlur svo jafnvel 1/10 twist í 6,5 ætti klárlega að höndla 120gn kúlu og þar með ekki orðið neitt vafa atriði hvort 6,5 riffill henti eða ekki eins og raunin er með 6mm hylkin.
MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 313
Skráður: 09 Oct 2010 08:45
Staðsetning: Neskaupstaður

Re: 243 og skotpróf

Ólesinn póstur af sindrisig » 02 Jul 2018 23:52

Ég játa mig sigraðan, hvernig í ósköpunum setur maður mynd hér inn?
Sindri Karl Sigurðsson

Sveinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 166
Skráður: 07 May 2012 20:58

Re: 243 og skotpróf

Ólesinn póstur af Sveinn » 04 Jul 2018 07:49

Hér eru leiðbeiningar um að setja inn myndir:
viewtopic.php?f=36&t=377

Myndin verður að hafa lágmarksupplausn, mig minnir 800x600 px
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 1874
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: 243 og skotpróf

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 08 Jul 2018 19:53

Hámarks upplausn !!! Hehehe
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 313
Skráður: 09 Oct 2010 08:45
Staðsetning: Neskaupstaður

Re: 243 og skotpróf

Ólesinn póstur af sindrisig » 10 Jul 2018 23:34

Auðvitað, blindur eins og vanalega, fann ekki viðhengishlutann, fann hann núna loksins.
2018.JPG
Svona gekk þetta árið
2018.JPG (41.03 KiB) Skoðað 1262 sinnum
2018.JPG
Svona gekk þetta árið
2018.JPG (41.03 KiB) Skoðað 1262 sinnum
Til útskýringar þá voru fyrstu tvö upphitun fyrir næstu þrjú.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 328
Skráður: 08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Staðsetning: Akureyri

Re: 243 og skotpróf

Ólesinn póstur af petrolhead » 11 Jul 2018 21:42

Þannig að fjarkinn hefur verið 1. í upphitun og sjöan 2. í upphitun og svo hefur alvara lífsins tekið við ;-)

Ekki laust við að maður að maður fái smá fiðring...ekki þó gráan...við að sjá svona skífu !!

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

Svara