Veiði dagsins 2018

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 46
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Sep 2018 20:49

Þann 9. sept var komið að Geldingahnapps genginu og fleiri góðum mönnum.
Byrjað var að leita út frá Þórfelli út norðan við Arnórstaðahnjúk út á Víðidal dýrin voru á Víðidalnum og barst leikurinn út með Háreksstaðavegi, mikið af túuristum á veginum að fylgjast með, sem er gaman fyrir túristann en getur haft leiðinlegar hliðaverkanir.
Alla vega sá einn vegfarandi sig knúinn til að taka mynd af særðum tarfi og birta á skotveiðispjalli með miður skemmtilegum athugasemdum sem var óþarfi, tarfurinn var strax felldur.
Þar felldi Júlíus Brynjarsson 92 kg. tarf með 38 mm. bakfitu hann notaði Mauser cal. 6,5-284 með 100 gr. A-Max kúlu og færið var 250 metrar.
Smári Brynjarrsson bróoðir hans felldi 82 kg. tarf með 31 mm. bakfitu hann notaði Tikka cal. 270 með 110 gr A-Max kúlu og færið var um 200 metrar.
Undir myrkur í þokurudda felldi svo Eiríkur Þór Sigurðsson vænan tarf 95 kg. með 45 mm bakfitu hann notaði Tikka cal. 6,5x55 og færið um 100 metrar.
Viðhengi
1.jpg
Tarfur Júlíusar var hornprúður.
5.jpg
Snári með sinn tarf.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 46
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Sep 2018 21:06

Þann 10. sept hélt Geldingahnappsgengið áfram, ásamt fleirum.
Fyrst felldu Konni Grímseyingur og frú eina kú.
Þá var komið að Brynnjari Júlíussyni föður þeirra Smára og Júlíusar sem felldi 36 kg. veturgamla gelda kú með 2 mm. baakfitu, hann notaði Karl Gustav Husqvarna cal. 6.5x55 og færið var um 100 metrar.
Síðan Felldi Jónas Þór Jóhannsson 81 kg. tarf með 31 mm. í bakfitu hann notaði Mauser 6,5-284 og færið var 210 metrar.
Síðan felldi Jóhann Pétur Hansson 51 kg mylka kú með 40 mm. bakfitu, hann notaði Ruger cal. 270 Win. Mag. og færið var innan við 100 metrar.
Viðhengi
IMG_6899.JPG
Brynjar með bráðina og sinn sínýja Carl Gustav Husqvarna.
IMG_6901.JPG
Geldingaahnappsgengið stillir sér upp í allri sinni dýrð.
IMG_6906.JPG
Brynjar með sonum sínum, sínum á hvora hönd Júlíusi og Smára
IMG_6911.JPG
Geldingahnapparnir brugðu sér í hádegisverð í kerrunni hans Kalla Rós.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 46
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Sep 2018 21:15

Þegar mesta rikið var sest eftir Geldinggahnappana kom Karl Rósenkjær og felldi 45 kg. mylka kollótta kú með 6 mm. bakfitu, hann notaði Sako forrester cal. 243 og færið var 150 metrar.
Síðan endaði veiðidagurinn með að Vilhjálmur Vernharðsson felldi kú einnig samt var hvergi framorðið.
Viðhengi
JPEG.jpg
Kalli Rós með kúna
JPEG.jpg (158.5 KiB) Skoðað 2829 sinnum
JPEG.jpg
Kalli Rós með kúna
JPEG.jpg (158.5 KiB) Skoðað 2829 sinnum
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 46
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Sep 2018 21:48

Þann 12 sept. fór ég með Austurríkismanninn Bernhard Hluszik að veiða tarf á svæði 1, við leituðum lengi dags.
Út allan Brunahvammsháls ogg kóktum í Brunann, á Sauðárdalinn, í Fríðufellið upp með Fríðuánni, í Tungukollinn og upp með Tunguánni og Einarrsstaðafjallið með Gullborginni, ekkert sást.
Eftir nestispásu á Burstafellin varr haldið niður í Hofsárdal og upp Þoorbrandsstaðaháls inn á Hraunfellshnjúk, þaðan sá ég dýr á Sunnudalsbrúnunum innarlega, við Víðána.
Þá var bara að koma sé til baka niður í Hofsárdal og inn allan Sunnudal, á enda vegar þar, þaðan gengum við upp í dýin.
Þar felldi Bernhard 110 kg. tarf með 65 mm. bakfitu hann notaði Mauser Dumoline cal. 6,5-284 með 100 gr. A-Max kúlu og færið var 86 metrar.
Viðhengi
IMG_6928.JPG
Bernhard með tarfinn.
IMG_6916.JPG
Tarfurinn var hornprúður með afbrigðum.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 46
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Sep 2018 21:59

Þann 13. sept. var farið á svæði 1 að leita að einum tarfi og þremur kúm, fórum upp frá Hvanná II yfir alla Smjörvatnsheiði og niður á Hrappsstaðaháls, þaðan sáum við dýr fyrir neðan Brunnána, niður á Sunnudalshálsi.
Þar felldi Egill Arnfinnsson Heinesen 100 kg tarf með 55 mm. bakfitu, hann notaði Sako cal. 243 Win. og færið var 141 metri.
Strax í kjölfarið felldi Jón Hilmar purkhús 43 kg. mylka kú með 3 mm. í bakfitu, hann notaði Sako 85 cal. 243 Win. og færið var 120 metrar.
Viðhengi
IMG_6937.JPG
Egill með tarfinn.
IMG_6947.JPG
Jón Hilmar með sín kú.
IMG_6962.JPG
Poli stjórnað hleðslunni af gaumgæfni, Kristján og Árni fylgjast með og aðstoða eftir þörfum.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 46
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Sep 2018 22:05

Strax í kjölfarið felldu úr sömu hjörð.
Sigurgeir Hrafnkelsson 45 kg. gelda kú með 5 mm. bakfitu, hann notaði Bergara cal. 6,5 Credmore og færið var 325 metrar.
Haraldur Gústafsson felldi 44 kg. mylka kú með 10 mm. bakfitu, hann notaði Howa cal. 6,5-284 og færið var 200 metrar.
Viðhengi
IMG_6950.JPG
Sigurgeir með kúna.
IMG_6957.JPG
Haraldur með kúna.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 46
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Sep 2018 22:14

Í dag var ég að veiðaa tvær síðustu kýrnar sem ég veiði á svæði 2 í ár.
Dýrin voru á brúnunum fyrir utan Valagillsána og höfðu sést af þjóðveginum í Arnórstaðamúula síðustu 2 daga, við röltum á eftir þeim inn í Merkisháls 7 kílómetra leið.
Eiríkur Björnsson felldi 45 kg. gelda kú með 5 mm. bakfitu, hann notaði Blaser K95 cal. 308 og færið var 140 metrar skotið fríhendis.
Freyr Ingólfsson felldi 35 kg mylka kú með 2 mm. bakfitu hann notaði Sako 85 cal. 6,5x55 og færið var 130 metrar
Viðhengi
IMG_6976.JPG
Eiríkur með sín kú.
IMG_6967.JPG
Freyr með kúna.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 492
Skráður: 09 Jun 2012 00:58
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 16 Sep 2018 08:03

Sæll Siggi

Notaði Eiríkur fjarlægðarmælirinn sem þú fannst um daginn til þess að mæla færið? Skildist á honum að hann hefði átt hann.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 46
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 20 Sep 2018 12:52

Hehe...hann gleymdonum heima !
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 46
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 20 Sep 2018 13:17

Þá er kominn 20. september, það þíðir bara eitt, síðasti almenni hreindýraveiðidagurinn !
Það voru sviptingar í veiðunum og veðrinu síðustu veiðidagana og nú er grátt í öllum brúnum !!
16. og 17. sept var ég með eina kú á svæði 1 fór víða um í þoku og súld, þaulleitaði Vopnafjarðarsvæðið austanvet en aldrei gaf norðan Sunnudals og varð ekki hreindýra var.
Veiðimenn voru að rekast á stök dýr í þokunni og þannig tókst að kroppa eina og eina kú !
Þann 18. brá til betri vegar en svipað veður og veiðimennirnir orðnir fimm, dýr fundust í Hvannárbrúnunum við Svelgsána og þangað var haldið.
Dýrin fóru fljótlega upp í þokuslæðinginn upp undir Laxá og út Laxárdalshæðirnar þessar 5 kýr náðust samt með harðfylgi.
Bjarki Auðbergsson felldi 43 kg mylka kú með 4 mm bakfitu hann notaði Tikka cal. 6,5x55 og færið var 150 metrar.
Gísli Auðbergsson felldi 37 kg. mylka kú hann notaði Mauser cal 6,5-284 og færið var 240 metrar.
Aðalsteinn Sigurðarson felldi 44 kg kú með 5 mm. bakfitu hann notaði Mauser Dumoline cal. 6,5-284 og færið var 294 metrar.
Kristinn Ingvarsson felldi 44 kg. mylka kú með 6 mm. bakfitu hann notar BlaserR8 cal. 6,5x47 og færið var 178 metrar.
Þórir Jónsson felldi 49 kg. gelda kú með 20 mm bakfitu hann notar Sako cal. 270 og færið var 120 metrar.
Mjög fátæklegt er til af myndum, síminn minn varð rafmagnslaus í miðju kafi !
Viðhengi
IMG_6980.JPG
Bjarki Auðbergs við sína kú.
IMG_3148.JPG
Það náðist mynd af kúnni hans Aðalsteins.
IMG_3148.JPG (161.39 KiB) Skoðað 2561 sinnum
IMG_3148.JPG
Það náðist mynd af kúnni hans Aðalsteins.
IMG_3148.JPG (161.39 KiB) Skoðað 2561 sinnum
IMG_3147.JPG
Lokamyndin með þessum pistlum, uppstilling með Mauser.
IMG_3147.JPG (195.92 KiB) Skoðað 2561 sinnum
IMG_3147.JPG
Lokamyndin með þessum pistlum, uppstilling með Mauser.
IMG_3147.JPG (195.92 KiB) Skoðað 2561 sinnum
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 20 Sep 2018 15:33, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 46
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 20 Sep 2018 14:37

Smá uppdate á þetta.
Þetta er eitt erfiðasta veiðitímabil sem ég hef átt og kemur ýmislegt til, rysjótt veðurfar og umhleypingasamt, nánast aldrei sama veður 3 daga í röð og skipti stöðugt milli norðan og sunnan áttar og dýrin renna út og inn á heiðunum upp í sterkan vind !
Það eru of fáir leiðsögumenn sem sinna starfinu alfarið á svæðum 1 og 2, þess vegna er álagið á okkur hina sem erum að sinna þessu alfarið of mikið.
Of mikið af kornflexpakkamönnum sem eru bara að leiðsegja um helgar og eru oft ekki alveg meðvitaðir út á hvað hreindýraveiðar ganga og þekkja svæðin og hegðun dýranna vægast sagt illa, gerir álagið á dýriin um helgarnar óhóflega mikið, þá er mikið far á dýrunum og þau fara mjög óróleg inn í vikuna þegar álagið er minna svo það nýtist ekki sem skildi.
Það þarf að dreyfa álaginu á dýrin og það verður ekki gert nema fjölga leiðsögumönnum, þá eingöngu með mönnum sem ætla að sinna þessu alfarið, helst heimamönnum sem þekkja svæðin vel, það er nóg af hinum.
Nota bene, það eru líka til í þessu ónothæfir heimamenn !!
Ég fór samt með 91 hreindýraveiðimann á veiðar þetta haustið, það er met ég hef mest farið með 90 áður, sem gefur auga leið, að er of mikið !
Færin þetta veiðitímabil voru frá 60 metrum hjá Böðvari Erni Sigurjónssyni, 9 önnur færi undir 100 metrum tvisvar 70 metrar 80 metrar 85 metrar, 86 metrar og 4 sinnum 90 metrar.
Lengsta færið var 325 metrar hjá Sigurgeir Hrafnkelssyni 3 færi voru um 300 metrar og eitt 294 metrar, meðal færið í ár var 160 metrar sem er svipað og á síðasta veiðitímabili en þá voru það 162 metrar.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 20 Sep 2018 15:37, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 46
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 20 Sep 2018 14:49

Hérna kemur árlegt yfirlit yfir þróun calibera hjá veiðimönnum sem veiddu með mér árið 2018.

Kalíber.......2009.......2010.....2011.....2012......2013......2014.....2015......2016......2017......2018
243..............21.........13........12........14.........10..........7..........8........14..........7...........8
6XC..............0...........0..........0..........0...........0...........0.........1........1..........0...........0
2506.............4.............1...........1.........2.........5............2........4........2..........3...........2
6,5x47...........0...........0..........0..........0...........0..........0..........0.......1...........3...........3
6,5 Credmoore.0...........0..........0..........0...........0..........0..........0.......0...........0...........1
6,5x55..........14.........19.........11.........12.........11.........12........18......14.........14..........37
6,5-284.........4............9..........5..........4...........7........11........12.......12.........12..........10
6,5x57..........0............0..........0..........0...........0..........1..........1.......1...........1...........1
6,5x65...........0...........1..........3..........1...........1..........1..........1........0.........0............1
6,5x68...........0...........0..........0..........0...........0..........0..........1........1.........5............0
6,5-06 AI........0...........0..........0..........0...........0..........0..........0........0.........1............0
270..............4............4..........8..........7...........6..........6..........3........5.........7............3
270 WSM........0............0..........0..........1..........0...........0..........0........0........0............1
284 Win........0...........0...........0..........0...........1...........0..........1........1........0............0
7 mm Rem.....4............4...........2..........3..........5...........0..........3.......2.........1............1
7x57.............5.............0...........0.........0.........0............0........2........1.........2............1
7x64.............1.............0...........0.........0.........0............0........1........0.........0............0
7x65.............1.............0...........0.........0.........0............0........0........0.........0............0
308.............12.............9..........13.........6.........5...........1.........7........9........4...........17
3006.............4............2...........0.........2...........1...........1.........4.......2........5............5
300 H&H........1.............0..........0..........0..........1...........1........1........1........0.............0
300 Win.........3............3...........0.........3..........0...........1.........0........0........2.............0
300 WSM........1............2...........0..........1.........0............0........0........1........0.............0
300 Wetherby Mag..........0...........0.........0..........0...........1........0.........0.......0.............0
303 Brithis.....0.............0...........0.........0..........0...........0........0.........1.......0.............0
338 Blazer....0.............0..........1..........0..........0...........0........0..........0........0............0
338-300 LM...0.............0...........0..........0..........0..........0........0..........0........1............0
375 H&H......0.............0...........0.........0..........2...........0........0..........1........0............0
......alls......79...........67.........56........56.........55.........45.......68.........70......68..........91
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 1284
Skráður: 02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn: Magnús Ragnarsson
Staðsetning: Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af maggragg » 21 Sep 2018 18:48

Merkilegt að sjá hvað 6.5x55 kemur inn svakalega ofarlega í ár og svo einnig .308. Vaðbrekkuhylkið er svo í þriðja sæti :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

RAS
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 2
Skráður: 02 Feb 2013 22:34
Fullt nafn: Rafn Alexander Sigurðsson

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af RAS » 22 Sep 2018 22:36

Svona lítur þetta út hjá kappanum í XLS.
veiðimeistarinn.jpg
kveðja.
Rafn A. Sigurðsson.

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 46
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 22 Sep 2018 23:06

Takk kærlega fyrir þetta Rabbi vinur !
Það er áhugavert að velta þessu svona fyrir sér.
Þetta gefur fleiri möguleika og aðra sýn á þetta.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar: 313
Skráður: 09 Oct 2010 08:45
Staðsetning: Neskaupstaður

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af sindrisig » 23 Sep 2018 10:45

Miðað við þetta þarf ég að gera eitthvað í þessari 7u sem dugar í allt og rúmlega það.
Sindri Karl Sigurðsson

Svara