Síða 1 af 3

Veiði dagsins 2018

Posted: 14 Jul 2018 19:20
af Veiðimeistarinn
Góðan daginn góðir hálsar og spjallverjar !
Þá er þetta að fara af stað, einu sinni, einu sinni enn !
Mér fannst rétt að búa til nýjan þráð fyrir árið 2018 !!
Bara til að áhugamenn um hreinaveiðar viti hverju þeir eiga von á !
Já, ég er að fara á veiðar á morgun, fyrsta dag 15. júlí og leita að tarfi á svæði 2 !!

Re: Veiði dagsins 2018

Posted: 15 Jul 2018 05:08
af petrolhead
Læk á þetta :D það verður gaman að fylgjast með þessu.

Re: Veiði dagsins 2018

Posted: 16 Jul 2018 13:37
af Veiðimeistarinn
15 júlí rann upp heiður og tær.
Það var ekki til setunnar boðið, tarfur á svæði 2 undir.
Farið upp frá Smáragrund, beint upp á Nípnaháls, þaðan haldið inn yfir Stóralæk og Kaldaklofaá inn á Kaldaklofafjall inn yfir Húsá, inn í Hnefludrög þaðan inn að Mórauðumelum.
Ekkert sást á þeirri leið.
Þaðan haldið austur í átt að miðheiði innan við Stóröxl, þar dró til tíðinda, ég keyrði næstum yfir tvo tarfa sem stóðu innst í Húsárkvíslunum.
Þeir voru ekki eins kátir að sjá okkur og við vorum kátir að sjá þá, þeir bara forðuðu sér, en sem betur fer bara á bakvið næsta mel.
Þar gekk þokkalega að komast í færi og Hreiðar Gunnlaugsson felldi annan tarfinn á 70 metra færi með Sako 85 veiðiriffli cal. 2506 og 110 gr. Nosler Accobond kúlu. Hann vóg 86 kg. sem er gott svona snemma á veiðitímabilinu, með 56 mm. bakfitu (hefði orðið 95-100 kg. síðast á veiðitímabilinu oog 70-80 mm í bakfitu).
Síðan var haldið heim á leið út eftir Aa veginum, út yfir Stóröxl, Grjótháls út hjá Skálafelli, út Miðheiðarháls með Vegaskarði niður að Litla Sandvatni yfir Tindafell niður fram hjá Kálfafelli ofan í Teigasel og veginn til Smáragrundar.

Re: Veiði dagsins 2018

Posted: 17 Jul 2018 22:24
af Veiðimeistarinn
Það var 1 tarfur á svæði 2 í dag.
Þar sem full leitað var í útheiðinni frá Teigaseli og inn að Vegufs ákvað ég að leita innan frá í dag !
Farið sem leið liggur frá Vaðbrekku inn Hrafnkelsdal, upp frá Laugarhúsum og kíkt af Kálfafellinu út í Eyvindarfjöll og inn í Slakka.
Þaðan farið austur, um Tree Picks, út á Þrælaöldu og kíkt úr Póstfanginu, þaðan sá ég hjörð, 50-100 tarfa utan við Þrælahálsinn, á Tungunni við Aðalbólsveginn.
Þar felldi Pétur Guðgeirsson 75 kg. tarf með 23 mm bakfitu.
Pétur notaði veiðiriffil sinn Wetherby gerð cal. 308 með 123 gr. Flitzer messing kúlu, fjórskorinni með teflon oddi, frá Lutz Moeller í Þýskalandi og færið var 107 metrar.

Slóðin á heimasíðu Lutz Moeller er, http://lutzmoeller.net/7-mm/LM-84.php

Hérna er slóð á ballistik á 6,5 mm. kúlum, það er vitanlega sérstakt áhugamál hjá mér, http://lutzmoeller.net/1/6,5-mm/

Re: Veiði dagsins 2018

Posted: 17 Jul 2018 22:37
af Veiðimeistarinn
TAPAÐ FUNDIÐ !!!
Ég fann þennan fjarlægðamæli Busnell Yardage pro Compact 600 sirka 3 km. beint fyrir utan Þrælahálsinn í dag !
Hann er búinn að liggja þar að minnsta kosti 5-10 ár, neopren hulstrið orðið nokkuð sólbrunnið og hann orðinn óhreinn að innan, skipti samt um batterí í honum og hann kveikti eyndar á sér en tók ekki mælingu eftir nokkrar ilraunir tók hann sér pásu, það þarrf sennilega að þurrka hann betur fyrir næstu lotu og gá hvort hann virkar betur þá !
Ef eigandinn telur sig þekkja gripinn getur hann haft samband við Veiðimeistarann !

Re: Veiði dagsins 2018

Posted: 19 Jul 2018 20:19
af Sveinbjörn
Takk fyrir 2018.
Kem til með að fylgjast vel með.

Re: Veiði dagsins 2018

Posted: 26 Jul 2018 14:23
af Veiðimeistarinn
Það var tarfur á svæði 1, þann drottinsdag 25. júlí.
Farið norður í Vopnafjörð og inn Selárdal, upp með Almenningsá ytri, norður innan við Almenningsvötn í Dragakofa, inn norðan í Kistufelli kíkt vel norður á Sléttuna ógurlegu og Kistufellið hringað rangsælis.
Út í Dragakofa aftur þar sem snæddur var hádegisverður, síðan farið sem leið lá úteftir norðan við Syðri Hágang, með annað augað á Sléttunni og hitt á Miðfjarðardrögunum, út á Þverfell.
Þaðan sá ég dýr úti á Hvammsáreyrum um 12 km. í burtu, skammt fyrir innan og ofan Nyrstahöfðann.
Þar felldi Matthías Ágústson vænan tarf úr nærri 100 tarfa hópi, sem vóg 94 kg. með 60 mm. bakfitu, hann notað veiðiriffil sinn Cz Brno cal. 308 með 150 gr. HP kúlu, sennilega Scenar og færið var 90 metrar.
Síðan farin slóðin sem leið lá niður með Hvammsá um Nyrstavatn, Miðvatn og Reyðarvatn niður í Hvammsgerði.

Re: Veiði dagsins 2018

Posted: 07 Ágú 2018 16:48
af Veiðimeistarinn
Jæja, ætli það sé ekki best að skottast til að setja eitthvað hérna inn !
Veiðar á kúm byrjuðu 1. ágúst það byrjaði með hvelli, ég var með 4 veiðimenn í kú þann daginn, heila fjölskildu, hjón með 3 syni sína.
Dýrin fundust norðan í Urgnum, ekki vildu þau staldra þar neitt við og hröðuðu sér inn fyrir veg, inn í þjógarð, hvar bannað er að veiða fyrr en 15. ágúst, eins og það er nú par gáfulegt.
Síðan var haldið austur á Múla og dýr fundust aftur í Múlahrauni upp með Kofakvísl, þar náðist fyrsta kýrin, hinar hröðuðu sér niður á Eyjar innan við Eyjakofa.
Þá var ekki annað að gera en fara í stígvélin og reyna að ná hinum niðri á Eyjunum, sem tókst tiltölulega hægt og hljótt.
Páll Stefansson og Jóhaanna Valgerður Hauksdóttir sinni kúnni hvort og synir þeirra Freyr og Frosti sinni hvor, Frosti reyndar uppi í Múlahrauni.

Þau notuðu öll sama riffil Sauer take down cal. 6,5x55 með 120 gr. kúlu og færin voru á bilinu 160 til 280 metrar og viktuðu á bilinu 38 til 42 kg.

Re: Veiði dagsins 2018

Posted: 07 Ágú 2018 16:56
af Veiðimeistarinn
Ég var á svæði 1 þann 2. ágúst, fór upp með Hvammsá upp að Nikurvatni, þaðan út og norður í Staðarheiði, ekki sáust nein dýr í þeirri ferð, sem varð styttri en ætlað var vegna bilunar í hjóli, raunar fannst ekkert á svæði 1 þann daginn vegna óhagstæðra veðuraðstæðna en 3 leiðsögumenn voru að leita dýra á svæði 1 þann dag.

Re: Veiði dagsins 2018

Posted: 07 Ágú 2018 17:12
af Veiðimeistarinn
Þann 3. águst var ég aftur á svæði 2 með 2 kýr, þar fóru hjón til veiða.
Fann dýr á Eyjunum innan við Eyjakofan á svipuðum stað og þann 1. dýrin yfirgáfu Eyjarnar fljótlega og fóru upp með Innri Bergkvíslinni, síðan inn með Ytri Bergkvíslinni þar innst í Múlahrauninu inni við jökul við upptök Blöndu fundum við dýrin aftur, þar veiddu Jón Ágúst Guðmundsson og Inga Gerða Pétursdíttir sína kúna hvort en göngutúrinn varð 24 kílómetrar.
Þau notuðu sama riffilinn Tikka T3 Varmit cal 6,5x55 með 120 gr. Hornady kúlu
Inga Gerða veiddi 35 kg. veturgamla geldkú og færið var 178 metrar og Jón Ágúst 38 kg. veturgamla kú einnig. og færið var 186 metrar.

Re: Veiði dagsins 2018

Posted: 07 Ágú 2018 17:28
af Veiðimeistarinn
Þann 4. águst var ég aftur á svæði 2 nú með eina kú.
Aftur var farið inn á Eyjar og leitað um Múlahraunið en dýrin sem höfðu haldið sig á friðlandi náttúruleysingjanna voru búin að yfirgefa þann ,,sælurreit" enda þar ekkert að hafa lengur og voru að kroppa sig södd við Hafursána.
Það er nefninlega svoleiðis að friðun er meira inngrip í hringrás náttúrunnnar en veiði, vegna þess að dýrin flykkjast á hið friðaða svæði og klára þar allan gróður fljótt.
Ekkert fannst á Múlahrauni en fáein, svona 50 dýr komu niður með Innri Bergkvíslinni þegar leið á daginn og fóru á einu góli norður fyrir Jökulsá yfir á Þjófagilsflóa og þar í reyk úteftir.
Þegar við komum aftur austan af Múla voru dýrin komin út fyrir Sauðafell og fóru yfir veginn og Þjóðgarðslínuna.
Þar Felldi Jón Ágúst Sigurðsson unga gelda kú með diggri aðstoð Ingvars Ísfelds með Sauer 202 veiðiriffli sínum cal. 6,5x55 og færið var um 90 metrar, kýrin vóg 36 kg. með 5 mm bakfitu.

Re: Veiði dagsins 2018

Posted: 07 Ágú 2018 17:43
af Veiðimeistarinn
Dagana 5. og 6. ágúst var ég með 2 kýr á svæði 1, fyrri daginn viðraði illa á svæðinu þokusuddi með köflum á svæðinu og sýni takmarkað, sérstaklega þar sem von var dýra fyrir utan við veg á Sandvíkurheiði.
Seinni daginn var veður skárra, þá var farið út af Sanndvíkurheiði út að Viðvíkurdal og út á Viðvíkururðir, ekki fundust kýr en töluvert af törfum, 5 innst á Viðvíkururðunum hvar veiðimaður með öðrum leisögumanni felldi vænan tarf.
Við vorum hins vegar að leita kúa en sáum um 60 tarfa hóp innst á Tóardal en þeir hurfu strax í þoku er nú lagðist yfir og síiðan fór að hellirigna og bætti í vind, svo það var ekki annað að gera en forða sér heim.

Re: Veiði dagsins 2018

Posted: 07 Ágú 2018 17:51
af Veiðimeistarinn
Nú eru róleg heit hjá mér en ekki í veðrinu, grenjandi rok og rigning, sem mun haldast eitthvað fram eftir vikunni.
ég er ekki að fara til veiða fyrr en á laugardag, þann 11. ágúst þá á svæði 2.
Stundum koma óvæntir hlutir upp á hreindýraveiðum, annað slagið veiðast óbornar kýr, það gerðist hjá mér á dögunum og hefur gerst af og til síðan ég byrjaði í þessu fyrir 45 áruum.
Svo set ég inn til gamans mynd af innyflum sem skilin voru eftir og sýna hvernig þau líta út 3 dögum seinna.

Re: Veiði dagsins 2018

Posted: 13 Ágú 2018 22:33
af Veiðimeistarinn
Jæja best að setja eitthvað smávegis inn hérna, hef ekki farið til veiða dagana 7-10 ágúst, var bara heima að sinna ýmsum verkefnum.
Fór síðan aftur þann 11. til veiða í 1 kú á svæði 2.
Fór upp frá Klausturseli austur á Miðheiðarháls, þaðan út á Svartöldu og til baka út að Bræðrum.
Þaðan sá ég hjörð austur við Stórudæld rétt utan við Hólmavatnið.
Þar felldi Anna Borgþórsdótttir Ólsen kú sem vóg 37 kg. með 2 mm. bakfitu hún notaði veiðiriffil af Tikka gerð cal. 6,5x55 og færið var 160 metrar.

Re: Veiði dagsins 2018

Posted: 13 Ágú 2018 22:51
af Veiðimeistarinn
Þann 12. ágúst var ég aftur á svæði 2 með 2 tarfa.
Dýr fundust um alla heiði, frá Laugará úut að Vegufs.
Ég fór að dýrum austan Gilsárvatna utantil, þar felldu hjónin Ásdís Gestsdóttir og Stefán Matthíasson sinn tarfin hvort.
Tarfur Ásdísar vóg 70 kg með 60 mm. bakfitu, hún notaði veiðiriffil sinn Remington 700 cal. 308 með Hornady SST 125 gr. kúlu og færið var 130 metrar.
Stefán felldi 76 kg. tarf með 45 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Remington 700 cal. 243 með 100 gr. Oryx kúlu og færið var 235 metrar.

P. S.
Eftir skemmtilegan veiðidag með skemmtilegu fólki varð ég fyrir undarlegri og miður skemmtilegri reynslu af hreindýraveiðum.
Eins og venja er hjá okkur leiðsögumönnunum látum við næsta leiðsögumann strax vita, þegar við höfum lokið við að fella þau dýr sem við erum að leiðsegja í þann daginn.
Ég var búinn að vera í sambandi við leiðsögumann með einn veiðimann sem hafði leyfi fyrir kú, sem beið eftir að ég kláraði að veiða með mínu fólki, hafði reyndar verið í sambandi við aðra leiðsögumenn sem fóru innar á heiðina þar sem vitað var um tvær hjarðir sem lokið var að veiða úr og veiddu strax þar, frekar þar en bíða eftir að ég kláraði.
En þessi tiltekni leiðsögumaður ákvað að bíða eftir þessari hjörð, kannski hefur hann ekki haft landfræðilega kunnáttu til að finna hinar hjarðirnar.
Þegar mitt fólk hafði fellt seinni tarfinn lét ég viðkomandi strax vita að ég væri búinn og að hjörðin rynni suður yfir flóadrag frá mér austan Gilsárvatna.
Ég hafði varla lokið símtalinu, kannski gengið um 30 metra þegar bíll kom á mikilli ferð norður gamla veginn til móts við dýrinn og út snöruðust tveir menn, hentu sér niður skammt frá bílnum og hófst strax skothríð að hjörðinni þar sem hún rásaði í þéttum hóp í átt til mannanna sem skutu án afláts, átta skotum með stuttu millibili, án hljóðdeyfis og glumdu skothvellirnir hver af öðrum í öræfa kyrrðinni.
Í miðri orrahríðinni sé ég hvar um haltrar særð kú með mikinn magaverk, sem að lokum var felld og önnur fallin, hjörðin tvístraðist og skiptist að lokum í tvennt þar sem kýrnar hlupu á mikilli fer út að Grenisöldu en tarfarnir urðu eftir skammt frá mér og mínu fólki, sem var vægast sagt með beig yfir allri þessari skothríð og fundu til óöryggis.
Síðan til að bíta hausinn af skömminnni kenndi leiðsögumaðurinn skotglaði, mér um að þessi særða kú sem nú var fallin aukalega af hans völdum, hefði komið særð frá mér.
Þetta er algerlega óviðunandi og allsendis óviðeigandi framganga leiðsögumanns sem hefur fengið réttindi Umhverfisstofnunar til að leiðsegja veiðimönnum.
Ég verð nú að segja það, að sumir leiðsögumenn eiga alls ekkert erindi á veiðislóð og ættu að sjá sóma sinn í að finna sér annan starfa en eta kornflex á heiðum uppi.

Re: Veiði dagsins 2018

Posted: 13 Ágú 2018 23:11
af Veiðimeistarinn
Í dag var ég á svæði 1 með eina kú.
Farið norður frá Arnarvatni á Hlíðarrfell, dýrin fundust við Langavatnið og fóru yfir Langafellið eftir að fellt hafði verið úr hjörðinni, svo var smá 308 vandamál, 308 er nefninlega ,,klikkað" kaliber, það þarf að klikka það svo mikið og þá má ekki klikkið klikka, þá geta skotin klikkað, sérstaklega ef færið er lengra en stáltáin, eða þannig sko.
Dýrin runnu allavega undan þessu vanndamáli upp í Langafellið aftur þar sem Þorgeir Haraldsson felldi væna mylka kú sem vóg 48 kg. með 11 mm. bakfitu, á 130 m. færi.
Hann notaði Mauser 12 veiðiriffil sinn cal. 6,5x55 og Vixen 6-24x58 sjónauka, með 120 gr. Sierra Hunter kúlu, færið 125 metrar.
Þetta er nýr veiðiriffill með öllu tilheyrandi frá Jóa byssusmið, flottur pakki sem ég mæli hiklaust með !

Re: Veiði dagsins 2018

Posted: 13 Ágú 2018 23:31
af Veiðimeistarinn
Þessi riffilpakki sem Þorgeir notaði í veiðferðinni í dag er keyptur komplett hjá Jóa byssusmið.
Ég get hiklaust mælt með þessum pakka, Mauser 12 með A-tec hljóðdeyfi og Vixen sjónauka stækkkun 6-24 og 58 linsu með 30 mm túbu, tvífótur og ól frá Jóa einnig, ásamt flottri Mauser riffiltösku.
Ég mæli sterklega með að veiðiáhugamenn sem eru að huga að hreindýraveiðum fari til Jóa byssusmiðs og ráðfæri sig við hann um riffikaup og annars búnaðar til hreindýraveiða, hann hefur yfirburða þekkingu á þessu sviði og góða reynslu af hreindýraveiðum og er mjög praktískur í ráðleggingum, hann hefur á boðstólum topp riffla á góðum verðum, ásamt Vixen sjónaukum sem er flott japönsk framleiðsla.
Rifflarnir Mauser 12 og Mauser 18, sem er lang ódýrasti fáanlegi veiðiriffillinn hér á landi í dag í sínum gæðaflokki, ásamt Bergara veiðirifflum eru allt veiðirifflar sem ég get mælt fullkomlega með, þess vegna má með sanni segja að Jói hafi fjölbreytt framboð af góðum veiðirifflum, sem veiðimenn geta fengið á verðum við hæfi.

Re: Veiði dagsins 2018

Posted: 14 Ágú 2018 21:54
af petrolhead
Veiðimeistarinn skrifaði:
13 Ágú 2018 22:51
út snöruðust tveir menn, hentu sér niður skammt frá bílnum og hófst strax skothríð að hjörðinni þar sem hún rásaði í þéttum hóp í átt til mannanna sem skutu án afláts, átta skotum með stuttu millibili, án hljóðdeyfis og glumdu skothvellirnir hver af öðrum í öræfa kyrrðinni.
Í miðri orrahríðinni sé ég hvar um haltrar særð kú með mikinn magaverk, sem að lokum var felld og önnur fallin, hjörðin tvístraðist og skiptist að lokum í tvennt þar sem kýrnar hlupu á mikilli fer út að Grenisöldu en tarfarnir urðu eftir skammt frá mér og mínu fólki, sem var vægast sagt með beig yfir allri þessari skithríð og fundu til óöryggis.
Síðan til að bíta hausinn af skömminnni kenndi leiðsögumaðurinn skotglaði, mér um að þessi særða kú sem nú var fallin aukalega af hans völdum, hefði komið særð frá mér .
Svona verður hvorki leiðsögumönnum né veiðimönnum til framdráttar, 8 skot fyrir eitt dýr....tæknilega !!!! og ég ætla ekki að hafa nein orð um framhaldið!!!

MBK
Gæi

Re: Veiði dagsins 2018

Posted: 15 Ágú 2018 12:35
af Haglari
Veiðimeistarinn skrifaði:
13 Ágú 2018 22:51
Þann 12. ágúst var ég aftur á svæði 2 með 2 tarfa.
Dýr fundust um alla heiði, frá Laugará úut að Vegufs.
Ég fór að dýrum austan Gilsárvatna utantil, þar felldu hjónin Ásdís Gestsdóttir og Stefán Matthíasson sinn tarfin hvort.
Tarfur Ásdísar vóg 70 kg með 60 mm. bakfitu, hún notaði veiðiriffil sinn Remington 700 cal. 308 með Hornady SST 125 gr. kúlu og færið var 130 metrar.
Stefán felldi 76 kg. tarf með 45 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Remington 700 cal. 243 með 100 gr. Oryx kúlu og færið var 235 metrar.

P. S.
Eftir skemmtilegan veiðidag með skemmtilegu fólki varð ég fyrir undarlegri og miður skemmtilegri reynslu af hreindýraveiðum.
Eins og venja er hjá okkur leiðsögumönnunum látum við næsta leiðsögumann strax vita, þegar við höfum lokið við að fella þau dýr sem við erum að leiðsegja í þann daginn.
Ég var búinn að vera í sambandi við leiðsögumann með einn veiðimann sem hafði leyfi fyrir kú, sem beið eftir að ég kláraði að veiða með mínu fólki, hafði reyndar verið í sambandi við aðra leiðsögumenn sem fóru innar á heiðina þar sem vitað var um tvær hjarðir sem lokið var að veiða úr og veiddu strax þar, frekar þar en bíða eftir að ég kláraði.
En þessi tiltekni leiðsögumaður ákvað að bíða eftir þessari hjörð, kannski hefur hann ekki haft landfræðilega kunnáttu til að finna hinar hjarðirnar.
Þegar mitt fólk hafði fellt seinni tarfinn lét ég viðkomandi strax vita að ég væri búinn og að hjörðin rynni suður yfir flóadrag frá mér austan Gilsárvatna.
Ég hafði varla lokið símtalinu, kannski gengið um 30 metra þegar bíll kom á mikilli ferð norður gamla veginn til móts við dýrinn og út snöruðust tveir menn, hentu sér niður skammt frá bílnum og hófst strax skothríð að hjörðinni þar sem hún rásaði í þéttum hóp í átt til mannanna sem skutu án afláts, átta skotum með stuttu millibili, án hljóðdeyfis og glumdu skothvellirnir hver af öðrum í öræfa kyrrðinni.
Í miðri orrahríðinni sé ég hvar um haltrar særð kú með mikinn magaverk, sem að lokum var felld og önnur fallin, hjörðin tvístraðist og skiptist að lokum í tvennt þar sem kýrnar hlupu á mikilli fer út að Grenisöldu en tarfarnir urðu eftir skammt frá mér og mínu fólki, sem var vægast sagt með beig yfir allri þessari skothríð og fundu til óöryggis.
Síðan til að bíta hausinn af skömminnni kenndi leiðsögumaðurinn skotglaði, mér um að þessi særða kú sem nú var fallin aukalega af hans völdum, hefði komið særð frá mér.
Þetta er algerlega óviðunandi og allsendis óviðeigandi framganga leiðsögumanns sem hefur fengið réttindi Umhverfisstofnunar til að leiðsegja veiðimönnum.
Ég verð nú að segja það, að sumir leiðsögumenn eiga alls ekkert erindi á veiðislóð og ættu að sjá sóma sinn í að finna sér annan starfa en eta kornflex á heiðum uppi.
Jahérna, hvað gengur mönnum til. Ég er nú frekar rólegur maður en þarna hefði ég sennilega misst mig, sennilega bara eins gott að ég var ekki á staðnum :evil:

Takk fyrir að deila með okkur enn einu hreindýratímabilinu Siggi!

Re: Veiði dagsins 2018

Posted: 15 Ágú 2018 21:00
af Veiðimeistarinn
Ég var ekki á veiðum í gær, þeir sem þá áttu að vera með mér færðu sig til, það var hið besta mál en oft hefur verið betra veður hérna en var í gær, svo það var bara notarlegt að vera heima.
Í dag fór ég í eina kú á svæði 2, sem reyndar urðu tvær áður en degi lauk.
Dýrin fundust niður á Fljótsdalsbrúnum, Eiður Gísli var fyrstur á staðinn og fann tvo hópa við Hólmavatnið, annar þeirra rann fram og niður á Þuríðarstaðabrýr eins og Kjartan heitin á Þuríðarstöðum kallaði þær, Kjartan vað öðlngsmaður veiðimaður af guðs náð og mikill vinur minn, fæddur 1918, hann hefði því orðið 100 ára á þessu ári ef honum hefði enst aldur.
Þarna á Þuríðarstaðabrúnunum felldi Sveinn spjallverji Aðalsteinsson væna gelda kú sem vóg 46 kg og hafði 20 mm í bakfitu. Hann notaði veiðiriffil sinn af Tikka gerð cal. 6,5x55 með 120 gr. Nosler Ballistic tip kúlu og færið var 175 metrar.
Guðmundur vinur minn Pétursson bóndi í Bessastaðagerði hafði svo samband og falaðist eftir að ég leiðsegði honum að veiða sína kú þarna á eftir, þar sem stutt væri fyrir hann að fara.
Það varð úr að Guðmundur og frú hans Anna Jóna Árnmarsdóttir mættu á svæðið og hann felldi sína kú, mylka 40 kg. með 2 mm bakfitu norðan í Hólsufsinni en þangað höfðu dýrin runnið.
Guðmundur notaði veiðiriffil sinn af Tiikka gerð cal. 6,5x55 með 120 gr Nosler Ballistic tip kúlu og færið var 165 metrar.