Veiði dagsins 2018

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 46
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 21 Ágú 2018 18:12

Ég skrifaði hérna á dögunum athugasemd við framgöngu hreindýraleiðsögumanns, tek fram að ég nafngreindi hann ekki.
Nú hefur hann stigið fram undir nafni og reynt að réttlæta gerðir sínar og ljúga til um atburðarrásina, klámhögg á góðri íslensku, góð sjálfslýsing.
Gott að hann afhjúpaði sig, vegna þess að af svarinu er hann maður af minni, ég hefi engu við þetta að bæta, nema þessum loka orðum !

Henning sem helíum blaðra,
heiðarnar skýtur í rúst,
leikinn að ljúga og þvaðra,
lítill sem armasta þúst !
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 46
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 21 Ágú 2018 18:46

Ég fór 16. ág að leita dýra fann ekkert, fór í Súlendur norður á Langafell og Selárbotna og milli Þjóðfells og Súlenda til baka.
Síðan þann 17. ág. fann ég dýr í Tunguheiðinni sem við sáum af Fríðufellinu.
Þar austan Tunguár í Sauðahrygg voru felldar 3 kýr.
Ingi Mar Jósson felldi þar 53 gg. gelda kú með 35 mm. bakfitu, hann notði veiðiriffil sinn Sako cal. 243 með 100 gr. Gamehead kúlu og færið var 140 metrar.
Jón Benediktsson felldi 42 kg. mylka kú með 20 mm. bakfitu hann notaði Blaser R8 cal. 6,5x55 og færið var 150 metrrar.
Gunnar Viðar felldi 44 kg. gelda kú og notaði til þess Sako 85 cal. 6,5x55 og færið var 180 metrar.
Viðhengi
IMG_6611.JPG
Ingi Mar með kúna, ásamt veiðifélaga sinum.
IMG_6616.JPG
Jón með sína kú.
IMG_6619.JPG
Gunnar með kúna.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 46
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 21 Ágú 2018 22:35

Þann 18. ág. var ég með mix eina kú á svæði 1 og aðra á svæði 2, ákvað að byrja á svæði 1.
Fórum norður í Vopnafjörð, upp frá Þorbrandsstöðum inn á Hraunfellshnjúk, Bungu og inn á Sauðahrygg sáum ekkert þar, en sáum dýr yfir Hofsá við Fríðuá á leiðinni út á Vopnafjörð.
Þau voru komin inn í Fríðufell þegar við komum til baka svo víð fórum frá Mel, slóðina út Sauðárdalinn útí Fríðufell.
Þar felldi Sigurdór Sigurðsson kynlausa kú, það er hún var hvorki með pung eða píku, pissaði gegn um skaufaslíðrið en í því var enginn skaufi, einungis þvagrás.
Kýrin vóg 60 kg. og hafði 36 mm í bakfitu og geld að sjálfsögðu, Sigurdór notaði veiðiriffil sinn Sako 75 cal. 243 og færið var 90 metrar.
Síðan var brunað yfir á svæði 2 og leitað hérna á Norðurhálsinum inn í Búrfell, Desjarárrdal og Smjörtungudal, en ekkert fannst áður en myrkrið lagðist yfir.
Viðhengi
IMG_6636.JPG
Kýrin hafði útlit sem væri hún venjuleg kú.
IMG_1113.JPG
Kýrin var algerlega sléttklofa.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 46
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 21 Ágú 2018 22:49

Þann 19. ág. var ég þess vegna með 1 tarf og 2 kýr á svæði 2, þar sem ekki veiddist kýrin á svæði tvö frá deginum áður.
Við sáum lítinn tarfahóp á Bæjarflóa, af Ytra Kálfafellinu strax og við komum upp á brún Hrafnkelsdals, það var einn nothæfur tarfur í hópnum og felldi Pétur Alan Guðmundsson hann, tarfurinn vóg 85 kg. með 60 mm. í bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Sako 75 cal. 6,5x55 og færið var um 300 metrar.
Síðan fundum við lítinn beljuhóp á Kálfafellinu sem rann niður í Kálfafellsslakkann.
Þar felldi Friðþjófur Adolf Ólason 37 kg. gelda kú með 2 mm. í bakfitu, hann notaði Sako 75 cal. 6,5x55 og færið var 164 metrar.
Jón Gunnar Stefánsson felldi 42 kg. mylka kú með 1 mm. í bakfitu hann notaði veiðiriffil sinn Sako cal. 270 WSM og færið var 155 metrar.
Viðhengi
IMG_6648.JPG
Pétur með vænan tarf af svæði 2.
IMG_6656.JPG
Dolli hélt að hann væri kominn til Costa del sol.
IMG_6670.jpg
Jón Gunnar við kúna og riffillin einn af örfáum þetta veiðitímabil, ekki með hljóðdeyfi.
IMG_6670.jpg (88.46KiB)Skoðað 5577 sinnum
IMG_6670.jpg
Jón Gunnar við kúna og riffillin einn af örfáum þetta veiðitímabil, ekki með hljóðdeyfi.
IMG_6670.jpg (88.46KiB)Skoðað 5577 sinnum
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 46
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 21 Ágú 2018 22:55

Við vorum komnir snemma heim og búnir að flá þegar ég fór út á Smjörvatnsheiði til að leiðsegja í einn tarf undir kvöld.
Þar austan viið Símakofann felldi Sveinbjörn Árni Björgvinsson 92 kg. tarf með 59 mm. í bakfitu, Sveinbjörn notaði veiðiriffil sinn Russler cal. 6,5x47 og færið var 150 metrar.
Viðhengi
IMG_6659.jpg
Sveinbjörn með hornprúðan tarfinn.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 46
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 21 Ágú 2018 23:02

Þann 20. ág. var ég með tarf og kú á svæði 1. Dýrin fundust við Stórhólmavatn, þar felldi Gísli Ásgeirsson 44 kg. kú með 3 mm. bakfitu, hann notaði Blaser R8 cal. 6,5x55og færið var 250 metrar.
Síðan rólaði hjörðin inn Háreksstaða heiðina og inni við Skipatjörn felldi Böðvar Örn Sigurjónsson 94 kg. tarf með 50 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn BRNO CZ cal. 308 með 150 gr. kúlu og færið var við hæfi 60 metrar.
Viðhengi
IMG_6668.JPG
Böðvar með tarfinn í Mallorca veðri við Skipatjörn.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 46
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 22 Ágú 2018 00:57

Í dag 21. ág. var ég með einn tarf á svæði 1.
Sýnið var ekki upp á það besta í morgun, rigningarskúrir og úði fram undir hádegið, dýrinn fundust strax og stytti upp fyrir hádegið norðan við Skjaldklofann.
Þar felldi Hjörtur Sigurðsson vænan tarf er vóg 96 kg með 60 mm bakfitu, hann notaði Mauser 98 veiðiriffil sinn cal. 6,5x55 með Nosler Parition kúlu 125 gr. og færið var 172 metrar.
Viðhengi
IMG_6681.JPG
Hjörtur með tarfinn undir Skjaldklofanum ásamt veiðifélaga sínum Gísla.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 3
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af petrolhead » 22 Ágú 2018 08:35

Veiðimeistarinn skrifaði:
21 Ágú 2018 22:49
felldi Pétur Alan Guðmundsson hann, tarfurinn vóg 85 kg. með 60 mm. í bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Sako 75 cal. 6,5x55 og færið var um 300 metrar.
Vil óska mínum ágæta kunningja Pétri Alan til hamingju með tarfinn langþráða !!!

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 46
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 27 Ágú 2018 22:44

Þann 24. ágúst hafði safnast upp hjá mér og 5 kýr á svæði 1 sem þurfti að klára að veiða.
Það var farið inn hjá Einarstöðum í Vopnafirði inn fyrir Tunguá upp Tunguna inn á Tungukoll, þar voru tvær hjarðir sem við vorum búnir að sjá yfir Hofsá af Vopnafjarðarveginum.
Hilmr Jónsson veiddi 44 kg. mylka kú hann notaði Sako 75 cal. 6,5x55 og færið var 200 metrar.
Axel Viðarsson veiddi 50 kg. gelda kú með 40 mm. bakfitu hann notaði Tikka cal. 308 og færið var 140 metrar.
Því næst hleypti ég öðrum leiðsögumanni að sem veiddi tvo væna tarfa um 90 kg.
Bjarni Júlíusson veiddi 45 kg. gelda kú með 3 mm í bakfitu hann notaði BRNO CZ cal. 308 og færið var 113 metrar.
Júlíus Bjarni Bjarnason veiddi 41 kg. mylka kú með 3 mm. í bakfitu hann notaði sama riffil BRNO CZ cal. 308 og færið var 110 metrar.
Sigurjón Bjarni Bjarnason veiddi 54 kg. mylka kú með 30 mm. bakfitu hann notaði einnig BRNO CZ cal 308 og færið var 115 metrar.
Þrjár síðustu kýrnar voru felldar á um 30 sekúndum með sama rifflinum, geri aðrir betur.
Viðhengi
IMG_6689.JPG
Hilmar er vanur að pósa enda vinnur hann við það.
IMG_6692.JPG
Axel stillir sé upp.
IMG_6699.JPG
Júlíus við sína kú.
IMG_6695.JPG
Sigurjón með sína kú.
IMG_6703.JPG
Dýnan var hlaðin þegar hún kom til byggða.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 46
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 27 Ágú 2018 23:05

Þann 25 fór ég með tvo dani á veiðar, ég leitaði út alla Fellahlíð og fann dýrin á Grunnavatnsdalnum við Geldingafellið, þau runnu inn dalinn inn fyrir Pittá á móts við Skálafell, þarr felldi Flemming Lehberrt Sörensen 43 kg mylka kú með 15 mm. bakfitu, hann notaði Tikka cal. 308 og færið var 170 metrar.
Dýrin hlupu upp undir Gilsármelinn, þar felldi Jes Edmund Andersen 45 kg. kú með 25 mm. bakfitu, hann notaði Sako cal. 3006 og færið var 300 metrar.
Síðan í gær var ég á svæði 2 austur í Rana og á Evindafjallinu ytra, þar voru felldar 2 kýr 45 kg. geld með 15 mm bakfitu og 36 kg. mylk þar voru notaðir Sako cal. 308 og Blaserr R8 cal. 3006 og færin 120 og 80 metrar.
Viðhengi
IMG_6705.JPG
Flemming með sína kú.
IMG_6710.JPG
Jes Edmund með sína kú
IMG_6708.JPG
Það er fagurt á fjöllum, þegar vel veiðist.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 46
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 27 Ágú 2018 23:14

Í dag var ég á svæði 2 með tarf og kú.
Dýrin voru norðan við Svörtukrókana úti á Fljótsdalsheiði.
Þar felldi Þorleifur Magnús Magnússon 38 kg. mylka kú með 2 mm. bakfitu, hann notaði Sako cal. 243 með 100 gr. kúlu og færið var 160 metrar.
Ólöf Björnsdóttir felldi 77 kg. tarf með 48 mm. bakfitu hún notaði J.Jalonen cal. 6,5-284 með 130 gr. Nosler accobond kúlu og færið var 200 metrar.
Viðhengi
IMG_6721.JPG
Þorleifur með kúna, einhyrnda.
IMG_6725.JPG
Ólöf með tarfinn og Jaloneninn.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 46
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 30 Ágú 2018 16:08

Það var frekar leiðinlegt veður að morgni þess 28. ágúst, þokusækið og þéttir skúrir á veiðislóðinni á svæði 1.
Við lögðum samt í hann til að veiða eina kú og 2 tarfa, fórum á Gestreiðarstaðaaxlir og biðum átekta, leiðsögumenn búnir að raða sér á svæðið, Aðalsteinn Hákonarson fann hjörð með kúm norðn við Skjaldklofann.
Við fórum á eftir þeirri hjörð austur í átt að Gilsármel þar felldi Guðmundur ólafson 40 kg. mylka kú með 2 mm. bakfitu, hann notaði Sauer 202 cal. 2506 og færið var 160 metrar.
Síðan fréttist af törfum sem Jón Hávarður fann við Langavatn fyrir ofan Hvanná.
Við eltum þá inn í Hofteigsheiði og við Staðará voru felldir tveir tarfar undir kvöld.
Adolf H. Þórisson felldi 92 kg. tarf með 60 mm bakfitu, hann notaði Sauer 202 cal. 6,5x55 með V-Max kúlu og færið var 180 metar.
Gylfi Frímannson felldi 75 kg tarf með 45 mm. bakfitu, hann notaði Tikka T3 cal. 6,5x55 með V-Max kúlu og færið var 100 mertar.
Viðhengi
jpeg_IMG_6727.jpg
Kíkt af Skjaldklofa, Aðalsteinn búinn að týnaa dýrunum en þjáfuð hreindýraleiitaraugu mín fundu þau aftur austur við Hólmavatn.
IMG_6730.JPG
Asinn var svo mikill að sækja kúna að síminn gleymdist í bílnum og ekki hægt að taka mynd af Guðmundi fyrr en ég hafði símann aftur undir höndum.
IMG_1570.JPG
Adolf Hafsteinn Þórisson með sinn tarf.
IMG_6733.JPG
Gylfi með tarfinn.
IMG_6736.JPG
Allt hafðist þetta fyrir myrkur og lagt var af stað niður með Tarfana í skímu með Davíð undir stýri.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 46
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 30 Ágú 2018 16:17

Það var kærkomið frí hjá mér þann 29. ágúst en aftur farið á svæði 1 þann 30. ágúst að sækja 2 kýr.
Dýrin fundust við norðanvert Sauðafell í Háreksstaða landi.
Þar felldi Gétar Njáll Skarphéðinsson veturgamla gelda kú sem vóg 41 kg. með 21 mm. bakfitu hann notað Mauser cal. 7x57 og færið var 217 metrar.
Rúnar Vilhjálmsson felldi tveggja verta gelda kú sem vóg 50 kg með 25 mm. bakfitu, hann notaði Sako M 85 cal. 6,5x55 og færið var 300 metrar.
Viðhengi
IMG_6748.JPG
Grétar hefur stundað hreindýraveiðar í rétt tæp 40 ár.
IMG_6754.JPG
Rúnar með væna kú.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af sindrisig » 31 Ágú 2018 22:08

Fékk símtal í dag, tveir veiðimenn á þjóðvegi 1 Háreksstaðarleið sem skildu ekkert í því af hverju ég skutlaðist ekki uppettir með hólkana og afgreiddum veiðina þetta árið. Ég spurði hógvært hvort bílstjórinn væri ekki vanur að keyra þetta niður... fékk svarið, ég er ekki að keyra... Það er kominn spenningur í menn.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 46
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 31 Ágú 2018 23:41

Það var stór dagur í dag, ég fór að leita kúa á svæði 1 en það æxlaðist þannig að ég fann 16 tarfa í hóp við Eyktargnípuna sv það var ákveðið að taka tarfana fyrst.
Jóhann Már Þórisson felldi þar 120 kg. tarf með 82 mm. í bakfitu þetta er með þyngri törfum sem veiðst hafa þetta veiðitímabil, þetta er reyndar 3-4 stærsti tarfur sem veiðst hefur undir minni leiðsögn frá upphafi. Jóhann notaði Sako cal. 270 með 130 gr. kúlu og færið var 85 metrar og kúla í banakringlu.
Skömmu seinna felldi Óli Grétar Blöndal Sveinsson 105 kg. tarf með 56 mm. bakfitu, svo meðaltal þyngd tarfanna hjá mér í dag var 112,5 kg.
Óli notaði Tikka cal. 6.5x55 og færið var 160 metrar.
Óli kom inn af biðlistaí gær og ákvað að taka leyfið, flaug austur í morgun fór í skotpróf hjá Skaust og var búinn að fella tarfinn upp úr hádegi, snöggt bað það.
Viðhengi
IMG_6763.JPG
Jóhann með met tarfinn.
IMG_6767.jpg
Það er ekki oft sem svona 120 kg. drjólar falla í valinn.
IMG_3105.JPG
Óli með tarfinn sem er í vænna lagi.
IMG_6765.jpg
Þetta er feikna tarfur, á blóðvelli.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 46
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 04 Sep 2018 19:41

Vertíðin heldur áfram, merkilegt nokk.
1. sept. gekk ekki sem skildi, ég leitaði dýra víða, byrjuðum samt í Kartöflugarðinum þar voru 4 kýr, herslu muninn vantaði og þær gengu okkur úr greipum, þá kíktum við á Brúardali en sáum ekkert þar.
Fórum því næest á eftir dýrum uppi á Þríhyrningsfjallgarð um nyrðri Þríhyrningskrók, þar var komin hjörð sem hafði verið að veiða úr fyrir hádegið.
Þar vorum við skúlaðir af sexhjólaherdeild og komumst ekki í dýrin fyrr en undir kvöld og eltum þau upp á Þríhyrninginn, gengum á 2 toppa af þremur á Þríhyrningnum, suðurhornið og norðurhornð áður en yfir lauk á eftir hreindýrunum en urðum frá að hverfa tómhentir undir myrkur, nú er bara eftir að gaga á vesturhornið, svo skal láta nótt sem nemur.
2. sept. gekk betur enda kominn hali og sex dýr undir, 2 tarfar og 4 kýr svo nu var að duga eða drepast, tókum stóran hring um Þríhyrninginn út Langadal austur yfir Þríhyrningssfjallgarð niður á Lón við Flugufell, sennilega of stóran, ekkert sást.
Þá sá Aðalstenn hreindýr framan í Hneflinum úr eldhúsglugganum á Vaðbrekku, en áður hafði Árni Valdimarsson fundið hjörðina frá deginum áður þar sem hún lúrði undir norðurhorni Þríhyrningsins, þar náði Árni að fella 104 kg. tarf með 50 mm. bakfitu hann notaði Steyr cal. 308 veiðiriffil og færið nógu stutt fyrir vopnið.
Við svo búið fór ég með hersinguna að veiða fjórar kýr úr hjörðinni sem Aðalsteinn sá og komin var niður undir Þverárvatn.
Þar felldi Karl Axelsson 40 kg. kú, hann notaði Remington cal. 3006 og færið var 100 metrar.
Nafni felldi 45 kg. kú og notaði Mauser M12 cal 6,5x55 og færið var 245 metrar.
Þeir félgarr Jóhann Ágúst Sigmundsson og Hallur Þór Hallgrimsson felldu sína kúna hvor einum hvelli, kýrnar vigtuðu 40 kg hvor, allar þesssar fjórar kýr voru voru mylkar með 2 mm. bakfitu. Báðir notuðu þeir Sako 85 veiðiriffla Johann cal. 308 en Hallur cal 6,5x55 og færið var um 150 metrar.
Ekki voru teljandi tarfar í hjörðinni svo aftur var haldið á vit Þríhyrnings og hjörðin sem Árni fann leituð uppi aftur, hvar fannst austur við Matbrunnavatn niður komin af Þríhyrningsfjallgarði.
Þar felldi Daði Sigurðarson 100 kg. tarf með 58 mm. bakfitu hann notaði ,,Tékkann" Brno með Mauser lás cal 6,5x57 og færið 90 metrar !
Allir dagar góðir dagar, þegar vel veiðist.
Viðhengi
IMG_6775.JPG
Karl neyddist loks til að skjóta kú, þar sem hann fékk ekki úthlutað tarfi þetta skiptið, fékk samt kú af varalista.
IMG_6782.JPG
Nafni var með þyngstu kúna.
IMG_6789.JPG
Jóhann með hausverkjarkusu.
IMG_6794.JPG
Hallur Þór með sína kú.
IMG_6802.JPG
Daði með tarfinn á bakka Matbrunnavatns.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 46
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Sep 2018 18:14

Ég var í kærkomnu veiðifríi þann 3. og 4. sept. það er ekki oft sem falla dagar úr á veiðitíma en nú gerðist það !
Þann 5. sept fór ég með tvíburabræðurna Hlyn og Mainnó Sigurðssyni ásamt föður þeirra að leta tveggja kúa, þetta er í fyrsta skipti sem þeir bræður halda til hreindýraveiða en faðir þþeirra er veraldarvanur í þeim efnum. Farið út gegn um Hneflaskarð út alla heiði út á Lönguhlíð og norður Möðrudalsleið.
Fundum dýr í Lækjardalnum fylgdum þeim eftir út að Eyktargnípu, á þeirri leið felldi Hlynur 39 kg. mylka kú með 2 mm. bakfitu hann notaði Winchester cal. 308.
Marinó felldi 38 kg. kú, mylka með 2 mm. bakfitu einnig og notaði sama veiðiriffil Winchester cal. 308.
Viðhengi
IMG_6816.JPG
Hlynuur með sína kú.
IMG_6811.JPG
Marinó með sína kú.
IMG_6819.JPG
Þeir bræður stilltu sér upp með föður sínum.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 46
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Sep 2018 18:38

Þann 6. sept fór ég á veiðar með félögunum Nikulási Halldórssyni ásamt syni hans Halldóri og Rafn Alexander Sigurðssyni sem voru með 2 kýr og einn tarf á svæði 2.
Við fórum sem leið lá upp úr Skænudal, inn Háls og Búrfell og sáum dýr við Búrfelllsvatnið, héldum við vonglaðir til að veiða en vorum illa skúlaðir af leiðsögumanni sem virtist helst hafa upp á side seeing skoðunarferðir um hreindýraslóðina á boðstólum og að því eina markmiði, veiðarnar aukaatriði.
Var næst haldið í austur en fréttst hafi af törfum nálægt Nálhúshnjúkum.
Í vesturhlíðum 10/10 rákumst við á tarfahóp og þar fellldi Rafn Alexander 87 kg. tarf með 62 mm. bakfitu hann notaði veiðiriffil sinn Tikka T3 cal. 6,5x55 með Burris Laserskop Eliminator III sem hefur innbyggðan fjarlægðarmæli og reiknar út fall á kúlunni, og færið var 300 metrar, hreint hálsskot.
Aftur var haldið Norður og tekið til við hjörðina sem varð skoðunarferðinnii að bráð fyrr um daginn, þar felldu þeir feðgar sína kúna hvor.
Nikulás 36 kg. mylka kú með 2 mm. í bakfitu við Fífuleiruvatn, hann notaði Kimber 84 veiðiriffil cal 308 og færið var 250 metrar.
Halldor felldi 38 kg. kú með 2 mm bakfitu í Ljósalykkjuflóa, hann notaði Sako cal 6,5x55 og færið var 160 metrar.
Viðhengi
IMG_6830.JPG
Rafn með tarfinn í hlíðum Tíutíu
IMG_6847.JPG
Nikulás með sína kú.
IMG_6843.JPG
Halldór með kúna við Ljósalykkjuflóann.
IMG_6839.JPG
Þeir veiðfélagarnir stilltu sér upp ánægðir með veiði dagsins.
IMG_6836.JPG
Burris Laserskoope Eliminator III.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 46
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Sep 2018 18:51

Í dag 7. sept. var enn haldið á svæði 1 dýr fundust á Þrívörðuhálsi og veitt var í Skollagrenisás, Lönguhlíð og Botnahrauni.
Inga Fanney Egilsdóottir veiddi 40 kg. gelda veturgamla kú með 26 mm bakfitu hún notaði Winchester cal. 3006 og færið 160 metrar.
Áróra Snorradóttir felldi 91 kg. tarf með 56 mm. bakfitu hún notaði Mauser Dumolin veiðiriffil a la Jói Vill cal. 6,5-284 og færið var 170 metrar mælt með Burris Lacerskope Eliminator III.
Viðhengi
IMG_6861.JPG
Inga Fanney stýrimaður á Goðafossi með sína eðla kú.
IMG_6872.JPG
Áróra með virkilega hornprúðan tarfinn, hún vildi þennan og engan annan og felldi hann auðvitað.
IMG_6884.JPG
Snorri faðir hennar fékk að samfagna henni og þau ,,klesstu".
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 46
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2018

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 Sep 2018 13:19

Þann 8. sept var ég með 2 kýr á svæði 2.
Það var þoka í fjöllum og gekk á með helli rigningarskúrum.
Fundum samt dýr sem að vísu töpuuðust oftar en einu sinni upp í þokuna.
Samt náðu þeir bræður Guðjón og Guðni Þór Haukssynir að fella sína kúna hvor, eftir að við fundum dýr í Sanddal og eltum yfir á Sauðafellsflóa.
Guðjón veiddi 37 kg. kú með 1 mm. bakfitu haann notaði Ruger cal. 6,5x55 og færið var um 70 metrar.
Guðni Þór felldi 43 kg kú með 2 mm. í bakfitu, báðar voru þær mylkar hann notaði sam riffil Ruger cal. 6,5x55 og færið var 255 metrar.
Ekki voru teknar neinar myndir af viti, minn sími var rafmagnslaus í miðju atinu.
Viðhengi
IMG_6892.PNG
Ein mynd náðist þó, þegar kýrnar voru búnar að fá far til byggða.
IMG_6892.PNG (252.94KiB)Skoðað 4781 sinnum
IMG_6892.PNG
Ein mynd náðist þó, þegar kýrnar voru búnar að fá far til byggða.
IMG_6892.PNG (252.94KiB)Skoðað 4781 sinnum
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara