Veiði dagsins 2019

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 48
Póstar: 1904
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2019

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 31 Oct 2019 20:56

Þann 5. sept. var aftur farið á svæði 2, heldur hafði brugðið til verra veðurs, súld var á og gekk á með rigningarskúrum, tarfur og kýr undir,
dýrin fundust norður af Þrælahálsinum.
Þar felldi Magni Smárason gelda tvævetra kú sem vóg 35 kg. hann notaði veiðiriffil sinn Blaser cal 6,5x47 og færið um 150 metrar.
Eftir smá bras eftir að dýrin runnu út fyrir Þrælahálsinn felldi Björn Þorgrímssoon tarf sem vóg tæp 70 kg. hann notaði Wetherby veiðiriffil sinn cal. 6,5x55 færið tæpir 100 metrar.
Viðhengi
IMG_1749.JPG
Magni Smárason ásamt bróðir sínum við kúna.
IMG_1759.JPG
Björn Þorgríms. með tarfinn í suddanum.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 48
Póstar: 1904
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2019

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 31 Oct 2019 21:11

þann 6. sept. var lagt í hann á svæði 1 og 2 tarfar og 1 kýr á þann dag.
Dýrin fundust milli Mælifellsár og Almenningsár fremri þar felldi Sigurjón Pétursson gelda kú sem vóg 50 kg. hann notaði veiðiriffil sinn ,,Mubbluna" sem er Mauser 66 cal. 243.
Dýrinn runnu upp fyrir brúnina upp á Kistufellsgrundir þar felldu þeir sinn tarfinn hvor Gylfi Rafn Gíslason 99 kg. og Ragnar Örn Ragnarsson 93 kg.
Gylfi notaði veiðiriffil sinn Sauer 202 cal. 6,5x55 færið um 100 metrar og Ragnar Blaser R8 cal. 6XC og færið um 250 metrar.
Viðhengi
IMG_1769.JPG
Gylfi Rafn með sitt fyrsta hreindýr.
IMG_1773.JPG
Ragnar Örn með sinn feng.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 48
Póstar: 1904
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2019

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 31 Oct 2019 21:50

Þann 7. sept var aftur farið á svæði 1 í 1 tarf og tvær kýr.
Dýrin voru á svipuðum slóðum upp með Almenningsánni fremri en það var þokusúld og gekk á með rigningu og engar myndir teknar.
Þar felldu bræðurnir Júlíus Bjarni og Sigurjón Bjarni Bjarnasynir sína kúna hvor jafn þungar 43 kg. hvor þeir notuðu veiðiriffil af Brno gerð cal. 308.
Faðir þeirra Bjarni Júlíusson felldi 99 kg. tarf og notaði Mauser M18 cal. 6,5 Credmore, nýkeyptan hjá Jóhanni Vilhjálmssyni.
Þessir Mauser M18 eru svakalega góðir rifflar miðað við verð, enda keyptum við Aðalsteinn einn slíkan sama cal. þeir eru léttir og meðfærilegir, til að nota í slarkið hjá okkur.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 48
Póstar: 1904
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2019

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 31 Oct 2019 22:38

þann 8 sept. var enn farið á svvæði 1 og nú voru það 2 tarfar.
Það höfðu slæðst tarfar inn í Súlendur þat uppi á fjallinu felldi Benedikt Ólason 94 kg. tarf hann notaði veiðiriffil cal. Win 284 og færið var um 70 metrar.
Síðan fundust tarfar inni við Háreksstaði, þar felldi Snorri Rafnsson 110 kg. tarf hann notaði Blaser cal. 243 og færið var um 250 metrar.
Viðhengi
IMG_1800.JPG
Vargurinn, Snorri Rafnsson fékk Bingó.
IMG_1792.JPG
Benedikt Ólason ásamt Mána syni sínum.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 48
Póstar: 1904
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2019

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 03 Nov 2019 21:41

Þann 9. sept var farið í tvo tarfa á svæði 1 leiitað allan daginn og fundin dýr austan Kistufells en ekkert náðist, dagurinn endaði í mígandi rigningu þoku og náttmyrkri.
Daginn eftir var haldið til veiða í sömu tarfana.
Tarfahópur fannst utan við Hellisöxl við Þórðará þar felldi Ungverjinn Kollath Josef 105 kg. tarf hann notaði veiðiriffil af Sako gerð cal. 308 og færið var 70 metrar.
Þessi dagur endaði líka í mígandi rigningu og langri ferð á sexhjóli en ekki fundust tarfarnir aftur og sá seinni náðist ekki.
Hann náðist hins vegar daginn eftir fyrir utan Ytri Hágang í mikilli bjarmalandsför með Aðalsteini Hákonarsyni frænda mínum og tveim veiðmönnum öðrum þar náðust 3 tarfar í mígandi rigningu, afleitt myndatökuveður og þess vegna myndalaus túr með öllu, símar rafmagnslausir ásamt GPS tækkinu líka, og heimferðin öll hulin þoku og náttmyrkri á hjólunum niður með Hvammsá, en við frrændur náðum samt niður með harðfylgi.
Viðhengi
IMG_1833.JPG
Kollath við tarfinn.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 48
Póstar: 1904
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2019

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 03 Nov 2019 21:51

Þann 12. sept. hafði brugðið til betra veðurs, einn fárra sólardaga á veiðitímabilinu og einn tarfur á svæði eitt undir, samt rigndi þegar við vorum að koma tarfinum í bílinn.
Tarfahópur fannst sem kom inn og suður úr Vesturdal og fór ofan í Hofsárdal rétt utan Brunahvamms.
Þar felldi Ragnar Árni Sigurðsson 85 kg tarf hann notaði nýjan veiðiriffil sinn Mauser M18 cal. 6,5 Credmore nýkeyptan hjá Jóa byssusmið og færið var um 100 metrar.
Viðhengi
IMG_1841.JPG
Ragnar með tarfinn og nýja riffilinn frá Jóa.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 48
Póstar: 1904
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2019

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 03 Nov 2019 21:57

Þann 13. sept var farið eftir einni kú á svæði 2.
Hjörð fannst norðan í fremra Eyvindarfjallinu við Fremri Fjallakvíslina, dýrin runnu fram og niður að Hölknánni og á Keisaravöllum felldi Guðni Einarsson 32 kg. kú hann notaði veiðiriffil sinn Winchester 70 cal. 270 Win og færið var um 200 metrar.
Viðhengi
IMG_1854.JPG
Guðni ásamt Guðfinnu konu sinni við kúna.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 48
Póstar: 1904
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2019

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 03 Nov 2019 22:03

Þann 14. sept voru 2 kýr á svæði 2.
Fannar Kári Birgisson veiddi 35 kg. kú austan í Urg, hann notaði veiðiriffil sinn Tikka cal. 6,5x55 og færið var 120 metrar.
Elí Vídó veiddi gelda kú í þoku og rigningu við fremra Eyvindafjall hann notaðu Mauser M 18 cal. 243 frá Jóa.
Viðhengi
IMG_1861.JPG
Fannar Kári og félagar við kúna.
IMG_1868.JPG
Fannar Kári og vösk sveit frænda hans úr Skagafirðinum báru kúna í bílinn.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 48
Póstar: 1904
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2019

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 03 Nov 2019 22:16

Þann 15. sept. var síðast tarfurinn á svæði 1 hjá mér, hann felldi Hrannar Baldvinsson og notaði Sako cal. 3006 og færið 130 metrar.
Þann 16. sept var Geldingahnappur í sinni árlegu veiðiferð þá voru felldar 5 kýr á svæði 2 þær vógu 34, 34, 36, 35 og 38 kg. og voru felldar með cal. 270 og 6,5-284.
Þann 17. sept. var aftur farið á svæði 1 og sótt ein kú.
Ég fann dýrin norðan Syðri Hágangs á Sléttunni ógurlegu, þar felldi Jóhannes Stefánsson 47 kg. kú og notaði veiðiriffil sinn Savage cal. 270 Win og færið var 150 metrar.
Viðhengi
IMG_1891.JPG
Jóhannes við kúna ásamt félaga sínum Davíð.
IMG_1893.JPG
Aldrei þessu vant viðrað vel þennan daginn og einn af fáum rigningalausum dögum tímabilsins.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 48
Póstar: 1904
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2019

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 03 Nov 2019 22:24

Þann 18. sept. var enn farið á svæði 1 að veiða tvær kýr.
Dýr fundust vestur af Kistufelli í rigningu og súld þar felldi Jóhann Óskar Þórólfsson 53 kg. kú og notaði Blaser veiðiriffil cal. 6,5x55 færið 180 metrar.
Snorri Aðalsteinsson felldi þar kú einnig hún vóg 37 kg. hann notaði veiðiriffil sinn Mauser Otterup cal. 6,5-284 og færið um 150 metrar.
Viðhengi
IMG_1899.JPG
Jóh. Óskar við kúna í rigningunni.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 48
Póstar: 1904
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2019

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 03 Nov 2019 22:34

19 sept. og næst síðasti dagur veiðitímabilsins.
Fjórar kýr á svæði 1.
Kristinn Þór Ingvarsson felldi kú við Sandhnjúka hún vóg 57 kg. hann notaði Blaser cal. 6,5x47 og færið um 280 metrar.
Þétur Bi, Gíslasin felldi kú við Sandhnjúka hún vóg 47 kg. hann notaði Sako 75 cal. 243 og færið var 200 metrar.
Sigurdór Sigurðsson felldi kú í Mælifellsdal hún vóg 36 kg. hann notaði Sako 75 cal. 243 einnig.
Ívar Karl Hafliðason felldi kú vestan Kistuufells hún vóg 49 kg. hann notaði veiðiriffil sinn Remington 700 cal. 6,5-284.
Viðhengi
IMG_1901.JPG
Kristinn Þór með væna kú.
IMG_1911 jp.jpg
Ívar Karl með sína kú !
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 48
Póstar: 1904
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2019

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 03 Nov 2019 22:50

Þá var loksins kominn sá langþráði dagur, síðasti dagur veiðitímabilsins, 20 september.
Nú voru það tvær kýr á svæði 1.
Farið norður í Sandhnjúka um Vopnafjörð og dýrin voru á sömu slóðum og skilið var við þau deginum áður.
Þar felldi Gísli M Auðbergsson 45 kg kú, hann notaði Sako cal. 6,5x55 og færið var 120 metrar.
Andri Guðlaugsson felldi 37 kg kú hann notaði Mauser 98 cal. 6,5-284 og færið var 160metrar.
Viðhengi
IMG_1919.JPG
Gísli M. Auðbergsson kampakátur yfir sinni bráð.
IMG_1920.JPG
Andri Guðlaugsson með sína kú.
IMG_1930.JPG
Það er góður dagur þegar vel veiðist, ég felldi þriðju kúna sem var særð eða með liðabólgu, frekar var hún rýr.
IMG_1932.JPG
Á heimleið, Mælifellið í baksýn.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 48
Póstar: 1904
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2019

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 05 Nov 2019 22:28

Þetta var víst ekki alveg búið þarna 20. september !
Allar nóvemberveiðarnar eftir.
Ég fer bara með einn veiðimann í nóvemberveiðina.
Það gerðist laugardaginn 2. nóv. ei kýr á svæði 9. Þetta er vyrsta dýrið sem ég leiðsegi veiðar á á svæði 9.
Þá er ég búinn að leiðsegja til hreindýraveiða á öllum svæðunum níu, seinna en von var á. Þetta var dýr númer 76 í leiðsögninni þetta árið.
Þórir jónsson veiddi 37 kg. kú við Steinavötnin hann notaði veiðiriffil Sako cal. 270 og færið var 219 metrar.
Viðhengi
IMG_2124.JPG
Þórir Jónson við bráð sína á Steinavatnaeyrunum með tilkomumikinn sjóndeildarhringinn í baksýn.
IMG_2128.JPG
Þórir ásamt Jóhanni syni sínum og Grétari frænda þeirra.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara