Veiði dagsins 2020

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Ágú 2020 16:19

Sælir, sælir !
Þá gef ég mér loksins tíma til að setja fyrstu dagana af Veiði dagsins hér inn.
Ég fór fyrst til veiða þann 26 júlí þegar 11 dagar voru liðnir af tímabilinu !
Can am hjólið er vel útbúið í upphafi veiðitíma, með Mauser M18 cal. 6,5 Credmore og Leica sjónauka Fortis 6 stækkun 2,5-15x56i og A-tek H2 hljóðdeyfi, á nefinu.
Allt er þetta keypt hjá Jóa byssusmið, nema Cero codaður blár, hjá Kistjáni Krossdal.
Já, spjallverjar góðir, leitum ekki langt yfir skammt, það er hægt að fá allt til hreindýraveiða hjá Jóa byssusmið á Dalvegi 1.
Viðhengi
IMG_2996.JPG
Hann lúkkar vel blái riffillinn.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Ágú 2020 16:39

Þann 26. julí fór ég til veiða með Steinarri Magnússyni á svæði 2.
Farið var upp frá Klausturseli og tekinn hringur í Klausturselsheiðinni rangsælis, austur um Fossáröldu, Digravörðudrag og út Miðheiðarháls þaðan niður á Svartöldu þar sem við sáum dýrin.
Við röltum á eftir þeim niður fyrir Köldukvíslina út að Tregagilsá.
Þar felldi Steinarr 90 kg tarf með 65 mm. bakfitu, hann notaði Remington veiðiriffil sinn cal. 308 og færið var 150 metrar.
Viðhengi
IMG_2990.jpg
Steinarr pratinn við tarfinn.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 07 Ágú 2020 17:21, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Ágú 2020 16:46

Þann 28 júlí fór ég með Sveini Aðalsteinssyni og konu hans Helgu til veiða, aftur á svæði 2.
Aftur var lagt á Klausturselsheiðina og tekinn öfugur hringur miðað við síðast en nú réttsælis um heiðina, austur Fossáröldu í Sauðárkróka, þaðan út Þrívörðuháls upp í Svartöldu yfir lækinn Öxulbrjót og inn Miðheiðarháls að raflínu, norður nýja raflínuveginn og sáum dýrin við Halldórsvatn.
Þar felldi Sveinn 80 kg. tarf með 45 mm. bakfitu undir árvökrum augum Helgu.
Hann notaði Tikka T3 veiðiriffil sinn cal. 6,5x55 og færið var 140 metrar.
Viðhengi
IMG_2992.JPG
Sveinn og Helga við tarfinn með Halldórsvatnið í baksýn.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 07 Ágú 2020 17:23, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Ágú 2020 16:59

Þann 29. júlí var farið á svæði 1 fyrsta feriðn mín á þessu veiðitímaabili með Stefán Níels og Ingvar Júlíus Guðmundssyni.
Lagt upp frá Mel og stefnt í austurátt um Bruna, Meyjarhaft, Sauðárdalur þveraður og haldið um framanvert Geldingafell yfir Gilsárdal upp á Sandfell og austur á brún.
Þaðan sáum við tarfahóp undir Sandfellsklauf við Ysta Rjúkanda.
Þar felldi Stefán 80 kg. tarf með 63 mm. bakfitu hann notaði Mauser M3 veiðiriffil cal. 6,5 Credmore og færið var 230 metrar.
Við Ingvar röltum svo á eftir þeim út fyrir Fjórðungshól ca 5 km. leið, þar sem Ingvar felldi tæplega 100 kg. tarf með 54 mm. bakfitu, hann notaði einnig Mauser M18 cal. 6,5 Credmore og færið var 310 metrar.
Viðhengi
IMG_3021.JPG
Stefán með aldinn öræfahrein með mjög sver og lagleg horn.
IMG_3012.JPG
Hann var hornprúður tarfur Ingvars.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Ágú 2020 17:20

Þann 31. júlí var aftur farið á svæði 2, ekið sem leið lá í mígandi roki og rigningu ásamt fríðu föruneyti, veiðimanninum Hrafndísi Báru, Gísla Mar syni hennar, bróðir hennar Húna Hlé og föður þeirra Einari Pálssyni inn Hrafnkelsdal.
Við fórum upp frá Laugarhúsum þokan mætti okkur á fjallsbrún og fylgdi okkur austur í Fjallaskarð, við áðum þar um stund eftir að hafa skimað af Kofaöldunni í litlu skyggni og hlustuðum á rigninguna lemja húsið það, síðan var haldið heim á leið.
Í Svörtukrókunum rákumst við þó á tarfahópinn sem þangað var kominn utan frá Halldórsvatni.
Þaar felldi Hrafndís 75 kg. tarf með 40 mm. bakfitu, hún notaði Mauser M18 veiðiriffil cal. 6,5 Credmore og færið var 210 metrar
Viðhengi
IMG_3035.JPG
Hrafndís við tarfinn í rigningunni ásamt Gísla Mar syni sínum.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Ágú 2020 17:46

Þá var kominn ágúst og leyfilegt að veiða simlur. 1-3 ágúst var ég að horfa eftir hreindýrs simlum á svæði 1 sá þó nokkuð af dýrum upp með Fuglabjagaánni og tók þátt í veiðum með Vigfúsi Hirti mági mínum og Alex tengdasyni hans þann fyrst þess mánaðar.
Síðan höguðu atvikin og veður því þannig að ekki varð meira úr veiðum þar norður í Vopnafirði þessa daga.
Þann 4. águst var síðan haldið til veiða að veiða simlu á svæði 2 ásamt Jóni Ágúst Sigurðssyni, Kistmundi Ágúst syni hans og Feldinum Ingvari Ísfeld.
Við lentum í samskimun með Sævari á Mjóeyrinni og veiðimanni hans þarna á Múlanum.
Ég hafði frétt af simlum austan við Jökulsá í Fljótsdal inni á Múla, eftir ábendingu fundum við dýrin niður á Eyjabökkum.
Þar felldi Jón Ágúst gelda simlu sem vóg 56 kg með 24 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Sauer 404 cal. 6,5x55 og færið var 172 metrar.
Viðhengi
IMG_3047.JPG
Jón Ágúst og Kristmundur Ágúst sonur hans við simluna og þær gerast vart vænni.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 08 Ágú 2020 21:08

Þann 5. ágúst var ferðinni heitið á svæði 2 að veiða tvær simlur.
Farið upp úr Hrafnkelsdal við Laugarhús með Húna Hlé sem veiðimann, Hrafndísi systir hans og Sigurð Óttarr frænda þeirra sem gorfólk og ekið sem leið lá austur fyrir Jökulsá í Fljótsdal inn á Múla.
Utan við Folavatnið hittum við seinni veiðimanninn Guðmund Frímann Guðmundsson og son hans Gylfa er þar biðu af sér rigninguna sem hafði verið á frá um morguninn, nú nálgaðist hádegi og var stytt upp og þeir feðgar búnir að sjá dýrin innan við Folavatnið.
Var nú gengið við þau dýr þar til þau hurfu austur af Múlahrauninu, þá sáu þau er í bílunum biðu aðra hjörð niður á Eyjabökkum.
Við þökkuðum þá dýrunum samfylgdina austur á Hraunið og leiðsögumaðurinn snerist á hæli með orðunum, ,,þau eru súr´´ !
Var nú haldið niður á Eyjabakka þar felldi Húni Hlér simlu sem vóg 35 kg. með 1 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Wetherby cal. 243 Win. og færið var 210 metrar.
Dýrin runnu inn og upp á Múlahraunið þar felldi Guðmundur Frímann aðra simlu sú vóg einnig 35 kg. með 15 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sonar síns Howa 1500 cal. 6 mm Credmore og færið var132 metrar.
Viðhengi
IMG_3053.JPG
Húni Hlér við sína simlu og var hún kollótt.
IMG_3049.jpg
Guðmundur Frímann með simluna og ,,vélbyssuna´´.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 08 Ágú 2020 21:23

Þann 6. ágúst var haldið til veiða á svæði eitt fyrir tarf með Gylfa Frímannsson sem getið er hér að ofan, með í för voru frú hans ágæt og Guðm. Frímann faðir hans.
Ekið til Vopnafjarðar og upp á há Sandvíkurheiði, þaðan sást tarfahópur austan við Ljósalandsvatnið.
Þar voru Grétar Urðar frændi og Einar Axels frændi Gylfa búnir að veiða sinn tarfinn hvor.
Var nú runnið á eftir törfunum sem, röltu og röltu og röltu, austur af Digranesinu niður að Strandhafnará og þaðan út fyrir Stekkjalæk svo hvorki dró sundur eða saman með törfunum og veiðimönnunum, loksins utan við Stekkjalækinn gripu þeir niður.
Þar komst Gylfi í færi og felldi snarlega 108 kg tarf með 80 mm bakfitu, hann notaði Howa veiðiriffil sinn cal. 6 mm. Credmore og færið var 175 metrar.
Viðhengi
IMG_3064.JPG
Gylfi Frímannsson við tarfinn og má vart milli sjá hvor er myndarlegri.
IMG_3059.JPG
Ég varð að koma blá rifflinum með inn á mynd. Þarna eru tveir rifflar í caliberinu Credmore !
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 09 Ágú 2020 23:23

Í dag 9. ágúst var haldið til veiða á svæði 2 að veiða tarf, með Pétur Kr. Hilmarsson ásamt Önnu Borgþórsdóttir Ólsen og syni þeirra Borgþóri.
Farið upp úr Hrafnkelsdal yfir Ytra Kálfafell og austur á Þrælaaöldu, þar var beðin af sér rigning, meðan Tóti Borgars arkaði um milli Laugarfells og Þrælaháals í hífandi roki og lemjandi rigniingu á eftir tarfahjörð.
Hann lauk við að veiða um það bil sem stytti upp um hádegisbilið og dýrin runnu út og niður að Axarvötnunum þaðan sem í þau var þægilegt göngufæri af bundna slitlaginu.
Þar felldi Pétur 86 kg. tarf með 40 mm bakfitu hann notaði Sauer 404 veiððiriffil sinn cal. 3006 og færið var 206 metrar.
Viðhengi
IMG_3096.JPG
Pétur við tarfinn sem hafði laglegt throphy ásamt Önnu og Borgþóri.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 10 Ágú 2020 23:21

Í dag 10. ágúst var enn farið á svæði 2 að veiða tarf, með Kristjáni Má Kárasyni.
Farið á Jeepanum hans yfir að Laugará, þar var tarfahópur sem við tókum við af Eiði Gísla.
Þar felldi Kristján 83 kg trf með 55 mm. bakfitu, hann notaði veiðiiriffil sinn Mauser 03 cal. 6XC og færið var 170 metrar.
Viðhengi
IMG_3100.JPG
Kristján með tarfinn sem var bara með eitt og hálft horn.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 Ágú 2020 20:38

Í dag 11. ágúst var enn lagt í hann á svæði 2 að veiða tarf, nú með Agli Anfinnssyni Heinesen.
Farin hefðbundin leið austur á Fljótsdalsheiði, út í Svörtukróka, þar hafði Ívar Karl verið í dýrum.
Nú gerðist það fyrsta sinn að þegar veiðimaðurinn tók til veiðiriffil sinn til, var hann ekki búinn hljóðdeyfi, svo ég lét hann skilja hann eftir í bílnum.
Fyrir þetta veiðtímabil gaf ég það út að ég væri hættur að fara með veiðimönnum sem ekki hefðu hljóðdeyfi á veiðirifflum sínum, heilsu minnar vegna.
Þar felldi Egill 93 kg. tarf með 34 mm bakfitu, sem er vænn tarfur af tarfi á svæði 2 að vera, hann notaði þess vegna veiðiriffil Mauser M18 cal. 6,5 Credmore og færið var 133 metrar.
Viðhengi
IMG_3108.JPG
Egill við tarfinn, hann varð að gera sér að góðu að nota bláa riiffilinn og líkaði vel.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 13 Ágú 2020 08:11

Í gær þann 12. ágúst fór ég á svæði 1 að leita að þremur simlum.
Vitað var um þrjár hjarðir sem voru komnar inn í og inn fyrir Þjóðfell, en nú brá svo við að ég fann enga þeirra !
Þannig að veiðimenn gærdagsins bætast við veiðimenn í á tvo í dag !
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 13 Ágú 2020 23:54

Í dag 13. ágúst var bætt upp fyrir veiðileysi gærdagsins á svæði 1, nú bættust tveir veiðimenn við þá þrjá sem ekki veiddu í gær, alls voru því fimm simlur undir.
Farið út á Austari Fjallgarð og skimað inn Langadal og Þríhyrningsfjallgarð, þar sem Aðalsteinn Hákonar fann um 100 dýra simluhjörð.
Haldið sem leið lá yfir Lindará og inn Þríhyrningsfjallgarð og tekið til við veiðina þegar Aðalsteinn var búinn að fella sitt við Hestleiðarkoll.
Gústaf Vífilsson felldi 41 kg.. simlu með 1 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Remington 783 cal. 6,5 Credmore og færið var 132 metrar.
Hermann Leifsson felldi 52 kg. simlu með 15 mm. bakfitu, þar sem hann var ekki kominn með hljóðdeyfi á sinn veiðiriffil, notaði hann Mauser M18 cal. 6,5 Credmore og færið var 195 metrar.
Sindri Karl Sigurðsson felldi 47 kg. simlu með 22 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Sako cal. 6,5x47 og færið var 170 metrar.
Óli Pétur Friðþjófsson felldi 40 kg simlu með 24 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Remington 783 cal. 243 og færið var 200 metrar.
Friðþjófur Adolf Ólason felldi 53 kg. simlu með 10 mm. bakfitu, hann notað veiðiriffil Remington 783 cal. 243 og færið var 75 metrar.
Viðhengi
IMG_3128.JPG
Gústaf við simluna með Remmann.
IMG_3132.JPG
Hermann með sína simlu sem var hornprúð.
IMG_3143.jpg
Sindri náðist ekki á mynd með dýrinuu.
IMG_3137.JPG
Óli Pétur brattur við sína simlu.
IMG_3141.JPG
Friðþjófur við simluna, sem var nokkuð væn.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 14 Ágú 2020 23:21

Í dag 14. águst var farið að leita að tveim simlum á svæði 1 með bræðrunum Bjarnasonum Júll.
Við leituðum þaðan sem frá var horfið í gær, út frá Þríhyrningsvatni út Langadal á Sigurðaröldu þaðan austur á Þríhyrningsfjallgarð allt inn til Þríhyrningskróka og niður að Þríhyrningsvatni.
Þá hafði Jón Hávarður fundið hjörðina frá í gær við við Hvannána inn af Vatnsstæðishólum.
Þar felldu bræðurnir Júlíius Bjarni og Sigurjón Barni Bjarrnasynir tvær simlur einum hvelli.
Báðar vógu simlurnar 50 kg. með 10 mm. bakfitu, Júlíus notaði veiðiriffil Mauser M18 cal. 6,5 Credmore og Sigurjón veiðiriffil af Brno gerð cal. 308 og færið var 156 metrar.
Viðhengi
IMG_3148.JPG
Júlíus Bjarni og Sigurjón Bjarni Bjarnasynir, með Hafþór Bjarna bróðir sinn á milli sín og simlanna.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Ágú 2020 00:34

Í dag 15. ágúst var farið að leita að tarfi á svæði 1 með Brynjari S. Sigurðssyni og föður hans Sigurði An.
Fariið frá Beitarhúsinu í Möðrudal út Skarðsárdrög meðrfam Farvegi, út Einbúasand, út í Grímstaðakerliingu, þaðan yfir Haug á Austari Haugsbrekku.
Þar var fylgst með Grétari frænda fella tarf í Hrútárdrögunum uppi við Sandhnjúkavatn úr 15 tarfa hópi, síðan tóku við hópnum menn sem við fylgdumst með út fyrir Sandhnjúka, menn sem reyndu að veiða úr hópnum með umgengni sem við skulum segja að sé, ekki til eftirbreytni.
Alla vega lét ég mig frá hverfa og fór sem leið lá til baka suður yfir Sandhnjúka og Innri Hrúutá innan við Austari Símakofa, inn að Dimmafjallgarði austur með honum fram hjá Dimmagili austur yfir Botnafjallggarð yfir Selá og upp á Þjóðfell, þar sem hafði fundist ca. 200 dýra blönduð hjörð.
Þar felldi Brynjar 103 kg. tarf með 74 mm bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Browning cal. 308 og færið var 163 metrar.
Viðhengi
IMG_3168.JPG
Brynjar við tarfinn ásamt Sigurði föður sínum, sem er hnífasmiður góður.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 17 Ágú 2020 21:56

Það var frí hjá mér í gær.
Í dag var ein simla á svæði 2 með Jóni Gunnari Jónssyni norðfirðing.
Ekið sem leið lá upp úr Hrafnkelsdal, inn á Kárahnjúkaveg og þaðan í Hnútu, sem er í kverkinni milli Brúarjökuls og Eyjabakkajökuls og jökullinn liggur á að sunnanverðu.
Þar felldi Jón Gunnar 38 kg. simlu með 5 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Tikka T3 cal. 6,5x55 og færið var 92 metrar, head shot !
Viðhengi
IMG_3183.JPG
Jón Gunnar við gelda simluna.
IMG_3186.JPG
Það er ekki asinn.
IMG_3192.JPG
Það er rétt að skála fyrir heimferðinni með hreindyrahornsstaupi.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 20 Ágú 2020 22:05

Í gær, þann 19 ágúst var ætlunin að veið 3 tarfa á svæði 1 en minna varð úr, þeir urðu aðeins tveir vegna þess að hallað var degi og hjörðin yfirgaf samkvæmið áður en það ætlunarverk tækist.
Ingi Mar Jónsson felldi 105 kg tarf með 68 mm. bakfitu neðan við Kistufellið, hann notaði veiðiriffil sinn Savage cal. 6,5 Credmore og færið var 206 metrar.
Viðhengi
IMG_0905.JPG
Ingi Mar við tarfinn.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 20 Ágú 2020 22:18

Í dag 20 águst gekk betur, fari á svæði 1 eftir tarfi sem stóð útaf í gær og simlu.
Nú eru dýrin öll farin upp í norðanáttina út undir Bakkafjörð.
Þess vegna leitað upp með Hvammsá og farið upp í Hágangaheiði.
Þar felldi Ingólfur Jóhannsson myndarlegan fjögurra spaða tarf sem vóg 112 kg. með 90 mm. bakfitu, hann notaði Sako 75 veiðiriffil sinn cal. 270 og færið var 147 metrar.
Inga Fanney Egilsdóttir felldi veturgamla simlu sem vóg 33 kg hún notaði veiðiriffil sinn Rössler Titan cal. 3006 og færið var 206 metrar.
Viðhengi
IMG_3210.JPG
Ingólfur Jóhannsson með tarfinn sem er sá þyngsti sem hefur veiðst með mér í haust.
IMG_3203.JPG
Það eru kallaðir fjögurra spaða tarfar sem hafa 2 ennisgreinar og 2 spaða.
IMG_3218.JPG
Inga Fanney var brött og tók sjálf innan úr simlunni.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 24 Ágú 2020 20:32

Þann 21. ágúst var aftur farið á svæði 1 til að veiða tvo tarfa með Smára Brynjarssyni og Sigurbirni Grétari Eggertssyni.
Farið upp frá Þorvaldsstöðum í Miðfirði, inn undir Ísmastur, þar fannst tarfahópur í Staðarheiðinni.
Smári Brynjarsson felldi 113 kg. tarf með 85 mm. bakfitu og sló þar með þyngdarmetið hjá mér frá deginum áður, hann notaði veiðiriffil sinn Tikka T3 cal. 270 og færið var 160 metrar.
Grétar Eggertsson felldi 104 kg. tarf með 72 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Mauser M18 cal. 6,5 Credmore og færið var 300 metrar.
Viðhengi
IMG_3223.JPG
Smári Binna við mettarfinn.
IMG_3227.JPG
Grétar við tarfinn.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 43
Póstar: 1903
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins 2020

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 24 Ágú 2020 20:52

Þann 22.águst var enn farið á svæði 1 nú til að ná þremur simlum með Hilmari Jónssyni, Axel Viðarssyni og Gunnari Viðar.
Eftir nokkuð stímabrak og ferð upp með Hvammsá, norður yfir Hágangaurðir og niður hjá Djúpavatni fundust dýrin niður við Miðfjarðará fyrir neðan Lambafellið.
Þar veiddi Hilmar Jónsson 44 kg. simlu með 10 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Sako 75 cal. 6,5x55 og færið var 170 metrar.
Tengdasonur Hilmars, Axel Viðarsson veiiddi 45 kg simlu með 20 mm. bakfitu hann notaði veiðiriffil Tikka cal. 308 í samskoti með Gunnari og færið var 220 metrar.
Gunnar Viðar felldi 44 kg. simlu með 10 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Sako 75 cal. 6,5x55 og færið var einnig 220 metrar í samskotinu með Axel.
Viðhengi
IMG_3235.JPG
Hilmar ásamt Elías Óla við simluna.
IMG_3246.JPG
Axel við sína simlu, sem var geld.
IMG_3239.JPG
Gunnar Viðar og Dagur Ingi sonur hans við simluna.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara