Síða 3 af 3

Re: Veiði dagsins 2020

Posted: 07 Oct 2020 16:45
af Veiðimeistarinn
Þann 16. sept. var farið á svipaðar slóðir til að veiða eina simlu.
Dýrin höfðu runnið inn úr Staðarheiðinni inn efst á Hvammsáreyrarnar.
Þar felldi Kristinn Þór Ingvarsson 45 kg. simlu með 20 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Blaser R8 cal. 6,5x47 og færið var133 metrar.

Re: Veiði dagsins 2020

Posted: 08 Oct 2020 16:37
af Veiðimeistarinn
Þann 17. sept var aftur farið í mikinn leiðangur á svæði 1 með Pétri í Teigi og meiningin að veiða 5 simlur, upp með Hvammsá nú frá Hróaldsstöðum, frá Heflinum upp yfir Þverár, upp fyrir innan Hvammsáreyrar og upp í Skot, þar voru hjarðirnar frá í gær.
Þar felldi Jóhann Óskar Þórólfsson 42 kg. simlu með 28 mm. bakfitu hann fékk léðan Mauser M18 cal. 6,5 Credmore og færið var 220 metrar, hausskot, samskot með Stefáni Hrafnssyni sem felldi 55 kg. simlu með 20 mm. bakfitu, hann notaði Sako 85 cal. 6,5x55 og færið var 220 metrar einnig.
Gísli Ásgeirsson felldi 53 kg. simlu með 35 mm. bakfitu, hann notaði veiðiriffil sinn Blaser R8 cal 6,5x55 og færið var 150 metrar.
Guðmundur Jóepsson felldi 45 kg. simlu með 2 mm. bakfitu, hann notaði Mauser M18 cal. 6,5 Credmore og færið var 250 metrar.
Viðmaður með Pétri felldi eina simlu í viðbót.

Re: Veiði dagsins 2020

Posted: 08 Oct 2020 17:03
af Veiðimeistarinn
Þann 18. var enn haldið á veiðar á svæði 1 fyrir tvær simlur.
Enn var hoggið í sama knérunn, ekið til Vopnafjarðar, sá dýrin frá sundlaugarafleggjaranum að Selárdalslaug, neðan í Ufsunum rétt fyrir utan Ytri Almenningsá, dýrin frá í gær komin þar inn eftir úr Skotunum.
Ekið inn norðanverðan Selárdal inn undir Leifssstaði og þaðan farið upp að dýrunum.
Þar felldi Gísli Auðbergsson 56 kg. simlu með 40 mm. bakfitu, hann notaði mikinn eðalgrip Sauer Take down 202 cal. 243 sérsmíðaðan fyrir örfhenta með Pecar Berlin sjónauka stækkun 4-10x56 í swing of festingum, þessi gæðagripur var að sjálfsögú keyptur hjá Jóa Vilhjálms. sem var með hann í umboðssölu, nú fyrr í sumar og færið var 153 metrar.
Elí Þór Vídó Gunnarsson felldi 48 kg. simlu með 12 mm. bakfitu, hann greip til bláa Mausersins M18 6,5 Credmore vegna þesss að færið var 267 metrar.

Re: Veiði dagsins 2020

Posted: 08 Oct 2020 17:14
af Veiðimeistarinn
Þá var komið að því að hreinsa upp á svæði 2.
Fann dýrin á Snæfellsnesinu skammt fyrir innan Hafursána og þau fóru inn undir Sótasteininn.
Þar felldi Guðlaugur Örn Jónsson 34 kg. simlu, þær gerast ekki vænni á svæði 2, hann notaði veiðiriffil sinn Blaser R8 cal. 308 og færið var 155 metrar.

Re: Veiði dagsins 2020

Posted: 12 Oct 2020 10:16
af Veiðimeistarinn
Þá er þessi partur veiðitímabilsins í ár búinn, bara nóvemberveiðin eftir !
Eins og veiðitímabilið byrar alltaf óvænt, þrátt firir að það sé meitlað í stein hvenær það byrjar, þá er alltaf eftirvænting og tilhlökkun eftir að því ljúki.
Eftir að hafa farið með 79 veiðimenn til veiða er smá þreyta óneitanlega farin að gera vart við sig, eftir stanslausa törn frá 26. júlí til 20 september og ekki teljandi frídagar á því tímabili.
Þetta tímabil var þó léttara á hendi en þau tvö síðustu, en þau fóru stigverssnandi hvort á eftir öðru, lengra man ég ekki !
Það sem var mest hamlandi á þessu tímabili var hvað hjarðirnar á svæði 1 héldu sig utarlega, þær voru nær eingöngu norðan Selárdals í Vopnafirði út undir Bakkafirði, á Digranesi tarfarnir í júlí, síðan þegar hjarðirnar blönduðust í ágúst héldu þær sig á svæðinu utan frá Staðarheiði inn af Bakkafirði inn kringum Háganga og alla leið norður undir Kílafjöllum og Barðmel inn af Þistilfirði.
Hjarðirnar fóru nánast aldrei inn fyrir Hrútafjöll og engin dýr komu inn í Háreksstaðaland eins og þau eru vön, undanfarin haust.
Einstaka smáhópar viru samt í Möðrudals og Þríhyrningsfjallgörðum.
Vandamálið á svæði 2 var hins vegar að kvótarnir þar voru of stórir bæði í törfum og simlum og margir veiðidagar þar fóru fyrir lítið meða dýrin þar héldu sig á verndarsvæði í við Snæfell.
Veðrið hélst heilt yfir gott, þó einhverjar skoddur kæmu eins og gengur, veðurspáin truflaði mig ekki teljandi, enda að vanda lítið fylgst með henni, það er ekki alltaf sumar og sól, það er ég farinn að þekkja af áralangri reynslu, merkilegt nokk það er alltaf eitthvað veður úti þegar ég vakna á morgnanna og fyrsta verkið að kanna hvernig veður mér er gefið þann daginn.
Ætli ég til veiða á svæði 2 horfi ég út um svefnhebergisgluggann þaðan sést hvernig viðrar í suðrinu en sé ferðinni heitið á svæði 1 horfi ég út um eldhúsgluggann, þaðan sé ég hvernig viðrar í norðrinu.
Svo er bara að súpa lýsið og drifa í sig hafragrautinn með rjómanum áður en er lagt í hann.