Samanburður á caliberum milli ára frá 2009

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Samanburður á caliberum milli ára frá 2009

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Oct 2020 14:05

Þá er ég búinn að finna þessa skrá um samanburðin á caliberunum, Rafn A. Sigurðsson vinur minn, hefur haldið utanum þetta áhugamál mitt og sett þetta inn í Exel fyrir mig og gert það þannig miklu aðgengilegra fyrir okkur hérna á spjallinu.
Rabbi hafðu beztu þakkir fyrir að geyma þessar upplýsingar fyrir mig frá ári til árs, svo ég geti gengið að þeim vísum !
Eins og þið væntanlega takið eftir eru nokkuð drastískar breytingar á þessari calibera notkun frá fyrra ári!
Já, 6,5 Credmore tekur risa stökk upp á við en 6,5-284 dalar verulega.
Þetta á sér nokkrar ástæður, 6,5-284 dalar verulega vegna þess að það hafa alltaf nokkrir veiðimenn fengið lánaðan veiðiriffil hjá mér, af ýmsum ástæðum.
Vegna þess að við Aðalsteinn keyptum bláa Mauserinn M18 til að létta okkur burðinn á veiðislóðinni, var gamli 6,5-284 Mauserinn minn ekkert notaður þetta haustið.
Ég var orðinn allt of latur að bera þann gamla og farinn að skilja hann óþarflega oft eftir í bílnum og treysta á riffla veiðimanna til að fella særð dýr ef eitthvað óvænt kom upp á.
En í haust var ég nánast undantekningalaust með bláa Mauserinn M18 á bakinu þegar ég var á rölti.
Blái Maauserinn M18 skýrir þó alls ekki alla fjölgunina og þetta mikla stökk í notkuninni á 6,5 Credmore caliberinu þetta árið.
Það er greinilega mikil aukning í kaupum á veiðirifflum þessu caliberi og ég hef aldrei áður séð viðlíka sveiflu upp á við, milli ára á einu caliberi.
Það voru að vísu felld 18 dýr hjá mér með bláa Mauser M18, en 9 aðrir veiðirifflar af þessu caliberi, allir nýir, komu til veiða hjá mér þetta árið, rúmur helmingur þeirra Mauser M18 en 3 nýir Savage samt.
Ástæður þess að svona margir notuðu bláa Mauseriinn eru nokkrar.
Það eru alltaf nokkrir sem þurfa að fá léðan veiðiriffil til veiðanna af ýmsum ástæðum, síðan tók ég þá meðvituðu ákvörðun fyrir þetta veiðitímabil, af heilsufarsástæðum að veiðimenn hjá mér notuðu ekki hljóðdeyfislausa veiðiriffla, þeir þurftu þess vegna að fella með þeim bláa.
En lang algengasta ástæðan, sirka í helmingi tilfella, var sá blái notaður vegna þess að veiðimenn eða ég treystu ekki eigin veiðirifflum á þeim færum sem buðust, kannski eftir eitt viðvörunarskot eða svo.
Frekar en reyna að komast í betra færi og til að flýta fyrir, var oft handhægast að grípa þann bláa sem var á staðnum, stilla sjónaukann, Leica Fortis 6 frá Jóa Vilhjálms. stækkun 2,5-15x56i með stilliturni, á færið sem var í boði og fella dýrið fljótt og örugglega.
Einnig kom það fyrir að það var orðið það rokkið að veiðimenn sáu ekki nógu vel gegn um sjónaukann og notuðu heldur Leica Fortis 6 sjónaukann sem er klárlega bjartasti sjónauki sem ég hef horft í gegn um, hef ég þó horft í gegnum margan sjóonaukann og af flestum fáanlegum gerðum.
Meðaltalið á færum með bláa Mauser M18 var 250 metrar, það lengsta 310 og það stysta 170 metrar.
Annars var meðal færið hjá mér í haust 165 metrar, það lengsta 319 metrar (Garðar Petrol) og það stysta 35 metrar (Beddi Óla).
Þegar búið er að bæta færum bláa Mausersins við, hækkaði meðaltalið upp í 182 metra.
Ég mæli þess vegna algerlega með þessum Leica Fortis 6 sjónauka sem fæst hjá Jóa Vilhjálms.
Viðhengi
IMG_3572.jpg
Hér sjást breytingar á notkun calibera frá ári til árs, frá árinu 2009.
IMG_3571.jpg
Hér er Exelinn hjá Rabba kominn í súlurit, sem sýnir heildarfjölda hvers calibers gegn um árin.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Samanburður á caliberum milli ára frá 2009

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 14 Oct 2020 12:27

Það eru ýmsar fróðlega upplýsingar á þessu exelskjali frá Rabba vini mínum.
Í fyrsta lagi þróun á notkun calibera er frá ári til árs, hjá þeim sem veiða hreindýr undir minni leiðsögn.
Síðan sést fjöldi veiðimanna sem veiða með mér hvert ár frá árinu 2009 það eru frá 45 veiðimönnum á ári árið 2014 upp í 91 veiðimann árið 2018.
Á þessum 12 árum frá árinu 2009 sem exellinn hjá Rabba nær til, hef ég fylgt alls 816 hreindýraveiðimönnum til veiða.
Þegar ég var svo að fara yfir hverja ég fór með til veiða á þessu veiðitimabili sem voru 79, kom í ljós að 21 af þeim hafði ég ekki farið á veiðar með áður, á móti fór ég með 84 á veiðar árið 2019 af þeim voru 23 að fara með mér fyrsta sinni.
Frá því ég byrjaði að leiðsegja árið 1991 þegar þetta kerfi var tekið upp hef ég fylgt alls 550 einstakliingum til hreindýraveiða, þess vegna er ljóst að ég hef farið með marga þeirra margoft, í fljótu bragði man ég eftir nokkrum sem hafa farið með mér til veiða 25-30 ár.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 1
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Samanburður á caliberum milli ára frá 2009

Ólesinn póstur af petrolhead » 16 Oct 2020 20:01

Það var gott að þessar upplýsingar fundust, var farinn að hafa dauðans áhyggjur af því að þetta væri glatað :o
Ég hef alltaf voðalega gaman af því að stúdera þessar tölur og varð svona mér til gamans að skoða þetta út frá kúlunum það er, hvað kúluþvermál væri mest notað, niðurstaðan er hér að neðan.
6,5mm - 380
30cal- 150
6mm - 138
270cal - 69
7mm - 47
25cal - 27
338cal - 3
303brit - 1
375cal - 1
Greinilegt af þessu að 6,5mm kúla er afgerandi vinsælust og notuð í 46,5% tilfella, 30cal og 6mm ná ekki einu sinni samanlagt þeim fjölda sem er notaður af 6,5mm
MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Samanburður á caliberum milli ára frá 2009

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Oct 2020 22:14

Það er fráleitt undravert !
Hvað sem öllum deilum um caliber líður er 6,5 mm. kúlan óumdeilt með besta flugstuðulinn, þess vegna án alls vafa, sú besta sem völ er á !
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara