Hverjir sækja um leyfi 2021

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Hverjir sækja um leyfi 2021

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Feb 2021 09:14

Já, er ekki best að taka þessa umræðu einu sinni enn !
Tíminn fer alltaf í hringi og nú er enn og aftur opið fyrir umsóknir í hreindýraveiðileyfi.
Alltaf gaman að heyra hverjir sækja, um hvað og hvar ?
Viðhengi
60B49048-FBDA-4694-8DD1-9522CD1C8158.png
Síðasti veiðidagurimn í fyrra.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 4
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Hverjir sækja um leyfi 2021

Ólesinn póstur af petrolhead » 22 Feb 2021 22:12

Já væri gaman að sjá menn aðeins hressari að tjá sig um þetta mál. En ég er vel settur með két eftir síðastliðið haust svo ég verð ekki meðal umsækjenda þetta árið.
MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hverjir sækja um leyfi 2021

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 06 Mar 2021 00:35

Jæja, hvernig er það Gæi minn, erum við orðnir tveir einir eftir á þessum spjallvef ?
Ég minni á að það verður dregið í hreindýraveiðileyfa lottóinu á morgun, laugardag 6. mars klukkan 14:00
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 4
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Hverjir sækja um leyfi 2021

Ólesinn póstur af petrolhead » 14 Mar 2021 13:03

Því miður sýnist mér það Siggi að við séum orðnir síðustu móhíkanarnir á þessu spjalli :cry:
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

User avatar
Morri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:116
Skráður:03 Oct 2012 22:07
Staðsetning:Efri-Hólum,Núpasveit við Öxarfjörð. Grenjavinnslusvæði: Austursvæði Melrakkasléttu

Re: Hverjir sækja um leyfi 2021

Ólesinn póstur af Morri » 04 Jul 2021 09:52

Sælir

Það er miður ef þetta spjall er alveg endanlega dautt.
Hér inni hafa alltaf verið málefnalegar og skemmtilegar umræður um allskonar sem tengist skotveiði.

Þetta sama skeði fyrir bjarmalandspjallið.

Annars er stefnan að na í 2 tarfa a svæði 1. Sóttum 4 um og fengu tveir af þeim leyfi.

Annars er maður enn að hugsa um ref og greni. Þó það sé alveg að verða búið. Hefðbundna leit og vinnsla á greinum.

Ómar
Ómar Gunnarsson
morri(at)kopasker.is

Hvert skott er sigur

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 4
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Hverjir sækja um leyfi 2021

Ólesinn póstur af petrolhead » 04 Jul 2021 16:15

Ég get ekki neitað því að það yljar mér um kransæðarnar (hjartaræturnar) þegar einhver setur eitthvað hérna inn og vona svo sannarlega að þetta spjall nái sér á strik aftur.
Það væri nú ekki ónýtt að fá smá veiði sögu frá þér Ómar að veiðiferð lokinni.
Ég vil líka hvetja alla þá sem halda til hreindýraveiða þetta árið að setja inn smá lesningu fyrir okkur hina sem heima sitjum um hvernig veiðin gekk, það er alltaf gaman að renna yfir veiðisögur ;-)

MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

karlguðna
Póstar í umræðu: 5
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Hverjir sækja um leyfi 2021

Ólesinn póstur af karlguðna » 22 Jul 2021 17:45

Sælir móhíkanar, Hér er einn sem er ekki á fésinu svo ég ætla að fara að kíkja hér oftar in.... enda er ég loksinns orðin "ALVÖRU SKYTTA" sem sagt þá var ég að skrá mig í klúbbinn enda hálf fluttur í nágrenið,,,, kominn með lítið sumarbústaða land í heklubyggð.
Svo ég svari nú upphafs spurningunni þá sótti ég um hreindýra-veiðileifi en fékk ekki. :( eins og næstum alltaf :/
kv Kalli

eþ. mikið rosalega er liturinn á þessum riffli hræðilegur,, :D
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
petrolhead
Póstar í umræðu: 4
Póstar:346
Skráður:08 Ágú 2012 08:31
Fullt nafn:Garðar Tryggvason
Staðsetning:Akureyri

Re: Hverjir sækja um leyfi 2021

Ólesinn póstur af petrolhead » 23 Jul 2021 19:47

Gaman að heyra / lesa frá þér Kalli, ég er ekki frá því að við móhikanarnir höfum saknað þín.

En ég er nú ekki sammála þér með litinn á rifflinum, finnst hann nokkuð góður enda er þetta næstum því Mopar blár :D
MBK
Gæi
Garðar Tryggvason
Gardartr@gmail.com
Engar áhyggjur...þetta fer aldrei verr en illa!!

karlguðna
Póstar í umræðu: 5
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Hverjir sækja um leyfi 2021

Ólesinn póstur af karlguðna » 03 Ágú 2021 19:50

Já það er ekki fallegt að láta svona neikvæða skoðun í ljós en liturinn er í sjálfusér góður en fastheldnin í það hvernig rifflar eiga að vera á litinn varð til þess að ég féll í þá grifju missa álit mitt á skjáinn og byðst velvirðingar á þessari skjáslettu . Mopar var nú alltaf ofarlega á lista en nú er það FORD-BLÁR
sem blífur en aðal málið er hvort "hann" hittir eitthvað þessi riffill ? :)
kveðja Kalli sem ekur um á 7,5 lítra FORD

E.Þ. er þetta ekki annars 308 riffill ???
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hverjir sækja um leyfi 2021

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 04 Ágú 2021 11:14

Ég virði alltaf skoðanir fólks, hvort sem fólk hefur þær í eldhúsinu eða út á við🙏
Þessi blái er bæði harðskeyttur, beinskeyttur og langskeyttur💥
Kaliber 6,5 Credmore og hefir drepið hreindýr á upp í 400 metra færi⭐️
Mauser M 18 frá Jóa byssusmið og cerocodaður blár af Kristjani Krossdal👍
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

karlguðna
Póstar í umræðu: 5
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Hverjir sækja um leyfi 2021

Ólesinn póstur af karlguðna » 05 Ágú 2021 11:02

Já þá eru fleiri komnir í Creedmoor hópinn . var sjálfur að láta breita 270 win Tikkunni minni í 6mm creedmoor og er rétt að byrja að fynna góða hleðslu í gripinn. Virðist vera beinskeyttur en það á eftir að koma í ljós hvort hann er "harðskeyttur og langskeyttur" :D
kveðja Kalli skytta

Hvernig er það með hreindýr eru þau alveg litblind ?
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hverjir sækja um leyfi 2021

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 05 Ágú 2021 15:44

Já, alveg litblind, þau sjá í svarthvítu !
Mér finnst afleitt að þau fái ekki að njóta bláa litarins á Mausernum mínum með mér !
Það fór einn með mér á veiðar í fyrra með 6 mm Credmore og gekk óaðfinnanlega !
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

karlguðna
Póstar í umræðu: 5
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Hverjir sækja um leyfi 2021

Ólesinn póstur af karlguðna » 05 Ágú 2021 20:41

Veistu hvaða kúlu hann notaði og hvernig kom hún út ? þar sem þú hefur skoðað þetta lengi ef ég man rétt þá þætti mér akkur í að vita þitt álit með góða veiðikúlu.
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 5
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hverjir sækja um leyfi 2021

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 05 Ágú 2021 23:12

Nei, ég man það ekki !
Ég er reyndar lítið inni í þessum 6 mm hleðslum !
Hann heitir Gylfi Frímannsson, hafðu bara samband við hann !
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

karlguðna
Póstar í umræðu: 5
Póstar:469
Skráður:13 Feb 2013 13:46
Fullt nafn:guðmundur karl guðnason

Re: Hverjir sækja um leyfi 2021

Ólesinn póstur af karlguðna » 06 Ágú 2021 11:41

ok takk
Elskun náungann.
BKV. Karl Guðna.

Svara