Hreindýra biðlistar

Allt sem viðkemur hreindýrum
iceboy
Póstar í umræðu: 5
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:
Hreindýra biðlistar

Ólesinn póstur af iceboy » 30 Apr 2012 12:59

Finnst mönnum eðlilegt að það sé búið að skila 20% af þeim veiðileyfum sem úthlutað var???
Þetta bara sýnir að aðsóknin er ekki eins svakalega mikil og umsóknirnar sýna.

Ég veit að þetta hefur lengi verið svona ekki bara núna eftir að hækkað var verðið á fjörðunum.
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hreindýra biðlistar

Ólesinn póstur af Gisminn » 30 Apr 2012 16:03

Að sjálfsögðu er þetta ekki eðlileg afföll en svona hefur þetta verið menn að sækja um bara svona uppá forvitnina hvort þeir fái dýr og hafna svo ef þeir fá og svo aðrir sem sóttu um í góðri meiningu en fjárhagur eða annað breyttist og svo þriðji möguleikinn með þá sem fengu alla vinina til að sækja um fyrir sig en það fengu margir af vinunum dýr og því varð að velja einn vin og skila rest.
Við höfum haft það svoleiðis ég og félagi minn að við sækjum báðir um en þegar loksins annar okkar fær förum við báðir og deilum kostnaði en sá sem fékk dýrið tekur skotið en hinn svo næst þegar við erum dregnir út.
En ég veit samt ekki ef ég spái heiðarlega í það ef annar okkar fær dýr en næsta ár fengjum við báðir hvað við myndum gera með annað leyfið.
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

iceboy
Póstar í umræðu: 5
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Hreindýra biðlistar

Ólesinn póstur af iceboy » 30 Apr 2012 16:42

Já ég veit að menn eru að gera þetta svona, en ef það yrði gert eitthvað í þessu tl þess að umsóknir yrðu bara frá mönnum sem virkilega ætluðu að taka dýr ef þeir fá þá þurfa menn ekki að slá sér saman um að sækja um mörg dýr.
Þetta væri t.d hægt að gera með því að skotprófið yrði að vera staðið áður en sótt er um dýr þá myndi umsóknum fækka verulega.
Vandamálið við þetta er náttúrulega það að þeir sem úthluta dýrum vilja hafa svona margar umsóknir því að þá er möguleiki á að hækka meira verðið á leyfunum. Framboð og eftirspurn og allt það.
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hreindýra biðlistar

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 13 May 2012 10:32

Þetta verður alltaf vandamál með þessa svokölluðu kennitölusöfnun. Það eru margar hliðar á því máli.
Kannski erum við að gera of mikið úr meintri kennitölusöfnun! Kannski eru hreindýraveiðar bara svona vinsælar? Kannski eru við þá í leiðinni að fækka umsóknum almennt?
Einfaldasta leiðin til að stemma stigu við kennitölusöfnuninni er að hækka verðið á leyfunum þar til framboð og eftirspurn ná jafnvægi!
Það er ekki vinsæl aðgerð en sú einfaldasta, fljótlegasta og áhrifaríkasta.
Það er langt síðan ég lagði fram tillögu í þeim efnum, en segja verður að hún fékk frekar dræmar undirtektir.
Tillagan felst einfaldlega í því að eftir sem áður gæti veiðimaður aðeins fengið eitt hreindýraveiðleyfi á ári.
Síðan þegar viðkomandi væri búinn að sækja um leyfi á einhverju tilteknu svæði, tarf eða kú eftir atvikum, mundi birtast gluggi með spurningunni hvað viltu borga fyrir veiðleyfið sem þú sóttir um.
Inn í þennan glugga mundi veiðimaðurinn setja þá upphæð sem hann vildi borga fyrir leyfið.
Síðan yrði ekki þessi úrdráttur sem tíðkast í dag, þeir sem biðu hæstu verðin fengju leyfin og þeir næstu á eftir lentu á biðlistanum!
Einfalt, sanngjarnt og framboð og eftirspurn mundu fljótt ná jafnvægi.
Hvað mundi gerast ef kerfið yrði svona?
Það er erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina.
Það sem ég held að mundi gerast er að 10-20% leyfana færu á ,,skæ hæ" verðum, megin hlutinn yrði á svipuðu verði og leifin eru seld á í dag og 10-20% yrðu á lægra verði en leyfin eru seld á í dag.
Heildar innkoman fyrir öll leyfin yrði að ég held aðeins meri en hún er í dag.
Þetta fer að vísu eftir hvernig veiðmenn mundu bregðast við, eftir því sem ég hef lesið á hinum ýmsustu spjallborðum finnst veiðimönnum þessi verð of há í dag, það segir að þeir hljóti að fylgja samfæringu sinn og bjóða lægra verð í leyfin.
Eða erum við svo miklir gullgrafarar að allir væru tilbúnir að kasta sannfæringunni og bjóða hærra, aðeins til að vera viss um að fá dýr?
Með þessu yrðu málin alfarið sett í val hjá þeim sem sækir um hreindyraveiðleyfi, hann gæti sagt skoðun sína á einfaldan og fljótlegan máta um verðlag á hreindýraveiðleyfum og hætt að nöldra yfir því heima í eldhúsi og á spjallsíðunum fyrrnefndu!
Viðhengi
IMG_7639.JPG
Fylgst með hreindæyraveiðileyfaútdrætti hjá ÞNA á Egilsstöðum
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

iceboy
Póstar í umræðu: 5
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Hreindýra biðlistar

Ólesinn póstur af iceboy » 13 May 2012 10:50

Þetta er ein hugmynd.
Ég ræddi þetta við einn mann sem hefur viðrað þá hugmynd að þetta skotpróf sem verið er að setja á ætti að taka áður en menn sækja um hreindýr. Þá væri umsókn ekki gild nema búið væri að standast skotpróf, með því móti þá taka menn ekki skotpróf án þess að ætla virkilega á veiðar og sækja því ekki um nema ætla að taka dýr ef þeir fá það.
Ég væri til í að sjá tölfræðina um hversu margir það eru sem afþakka leyfi ár eftir ár. Þeir hljóta að vera einhverjir.
En ég veit að það á að breyta umsóknunum fyrir næsta tímabil og þá er spurning hvort að ekki fækki eitthvað umsóknum.
Þessi eftirspurn sem kemur fram á umsóknum er ekki rétt, það að það sé búið að skila inn 20 % af leyfunum núna það sýnir að eftir spurnin er ekki svona mikil.
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Hreindýra biðlistar

Ólesinn póstur af Gisminn » 13 May 2012 11:37

Þetta er góð hugmynd og þá líka yrði skytta tilbúin ef kallað yrði á hana á síðustu stundu.
Ég væri ekki að sjá það gerast ef ég fengi hringingu og sagt að ég gæti fengið dýr en ég hefði næst hvað eigum við að sega 2 daga til að fara og fella það.Hvað þá með skotprófið væri það aðstæður sem litið yrði framhjá prófinu?
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hreindýra biðlistar

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 14 May 2012 13:39

Var að fá svar frá Jóa Gutt. hjá UST varðandi stöðu biðlista.

Næstur inn á biðlista nr:

Veiðisv. nr Kýr Tarfur
1 og 2 97 40
3 10 4
4 6 4
5 7 2
6 15 fimm skipta listi tveir eftir
7 25 1
8 21 12
9 9 10

Mér sýnist ganga hraðar upp biðlistann núna en i fyrra allavega.
Síðan eru eitthvað fleiri leyfi í farvatninu.
Tarfarnir fóru upp í 45 í fyrra á svæði 1 og 2 og kýrnar upp í um 250 á síðustu dögunum á sama svæði, þetta ætti að fara lengra upp á þessu ári miðað við þetta.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hreindýra biðlistar

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 14 May 2012 17:35

Ég næ ekki að koma biðlistaskránni hérna fyrir ofan rétt inn, ég get ekki jafnað dálkana.
Þetta eru þrír dálkar og ein lína í hverjum, fremst er Veiðisv. nr það ruglar líka að veiðsvæði 1 og 2 eru efst í fyrsta dálknum síðan er bara ein tala í röð niður 3,4,5,6,7,8 og 9
Í næsta dálki eru Kýr og þeim síðasta Tarfur síðan eru tölur yfir næsta númer inn á hverju svæði niður dálkana.
Vona að þetta skiljist, þó þetta líti út eins og sudocu.
Magnús, þú getur kannski lagað þetta !
Hérna er líka slóð á þetta inni á hreindyr.is Takk fyrir að benda mér á það Árnmar :)
Þetta er undir, Biðlisti, flipanum.
http://www.ust.is/einstaklingar/veidi/hreindyr/
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 14 May 2012 21:56, breytt 2 sinnum samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

iceboy
Póstar í umræðu: 5
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Hreindýra biðlistar

Ólesinn póstur af iceboy » 14 May 2012 18:02

Þetta er líka komið inn á hreindýr.is.
ég er búinn að bíða eftir að sjá þennan lista uppfærðan, er að bíða eftir að vinkona mín detti inn:-)
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Hreindýra biðlistar

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 May 2012 16:48

Já, það koma væntanlega fleiri leyfi inn næstu daga, flest á svæði 2
Viðhengi
870_7092.JPG
Öræfakonungur fallinn
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

iceboy
Póstar í umræðu: 5
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Hreindýra biðlistar

Ólesinn póstur af iceboy » 16 May 2012 17:19

Já ég á von á því. Annars er ég svosem sáttur, er bara að skoða hvenar passar fyrir mig að fara á veiðar.
Kosturinn er að ég ætti ekki að eiga í miklum vandræðum með að fá eftirlitsmanninn svona nokkurnveginn þegar hentar mér
Árnmar J Guðmundsson

Svara