Reglugerð um verklegt skotpróf vegna hreindýraveiða.

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Re: Reglugerð um verklegt skotpróf vegna hreindýraveiða.

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 17 May 2012 08:47

Það á nú allt of oft við um UST í samstarfi við Umhverfisráðuneytið, sagan um fílinn og músina ,,fíllinn tók jóðsótt og það fæddist lítil mús", samkvæmt reynslunni eru þeir ,,klúðrarar dauðans" þegar skipulagning, lagasetning og reglugerðarsmíð eru annars vegar. :)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Reglugerð um verklegt skotpróf vegna hreindýraveiða.

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 21 May 2012 15:20

Svona lítur skotskífan út sem nota á í verklega skotprófinu. Rakst á þetta eintak í höfuðstöðvum SKAUST og tók mynd, hélt mig vera að stunda svakalegar iðnaðarnjósnir, en það er víst einhvernstaðar hægt að hlaða þessu niður af netinu, þekki ekki slóðina svo ég held mig bara við njósnarafílinginn.
Viðhengi
IMG_6604.JPG
Hann hefur náð þessi
IMG_6604 (2).JPG
Hérna er betur hægt að lesa það sem stendur á plagginu
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

iceboy
Póstar í umræðu: 6
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Reglugerð um verklegt skotpróf vegna hreindýraveiða.

Ólesinn póstur af iceboy » 21 May 2012 15:24

Líst vel á að þessi skífa er notuð, það er búið að skjóta 5 skotum á hana, þau eru öll innan hringsins svo að þá hlýtur maður að ná þessu sjálfkrafa :lol:
Árnmar J Guðmundsson

iceboy
Póstar í umræðu: 6
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Reglugerð um verklegt skotpróf vegna hreindýraveiða.

Ólesinn póstur af iceboy » 21 May 2012 15:30

En svona grínlaust þá er gott mál að skífan er tilbúin.

En hvenar er hægt að byrja að taka þetta próf? Veit það einhver

Ég t.d fyrir mitt leiti hef ekki marga daga fram til 1 juli þar sem ég get tekið þetta próf
Árnmar J Guðmundsson

marin
Póstar í umræðu: 1
Póstar:72
Skráður:17 May 2012 04:42

Re: Reglugerð um verklegt skotpróf vegna hreindýraveiða.

Ólesinn póstur af marin » 22 May 2012 02:31

Sælir.
Mér finnst þetta alveg með ólíkindum seint á ferðinni, er sjálfur sjómaður á frystitogara og ekki veit ég hvernig við (sem erum mánuð út á sjó í einu), eigum að taka þetta próf, við fáum kannski undanþágu eins og útlendingarnir. Á samt ekki von á því, finnst að það ætti að fresta þessu um eitt ár, leyfa þeim sem ætla að sjá um þessi skotpróf að undirbúa sig eins og þeir þurfa.
Þetta er orðin alltof stuttur tími.
Kveðja.
Árni Kristinsson
Fjallabyggð

iceboy
Póstar í umræðu: 6
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Reglugerð um verklegt skotpróf vegna hreindýraveiða.

Ólesinn póstur af iceboy » 22 May 2012 07:35

Árni ég er alveg sammála það að þetta er stuttur tími.
Ég er ekkert ósáttur við prófið sem slíkt en ég er ekki eins sáttur við framkvæmdina.
En ég talaði við þann sem er með hreindýra málefnin hjá Ust, hann er á Akureyri man ekki í augnablikinu hvað hann heytir. Hann sagð að þetta yrði leyst með undanþágum að menn fengju frest. En afhverju í ósköfunum að búa til eitthvað svona þegar það er klárt að það þarf að fá frest strax.

Prófið er í raun tekið beint upp úr reglunum hjá hinum norðurlöndunum með smá undantekningum þó. T.d í noregi þarftu að sýna fram á 30 æfingaskot áður en þú færð að fara í prófið og þú mátt ekki skjóta þeim öllum sama daginn, getur t.d skotið 25 skotum einn daginn og svo næst tekuru 5 skot og svo prófið.

En athugaðu eitt, ef þú færð undanþágu i ár þá þarftu ekki að taka prófið á næsta ári.
Í textanum stendur að þú þarft að standast skotpróf fyrir 1 júli og það þarf að hafa verið staðið á síðustu 12 mánuðum. Svo ef þú ferð út um sjómannadag, færð frest til að taka prófið, tekur svo prófið 10 júli að þá á næsta ári 1 JÚLI þá ertu með gilt skotpróf tekið ánnan síðustu 12 mánaða:)

kv Árnmar sem þarf að öllum líkindum að fá undanþágu:)
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Reglugerð um verklegt skotpróf vegna hreindýraveiða.

Ólesinn póstur af TotiOla » 22 May 2012 11:31

Sæll Árnmar

Spurning hvernig menn eru að túlka þessa 12 mánaða reglu. Ég skil þetta allavega þannig að prófið þurfi að taka innan við 12 mánuðum fyrir veiðar. Þ.e.a.s. ef þú ferð á veiðar 1. ágúst 2013 þá þarftu að hafa tekið prófið eftir 1. ágúst 2012 en fyrir 1. júlí 2013.

Kannski er þetta misskilningur hjá mér. Ég veit það ekki. Hvort sem reynist rétt, þá býður þetta manni sem kallaður er af biðlista 10. ágúst 2012 og látinn standast prófið, færi á að skjóta hreindýr fyrir 10. ágúst 2013 án þess að taka það aftur.

En ég er sammála mönnum með það að frestur skotfélaga til þess að undirbúa þetta og okkar veiðimanna til þess að taka prófið er orðinn allt of lítill. Eins og fleiri er ég fylgjandi prófinu en styð það að þrýst verði á frestun um eitt ár.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 7
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Reglugerð um verklegt skotpróf vegna hreindýraveiða.

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 23 May 2012 21:41

Þetta er réttur skilningur hjá Árnmar ! Lítill fugl hvíslaði því að mér í dag að skotprófið muni kosta 4.500,- kr.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 24 May 2012 09:09, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Reglugerð um verklegt skotpróf vegna hreindýraveiða.

Ólesinn póstur af TotiOla » 24 May 2012 00:14

Sæll Sigurður

Er það þá þannig að einstaklingur sem tekur prófið fyrir frest 2012, segjum 28. júní, þarf að taka prófið aftur fyrir 1. júlí 2013. En sá sem er kallaður inn af biðlista 5. júlí 2012, og fær undanþágu til þess að taka prófið þá, þarf ekki að taka prófið aftur fyrir næsta tímabil (2013)?

ATH. Ég gef mér í þessu dæmi að þessir tveir einstaklingar fái báðir dýr tvö ár í röð.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Reglugerð um verklegt skotpróf vegna hreindýraveiða.

Ólesinn póstur af maggragg » 24 May 2012 00:19

2. gr.
Verklegt skotpróf.
Áður en veiðimaður fer til hreindýraveiða skal hann hafa staðist verklegt skotpróf á síðustu tólf mánuðum.
Það er talað um áður en veiðimaður fer til hreindýraveiða en ekki fyrir 1. júlí þannig að jú sá sem fer 5. júlí í próf þarf að taka það aftur áður en hann fer á veiðar 2013.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Reglugerð um verklegt skotpróf vegna hreindýraveiða.

Ólesinn póstur af TotiOla » 24 May 2012 00:37

Það var það sem ég hélt upphaflega. Það er greinilegt að menn eru að túlka þetta á mismunandi hátt.

Ég skil þetta eins og þú, Magnús, og það opnar samt sem áður á þá glufu að veiðimaður sem kallaður er út af biðlista á seinustu dögum tímabilsins ætti tæknilega séð að vera gjaldgengur fyrri hluta tímabils næsta árs. Ekki satt?

Þeir hljóta samt að setja eitthvað í smáa letrið sem tekur á þessu. Það mætti gera með því að undanþágur biðlistamanna séu tímabundnar (til 1-5 mánaða) og gildi þ.a.l. ekki fyrir næsta tímabil, eða eitthvað slíkt.
Mbk.
Þórarinn Ólason

iceboy
Póstar í umræðu: 6
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Reglugerð um verklegt skotpróf vegna hreindýraveiða.

Ólesinn póstur af iceboy » 24 May 2012 08:12

En í næstu línu í textanum stendur að það þarf að vera búið að skila inn skotprófinu fyrir 1 julí.
Samkvæmt því þá þannig að þeir hafa einfaldlega ekki hugsað út í þennan möguleika.

Farir þú í skotprófið 5 júlí í ár þá ættiru að geta skilað inn staðfestingu á því skotprófi 1 juli á næsta ári og það ætti að duga samkvæmt þessum texta
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Reglugerð um verklegt skotpróf vegna hreindýraveiða.

Ólesinn póstur af maggragg » 24 May 2012 08:22

Já það er rétt.

Reyndar er önnur málsgrein í 2. grein tvíræð:
Veiðimaður þarf að skila inn til Umhverfisstofnunar staðfestingu á að hann hafi lokið verklegu skotprófi fyrir 1. júlí ár hvert.
Hvort á veiðimaðurinn að skila inn staðfestingunni sjálfri fyrir skotprófi sem lokið var innan 12 mánaða fyrir 1. júlí eða á hann að ljúka skotprófi fyrir 1. júlí hvert ár og senda staðfestingu á því?
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Reglugerð um verklegt skotpróf vegna hreindýraveiða.

Ólesinn póstur af TotiOla » 24 May 2012 12:13

Góð spurning.

Hvað með orðalagið "ár hvert"? Er ekki hægt að túlka það þannig að þú þurfir að taka prófið innan hvers árs? Þ.e.a.s. milli 1. jan. og 1. júl. ár hvert.

Þannig væru amk. öll vafamál leyst og (undanþegin biðlista-)staðfesting frá ágúst árið áður ekki gild 1. júlí árið eftir. Ekki það að ég sé einhver talsmaður þess að menn þurfi að taka þetta sem oftast. Vil bara hafa hlutina á hreinu, ekki loðna :)

En að öðru, hefur einhver fundið þessa skotskífu á netinu (slóð?) sem Sigurður setti mynd af hér inn? Maður getur nú svo sem fundið 14cm skotskífur hér og þar á netinu, en ég sé ekkert hjá UST.is.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 8
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: Reglugerð um verklegt skotpróf vegna hreindýraveiða.

Ólesinn póstur af maggragg » 25 May 2012 16:53

Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 5
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Reglugerð um verklegt skotpróf vegna hreindýraveiða.

Ólesinn póstur af TotiOla » 25 May 2012 16:56

Þú ert töframaður Magnús :shock:

Ég var búinn að reyna flest og tel mig nú þokkalega tölvu-sjóaðann, en allt kom fyrir ekki.

Mér hefur greinilega yfirsést þessi síða þarna eða þá að þetta hefur ekki verið komið inn á hana :oops:

Kærar þakkir fyrir þetta :D
Mbk.
Þórarinn Ólason

Svara