1300 pundfet og .243/6mm kúlur

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
1300 pundfet og .243/6mm kúlur

Ólesinn póstur af maggragg » 15 Jun 2012 14:24

Ég tók saman upplýsingar um þær kúlur sem eru í boði í 6 mm og hvað þarf að koma þeim hratt til að þær teljist "löglegar" á hreindýr samkvæmt reglugerðinni. Þetta er til fróðleiks og upplýsinga.

Þetta er reiknaði í JBM ballistics og miðar við að kúlan hafi slagkraftinn 1300 pundfet á 200 metra færi. Útreikningarnir miða við 10°C og 1013 hPa þrýsting. Hraðaskekkja +-10 fps

Hornady Interlock BTSP 100 grain.
Lágmarkshraði úr hlaupi: 2930 fps.
Lágmarks twist: 1/10"
.243 Win MAX hleðsla: 3022 fps (Norma MPR)

Sierra Gameking 100 grain.
Lágmarkshraði úr hlaupi: 2910 fps.
.243 Win MAX hleðsla: 3028 fps (Norma MPR)
6mmBR MAX hleðsla: 2884 fps (H4350)
6-284 MAX hleðsla: 3215 fps (N570)


Norma Oryx 100 grain.
Lágmarkshraði úr hlaupi: 3250 fps.
.243 Win MAX hleðsla: 3012 fps (Norma MPR)

Berger VLD 105 grain.
Lágmarkshraði úr hlaupi: 2730 fps.
Lágmarks twist: 1/8"

Lapua Softpoint 100 grain.
Lágmarkshraði úr hlaupi: 3150 fps.
.243 Win MAX hleðsla: 3023 fps (Norma MPR)

Nosler Partition Spitzer 100 grain.
Lágmarkhraði úr hlaupi: 2970 fps.
.243 Win MAX hleðsla: 3020 fps (Norma MPR)

Til að vita lágmarkstvistið þarf lengd á kúlunum og ef þið eigið þær getið þið sent þær á mig svo ég geti sett það inn hér líka. Lágmarkstwist fer eftir lögun og lengd kúlunar og því mjög misjafnt eftir kúlum. Það er svo hægt að skoða hleðslubækur og sjá hvort að þessar kúlur uppfylla skilyrðin fyrir tiltekin caliber.

Bætti við útreikningum úr QuickLoad fyrir .243 Win, 6mmbr, 6-284 og fann út max hleðslur. Norma MPR kemur best út með N560 á hælunum sem púður fyrir 100 graina kúlur í .243 Win samkvæmt QL
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 3
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: 1300 pundfet og .243/6mm kúlur

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 15 Jun 2012 15:25

Það væri líka mjög fróðlegt að vita hvaða hleðslu og hvaða púður þú þarft að vera með til þess að ná þessum hraða. Ég hef heyrt að það þurfi nálægt MAX hleðslu eða jafnvel yfir til þess að .243 nái nógu miklum hraða og einnig er twistið held ég algengara í 1/10 en þyrfti kannski að vera 1/8 til þess að ráða vel við þessar þungu kúlur.

Ég hef þó ekki skoðað þetta vísindalega sjálfur enda ekki með .243. Menn ættu annað hvort að hækka krofurnar um cal í 6,5 x 55 eða lækka kröfurnar um slagkraftinn til þess að 75 - 85 grs kúlur í .243 sleppi inn í þennan flokk með slagkraftinn, það er mín skoðun þangað til menn geta sýnt fram á annað.

Ég hef alltof oft heyrt menn tala um það að 243 ráði einfaldlega ekki vel við þær kúlur sem gerð er krafa um að skotið sé með.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

Bc3
Póstar í umræðu: 1
Póstar:156
Skráður:15 Jun 2012 16:15
Staðsetning:Grindavík

Re: 1300 pundfet og .243/6mm kúlur

Ólesinn póstur af Bc3 » 15 Jun 2012 16:18

Sælir vinur minn er að skjóta úr rifflinum minum (Tikka T3 .243 twist 1-10) með 100gr Hornady interlock kúlum og það er að koma mjög vel út. hef einmitt heyrt um þetta líka með að 100gr sé overkill fyrir .243
Kv Alfreð F. Bjōrnsson

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: 1300 pundfet og .243/6mm kúlur

Ólesinn póstur af maggragg » 15 Jun 2012 17:23

Sammála þér Stefán að annaðhvort ætti að lækka kröfurnar um slagkraftinn eða lækka kúluþyngdina því stór hluti veiðiriffla (.243 Win ) passa í raun ekki inn í þessa skilgreiningu eins og hún er. Ég ætla að skoða hvað QL gefur mér sem mestan hraða fyrir hverja kúlu og bæta því við fyrir .243 Win og kannski einhver önnur ef menn vilja. Ef þið vitið um fleirri kúlur get ég bætt þeim við.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: 1300 pundfet og .243/6mm kúlur

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Jun 2012 23:41

Þetta eru mjög athyglisverðar tölur Magnús þessar 100 gr. kúlur sem þú nefndir þurfa frá 2910 fps upp í 3250 fps.
Ég fletti að gamni mínu upp í VIHTA VUORI hleðslubæklingnum og skoðaði töfluna yfir 243, þar er að vísu bara gefin upp ein 100 gr. kúla og miðað við max hleðslu þar er hraðasta hleðslan þar gefin upp fyrir 2904 fps, svo það virðist vera að það sé engin 100 gr. kúla sem nær nógum hraða til að ná þessum krafti út á 200 metrunum sem krafist er.
Það er bara 105 gr. berger kúlan sem þú nefnir sem nær þessu en það bætir í slagkrafinn þessi 5 grein,
það er það sama í bæklingnum sumar 105 gr. kúlurnar ná þessum hraða við max hleðslu.
En gangi 243 illa að ráða við 100 gr. kúlu gengur honum líklega ekki betur að ráða við 105 gr. kúluna.
Svo þetta virðist setja 243 hálfgert út úr hreindyraveiðum.
Það er að vísu lang síðan ég gerði mér grein fyrir að þetta væri á mörkunum, þess vegna hef ég oft sagt við menn sem eru að spurja mig ális á hentugu kaliberi til hreindyraveiða að 243 sé svolítið kalíber gærdagsins.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: 1300 pundfet og .243/6mm kúlur

Ólesinn póstur af sindrisig » 16 Jun 2012 01:09

Sæll Siggi.

Ég hef oft velt þessu atriði fyrir mér varðandi slagkraftinn á 243 og finnst eins og frasar líkt og hraðinn drepur sé tekinn út úr þessari umræðu. Létt kúla á miklum hraða drepur hratt og vel. Varla geta menn mótmælt því. Kúlan þarf ekki að fara í gegn, betra er að hún geri það ekki. Kjötskemmdir er vandamál skyttunnar, lungnaskot eru án kjötskemmda í lang, lang flestum tilfellum. Þungar kúlur og hægflattar henta, að mínu mati, ekki vel á styttri færum með hraðflugi líkt og 243 er.

Ég hef notað í 7mm rem mag kúlu sem er 100 grain með betri árangri en t.d. oryx 156 grain. 100 grain á 3600 fps+ en hin á ~3000. Oryx fer í gegn án þess að fletjast út með viti á færi undir 100 metrum og ég hef lent í því að lungnaskjóta þremur oryx kúlum á sama dýrið, því það einfaldlega leit ekki út fyrir að hafa fengið neitt í sig.

Aldrei lent í því sama með léttu kúlunni, þó að færið sé yfir 200 metrar.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: 1300 pundfet og .243/6mm kúlur

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Jun 2012 09:49

Já Sindri þetta er mjög athyglisvert og styður það sem ég hef verið að segja að léttari kúlur henti betur til veiða hér uppi á klakanum en þyngri kúlurnar.
Það hefur verið að koma á óvart hvað léttar kúlur kringum 100 gr og upp í 110 gr. eru að koma vel út í nákvæmni (þá er ég að tala um nákvæmni til veiða) jafnvel í þessum stærri kalíberum svo sem 270, 7 mm og jafnvel 30 kalíberunum.
Hef ekki heyrt áður um 100 gr. kúlu í 7 mm. Sindri, hvernig er hún að koma út í nákvæmni hjá þér?
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: 1300 pundfet og .243/6mm kúlur

Ólesinn póstur af sindrisig » 17 Jun 2012 18:20

Trúlega er þetta besta kúla sem ég hef hlaðið í rörið.

Gæs á 250 metrum og hausskotnir selir á 300 með 3-9x42 Khales og nazistastólpa.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 3
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: 1300 pundfet og .243/6mm kúlur

Ólesinn póstur af E.Har » 19 Jun 2012 15:55

Hum ég vil eginlega frekar fara að eins og nágrannarnir og setja 6,5 sem lágmark Leifa þessvegna 95 gr v-max kúluna en ekki það að ég telji kvikindin einhvað skothörð. Fekar að ég held að það minki vésin með foknar kúlur og almenn leiðindi.

En það er allavega mín skoðun. Svo er það hitt, með kúlurnar. Rétt staðsett kúla skemmir ekkert sama hverrar gerðar hún er,
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

bjarniv
Póstar í umræðu: 1
Póstar:32
Skráður:04 Mar 2013 20:59
Fullt nafn:Bjarni Valsson

Re: 1300 pundfet og .243/6mm kúlur

Ólesinn póstur af bjarniv » 04 Mar 2013 21:54

Sælir, rakst á þennan þráð og fannst þetta ansi forvitnilegt, þannig að ég skoðaði aðeins hvernig þetta er með verksmiðjuskot og miðað við upplýsingar frá framleiðendum þá virðast fæst 100 grs skot ná þessum slagkrafti. Í sömum tilfellum vantar jafnvel töluvert uppá. Ætli verslanir hérna selji mönnum þetta sem skot á hreindýr??
Kveðja Bjarni Valsson

User avatar
baikal
Póstar í umræðu: 1
Póstar:33
Skráður:16 Jul 2010 23:17
Fullt nafn:Einar Stefánsson
Staðsetning:Skagafjörður
Hafa samband:

Re: 1300 pundfet og .243/6mm kúlur

Ólesinn póstur af baikal » 05 Mar 2013 01:50

Ef þið getið verslað ykkur verksmiðjuhlaðin Federal með 100 gr Sierra game king er samkvæmt tölum frá þeim hraðinn 2960 og 1400 pundfet á 200 m , tvær aðrar 100 gr eru á mörkunum.
Kveðja úr Skagafirði.
Einar Stefánsson.

egill_masson
Póstar í umræðu: 2
Póstar:24
Skráður:30 Oct 2012 22:33
Staðsetning:101 Reykjavík

Re: 1300 pundfet og .243/6mm kúlur

Ólesinn póstur af egill_masson » 27 Mar 2013 21:52

Sako Gamehead 100 gr er t.d. gefin upp með 1314 pundfet á 200m.

100 graina kúlur eru kannski ekki optimal fyrir 1/10 twist, en fjölmargir 243 rifflar (Savage, Ruger) koma með hraðara twisti og ráða vel við þessar kúlur. Og þó stóru kúlurnar séu ekki optimal fyrir 1/10 eru þær væntanlega meira en nógu góðar fyrir veiðitilgang.

Þannig að mér finnst fráleit umræða að banna 243 fyrir hreindýr. Þarna eru menn að leysa vandamál sem ekki er fyrir hendi. Látum öðrum það eftir að stunda slíka iðju.
------------------------------
Egill Másson, Reykjavík

User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:

Re: 1300 pundfet og .243/6mm kúlur

Ólesinn póstur af maggragg » 27 Mar 2013 22:21

Tæknilega séð eru þær hleðslur sem ekki uppfylla þessi skilyrði bannaðar á hreindýr. Spurningin er hvort réttara væri að slaka á kröfunum, eða einfaldlega að hækka þær, því .243 lendir á milli í dag og er í hálfgerðum vandræðum. Þetta snýst ekki um hvort þetta drepi eða ekki heldur einfaldlega lagalegt atriði.
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

Sveinbjörn V
Póstar í umræðu: 3
Póstar:109
Skráður:13 Dec 2012 20:55

Re: 1300 pundfet og .243/6mm kúlur

Ólesinn póstur af Sveinbjörn V » 27 Mar 2013 22:34

Ég ætla sko að taka undir síðustu ummæli hér ( á undan maggragg ).
Þessi Federall skot eru bestu bestu verksmiðjuskot sem ég hef prófað í 243win.
Og sierra gameking ágæt til hleðslu!
Þetta er bara einhver flottræfilsháttur að þurfa að vera með alltof stórar byssur, sem menn hafa yfirleitt ekkert að gera við hér á þessu skeri..
Hef ekki séð færri menn í vandræðum með .308 en .243 í prófum og undirbúningi fyrir þau.

Fólk á bara einfaldlega að vita hvað það er að gera þegar það er á hreyndýraveiðum, það er aðal málið!
Og flestum veitir ekki af æfingu :evil:
Sveinbjörn V. Jóhannsson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: 1300 pundfet og .243/6mm kúlur

Ólesinn póstur af gylfisig » 27 Mar 2013 22:56

Það er engum blöðum um það að fletta að þungar kúlur í (suma) 243 win riffla, geta verið erfiðar viðfangs. Sumir rifflar skjóta henni alls ekki, eða þá afar illa.
90 grs Sierra fmj lenti þversum á blaði á 100 metra færi úr mínum 243 riffli.
Ég notaði bara 80 grs kúlu i hann.
Ég hef sett léttari kúlur i þá riffla sem ég hef fengið i hendurnar, og menn hafa bara verið sáttir við það.
80-85 grs kúla drepur hreindýr alveg jafnvel og 100 grs kúlan.
Yrði ég hins vegar spurður að því af manni sem væri að kaupa sinn fyrsta riffil, sem nota ætti til hreindýraveiða, þá segði ég honum einfaldlega að velja aðra hlaupvídd en 243.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

egill_masson
Póstar í umræðu: 2
Póstar:24
Skráður:30 Oct 2012 22:33
Staðsetning:101 Reykjavík

Re: 1300 pundfet og .243/6mm kúlur

Ólesinn póstur af egill_masson » 27 Mar 2013 23:24

Vesturröst er að selja 100 gr Federal Powershok með Federal SP kúlu. Orka á 200m er gefin upp 1331 pundfet.
------------------------------
Egill Másson, Reykjavík

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 3
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: 1300 pundfet og .243/6mm kúlur

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 27 Mar 2013 23:26

Ég hef heyrt sögu frá fyrstu hendi af hreindýri sem var skotið á 320 - 340 metra færi með 55 grs kúlu í .243 sem steinlá í fyrsta skoti.

Þetta segir mér alveg nóg til þess að vita að þessar kröfur sem eru gerðar eru tómt rugl, eins og flest annað í kringum þessar hreindýraveiðar, enda var megnið af hreindýrum skotið með .222 fyrir ekki svo löngu síðan og reyndar var .22 LR notað líka. .222 þótti frekar stórt cal á þessum tíma.

Þetta er lagatækniegs eðlist eins og Maggi bendir á, en hefur lítið með það að gera hvort kúlan drepur hreindýrið fljótt og vel eins og til er ætlast. Lang flest hreindýr eru skotin á undir 200 metra færi.

Þessi 100 grs lámarks þyngdar krafa er þannig algjört rugl að mínu mati. En eittverstaðar þarf að setja lágmarkið. Þekkingarleysi þeirra sem setja þessar reglur er hinsvegar algjört, þegar rifflar eru annars vegar. Í því sambandi get ég bent á það að þegar fyrstu drög að skotprófunum komu, þá stóð til að gefa þeim sem nota blandvopn afslátt af skotprófinu, þannig að þeir þyrftu bara að skjóta 3 skotum en ekki 5... :roll:

KV: Einn svolítið mikið pirr eftir samskipti við UST og Umhverfisráðneytið vegna leiðsögumanna námskeiða undanfarin ár.

Er eitthver hér sem er enn að bíða eftir að komast á námskeið: Spurning um að hafa samband við þennan vegna þessarar þvælu
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: 1300 pundfet og .243/6mm kúlur

Ólesinn póstur af gylfisig » 28 Mar 2013 01:39

Mér finnst það nú reyndar svolítið "risky business" að skjóta á hreindýr á vel á fjórða hundrað metra færi með 55 grs kúlu !
Það myndi ég aldrei gera nema með mun þyngri kúlu. Hef reyndar gert það, með 300 Wm. og ekkert tiltökumál, en með 55 grs... held ekki .
Ég er reyndar sammmála þessu með UST. Virðist lítið hlustað á tillögur frá þaulreyndum aðilum.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 3
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: 1300 pundfet og .243/6mm kúlur

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 28 Mar 2013 13:30

Ég var nú kannski ekki að mæla því bót að skjóta hreindýr á þessu færi með þetta léttri kúlu, heldur að sýna fram á fáránleika þess að gera þessar kröfur til .243 riffla. 20 -30% .243 riffla ráða kannski vel við að skjóta 100 grs + kúlum, kannski er hlutfallið ekki einu sinni svo hátt.

Mér finnst að annaðhvort ætti að hækka kröfurnar í 6,5 mm eða slaka á kröfunum fyrir .243. 70 - 90 grs kúlur í .243 er í lang flestum tilfellum nóg til þess að fella hreindýr fljótt og vel. Hvaða tilgangi þjóna þessar reglur?

Þetta ber allt keim af því að þeir sem setja reglurnar horfi á tölur á blaði í stað þess að bera skynbragð á það sem virkar í raunveruleikanum. Þetta er mín skoðun á þessu máli.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 4
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: 1300 pundfet og .243/6mm kúlur

Ólesinn póstur af gylfisig » 28 Mar 2013 14:12

Einmitt.
Og ég er alveg sammála þér, Stefán
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Svara