Skotprófið og gjaldið

Allt sem viðkemur hreindýrum
iceboy
Póstar í umræðu: 2
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:
Skotprófið og gjaldið

Ólesinn póstur af iceboy » 29 Jun 2012 08:23

Hefur einhver hérna inni prófað að biðja um nótu fyrir skotprófinu?

T.d þeir sem eru hreindýraeftirlitsmenn?

Þeir eru með starfsemi í kringum veiðarnar og ættu því að geta fengið endurgreiddan vsk.

Nú veit ég að Umhverfisstofnun drullaði langt upp á bak með þetta próf en er ráðuneitið virkilega að stuðla að svartri atvinnustarfsemi, því að starfsemi sem ekki er getin út vsk nóta á hlítur að teljast svört svo lengi sem ekki eru borguð gjöld af upphæðinni, eða er þetta gjald talið sem "frjálst" framlag til íþróttafélaganna?

Bara svona smá hugleiðing

p.s. það skal tekið fram að ég er ekki á móti skotprófinu sem slíku en framkvæmdin og skipulagningin frá umhverfisstofnum er klúður og til skammar. Og ég sé heldur svosem ekkert eftir þessum pening enda tók ég prófið í því skotfélagi sem ég er félagsmaður í og styrkti það því í leiðinni.
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Skotprófið og gjaldið

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 29 Jun 2012 09:52

Já Árnmar þetta er þörf hugleiðing, ég er sammála þér um að ,,framkvæmdin og skipulagningin frá umhverfisstofnum er klúður og til skammar", þó ég sé fylgjandi þessum skotprófum eins og þú.
Ég tel hins vegar óþarfi að leiðsögumenn séu að taka þetta skotpróf á hverju ári vegna þess að það eiga engir að fá leiðsögumannaréttindi nema þeir sem kunna að fara með byssu og geti skotið skammlaust af riffli.
Það er hins vegar eðlilegt finnst mér að leiðsögumenn fari í erfitt skotpróf þegar þeir fá leiðsögumannaréttindi í fyrsta skipti, erfiðara en hinn almenni veiðimaður er að þreyta.
Hvað varðar VSK nótuna virðast opinberir aðilar lúta öðrum reglum en við pöpullinn.
Ég á nýlegar nótur yfir skotvopnaleyfi og ökuskírteini og samkvæmt þeim virðist ekki þurfa að leggja VSK á þessa leyfaútgáfu.
Einnig fór ég og fékk mér læknisvottorð vegna ökuskírteinisins og fékk nótu en það er enginn VSK tilgreindur á þeirri nótu heldur.
Nú veit ég að veiðleyfi eru undanþegin VSK, þess vegna þarf ekki að greiða VSK af hreindýraveiðleyfum, en öll þjónustustarfsemi kring um veiðarnar er VSK skyld.
Það virðist vera að opinberir aðilar sem innheimta þjónustugjöld þurfi ekki al gefa út VSK notu fyrir þeim viðskiptum en gjald fyrir skotprófin er innheimt samkvæmt opinberri ófrávíkjanlegri gjaldskrá.
Hins vegar mun ég biðja um nótu fyrir skotprófinu sem ég þarf í vegna leiðsögumannaréttindanna ásamt að sjálfsögðu gjaldinu fyrir leiðsögumannaskírteininu sem er 8000 krónur.
Þetta get ég allt talið fram sem kostnað í rekstrinum sem leiðsögumaður.
Viðhengi
IMG_3732.JPG
Það er í mörg horn að líta fyrir leiðsögumanninn. Mynd Vald.Leif.
IMG_3732.JPG (69.48KiB)Skoðað 1325 sinnum
IMG_3732.JPG
Það er í mörg horn að líta fyrir leiðsögumanninn. Mynd Vald.Leif.
IMG_3732.JPG (69.48KiB)Skoðað 1325 sinnum
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Skotprófið og gjaldið

Ólesinn póstur af Gisminn » 29 Jun 2012 11:10

ég er búin að tjá mig um skotprófið :o
En með leyfi höfundar þá langar mig að spyrja þig Sigurður um þessa snúrutappa sem þú ert með í eyrunum hvort þeir séu svona góðir eða ert með þessa vegna léttleikans og enganvegin fyrir þegar riffillinn er mundaður ?
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Skotprófið og gjaldið

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 29 Jun 2012 12:02

Þorsteinn, já ástæðan fyrir að ég er með þessa snúrutappa er sitt lítið af hverju og allt sem þú minntist á.
Þei eru léttir alltaf tiltækir set snúruna um hálsinn á morgnana um veiðitímann þegar ég klæði mig og bregð einföldum hnút á snúruna svo þeir tynist síður, auðvelt að vera með þá allan daginn vegna léttleikans.
Þeir virka mjög vel eru góð vörn og eru ekki heldur fyrir þegar ég legg riffilinn að vanganum.
Ég hleypi aldrei af skoti nema vera með tappa, hef orðið að sleppa bráð vegna þess að ég var ekki nógu fljótur að troða töppunum í eyrun þó þeir væri vel tiltækir á sínum stað um hálsinn sem jafnan.
Það er nefninlega nauðsinlegt að hafa eyrun óvarinn þegar ég er að læðast að hreindýrum eða bíða eftir tófu.
Þá er nauðsinlegt að heyra vel öll umhverfishljóð, hafa augu og eyru vel opin, vegna þess að náttúran talar alltaf stöðugt við mig og segir mér oft hvernig aðstæðurnar kring um mig eru, hvað dýrin eru að hugsa og hvort tófan sé að koma.

P.S. Árnmar, þessi mynd er tekin á Þúfunni 2005. Fyrirgefðu annars að þráðurinn sé kominn út um víðan völl.
Viðhengi
IMG_2048.jpg
,,Hann hlustar og bíður og bærist ei". Skima og hlusta ávallt reiðubúinn. Mynd Sv.P.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Skotprófið og gjaldið

Ólesinn póstur af Gisminn » 29 Jun 2012 12:31

Grunaði það en AAAARG Sigurður þessir skór !!!! :lol:
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

iceboy
Póstar í umræðu: 2
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Skotprófið og gjaldið

Ólesinn póstur af iceboy » 29 Jun 2012 15:05

það er sko allt í lagi þó þráðurinn fari um víðann völl, þetta var nú bara smá hugleiðing um ráðuneitið og vsk kerfið.

Ég fór nú með pabba á þúfuna fyrir nokkrum árum, en þá var tófa á Haldórsöldunni, það er nú leiðinleg aðstaða að bíða eftir henni þar.
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Skotprófið og gjaldið

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 29 Jun 2012 15:21

Gisminn, þetta eru bláu tófuskórnir mínir :D , ég á líka skærgula fyrir hreindýraveiðarnar 8-) Allaf langflottastur :lol:
Árnmar, já ég er heppinn að hafa aldrei þurft að liggja á Halldórsöldunni ;)
Viðhengi
898_9862.JPG
Gulur og glaður á hreinaveiðum
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara