kúluval

Allt sem viðkemur hreindýrum
uxinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:22
Skráður:05 Mar 2012 23:48
Staðsetning:Akureyri
kúluval

Ólesinn póstur af uxinn » 03 Jul 2012 23:22

Hvaða kúlur eru menn að nota í 308 á Hreindýr
bara svona forvitni kv Arnar
kv Arnar Þór Hjaltason
arnart@simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: kúluval

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 04 Jul 2012 09:42

Yfirleitt allt of þungar.
Ég mæli með 110 grain, í mesta lagi upp í 125 grain :)
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
GBF
Póstar í umræðu: 2
Póstar:31
Skráður:25 Apr 2012 19:57

Re: kúluval

Ólesinn póstur af GBF » 04 Jul 2012 10:16

Èg verð að vera ósammála Sigurði, èg hef notað 150-165gr kúlur à hreindýr með góðum árangri. Èg býst við að flestar skyttur sem nota þetta ágæta hylki notist einmitt við þessar þyngdir. Annars er heppilegt að nota bara þà kúlu sem byssan fer best með.
Georg B. Friðriksson

konnari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: kúluval

Ólesinn póstur af konnari » 04 Jul 2012 13:01

Það eru eflaust ekki allir sammála um hvaða þyngd henti best í 308win fyrir hreindýraveiði en þegar ég notaðist við 308win þá notaði ég 150gr. í hreindýraveiðina og gafst það bara mjög vel. Persónulega finnst mér auðveldara að reikna út fallið heldur en vindrek og viðrekið er mun meira með 110gr. kúlu heldur er með 150gr. kúlu fyrir utan það að hún er oftast líka nákvæmari heldur en þessar léttu kúlur í 308.

Varðandi kúlugerð í hreindýrið þá hef ég notað Sierra Gameking, Nosler BT, Nosler Accubond og Hornady Interlock og allar virkuðu fínt.......mér líkar samt best við Accubond....félagi minn notar Hornady Interbond sem er líka mjög góð veiðikúla.

Erlendis hef ég notað Norma Oryx sem er frábær kúla en það þarf ekki svo sterka kúlu í hreindýr.
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: kúluval

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 04 Jul 2012 13:51

Strákar mínir, strákar mínir :!:
Eru þið eða ég búnir að vera í 40 ár á hreindýraveiðum :lol:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 1
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: kúluval

Ólesinn póstur af Bowtech » 04 Jul 2012 15:29

Ég held að það sé að finna fyrst út hvaða kúlur/ kúlugerð og þyngdir byssan er að fara best með og ákvarða svo útfrá því. Á eftir að prófa léttari kúlur í minn riffil en hann er að fara vel með 150gr en alls ekki 155 og þyngra. Þannig þetta getur verið mismunandi eins og búið er að benda á.
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
GBF
Póstar í umræðu: 2
Póstar:31
Skráður:25 Apr 2012 19:57

Re: kúluval

Ólesinn póstur af GBF » 04 Jul 2012 16:25

Veiðimeistarinn skrifaði:Strákar mínir, strákar mínir :!:
Eru þið eða ég búnir að vera í 40 ár á hreindýraveiðum :lol:
Nú skulum við gæta okkar á hrokanum Sigurður, þú ert ekki að tala við börn þó þú hafir fellt nokkur hreindýr. Vertu ósammála en vertu þó allavega málefnalegur og færðu rök.

Mín reynsla af 308 Winchester er sú að kúlur á bilinu 150gr til 165gr séu heppilegar til veiða, ég hef aldrei verið sáttur við léttari kúlurnar, þær eru viðkvæmari, þær rekur meira, oftast mun slakari nákvæmni og famboð almennt minna ef skyttan vil endilega léttar.
Ég læt ráðast af því hvað byssan fer best með.
Georg B. Friðriksson

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: kúluval

Ólesinn póstur af gylfisig » 04 Jul 2012 16:47

eg veldi tvîmælalaust 150 -165 grs kùlu i 308.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

uxinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:22
Skráður:05 Mar 2012 23:48
Staðsetning:Akureyri

Re: kúluval

Ólesinn póstur af uxinn » 04 Jul 2012 22:25

ég var nú aðalega að pæla í tegundum en ekki þyngdum er sjálfur að skjóta 168 grs berger vld
kv Arnar
kv Arnar Þór Hjaltason
arnart@simnet.is

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: kúluval

Ólesinn póstur af iceboy » 04 Jul 2012 22:38

Georg ég held að þetta sé ekki hroki í Sigga, ég held að þetta sé sagt útfrá hans reynslu af 308.
Allir sem fylgst hafa með vita hvað Sigga finnst um þetta cal. Semsagt að það þurfi að vera í skóm með stáltá þegar þetta vopn er notað :lol:

Því held ég að ástæðan fyrir að hann vilji léttar kúlur í þennan riffil sé sú að ef þær eru undir 125grs þá getur hann verið í gönguskóm með sæmilega harðri tá en ef þær eru þyngri þá þarf hann stáltánna :P
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 3
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: kúluval

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 08 Jul 2012 14:48

Georg, það var ekki af meðvituðum hroka sem svarið frá mér var á þennan veg, þó það sé kaldhæðið í meira lagi og ansi snubbótt.
Arnar Þór spurði hvaða kúlur menn væru að nota á hreindýr í 308, ég svaraði því ekki beint, heldur hvaða kúlur ėg teldi henta best á hreindýr í 308.
Ég svaraði út frá þeirri reynslu sem ég hef aflað mér á hreindyraveiðum gegn um tíðina en ég hef stundað hreindýraveiðar í 40 ár, skotið nokkur hundruð hreindýr og séð sennilega milli 2000 og 3000 hreindyr felld, meðfram því að hafa verið hreindýraleiðsögumaður í 20 ár. (það mundi telja að vera um helmingurinn af núverandi stofni)
Ég er nú að hefja mitt 21. ár sem hreindýraleiðsögumaður, hef verið að fylgja svona á bilinu 50 og upp í 90 hreindýraveiðimönnum á ári þennan þessi 20 ár.
Varðandi kúluval á hreindýraveiðar er svarið einfalt, því lėttari og hraðfleygari sem kúlan er því betra, vegna þess að það gefur flatari feril sem er mikill kostur í þessu opna landslagi og þar af leiðandi lengri færum sem við erum að veiða á hér á landi.
Samkvæmt reynslunni henta ekki þessar þungu kúlur sem margir eru að nota hérlendis, kúlur sem henta mjög vel til markskytteríis og veiða erlendis þar sem færin eru styttri og dýrin skotharðari.
Hins vegar kemur léttari kúla og meiri hraði niður á nákvæmninni, en nái riffillinn að gruppa 1,5 tommur á 100 metrum er það yfrið nóg til hreindýraveiða jafnvel þó skotið sė í hausinn ef aðstaða er til þess og réttar kúlur notaðar til verksins en einungis syldi nota plastoddskúlur svo sem Ballistik tip til hausskota á hreindýr.
Vindrek er ekki vandamál á hreindýraveiðum, skotmarkið það stórt og yfirleitt er verið að skjóta þau upp í vindinn.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 1
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: kúluval

Ólesinn póstur af E.Har » 09 Jul 2012 14:37

Flest hreindýr eru skotin nærri 100 m þá skiptir þetta engu máli.
Vön skytta með mökk af hreindýralifum á samviskunni er ekkert vandamál.
Hún veit hvað hún er að gera. (Ef t.d gyfli vill taka tarf á 300 m með 308 og níðþungri kúlu þá lygg ég bara rólegur við hliðina á honum, hann setur fyrir vind og falli :-) )
Niðri á fjörðum er oftast hægt að skríða meira og skjóta styttra.
Uppi á heiðum eru færin stundun svona einhvað að lengjast. Teygjast í 200m

Með ca 125 gr kúlu heita hleðslu og riffilinn stiltan á ca 175m þá er allt beint út undir 200m
Sem efur þér þægilegt skotmark og þarft ekkert að hugsa :-)
Séu menn með þyngri kúlur þá bara stylla sjánaukan á 140-150 metra og miða við að fá færi undir 175m.

Menn sem eru áð taka sín fyrstu skref í þessu þurfa ekkert að teygja sig lengra.
Vinddrift er venulega lítið vandamál. Menn koma sér fyrir og láta dýruð tölta upp í vindin svo kúlan rekur aftur eftir dýrinu. Til að kúla fjúki aftur fyrir þind þarf mikið rok og langt færi en það fer sjaldan saman.
Í roki kemst maður oftast nær.

Vandinn er frekar hvaða kúlu á að nota.
Hreindyr eru ekki skothörð dýr.
Létt kúla er nóg.
Allar kúlur sem lenda á réttum stað skemma lítið.
það eru hin tilfellin sem eru ervið.
Skindilegir 25 metrar og kúlan hittir á 3200 feta hraða getur verið ljótt.

Ég veit í raun ekki lengur hvað ég vil í kúlum.
Helst ekki bondaðar sem eiga að opnast í fernt.
B.tipp er í fínu lagi ef hún er á hárréttum stað.
(lítið vésin fyrir gæd þó þú hittir illa, bara kjötskemdir)
En ef hún er á hárréttum stað þá eru flestar kúlur í lagi!
Norma Vulkan, Barnes, þessar kontroleruðu kúlur eru fínar.
Accubondin var fínn hjá mér í 6,5-55 en síðri í 300 wsm.

Sennilega bara skemtilegast að segja að sú kúla og hleðsla sem þú skýtur best henti best.
Nota frekar heita hleðslu þar sem við vitum oftast ekki færin nema bara svona ca +-30 40 metra.

E.Har
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

Svara