Veiði dagsins 2012

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 1
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:
Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 17 Sep 2012 12:59

Er Valur fluttur? Síðast þegar ég vissi þá bjó hann á Ísafirði?
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 6
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af E.Har » 17 Sep 2012 15:33

Stebbi hann býr enn á Íssafirði! Aðlastræti ef ég man rétt :-)
Búinn að leiðrétta póstinn :-)
Skil ekki hvernig mér tókst að flytja hann hreppaflutningum. :roll:

Fæ örugglega að heyra það í vikunni þar sem ég þarf að renna á hann.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 19 Sep 2012 13:52

Jæja, þá fer nú að hægjast um hjá mér og veiðitímabilið senn á enda runnið, kannski einn veiðimaður sem kom inn af biðlistanum í blálokin eftir.
Alfreð Atlason veiddi 40 kílóa kú á Múla í Múlahrauninu innaf Folavatninu.
Eins og sjá má er snjór á jörðu, og sumir fjallaslóðar orðnir hálf eða alófærir svo það er frekar harðsótt til veiða þessa síðustu daga.
Veiðiriffill Alfreðs er Parker Hale Midland cal. 243, kúlan 100 gr Core lock úr verksmiðjuhlöðnu Remington skoti.
Færið var 110 metrar, skotið fullkomið lungnaskot eins og sjá má á myndinni, vel aftalega og ofarlega, ofurlítið á ská fram og út aðeins neðar vegna þess að skotið var undan brekkunni.
Viðhengi
IMG_7880.JPG
Fullkomið lungnaskot, skoðið myndina vel.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 21 Sep 2012 17:47

Jæja þá er þessu hreindýraveiðitímabili lokið, það var strembið að mörgu leiti vegna veðurs. Gott veður var þó í byrjun tímabilsins en síðan brá til verri tíðar með þokum og úrkomu sem tafði veiðarnar með veiðilausum dögum og lengdi þá einnig oft á tíðum þar sem þoka lá oft yfir, fram undir og yfir hádegi.
Hvað um það kvótinn náðist furðulega þrátt fyrir hrakspár hjá mér og fleirum, aðeins virðast 13 dýr hafa verið eftir af kvótanum 7 tarfar og 6 kýr.
Síðasta daginn fór ég á veiðar með hreindýraleiðsögumennina og veiðimennina Aðalstein Hákonarson og Einar Þ. Axelsson sem fengu úthlutað leyfum að morgni síðasta dags veiðitímans.
Þeir skutu vænar kýr báðar geldar yst á Eyjabökkum neðan í Múlahrauni kýr Aðalsteins vóg 43 kíló en kýr Einars 47 kíló.
Veiðirifflar þeirra félaga eru, Aðalsteinn með gamla ,,Rassa" sem svo var kallaður í gamla daga en nú er búið að skinna hann upp og setja á hann nýtt hlaup furir nokkru síðan, Alpine Custom cal. 243 með 100 gr. kúlu.
Einar er aftur með Sako cal. 6,5-284 og 100 gr. Ballistic tip kúlu. færið var 135 metrar og þeir félagarnir veiddu kýrnar einum hvelli eftir að hafa talið í, eins og reyndar kom fram í kvöldfréttum sjónvarps í gærkveldi og aftur í tíufréttunum.

Sjöfréttir:
http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/200 ... -midnaetti
Tíufréttir, hreindýrafréttin er þegar 7 mínútur eru liðnar.
http://www.ruv.is/sarpurinn/tiufrettir/20092012-0
Viðhengi
IMG_7898.JPG
Það verður að viðurkennast að veiðiferðin með Aðalsteini og Einari var frekar auðveld fyrir leiðsögumanninn.
IMG_7891.JPG
Þeir tóku sig vel út félagarnir í viðtali hjá Rúv.
IMG_7904.JPG
Svo komu gestir og eftirlitsmenn á veiðslóðina Steinar Beck, og Jóhann G. Gunnarsson frá veiðistjórnunarsviði UST, þarna var líka Rúnar Snær Reynisson fréttamaður á Ruv ásamt Aðalsteini Hákonarsyni og Einari Axelssyni.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 3
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af TotiOla » 21 Sep 2012 18:21

Til hamingju með góðan endi á tímabilinu :D

Mig langaði þó að spyrja þig út í eitt.
Veiðimeistarinn skrifaði:Ég leigi ekki út sexhjól og nota ekki svoleiðis til veiða.
Er þetta þá hjólið hans Reimars?
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 21 Sep 2012 18:30

Nei, þetta er hjólið hans Einars Axelssonar!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 3
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af TotiOla » 21 Sep 2012 18:40

Það er svoleiðis. Vissi ekki að hann ætti hjól kallinn :) Bið að heilsa honum ef þú hittir eitthvað á hann á næstunni og þú mátt skjóta því að honum að það var nú ágætt að ég tók skotin í 284 með þegar ég kom austur ;) Hann var nú ekkert á því að hann þyrfti þau nauðsynlega hehehe.
Mbk.
Þórarinn Ólason

adalsteinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:2
Skráður:22 Sep 2012 22:42

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af adalsteinn » 22 Sep 2012 22:53

Góður dagur á fjöllum í góðum félagsskap, takk fyrir mig.

adalsteinn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:2
Skráður:22 Sep 2012 22:42

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af adalsteinn » 22 Sep 2012 23:40

http://www.ruv.is/sarpurinn/frettir/200 ... -midnaetti
Veiðimeistarinn bað mig um þetta ég er ekki svona sjálfhverfur :)

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 4
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Gisminn » 23 Sep 2012 07:33

Bara flott og flott aðstaða þarna
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 23 Sep 2012 08:23

Aðalsteinn velkominn hérna, en mundu eftir að setja fullt nafn í fasta kveðju svo þú verðir tekinn alvalega hérna, hér eru allir fullurðnir með sitt fulla nafn í fastri kveðju neðanundir textanum :D
Þetta kemur alveg eins út slóðin sem þú settir inn, þetta fer alltaf á byrjunina á fréttunum í minni tölvu :?
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 24 Sep 2012 11:37

Ja hérna hér, getur þetta verið :?
Bara farinn að draga ýsur :lol:
Viðhengi
IMG_7907.JPG
Veiði dagsins fimm ýsur ?????
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Garpur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:88
Skráður:26 Mar 2012 17:50
Staðsetning:Skagafjörður

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Garpur » 24 Sep 2012 12:19

Sæll meistari, mig langar að þakka þér fyrir innleggin í haust, það hefur verið gaman að fylgjast með þessu hjá þér. Allavega fyrir mína parta.
kv
Kv. Garðar Páll Jónsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 25 Sep 2012 14:38

Eftir að hreindýraveiðtímabilinu lauk hef ég verið að fara yfir bókhaldið hjá mér og safna saman tölum úr skránum hjá mér.
Þar kemur í ljós að frá árinu 2001 hef ég fylgt alls 820 manns til hreindýraveiða, sumir komu jú ár eftir ár, þá eru ekki talin með árin 1991 til 2000 en þau ár hélt ég ekki skrá yfir þá sem ég fór með, þá var ég ekki búinn að eignast tölvu til að auðvelda utanumhaldið.
Það gerir tæpa 70 veiðmenn á ári að meðaltali.
Síðan kemur fram að ég hef fylgt alls 371 einstaklingi til veiða á þessum árum, þar af 11 konum, það hallar greinilega mjög á konurnar.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 25 Sep 2012 22:12

Já, góðan daginn :) Þá er þessi þráður dottinn í 6000 flettingar :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
xp800
Póstar í umræðu: 1
Póstar:4
Skráður:28 Sep 2012 20:22
Staðsetning:Akureyri

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af xp800 » 28 Sep 2012 20:39

Frábær þráður hjá þér V-meistari og vonandi verður framhald á þessu hjá þér næsta sumar.
Steinþór Guðmundsson

Lærlingur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:1
Skráður:29 Sep 2012 16:08

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Lærlingur » 29 Sep 2012 16:15

Flottur þráður já og takk fyrir leiðsögnina í haust Sigurður Aðalsteinsson
Sigurgeir Hrafnkelsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 02 Oct 2012 00:23

Þessi frétt er á agl.is og fjallar um á myndrænan hátt hvar hreindýrin veiðast.
Það verður hins vegar að taka með í reikninginn að töluvert var um skörun milli svæða en þetta er miðað við hvað úthlutað var mörgum dýrum á hvert svæði, svo það gefur ekki alveg rétta mynd.
Það var til dæmis skörun í veiði tarfa milli svæðis 2 og 6 allan veiðitímann og margir tarfar af svæði 2 veiddir á svæði 6.

http://www.austurglugginn.is/index.php/ ... hreindyrin_
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara