Veiði dagsins 2012

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Veiði dagsins 2012

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 19 Jul 2012 21:39

Ég fór fyrsta túrinn í dag að leiðsegja á hreindýraveiðar. Síðan fer ég ekki fyrr en 1. águst næst og verð flesta daga að frá því þá, fram að lokum veiðitíma 20 sept.
Ég mun í þessum þræði leitast við að birta myndir af þeim veiðimönnum sem ég mun leiðsegja á þessu veiðitímabili.
Í dag fór ég upp af Öxi norður með Ódáðavötnum, út að Steninum og sá dýrin (reyndar sá konan í hópnum þau fyrst) úti á Klapparlækjardal.
Þar skaut Andri Freyr Þorsteinsson 87 kílóa tarf, sem er gott af júlí tarfi að vera, hann hefði orðið um 100 kíló í september en aðeins bætt við sig fitu á þeim tíma.
Vopnið var Tikka cal. 243 með 100 gr. Orix kúlu og færið 150 metrar :D
Viðhengi
IMG_7061.JPG
Frá vinstri, Alísa Eríksdóttir, Andri Freyr Þorsteinsson og Þorsteinn Friðþjófsson
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 20 Jan 2013 13:43, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gkristjansson
Skytta
Póstar í umræðu: 1
Póstar:250
Skráður:02 May 2012 14:21
Staðsetning:Ungverjaland

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af gkristjansson » 19 Jul 2012 21:46

Þetta er flott!!!

Ekki spurning að hann hafi náð prófinu margumræddu, maður sér hvar skotið fór inn, á 150 metrum þá er sko ekki hægt að kvarta yfir þessu!
Kveðja,

Guðfinnur Kristjánsson

joivill
Póstar í umræðu: 1
Póstar:46
Skráður:26 Jun 2012 20:01

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af joivill » 19 Jul 2012 22:55

Sammála , flott mynd og uppstilling. Flott skot og flottur tarfur,
Til hamingju með þetta
Jóhann Vilhjálmsson
Jóhann Vilhjálmsson byssusmiður
www.icelandicknives.com
j.vilhjalmsson@simnet.is

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 6
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af E.Har » 19 Jul 2012 23:06

snirtilegt :-)
Til lukku.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Tf-Óli
Póstar í umræðu: 4
Póstar:119
Skráður:08 Mar 2012 21:26
Staðsetning:Borgarnes.

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Tf-Óli » 20 Jul 2012 00:22

Vel gert og flott mynd.
Að stilla upp bráð er kúnst sem Siggi er mjög góður í.
Til hamingju.
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson

iceboy
Póstar í umræðu: 2
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af iceboy » 20 Jul 2012 09:24

Flott mynd.
Mér líst mjög vel á að þú setjir inn myndirnar hérna Siggi.
Það er alltaf gaman að skoða veiðimyndir
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 24 Jul 2012 09:38

Ingólfur B. Bragason leiðsögumaður fór með veiðimann á Múlann milli Norður og Suðurdals Skriðdals á svæði 6 í skörun af svæði 2.
Ég fékk að fljóta með sem gormaður, þó ég þyrfti ekki einu sinn að taka innanúr, Ingólfur gerði það með sóma við erfiðar aðstæður.
Tarfur 88 kíló var felldur norðan Langavatns niður í Norðurdal sem stundum er kallaður Geitdalur eftir að þangað inneftir er komið.
Vopnið var Tikka varmit 6,5x55 140 gr. soft point kúla, verksmiðjuhlaðin, Fedral að mig minnir.
Færið kringum 200 metrar, afleitar aðstæður hellirigning og þoka með köflum, ekki hægt að mæla með fjarlægðarmæli, hann virkar ekki í rigningu og illa í þoku.
Viðhengi
IMG_7122.JPG
Ingólfur B. Bragason, Jón Hj. Gunnlaugsson og Gunnlaugur Jónasson.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Stefán_Jökull
Póstar í umræðu: 1
Póstar:76
Skráður:28 May 2012 10:41
Staðsetning:Skagafjörður

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Stefán_Jökull » 26 Jul 2012 15:33

Gamla 6.5x55 virðist ætla að standa fyrir sínu. Fallegt dýr.
Kv. Stefán Jökull

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 3
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af T.K. » 26 Jul 2012 19:24

Já, sammála. 6,5x55 er ótrúlega vel heppnað.
Vildi annars bara fá að hrósa Sigga fyrir fréttirnar og myndirnar. Frábær lesning fyrir okkur sem fengu ekki dýr, getum amk látið okkur dreyma.
Kv
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 01 Ágú 2012 22:56

Eingin.....fann ekki dýrin.....djöfulsins bömmer :evil:
Fyrsti dagur í kúm, fann ekki kýr en sá nóg af törfum :(
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 02 Ágú 2012 17:05

Jæja þá, í dag gekk rófan,ein kýr komin í hús :D
Hjónin Sveinn Aðalsteinsson og Helga Pálmadóttir veiddu í dag við Ytra Eyvindafjall niður við beygju á Ytri Fjallakvísl (Kiddi það er rétt hjá þar sem þú fékkst hælsærið um árið) :lol:
Vopnið var Tikka T3 6,5x55 kúla 120 gr. ballistic tip, færið 90 metrar, hreint lungnaskot vel aftarlega, flott, kjötskemmdir 0%, veturgömul geld 33kg. skrokkur :D
Síðan snaraði Sveinn kúnni á bakið eftir að ég hafði búið til bakpoka úr henni, þá var hún 40 kíló með feldi og fótum og bar hana í bílinn tæpa 4 kílómetra :D
Hver var að tala um ,,aktu taktu" á svæði 2 8-) :?:
Viðhengi
IMG_7191.JPG
Flott veiði
IMG_7210.JPG
Svo er bara að tölta með hana í bílinn
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Tf-Óli
Póstar í umræðu: 4
Póstar:119
Skráður:08 Mar 2012 21:26
Staðsetning:Borgarnes.

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Tf-Óli » 02 Ágú 2012 20:16

Snilld!
Afbragðs myndir sem hrista vel upp í veiðieðlinu.
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 6
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af E.Har » 03 Ágú 2012 10:51

Virkr soldið nett.
Hvernig líta beljurnar út uppi á 2 núna?
Fannst þær magar í léttari kanntinum í fyrra.

Farin að naga mig í handarbökin, verð að rúlla austur :-)
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 04 Ágú 2012 18:22

Einar ég held að beljurnar á svæði 2 séu vænni en í fyrra.
Veiðin í dag er komin í hús, Atli Ómarsson og Anton Örn sonur hans veiddu kú við Innri Fjallakvísl við beygjuna norðan við Innra Eyvindafjallið úr um 300 dýra blandaðri hjörð sem rann bítandi út og upp í Fjallaskarð eftir skotið.
Kýrin var 5 til 6 vetra mylk, skotin með Mossberg cal. 243, Sako verksmðjuhlöðnu skoti með 100 gr. Gamehead soft point kúlu, færið var 150 metrar.
Skotið losaði hjartað frá lungnastykkinu, hefði að skaðlausu mátt vera 5 tommum aftar en fantagott skot engu að síður.
Viðhengi
IMG_7243.JPG
Flottir feðgar, Anton og Atli
IMG_7250.JPG
Síðan tók Atli hjálparlaust innan úr kúnni, óaðfinnanlega!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 1
Póstar:184
Skráður:11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn:Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning:Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Bowtech » 04 Ágú 2012 18:44

Gaman að fylgjast með, endilega fleiri setji inn myndir hérna af veiðum sýnum, svona fyrir á sem komast ekki. :D
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 05 Ágú 2012 15:39

Ólafur Friðriksson skaut mylka kú ca. 5 vetra, norðan Ytri Fjallshala í Eyvindafjöllum, skrokkurinn vóg 37 kíló.
Vopnið Sako cal. 243, kúlan 100 gr. Sierra gameking hleðsla 41 gr. N160.
Færið var 120 metrar, lungnaskot rétt fyrir ofan hjartað.
Viðhengi
IMG_7274.JPG
Ólafur ásamt sonum sínum Einari og Davíð.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 06 Ágú 2012 17:12

Pabbi, alltaf kallaður Danni, fór með veiðimann í tarf á svæði 2 í gær, veiðimaðurinn felldi tarfinn við Folavatn á Múla á Tanganum í Keldárlóninu.
Hann var bara nokkuð ánægður með fyrsta túrinn sinn á þessu ári, hann er búinn að stunda hreindýraveiðar í 65 ár, varð 80 ára síðasta vetur, nýbúinn að ganga á Snæfellið ásamt mömmu sem er bara 75 ára.
Þarna við Folavatnið veiddu þeir vænan tarf sem var 105 kíló. Vopnið var Baikal express cal. 3006 fantanákvæmt vopn.
Get ekki sett inn mynd núna, hún kemur þegar ég kemst aftur í tölvuna mína :D

Þá er myndin komin inn :!:
Viðhengi
AALSTE~7.JPG
Hreiðar Gunnlaugsson ásamt ernum Aðalsteini Aðalsteinssyni Mynd Arnór Þrastarson
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 07 Ágú 2012 20:24, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Tf-Óli
Póstar í umræðu: 4
Póstar:119
Skráður:08 Mar 2012 21:26
Staðsetning:Borgarnes.

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Tf-Óli » 06 Ágú 2012 21:24

Ég fór minn fyrsta hreindýratúr með Aðalsteini á Vaðbrekku. (Þeim áttræða þ.e.)
Það var ógleymanleg veiðiferð.
Gaman að heyra að hann sé enn að.
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Ágú 2012 21:31

Myndin af pabba komin inn!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Ágú 2012 23:34

Í dag veiddu hjá mér Páll Jóhannsson og Jón Ægir Sigmarsson, í Dragamótum inn af Hrafnkelsdal.
Kýr Páls var 43 kíló skotin með Tikka T3 Varmint cal. 308 færið var 130 metrar.
Hleðslan var 47 gr. af N-135 bakvið 125 gr. Nosler Ballistic Tip. Hraðinn mældur 3140 fet á sekúndu.
Kýr Jóns Ægis var 41 kíló skotin með Tikka T3 Laminated cal. 308 færið einnig 130 metrar.
Hleðslan var 46,5 gr. af N-140 á bakvið 150 gr. Sierra Gameking. Hraðinn mældur 2770 fet á sekúndu.
Viðhengi
IMG_7389.JPG
Páll Jóhannsson
IMG_7393.JPG
Jón Ægir Sigmarsson
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 16 Ágú 2012 00:32, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara