Veiði dagsins 2012

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
maggragg
Skytta
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1284
Skráður:02 Jul 2010 07:59
Fullt nafn:Magnús Ragnarsson
Staðsetning:Hvolsvöllur
Hafa samband:
Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af maggragg » 16 Ágú 2012 00:26

Flott hjá strákunum! Gaman að fylgjast með þessu :)
Magnús Ragnarsson
Hvolsvelli
868 0546

"Maður er meistari orðanna sem maður segir ekki en þræll þeirra sem maður segir"

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 6
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af E.Har » 16 Ágú 2012 09:49

Flottar myndir glæsilegt.
Sérstaklega þroskuðu tarfarnir við Folavatnið :-) :lol:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Ágú 2012 11:49

Hér er Karl Axelsson við 80 kílóa tarf sem hann skaut í Hólsufs á Fljótsdalsbrúnum, með honum á myndinni er faðir hans Axel Kristjánsson 84 ára unglingurinn sem kom fyrst á hreindýraveiðar austur í Fljótsdal árið 1963.
Næsta ár eru 50 ár liðin frá því hann kom fyrst á hreindýraveiðar, hann hefur komið á veiðar flest ár síðan og ég hef haft þann heiður að fylgja þeim feðgum til hreindýraveiða síðustu 20 árin.
Vopnið er ,,Kristfinnur" Remington cal. 3006 riffill sem veiðfélagi þeirra til áratuga Kristfinnur heitinn Jónsson keypti árið 1968 og seldi Karli þegar hann þurfti hans ekki með lengur.
Viðhengi
IMG_7415.JPG
Karl Axelsson, til vinstri og Axel Kristjánsson ásamt veiði dagsins og ,,Kristfinni".
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 20 Ágú 2012 23:25

Sölvi R. Sólbergsson skaut 43 kílóa milka kú ásamt félaga sínum Guðjóni Jónssyni á Kálfafelli í Teigaseli. Vopnið Sauer 202 classic cal. 6,5x55. Hleðslan var 140 gr. soft point kúla úr verksmiðjuhlöðnu Winchester skoti.
Færið var um 130 metrar, hjartskot, kúlan smaug í gegn og opnaði sig nánast ekkert en stein drap dýrið engu að síður.
Viðhengi
IMG_7456.JPG
Væn kú með falleg horn en aðeins þriggja vetra.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 22 Ágú 2012 08:20

Þóroddur Þórhallsson og Össur Torfason hreindýraleiðsögumaður veiddu væna hreinkú í Teigaselsheiði.
Vopn Össurar er Winchester cal. 243 og vopn Þórodds Sako cal. 308.
Dýrin á svæði 2 eru nú komin langt út á heiðina upp í norðanáttina, kýrnar eru komnar út á Heiðarenda og Fella og Teigaselsheiði þar sem þoka hefur geymt þær síðustu daga, síðan eru komnar kýr út á Hallormsstaðaháls með örfáum törfum samanvið en ekki stórum.
Tarfar eru fáir eða engir á svæði 2 en þeir eru flestir farnir austur á svæði 6.
Tarfarnir á svæði 1 eru stórir og vænir flestir yfir 100 kíló, halda sig í Smjórfjöllum þar sem erfitt er að finna þá og veður hamlar þar veiðum sem annarsstaðar.
Tarfarnir sem eru á svæði 6 halda sig meðal annars á Þingmúlanum og Skriðdalsfjöllunum.
Viðhengi
IMG_7451.JPG
Össur Torfason leiðsögumaður og Þóroddur Þórhallsson.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af gylfisig » 22 Ágú 2012 08:53

Gott framtak hjá þér Sigurður, að skella þessum myndum inn fyrir okkur hin. Kemur mikið til í staðinn fyrir hreindyr.is sem er liðin undir lok.
Nú er maður loksins að gera klárt fyrir túrinn, á sv. 7 þar sem vonandi bíður vænn tarfur eftir 165 grs Nosler bt. kúlunni minni.
Sjálfsagt verður svarta þoka næstu daga, af því maður er loksins kominn í langþráð frí :D
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

johann
Póstar í umræðu: 1
Póstar:95
Skráður:18 Jul 2012 08:48

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af johann » 22 Ágú 2012 20:55

Gangi þér vel Gylfi. Ég á að skila til þín kveðju frá konunni minni, en þú tókst hana í kennslustund á skotsvæðinu á Húsavík fyrir nokkrum árum. Það hefur greinilega skilað sér kennslan því hún er á leiðinni í kú á svæði 2 með Skúla Ben í næstu viku og það verður fjórða dýrið hennar.
-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af gylfisig » 22 Ágú 2012 22:14

Sæll, og takk fyrir kveðjuna.
Ég sá, að hún hafði hæfileika, þó svo hún hafi látið lítið yfir sér. Fannst samt skrýtið hvernig hún, óvön manneskjan bar sig að. Hún skaut eins og þaulvön, og þegar ég hafði orð á því að hún væri eins og vön skytta, þá sagði hún mér að hún hefði æft bogfimi.
Hún skaut mjög vel úr 6 BR rifflinum mínum, bæði af borði og útí í móa. Svo bauð ég henni í restina, og kannski af einhverjum skepnuskap :D að skjóta úr alvöru, eða TRG-42 cal 300 wm. Ég átti ekkert sérstaklega von á að hún vildi það, því ég varaði hana við því að bakslagið yrði kannski dálítið mikið.
En hún lét sig ekki muna um það, og lét vaða á 200 m. og það get ég fullyrt að það hreindýr hefði verið hausskotið !
Ég á meira að segja einhverjar myndir af henni, þar sem hún er úti í móa að skjóta.

Skilaðu mjög góðri kveðju frá mér, með ósk um góða veiði.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 24 Ágú 2012 09:36

Pálmi Gestsson skaut vænan tarf 106 kíló á utanverðu Hesteyrarfjalli niður undir Geitdalsá.
Vopnið var Steyr 7 mm. Rem. mag. Kúlan 120 gr. Nosler Ballistic tip og færið 270 metrar, fullkomið skot, lungnaskot rétt fyrir ofan hjartað aftarlega.
Hleðslan var 65 gr. en ég er ekki búinn að fá upplýsingar um hvaða púður var notað.
Kólan fór gegn um lunga og sat í skinninu á útskotshliðinni, tarfurinn var samt lengi á fótunum og fékk að síðustu náðarskot í háls.
Viðhengi
IMG_7470.JPG
Pálmi Gestsson ásamt gordreng sínum Karli Águst Úlfssyni.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 3
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af T.K. » 24 Ágú 2012 11:01

Og hann sem sem átti í "vandræðum" með skotprófið skv fréttablaðinu?!
270 metrar, það er ekkert Spaug :D
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
hpþ
Póstar í umræðu: 1
Póstar:38
Skráður:24 Ágú 2012 12:06

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af hpþ » 24 Ágú 2012 15:40

Frábærar myndir, gaman að þessu. Vona að ég fái dýr á næsta ári, ekkert fengið síðan 2007. :)
Kveðja,

Halldór P. Þrastarson
halldor@gks.is

User avatar
pgests
Póstar í umræðu: 2
Póstar:17
Skráður:25 Ágú 2012 07:55

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af pgests » 25 Ágú 2012 08:07

Þarna átti sér stað mikill tarfatangó. Veiðimeistarinn gerir því kannski skil seinna. :D
Pálmi Gestsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 25 Ágú 2012 08:37

Já bró Pálmi, geri það, nema þú setjir inn myndskotið sem þú náðir :lol:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 25 Ágú 2012 08:53

Í dag voru með mér veiðimenn frá Ungverjalandi sem skutu tvo tarfa í Kjalfjalli á Öxi. Vænir tarfar.
Vopnið 300 Win mag kúlan 165 gr. verksmðjuhlaðin CDB Blaser skot.
Færið var 220 og 270 metrar undan brekkunni.
Yngsti maðurinn í túrnum Tomas fylgdi mér eftir á labbinu allan tímann þó hinir drægjust afturúr og var ótrúlega athugull og sá dýrin oft á undan mér þegar við vorum að koma að þeim :D
Viðhengi
IMG_7485.JPG
Um leið og komið var að tarfinum föllnum veitti Tomas honum nábjargirnar að Ungverskum sið!
IMG_7486.JPG
Sandor Mako og sonur hans Tomas við boltatarf.
IMG_7494.JPG
Richard Bagyo með sinn tarf.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

konnari
Póstar í umræðu: 2
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af konnari » 25 Ágú 2012 09:34

Flottar myndir Siggi !
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 3
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af TotiOla » 25 Ágú 2012 15:09

Skemmtilegar myndir og vel upp stillt!

Maður sér greinilega á öllum þessum myndum að þú leggur þig mikið fram við myndatökuna/uppbygginguna Sigurður :D
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 26 Ágú 2012 22:27

Jæja það féllu þrjú hjá mér í dag í Merkishálsi ofan við Merki á Jökuldal á svæði 2. Tveir tarfar og ein kú.
Brynjar Már Magnússon skaut tarf, vopnið var CZ550 cal. 308 hleðslan 43,5 gr. af N-140 bak við 150 gr. Sierra gameking. Færið 130 metrar.
Jóhann Vilhjálmsson skaut einnig tarf vopnið Sauer 202 cal. 2506 kúlan 100 gr. Barns TSX og færið 107 metrar.
Þorsteinn Birgisson skaut 44 kg. kú vopnið Mauser 03 cal. 6,5x65 hleðslan var 55 gr. N-165 á bakvið 129 gr. Hornady interbond, færið var 220 metrar.
Viðhengi
IMG_7539.JPG
Brynjar Már Magnússon
IMG_7518.JPG
Jóhann Vilhjálmsson ásamt sérlegum aðstoðarmanni, Vilhjálmi syni sínum.
IMG_7532.JPG
Þorsteinn Birgisson ásamt aðstoðarmanni Aðalsteini Hákonarsyni.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 3
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Spíri » 26 Ágú 2012 22:41

Væri ég með hatt tæki ég hann ofan fyrir Veiðimeistaranum fyrir að pósta þessum myndum og sögunum á bak við þær :lol: . Kærar þakkir Sigurður :)
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
pgests
Póstar í umræðu: 2
Póstar:17
Skráður:25 Ágú 2012 07:55

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af pgests » 26 Ágú 2012 23:26

Þetta er glæsilegt!
Pálmi Gestsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 47
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Veiði dagsins

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 28 Ágú 2012 09:07

Stefán Níels Guðmundsson veiddi 90 kílóa tarf á Múlanum í Skriðdal á Stefánsstaðabrúnunum.
Veiðriffillinn er Sako cal 7 mm. Rem. Mag. Kúlan 140 gr. interbond á 107 metra færi, undir eyrað.
Með honum á myndinna er faðir hans Guðmundur Ingvarsson.
Viðhengi
IMG_7557.JPG
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara