Á hreindýraveiðum

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar: 1841
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Á hreindýraveiðum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 05 Ágú 2012 23:57

Hvernig er það, eru spjallverjar hér á skyttuspjallinu ekkert búnir að fara á hreindýraveiðar þetta árið?
Ég skora á alla að setja hérna inn myndir frá sínum veiðiferðum!
Endilega setja inn myndir frá veiðunum ogfróðleik um vopnin, kúlurnar, færin og þunga dýranna til dæmis.
Hvernig er það með þig nafni á Norðfirði Sigurður Rúnar, ég hef grun um að þú sért búinn að fara á veiðar, ætlar þú ekki að sýna okkur myndir frá túrnum?
Tóti Óla, varst þú búinn að fara, þú varst að leita að töfrateppi?
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

iceboy
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 466
Skráður: 26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Á hreindýraveiðum

Ólesinn póstur af iceboy » 06 Ágú 2012 05:21

Siggi ég mun setja inn myndir þegar ég verð búinn að ná mínu dýri en það verður eftir tæpar tvær vikur.
Um að gera að skella þessu hér inn, mjög gaman að sjá hvernig gekk hjá mönnum
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
Bowtech
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 183
Skráður: 11 Jan 2011 12:34
Fullt nafn: Indriði Ragnar Grétarsson
Staðsetning: Sauðárkrókur
Hafa samband:

Re: Á hreindýraveiðum

Ólesinn póstur af Bowtech » 06 Ágú 2012 08:32

Siggi er ekki málið að þú hafir samband við aðra gæda og biðlir til þeirra að þeir sem náðu dýr og eru að taka myndir setji þær hingað inn og eða að þú hafir milligöngu um það fyrir þá sem það vilja.

Synd að þetta datt út með að Hreindyr.is færðist undir UST.is..
Kv
Indriði R. Grétarsson.
Bogaskytta Cal.308

Gunson
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 36
Skráður: 03 Jul 2012 09:05

Re: Á hreindýraveiðum

Ólesinn póstur af Gunson » 06 Ágú 2012 13:42

Sælir spjallverjar, og sérstaklega nafni minn Veiðimeistarinn. Það var nú ekki myndað mikið, en veiðiferðin byrjaði á því að leita að dýrum. Eftir nokkra leit, fundum við þrjá unga tarfa handan Oddskarðs Eskifjarðarmegin, í Goðadal. Á annarri myndinni má greina hvíta þúst, en það er minnsti tarfurinn enn þá í hvítum feldi, en hinir lágu í makindum og sjást ekki á myndinni . Eftir að Sævar var svo kallaður til hófst veiðiferðin sjálf og var þá klukkan orðin rúmlega sex um kvöldið og við gátum nálgast þá nokkuð auðveldlega. Veðrið var ágætt, en aðeins þokusúld með kvöldinu. Stærsti tarfurinn 80-90 kg var svo felldur á melnum fjærst á myndinni á 170 m færi. Um miðnættið vorum við komnir í hús með dýrið og mjög ánægðir með árangurinn. Þetta var líklega fyrsta dýrið á svæði 5, á fyrsta degi sem var 15. júlí og langbest að klára dæmið fyrst aðstæður voru svona ákjósanlegar. Töfrateppi kom ekki að gagni þar sem brattinn var svo mikill. Því var gott að hafa stóra bakpoka með í ferðinni. Við þurftum svo að bera allt af dýrinu upp fjallið til baka og það gerði ferðina enn sérstæðari. Þarna kom töfrateppið ekki að gagni. En ef einhver vill fá slíkt lánað þá er það til hjá mér.Ég vona nafni minn að þetta verði öðrum hvatning til að senda inn veiðisögur og myndir af vettvangi. Með kærri kveðju SRR.
Viðhengi
IMG-20120715-00112.jpg
IMG-20120715-00111.jpg
Með kærri kveðju
Sigurður Rúnar Ragnarsson
Neskaupstað

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar: 1841
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Á hreindýraveiðum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 06 Ágú 2012 14:02

Til hamingju með þennan tarf nafni, glæsileg veiði, flottur tarfur, 80-90 kíló er góð þyngd á tarfi skotnum um miðjan júlí, hann hefði farið vel yfir 100 kíló í lok veiðitíma en ekki bætt við sig neinu nema fitu.
Þessi á eftir að bragðast vel.
Flott að sjá aðstæðurnar á neðri myndinni, þar sést vel hvar þið þurftuð að bera veiðina upp af Goðadalnum upp í skarð, upp fyrir Sellátratindinn.
Nú hefur nafni riðið á vaðið, sett inn myndir og sagt frá sinni veiðiferð, ég heiti á alla og hvet ákaft til sporgöngu :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 8
Póstar: 406
Skráður: 07 Mar 2012 21:21
Staðsetning: 210 Garðabæ

Re: Á hreindýraveiðum

Ólesinn póstur af TotiOla » 06 Ágú 2012 20:01

Sælir

Ég held til veiða næstu helgi og verð vonandi kominn aftur til byggða með tarf og sögu/myndefni þann 16. ágúst. Deili því með ykkur þegar þar að kemur :)
Mbk.
Þórarinn Ólason

Gunson
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 36
Skráður: 03 Jul 2012 09:05

Re: Á hreindýraveiðum

Ólesinn póstur af Gunson » 06 Ágú 2012 21:56

Sælir allir á vefnum. Þakka komplimentið nafni minn. Þetta var virkleg áskorun og heilmikið puð að leggja í ann á brattann og komast til baka, en sælan og svitinn fylgdu ánægjunni af veiðunum. Séra Davíð kollegi minn á Eskifrði fékk ekki dýr að þessu sinni, en fór í lax. Hann sendi mér mynd af fallegum laxi. Ég sendi honum mynd af tarfinum með vísu:
Sendi hérna mynd af mér,
maður fær víst engan lax.
En ferlega ég feginn er
að hafa fengið dýrið strax. ´
Með veiðikveðju til allra.
Með kærri kveðju
Sigurður Rúnar Ragnarsson
Neskaupstað

ragnarfr
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 8
Skráður: 30 May 2012 22:57

Re: Á hreindýraveiðum

Ólesinn póstur af ragnarfr » 15 Ágú 2012 22:00

Við félagarnir náðum okkar dýri rétt við norðan Smjörvatna.
Vopnið var Steyr Mannlicher ProHunter, caliberið var 6,5x55SE og kúlan var 140gr Sierra GameKing með N-550 púðri þar á bakvið.
Fallþungi var 100,5Kg.
Því miður er ég ekki mikill sögukall en farið var af stað um kl 05 og var dýrið fallið milli kl 10-11.
Viðhengi
2012.jpg
Með kveðju
-Ragnar Franz

Gunson
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 36
Skráður: 03 Jul 2012 09:05

Re: Á hreindýraveiðum

Ólesinn póstur af Gunson » 18 Ágú 2012 08:45

Góðan daginn allir spjallverjar. þar sem ég er erlendis, en með mikinn áhuga fyrir ykkar málefnum, langar mig að vita hvernig Tótas Óla gekk í veiðinni og heyra frásögn og etv. sjá myndir úr veiðiferðinni hans. Með veiðigleði á veiðislóð
Með kærri kveðju
Sigurður Rúnar Ragnarsson
Neskaupstað

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 8
Póstar: 406
Skráður: 07 Mar 2012 21:21
Staðsetning: 210 Garðabæ

Re: Á hreindýraveiðum

Ólesinn póstur af TotiOla » 18 Ágú 2012 14:18

Sælir veiðimenn

Ég ætlaði nú að finna mér betri/meiri tíma til þess að skrifa skemmtilega veiðisögu og vinna myndirnar betur en þetta verður að duga. Ég skrifa þetta jafn mikið fyrir mig (til að eiga skráð) og fyrir ykkur, þannig að ef þið hafið ekki tíma til að lesa þetta allt þá geti þið skrollað niður að myndunum og lesið það helsta. Biðst afsökunar á myndgæðunum fyrirfram (símamyndir að mestu).

Veiðiferðin

Við frændurnir lögðum af stað um hádegisbil föstudaginn 10. ágúst með veiðileyfi á tvo tarfa, annan á svæði 6 en hinn á svæði 4. Dagskráin var sex daga veiðiferð fyrir austan, frá föstudegi til fimmtudags, þar sem frændi minn átti lau. og sun. á svæði 6 og ég átti þri. og mið. á svæði 4. Við höfðum gistingu á Egilsstöðum og eftir stutt stopp hjá Reimari leiðsögumanni, þar sem game-plan morgundagsins var ákveðið, var haldið á náttstað. Illa gekk að sofna það kvöldi þar sem mikill spenna var í loftinu fyrir fyrstu hreindýraveiðina. :mrgreen:

Að morgni 11. ágúst héldum við af stað "út á hraun" þar sem litast átti um eftir föngulegum tarfahópi sem Reimar hafði séð daginn áður. Eftir nokkur spotting-stopp og smá vélarvandræði sáum við ung-tarfahóp (5-6 stk.) sem kom hlaupandi í áttina að okkur, undan vindi, og var ekkert á þeim skónum að stoppa. Veiðimaðurinn, í samráði við leiðsögumann, ákvað hins vegar að leyfa þeim að hlaupa óáreittum. Þetta var jú snemma dags á fyrsta degi í veiði og þeir töldu sig geta gert betur 8-) Við héldum því áfram og mættum stuttu seinna tveimur bílum þar sem veiðimenn voru á leið til baka að sækja sexhjól. Þeir höfðu þá tekið einn tarf úr hópnum inni við Eyjabakka.
1-1.jpg
Hleypt úr með Snæfell í baksýn
1-1.jpg (45.47 KiB) Skoðað 3009 sinnum
1-1.jpg
Hleypt úr með Snæfell í baksýn
1-1.jpg (45.47 KiB) Skoðað 3009 sinnum
Eftir stutt spjall um daginn og veginn héldum við áfram og enduðum á góðum "útsýnispalli" þar sem við sáum vel yfir Eyjabakkana og inn að jökli. Þar komum við auga á stóran hóp dýra inni í friðlandinu og vorum frekar svekktir með það þar sem okkur fannst líklegt að tarfahópurinn sem við leituðum að hefði straujað yfir ána kvöldið áður. Við héldum því til baka með stoppum hér og þar til þess að litast um eftir dýrum. Þá var farið að líða að hádegi og héldum við, að ég held, austar (kannski norð-austar) inn á hraunið eftir erfiðum slóða sem leiddi okkur að góðum hól þar sem við sáum yfir stórt svæði. Þar eyddum við góðum tíma í að horfa til suð-austurs inn á hraunið eftir fyrirmælum Reimars. Ekkert sást.

Það var svo fyrir einhverja slysni/leiða sem ég snéri mér við og fór að horfa til norðurs í átt að svokölluðum "Múla" (ef ég man rétt). Reimar taldi nú að ég finndi engin dýr þar en þar sem ekkert hafði sést þá höfðum við svo sem engu að tapa. Fyrir einhverja slysni/byrjendaheppni þá rak ég augun í eitthvað sem reyndist seinna vera mikill fengur. Ég hélt fyrst að ég væri bara að ímynda mér hreindýr úr einhverjum steinum eða flekkjum í landslaginu (enda færið langt, líklega um 2 km) en eftir smá íhugun, og von um að sem minnst grín yrði gert að mér (þið sem þekkið Reimar skiljið þetta) ef þetta reyndust vera rollur eða annað, lét ég Reimar vita. Hann tók upp stóra spotting sjónaukann og við blasti þessi flotta 10-12 dýra tarfahjörð :D En þetta var nú ekki alveg fullkomið því á sama tíma sá hann veiðimenn nálgast dýrin frá bíl sem var skammt frá. Djö.... við vorum aðeins of seinir. :| Ojæja, við bíðum bara og sjáum hvað gerist hjá þeim. Þeir hljóta að klára þetta fljótt og örugglega."

Eftir 4 klst. bið, mikið át, mikið spjall og nettan pirring :shock: þá skutu þeir loksins og dýrin brunuðu af stað niður eftir "Múlanum", undan vindi, í austur átt (að ég held), alveg í öfuga átt við það sem við höfðum talið að þau mundu fara. Þá var klukkan farin að nálgast 17:00 en við rukum út úr bílnum og hlupum af stað. Það var svo um 18:00 að við þurftum að taka mikilvæga ákvörðun. Við sáum hvar dýrin voru í stalli einum á Grasanesi (Ég er ekki alveg 100% á þessum örnefnum. Mér fróðari menn mega endilega leiðrétta mig ef þeir geta.). Farið var aðeins að dimma og sáum við fram á að við hefðum aðeins 3 klst. til þess að klára dæmið. Spurningin var, taka áhættuna á smá ævintýri (koma dýrinu til baka í myrkri) eða fylgjast bara með ferðum þeirra, spila þetta "safe" og reyna svo að finna þau aftur í fyrramálið. Það tók okkur ekki langan tíma að ákveða þetta.... :twisted:

Við héldum af stað og reyndum að komast fyrir ofan þau í stallana á Grasanesinu. Þau voru þá farin að klífa stallana og stefndu þá í norður (að ég tel). Við fórum hratt yfir og vonuðum það besta :) Að lokum sáum við í horn og þeir fikruðu sig fram á brún.... BAAMMMM! Það tók þá félaga ekki langan tíma að klára þetta. Ég náði ekki einu sinni að kveikja á myndavélinni, hvað þá koma mér fram á brún. :roll: Eftir lá þetta líka svakalega dýr, fellt á rétt undir 100m með .308 (123gr kúlu held ég) og menn föðmuðust og fögnuðu í gleði-/adrenalínvímu. Þetta hafði einungis tekið okkur um 45 min.! (18:45) Þá var bara að gera að, taka myndir og hlaupa svo til baka að ná í sexhjólið :D Ég var því miður ekki með mína vél með mér en hér eru símamyndir af dýrinu.
1-2.jpg
Tarfur 1 fallinn
1-2.jpg (64.09 KiB) Skoðað 3009 sinnum
1-2.jpg
Tarfur 1 fallinn
1-2.jpg (64.09 KiB) Skoðað 3009 sinnum
Þetta reyndist vera 111 kg. tarfur með gullkrúnu (óstaðfest) og hugsanlega íslandsmet :D
1-3.jpg
Kominn á hjólið með krúnuna vel strappaða
1-3.jpg (32.67 KiB) Skoðað 3009 sinnum
1-3.jpg
Kominn á hjólið með krúnuna vel strappaða
1-3.jpg (32.67 KiB) Skoðað 3009 sinnum
Þá var haldið heim á leið og vorum við komnir á malbik fyrir kl. 21:00 (myrkur) og vorum helvíti sáttir með að hafa tekið þá ákvörðun að reyna að klára þetta. Á leiðinni hringdi svo Helgi Jensson, leiðsögumaðurinn minn, í mig til þess að forvitnast um hvort ég hefði tök á að taka mitt dýr á sunnudeginum (daginn eftir) og með mánudaginn til vara þar sem þeir dagar höfðu losnað hjá honum :D Eftir stutta umhugsun þá ákváðum við að reyna að ná 5 tíma svefn (búnir að flá og ganga frá kl. 01:00) og leggja af stað kl. 06:00 á svæði 4 með Helga.

Það var enn minna sofið þá nótt en þá fyrri enda spennan alveg í hámarki. Fyrsta hreindýrið, 2 dögum á undan áætlun og sést hafði til allt að 90 "tudda" uppi á Aurum dagana áður skv. Helga :shock: Við héldum af stað skv. áætlun og fórum upp á Sauðahlíðarfjall austan megin við Köldukvísl í átt suður með Fagradalinum. Það var enn verri og hægfarnari slóði en daginn áður en upp fórum við að lokum. Það var svo á öðru scoping-stoppi að Helgi kom auga á dýr, ofarlega vestanmegin við Kvíslina, uppi við Sandárháls og það af alveg ótrúlegu færi. Ég tók því miður ekki mynd af því og get ekki ímyndað mér hvað þetta var langt, en mundi giska á amk. einhverja 3-4 km.! Við færðum okkur nær eftir slóðanum þangað til við höfðum aðeins einn hól á milli okkar og dýranna og þurftum þ.a.l. að skilja bílinn eftir. Við héldum þá til vesturs niður að Köldukvísl og inn með henni í suðurátt til þess að halda okkur úr augsýn og taldi Helgi best að koma neðan að dýrunum þar sem honum sýndist þau vera að færa sig neðar og neðar í brekkunni.
2-1.jpg
Fylgst með dýrunum úr norðri frá Köldukvísl
2-1.jpg (50.49 KiB) Skoðað 3009 sinnum
2-1.jpg
Fylgst með dýrunum úr norðri frá Köldukvísl
2-1.jpg (50.49 KiB) Skoðað 3009 sinnum
Við fikruðum okkur inn með Kvíslinni með reglulegum stoppum þar sem staðfest var að dýrin væru enn á sama stað. Þegar við komum svo inn undir botn dalsins sem Kvíslin liggur í var byrjað að klífa og sjá hversu nálægt við kæmumst. Eftir smá puð og skrið þá komumst við að þeirri niðurstöðu að dýrin væru enn of ofarlega í brekkunni til þess að komast í færi, óséðir. Aftur var því komið að því að taka ákvörðun um hvort bíða ætti og sjá hvort þau kæmu neðar og færðu sig í færi, eða... ganga til baka og reyna að komast upp, ofar í brekkuna í færi. Við eins og áður vorum ekki lengi að ákveða það að halda af stað og reyna að komast í betra færi og leist Helga vel á þá ákvörðun. Ég átti eftir að sjá aðeins eftir henni stuttu seinna. Við fórum, eins og jójó, upp í hverja einustu sprænu, sprungu og gil á leiðinni en ekkert gekk. Á þessum tíma fengum við að kynnast því í hve góðu formi Helgi er þar sem við eltum hann másandi og blásandi, þrátt fyrir að vera í þokkalegu formi, á meðan hann blés ekki úr nös! Við enduðum á því að ganga alveg fyrir Sandárhálsinn þar sem við gátum komist upp á hann og vorum því komnir alveg á sama stað nema fyrir ofan dýrin :) Þegar upp á Hálsinn var komið var útlitið ekki gott og betra að hafa hraðar hendur þar sem þokubakki hafði hrannast upp ofar í fjallinu.
2-2.jpg
Þokan á leiðinni
2-2.jpg (110.26 KiB) Skoðað 3009 sinnum
2-2.jpg
Þokan á leiðinni
2-2.jpg (110.26 KiB) Skoðað 3009 sinnum
Þá var komið að því ... Við Helgi skriðum fram á brúnina og munduðum vopnin.

Framhald í næsta pósti vegna takmarkana á viðhengjum
Síðast breytt af TotiOla þann 18 Ágú 2012 20:51, breytt 2 sinnum samtals.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 8
Póstar: 406
Skráður: 07 Mar 2012 21:21
Staðsetning: 210 Garðabæ

Re: Á hreindýraveiðum

Ólesinn póstur af TotiOla » 18 Ágú 2012 15:02

Framhald

Ég fékk ekki mikinn tíma til að njóta þess að hafa tarfana í sigtinu og munda þá og meta. Þeir voru á hægri en öruggri ferð út dalinn og sá ég nú þegar bara aftari hluta hjarðarinnar. Ég hafði þó strax komið auga á fallegan tarf með sérstök horn. Ég benti Helga á hann um leið og hann sagði að hann teldi þetta vera okkar tarf :D Svo komu fyrirmælin.
2-3.jpg
Það var svo notalegt að hafa hann í sigtinu
2-3.jpg (114.4 KiB) Skoðað 3000 sinnum
2-3.jpg
Það var svo notalegt að hafa hann í sigtinu
2-3.jpg (114.4 KiB) Skoðað 3000 sinnum
H: "Hann er í góðu færi... passaðu þig bara á steinunum fyrir framan þig."
*Lít meðfram hlaupi aftur - All clear*
Ég: "Hvað er þetta langt?"
H: "Spot on, um 120 metrar niður á við. Miðjan bóg!"
Ég: "Ok"
H: "Hann er góður." "Færið er flott!"
.....
Ég: "Á ég að taka hann?" :|
H: "Já, eftir hverju bíður þú? Bara þegar þú ert ready!"
Ég: "Ó, ok" :roll: ..... BOOM!

Svona getur maður stundum verið tregur :oops: Þetta var s.s. smá misskilningur hjá mér um hvernig hann gæfi grænt ljós en þetta hafðist allt að lokum ;) Færið reyndist svo vera 118-9 metrar og var dýrið fellt kl. 09:50 með Tikku T3 Varmint 6.5x55 SE, 140 gr. Sierra GameKing með 46 grain af N-160 á bakvið.
2-4.jpg
Felldur
2-4.jpg (65.07 KiB) Skoðað 3000 sinnum
2-4.jpg
Felldur
2-4.jpg (65.07 KiB) Skoðað 3000 sinnum
Það þurfti auðvitað að taka eina sigurpósu, en ekki fyrr en Helgi var búinn að maka framan í mig, að mér óspurðum, blóði úr dýrinu þar sem þetta var fyrsta dýrið :D
2-6.jpg
Sigur-pósa
2-6.jpg (57.88 KiB) Skoðað 3000 sinnum
2-6.jpg
Sigur-pósa
2-6.jpg (57.88 KiB) Skoðað 3000 sinnum
Honum fannst þetta nú allt of stór (96 kg.) og fallegur tarfur (með sérstök horn) fyrir fyrsta dýr enda búinn að grínast með það alla leiðina að hann mundi nú bara láta mig skjóta einhvern lítinn, ræfilslegan 2 vetra tarf ef hann gæti, svo að ég hefði nú rúm til þess að bæta mig og kæmi örugglega aftur :lol:
2-7.jpg
Leiðsögumaður og veiðimaður
2-7.jpg (106.59 KiB) Skoðað 3000 sinnum
2-7.jpg
Leiðsögumaður og veiðimaður
2-7.jpg (106.59 KiB) Skoðað 3000 sinnum
Eftir að búið var að gera að tók við ganga til baka ca. 1,6 km að bílnum og hugsaði ég auðvitað til þess hve gott það hefði nú verið að hafa sexhjól líkt og daginn áður. En þetta er nú bara allt partur af þessu og hefði líklega ekki verið jafn eftirminnilegt ef maður hefðir ekki þurft að drösla flykkinu alla þessa vegalengd :P
2-10.jpg
Yfir veiðisvæðið til norðurs
2-10.jpg (43.29 KiB) Skoðað 3000 sinnum
2-10.jpg
Yfir veiðisvæðið til norðurs
2-10.jpg (43.29 KiB) Skoðað 3000 sinnum
Kl. 15:00 þann 12. ágúst vorum við búnir að flá og ganga frá dýrinu, en þá höfðum við verið fyrir austan í ca. 42 klst. og fellt þessi tvö dýr sem við höfðum planað 5-6 daga í :mrgreen: Ógleymanleg ferð sem fer í sögubækurnar. Ég vil að lokum þakka þeim Reimari og Helga fyrir að gera þessa ferð að eins skemmtilegri upplifun og hún var :D
Síðast breytt af TotiOla þann 19 Ágú 2012 01:45, breytt 5 sinnum samtals.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 8
Póstar: 406
Skráður: 07 Mar 2012 21:21
Staðsetning: 210 Garðabæ

Re: Á hreindýraveiðum

Ólesinn póstur af TotiOla » 18 Ágú 2012 15:12

Fleiri myndir
2-4.5.jpg
96 kg. fallþungi
2-4.5.jpg (55.72 KiB) Skoðað 2996 sinnum
2-4.5.jpg
96 kg. fallþungi
2-4.5.jpg (55.72 KiB) Skoðað 2996 sinnum
2-5.jpg
Er ekki viss um að ég hafi svona "byssuleyfi" en jæja :)
2-5.jpg (68.12 KiB) Skoðað 2996 sinnum
2-5.jpg
Er ekki viss um að ég hafi svona "byssuleyfi" en jæja :)
2-5.jpg (68.12 KiB) Skoðað 2996 sinnum
2-9.jpg
Lungun götuð ofarlega og aftarlega
2-9.jpg (75.5 KiB) Skoðað 2996 sinnum
2-9.jpg
Lungun götuð ofarlega og aftarlega
2-9.jpg (75.5 KiB) Skoðað 2996 sinnum
2-11.jpg
Inn- og útgat
2-11.jpg (42.92 KiB) Skoðað 2996 sinnum
2-11.jpg
Inn- og útgat
2-11.jpg (42.92 KiB) Skoðað 2996 sinnum
2-12.jpg
Útgat
2-12.jpg (63.35 KiB) Skoðað 2996 sinnum
2-12.jpg
Útgat
2-12.jpg (63.35 KiB) Skoðað 2996 sinnum
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Tf-Óli
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 119
Skráður: 08 Mar 2012 21:26
Staðsetning: Borgarnes.

Re: Á hreindýraveiðum

Ólesinn póstur af Tf-Óli » 18 Ágú 2012 21:29

Vel gert Tóti.
Kveðja - Ólafur Ágúst Stefánsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar: 1841
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Á hreindýraveiðum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 18 Ágú 2012 23:02

Lang flottastur Þórarinn, þetta er skemmtileg frásögn og myndefnið frábært. Takk fyrir þetta :D
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Gísli Snæ
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 475
Skráður: 12 Apr 2012 21:37

Re: Á hreindýraveiðum

Ólesinn póstur af Gísli Snæ » 19 Ágú 2012 04:31

Til hamingju með þetta vinur. Skemmtileg saga og myndir. Magnaður sjónauki sem þú ert með :)
Kveðja,
Gísli Snæbjörnsson
gislisnae@islandia.is

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 8
Póstar: 406
Skráður: 07 Mar 2012 21:21
Staðsetning: 210 Garðabæ

Re: Á hreindýraveiðum

Ólesinn póstur af TotiOla » 19 Ágú 2012 17:15

Þakka hrósið :mrgreen: Vona að menn, jú og konur ef einhverjar skyldu leynast hér, njóti lestursins og myndanna (þótt fleiri hefðu mátt vera). Maður lærði alveg ótrúlega margt í þessari ógleymanlegu ferð sem á án efa eftir að nýtast manni í veiðum framtíðarinnar 8-)

P.S. Sjónaukinn er náttúrulega bara flottur fyrir svona veiðar, og bara allar veiðar, sérstaklega í ljósi gæða miðað við verð ;) Mæli sterklega með VORTEX sjónaukum, bæði hand- og riffilútgáfum.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 1
Póstar: 256
Skráður: 25 Feb 2012 09:16

Re: Á hreindýraveiðum

Ólesinn póstur af Spíri » 19 Ágú 2012 20:21

Takk fyrir skemmtilega frásögn, þetta hefur verið frábær ferð og allt gengið upp. Sérstaklega flott myndin af tarfinum, föllnum í gegnum sjónaukann. Ein spurning þar sem ég er líka með 6,5x55 finnst þér 140grs, kúla ekki frekar þung?? hvað er fallið á þessu færi og hvar ertu með hann í núlli??
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 8
Póstar: 406
Skráður: 07 Mar 2012 21:21
Staðsetning: 210 Garðabæ

Re: Á hreindýraveiðum

Ólesinn póstur af TotiOla » 20 Ágú 2012 11:36

Sæll Þórður

Takk fyrir hrósið :D Myndatakan tókst, þó ég segi sjálfur frá, vonum framar þrátt fyrir mikinn asa og adrenalín-flæði. Gaman að eiga þetta svona skjalfest eftir á. Varðandi kúluna þá er hún, jú, frekar þung fyrir veiðar með þessu kalíberi. Hins vegar er hún svo helvíti nákvæm og góð að ég ákvað að læra frekar vel á ferilinn en að fara í léttari, og hugsanlega ónákvæmari kúlu. Nákvæmnin helgast væntanlega af hröðum snúning í hlaupi (1 snúningur á 8 tommum) og skv. forritum og reiknivélum var ferillinn ekki ósvipaður og í .308, fallbyssunni góðu ;) Ég hafði núllað græjuna á 150m til öryggis og varð því að reikna með að vera fyrir ofan kross á 120m, auk þess sem skotið var niður í móti.

Ég miðaði því ca. á mitt dýr (á hæð) og frekar aftarlega, þar sem markmiðið var að ná aftast í lungun til þess að skemma sem minnst. Ég treysti mér fullkomlega í það þar sem ég vissi að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af nákvæmni riffilsins/kúlunnar og var því fullur sjálfstraust í því að skjóta aftarlega á dýrið. Skoti heppnaðist svona líka vel. Ca. 3,0 cm fyrir ofan mitt dýr (á hæð) og nákvæmlega þar sem ég ætlaði mér að setja það :D Það var líka gott að ég setti kúluna svona aftarlega í dýrið þar sem ég hafði ekki alveg áttað mig á því að hann stóð aðeins skakkur á mig og var útgatið því ekki langt frá því að skemma kjöt (s.s. framar á dýrinu), en slapp þó þokkalega.

Ferillinn ætti að vera ca. svona með þessari kúlu:
100m +2,8 cm
125m +2,0 cm
150m +0,0 cm
175m -3,2 cm
200m -7,7 cm
225m -13,5 cm
250m -20,6 cm
275m -29,1 cm
300m -39,1 cm

Ég ætlaði mér svo sem ekki að skjóta dýrið á lengri færum (finnst það óþarfa áhætta, ef hægt er að komast nær) en hafði þó lært inn á fallið og hvar ég þyrfti að hafa dýrið í krossinum ef til þess kæmi.
Mbk.
Þórarinn Ólason

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar: 1841
Skráður: 17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn: Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning: Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Á hreindýraveiðum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 26 Ágú 2012 02:19

Að vera á hreindýraveiðum eða vera ekki á hreindýraveiðum það er spurningin.
Það er margt mannanna bölið úr höfuðborg óttans, hundrað og einn Reykjavík, sem berst með veiðimönnum austur hér.
Nokkrir ungir menn keyptu sér veiðbíl sem átti að notast eingöngu til veiða sem er að sjálfsögðu hið allra besta mál og er svo sem ekki í frásögu færandi.
Liðu nú stundir fram og farið var á græjunni á hreindýraveiðar í austurveg, hreindýr féll og var dregið niður á slóð í veg fyrir nýja veiðibílinn.
Þar sem bíllinn og dýrið voru þarna komin hlið við hlið og ekkert eftir nema snara dýrinu inn í nýja veiðibílinn sem sérstaklega var keyptur til að flytja þessháttar.
Bar nú nýrra við, nýji veiðibíllinn allt í einu orðin alltof flottur fyrir þessa veiðibráð, að vísu verður að viðurkennast að örfáir dropar blóðs drupu úr nösum dýrsins og ekki viðlit að setja það í bílinn kannski vegna þess einmitt.
Var nú hringt á leigubíl sem að vísu var í öðrum verkum og kallaður til um 11 kílómetra leið að meiri parti eftir hálfgerðri vegleysu og kerru framan úr sveit sem sótt var 20 kílómetra til að bjarga nýja veiðibílnum frá þessum rauðgrana. :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol:
Viðhengi
IMG_7512.JPG
Bíllinn góði og hreindýrið
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 3
Póstar: 598
Skráður: 22 Feb 2012 13:03

Re: Á hreindýraveiðum

Ólesinn póstur af gylfisig » 26 Ágú 2012 18:32

Ég lagði af stað kl. 6 á föstudagsmorguninn, austur á bóginn til að freista þess að ná í tarf á sv. 7.
Ekki laus við kvíða, þar sem veður var ekki gott. Bæði rigning, og þoka, en reyndar lofaði veðurstofan því að létta myndi eitthvað til, þegar liði á morguninn. Í trausti þess lögðum við 3 félagar af stað að norðan. Ætlunin var að hitta leiðsögumanninn, Aðalstein Guðm. uppi á Öxi. Þar var blekaþoka, en við héldum af stað áleiðis í Hornbrynju, og treystum á að Veðurstofan stæði við sitt.Loft var aðeins minnkað í 38 tommunum á mínum gamla double cab, og veitti ekki af.. blaðfjaðrir allan hringinn. Það birti heldur, þegar við komum að Ódáðavötnum, og þegar nær dró Bjarnarhíði, var farið að skína upp. Þar var gædinn okkar, hann Alli, ásamt Val félaga sínum, sem einnig er leiðsögumaður. Þar var líka stór tarfahjörð með 31 tarfi, og nokkrir þeirra mjög vænir. Þeir fengu veður af okkur, og hurfu ofar, en við fundum þá fljótlega aftur, en þeir voru mjög styggir og gáfu ekki færi á sér, runnu bara inn úr,undan mjög stífum vindi. Við máttum nánast hlaupa á eftir þeim, til að tapa þeim ekki. Vorum í blóðspreng á eftir þeim í um 4 klst. en þeir fengu alltaf veður af okkur. Loks, þegar nálgaðist brúnir Fossárdals, ef ég man rétt, stoppuðu þeir, og sneru síðan til baka. Síðan fóru þeir að hægja á sér, og þar kom að því að þeir stoppuðu. Færið var sæmilegt, en stífur vindur þvert á skotstefnuna. Ég var feginn að vera með frekar þunga kúlu, í 300 wm Dýrin voru ókyrr, og erfitt að velja einhvern góðan tudda. Auk þess var ég smeykur um að þau myndu ekki stoppa lengi við. Ég valdi mér loksins vænan tarf, og fylgdi honum eftir, en hann stoppaði lítið, og stóð að auki illa við skoti. Annaðhvort á ferð, eða þá að hann stoppaði og sneri haus að okkur. Loks kom að því að hann sneri sér, og þá lét ég fara á hann. Merkilegt, þegar maður skýtur á svona skepnu.... ég heyrði ekki hvellinn, og tók ekki eftir bakslaginu úr TRG-inum. En ég heyrði dynkinn þegar kúlan lenti í tarfinum. Hann stóð grafkyrr eftir skotið, og Valur vildi að ég skyti aftur, en ég vissi að það var óþarfi. Veit hvað 165 grs Nosler bt kúla í 300 wm gerir. Það liðu 5-8 sekúndur, og þá féll tuddinn á hliðina. Hafði staðið grafkyrr í þessar sekúndur.
Ég þorði ekki að skjóta á háls eða haus í svona stífum hliðarvindivindi, á 237 metra færi, þó svo einhver hafi líst því yfir annars staðar að 500 metrar væru ekkert mál á hreindýr, og vindur skipti ekki máli með 300 wm.
Þeir leiðsögumenn, Valur og Alli stóðu sig í alla staði vel, og vil ég þakka þeim, hvað allt gekk vel.
Tarfinum var komið fyrir í skúffunni á Garpi mínum. Ekkert mál þó hann væri nýsprautaður, og allur tekinn í gegn. Hann er nefnilega veiðibíll, og til þess er hann brúkaður :D
Þegar tuddi var kominn á pall, var dregið fram ágætis Isle viskí, og mönnum boðinn snafs sem það vildu.
Það skal tekið fram, að bílstjórar tóku ekki snafs.
Síðan var haldið niður á Öxi, og þaðan niður að Skriðustekk í Breiðdal, og dýrið fláð þar, og sett í kæli.
Það má alveg koma fram, að þar eru miklir ágætismenn að störfum, og ég borgaði örfáar krónur fyrir geymslu á tarfinum þar.

Dilkurinn var ágætur og vóg 98 kíló.
Riffill: Sako TRG-42
cal: 300 Wm.
kíkir:Zeiss 6-24
Kúla: 165 grs Nosler bt.
Kúlan vigtaði 112 grs efir að hafa lent í tarfinum. Hélt 68 % af upphafl. þyngd.
Hraði kúlu við hlaup: 3130ft
Hleðsla: 80,2 grs N-165
Færi: 237 m.
Veður: Stífur vindur, þvert á skotstefnu, og skúrir, gerði samt glennur á milli.
Viðhengi
24082012225.jpg
24082012225.jpg (118.01 KiB) Skoðað 2521 sinnum
24082012225.jpg
24082012225.jpg (118.01 KiB) Skoðað 2521 sinnum
Síðast breytt af gylfisig þann 26 Ágú 2012 19:11, breytt 3 sinnum samtals.
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

Svara