Stærð skotsára eftir aðstæðum

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 19
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal
Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 14 Ágú 2012 20:23

Langar að sýna ykkur stærð skotsára á hreindyraveiðum eftir kaliberum, kúlustærðum og hvar ákoman er.
Ég byrja á kú skotinni með Cal. 308 Kúlan var 155 gr. soft point, veit ekki nánari gerð af kúlunni, bakvið hana var N-140 púður 43 gr.
Færið var 100 metrar og skotið hreint lungnaskot, vel aftan við bóg um mitt dýr á hæðina.
Viðhengi
IMG_7363.jpg
Innskot
IMG_7365.jpg
Útskot
IMG_7366.jpg
Inni í brjóstholinu, innskot til hægri útskot til vinstri.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

iceboy
Póstar í umræðu: 2
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af iceboy » 15 Ágú 2012 18:32

Flott mynd hjá þér Siggi.

Nú bíð ég spenntur eftir að sjá mynd af skotsárum eftir plastoddskúlu.



P.s Þú mátt alls ekki hætta að skamma þá sem ekki skrifa undir með nafni, ég tel að þú eigir stóran þátt í því að hér er ekki skítkast og leiðindi með því að vera "Undirskrifta lögga"
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 2
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af T.K. » 15 Ágú 2012 19:32

Ætli kúlugerðin skipti síður máli en caliber? Veit ekki en mér hefur fundist menn vilja nota óþarflega stór kaliber á þessar beljur. Ætli 243 sé ekki bara elegant kaliber? Hef nú ekki tekið myndir af skotsárum en ef Siggi á myndir af gati eftir 243, eða 7mm rem magnum væri gaman að sjá....
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 19
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Ágú 2012 00:42

Ég á bara eina mynd af skotsári eftir 243.
Það er eftir 100 gr. soft point kúlu á 220 metra færi.
Aðal einkennið á þessari mynd er hvað kúlan fer neðarlega neðst í bringukollinn, sárið og skemmdin hlutfallslega mikil.
Kúlan var að síga mikið, mig minnir að ég hafi látið hann miða efst á herðakambinn.
Kúlurnar eru að falla mikið úr þessum stuttu kaliberum svo sem 243 og til dæmis 308 með þungum kúlum.
Viðhengi
100 gr. á 220 metra færi.JPG
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
T.K.
Póstar í umræðu: 2
Póstar:166
Skráður:03 Sep 2010 20:54

Re: Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af T.K. » 16 Ágú 2012 07:10

Úfff. Mikið sár. Held nú bara að þurfi í raun ekkert stærra en 243. Bara spurning um að hitta vel.
Elskið friðinn og strjúkið kviðinn
Þórir Kristinsson

konnari
Póstar í umræðu: 1
Póstar:343
Skráður:12 Mar 2012 15:04

Re: Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af konnari » 16 Ágú 2012 09:41

Usss....þetta er með ljótari sárum sem ég hef séð....ekki vel skotið ! Lá beljan í fyrsta skoti ?
Kv. Ingvar Kristjánsson

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af E.Har » 16 Ágú 2012 09:47

Þetta þykir ekki ljótt sár!
tekur neðan af bringukollinum.
Þetta dýr hefur ekki farið langt og engir merkilegir vöðvar að tapast :mrgreen:

Kúlugerðin skiptir ekki minna máli en caliberið.
Hraðin skiptir líka máli þetta eru allt atriði sem spila saman.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 19
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Ágú 2012 10:28

Ingvar, já hún stein lá!
Það þarf ekki stór vopn til að gera mikil sár, þarna fer kúlan í bringubeinið þess vegna verður sárið svo stórt.
Það sem ég er að segja er það að þessi stuttu kaliber sem ég nefndi dæmi um með þungar kúlur eru að falla of mikið, þessi kúla hefði ekki þurft að fara nema 3 sentimetrum neðar þá hefði kúin farið jafn góð ekki fengið skeinu á aðeins 220 metrum, þetta er því miður líka algengt með 308 þess vegna er ég ekkert stórkostlega hrifinn af þeim til hreindýraveiða.
Síðan var maður hjá mér í gær með 308 og 125 gr. kúlu sem hann kom á 3140 fet sem kom ekkert niður á nákvæmninni hjá honum, hann var að setja gat í gat og fallið ekki mikið, þá erum við að tala saman jafnvel þó um 308 sé að ræða :D
Menn eru allt of tregir til að prufa léttu kúlurnar 125 gr. 123 gr. og 110 gr. í 308 þær eru að koma ótrúlega vel út í návæmni og hafa fínan feril.
Það virðast hins vegar vera einhver trúabrögð í gangi um að 308 geti ekki skotið kúlum undir 150 gr. vel, menn virðast fastir í einhverjum erlendum ferilskúrfum, en erlendis er 308 nær einungis notaður með þungum kúlum og úti þar virðast menn ekki einu sinni að hafa fyrir því að gera statistikk fyrir léttu kúlurnar :?
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 19
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Ágú 2012 11:37

Hér koma myndir af skotsári á 80 kílóa tarfi skotnum með cal. 3006 hleðslan var 52 gr. af N-150 á bakvið 150 gr. Hornady Interlock sem er með plastoddi, er á um 2750-2800 fetum eftir töflu.
Hreint lungnaskot vel fyrir aftan bóg rét fyrir neðan mitt dýr.
Færið var um 130 metrar og kúlan var undir húðinni við útskotið.
Viðhengi
IMG_7417.jpg
Innskot
IMG_7418.jpg
Útskot, kúlan var í húðinni.
IMG_7421.jpg
Inni í brjóstholinu, innskot til hægri útskot til vinstri. Kúlan virðst hafa misst alla ferð inni í brjóstholinu en gerði sitt gagn lungun voru alveg í spaði.
IMG_7423.jpg
Kúlan afturendinn kopakápan hangir furðuvel við blýkjarnann
IMG_7422.jpg
Kúlan framendinn vel sveppaður
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 19
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Ágú 2012 21:54

Svona leit kýrin með stóra sárið eftir 243 og 100 gr. kúluna út á blóðvellinum áður en hún var flegin.
Viðhengi
IMG_0036.JPG
Hún var skotin snemma á veiðtímanum og ekki gengin alveg úr hárum
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

agustbm
Póstar í umræðu: 1
Póstar:38
Skráður:31 May 2012 16:52

Re: Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af agustbm » 17 Ágú 2012 09:37

Sælir herramenn og kvinnur,

Rosalega er gaman að sjá þessar myndir - meira svona :-)
Skemmtilegt að stúdera þetta og frábært að menn taki uppá að fara útí svona myndatökur.

Veiðikveðja,
Ágúst Bjarki Magnússon
Veiðikveðja,
Ágúst Bjarki Magnússon

User avatar
kúla
Póstar í umræðu: 1
Póstar:32
Skráður:11 Mar 2012 15:45
Staðsetning:Vopnafirði

Re: Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af kúla » 17 Ágú 2012 22:12

Var þessi kýr skotin á bænda dögum menn í gallabuxum og alles :D
Kveðja
Sveinn A Sveinsson
Vopnafirði

johann
Póstar í umræðu: 1
Póstar:95
Skráður:18 Jul 2012 08:48

Re: Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af johann » 18 Ágú 2012 08:22

Það er náungi á Nýja sjálandi sem safnar svona kúlu-og-sár upplýsingum. http://www.ballisticstudies.com - hellingur af upplýsingum um hinar ýmsustu kúlur og kalíber í veiðibráð hjá honum.
-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 19
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 26 Ágú 2012 22:46

Þá er best að halda aðeins áfram með skotsárin.
Þetta skotsár er eftir 7mm. Rem. Mag. með 120 gr. Nosler Ballistic tip hleðslan 65 gr. veit ekki hvaða púður. Færið var 270 metrar.
Tarfurinn var 106 kíló og lungnaskotinn þvert, hann ætlaði aldrei af fótunum, eftir mikinn slag fékk hann náðarskot aftan við banakringluna.
Viðhengi
IMG_7473.JPG
Innskotið.
IMG_7472.JPG
Útskotið.
IMG_7482.JPG
Kúlan að framanverðu, allt blý farið úr kápunni.
IMG_7483.JPG
Kúlan að aftan, hún sat í húðinni við útskotið.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 19
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 26 Ágú 2012 22:54

Hér er skotsár eftir 308 hleðslan 43,5 gr. af N-140 á bakvið 150 gr. Sierra gameking. Þverskotið lungnaskot. Færið 130 metrar.
Viðhengi
IMG_7549.JPG
Innskotið.
IMG_7549.JPG (140.85KiB)Skoðað 3304 sinnum
IMG_7549.JPG
Innskotið.
IMG_7549.JPG (140.85KiB)Skoðað 3304 sinnum
IMG_7546.JPG
Útskotið.
IMG_7546.JPG (127.72KiB)Skoðað 3304 sinnum
IMG_7546.JPG
Útskotið.
IMG_7546.JPG (127.72KiB)Skoðað 3304 sinnum
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 19
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 26 Ágú 2012 23:00

Hér er skotsár eftir 6,5x65 hleðslan 55 gr. N-165 á bakvið Hornady interbond 129 gr.
Mjög snyrtilegt gegnum skot um lungu.
Viðhengi
IMG_7541.JPG
Innskot.
IMG_7542.JPG
Útskot.
IMG_7544.JPG
Innskot til vinstri útskot til hægri.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 19
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 26 Ágú 2012 23:08

Að lokum kom hér tvö mismunandi hálsskot.
Viðhengi
IMG_7478.JPG
Innskot 7 mm Rem. Mag. 120 gr. Nosler Ballistic tip.
IMG_7475.JPG
Útskot 7 mm Rem. Mag. 120 gr. Nosler Ballistic tip.
Hnakkaskot 100 gr. Barns TSX.JPG
Hnakkaskot 100 gr. Barns TSX úr 2506
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 19
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 28 Ágú 2012 08:56

Hér er skotsár eftir 7 mm. Rem. Mag. Kúlan er Sako Hammerhead 170 gr. á 905 metrum á sekúndu samkvæmt töflu frá Sako, færið var 150 metrar.
Spekingar hvað eru 905 metrar mörg fet???
Þarna sést vel hvað höggið er mikið af svona þungri kúlu innsskotssíðan er öll blóðhlaupin þó skotið sé á hárréttum stað eins og sest á lungunum og innskotið auk þess milli rifja.
Viðhengi
IMG_7565.JPG
Innskotið er ansi ljótt.
IMG_7566.JPG
Útskotið fínt líka þó það jafi lent á rifi.
IMG_7567.JPG
Brjóstholið innskotið til vinstri útskotið til hægri, þetta er bara fínt.
IMG_7563.JPG
Svona líta lungun út eftir skot á réttum stað, aftan við bóginn rétt ofan við mitt dýr.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Aflabrestur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:490
Skráður:25 Feb 2012 08:01
Staðsetning:Sauðárkrókur

Re: Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af Aflabrestur » 28 Ágú 2012 10:09

Sælir.
905 x 3.28083989501312 = 2969.160104986877 fps
sjá:
http://www.calculateme.com/Speed/Meters ... Second.htm
kv.
Jón (Jónbi) Kristjánsson
Sauðárkróki
"I don´t have to be careful, i´ve got a gun" Homer J. Simpson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 19
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 29 Ágú 2012 00:01

Já sæll 2969 fet á sekúndu, það er dálítið hratt fyrir svona þunga kúlu, þar er skýringin á blóðhlaupnu hliðinni kring um innskotið.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Svara