Stærð skotsára eftir aðstæðum

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:
Re: Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af E.Har » 30 Ágú 2012 10:17

Samt ekki þessi hammerhead kúla opnast ekkert hratt og ætti ekki að gera svona mikinn óskunda.
Hef verið að skjóta 150 og 165 gr kúlum úr 300wm og 300wsm á ca 3300-3400 fetum og sjaldan fengið svona, en samt séð þetta gerast. það verður auðvitað vökvasprenging við höggið og eins og handbolti eða fótbolti myndist þarna við inngatið. Sennilega bara verið óheppinn. Það skeður.
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 19
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 03 Sep 2012 13:53

Hérna er skotsár eftir 6,5x55 með 130 gr. Accubond kúlu með hleðslunni 47 gr. af N-160 sem er í kringum 2700 fet á sekúndu samkv töflu.
Þetta er klára lungnaskot en aðeins á ská, innskotið alveg aftur við þinden það sleppur engu að síður við gor, það hefði hins vegar ekki sloppið ef kúlan hefði farið hina leiðina út aftur við þind þá hefðu einhver brot farið aftur í vömb.
Á þessum myndum sést vel hvað hægt er að skjóta lungnaskotunum aftarlega án þess að skemma neitt.
Það sést líka á þessum myndum að Accubond kúlan er ekki að skemma neitt ef hún er sett á síðuna þar sem hún er þynnst, ef þessi kúla hefði hins vegar farið í bógbein hefðu orðið verulegar skemmdir á kjöti.
Viðhengi
IMG_7609.JPG
Innskot
IMG_7608.JPG
Útskot
IMG_7610.JPG
Innskotið er hægra megin og útskotið vinstra megin þarna sést að skrokkurinn er alveg hreinn þó innskotið sé alveg aftur við þind.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 19
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 03 Sep 2012 14:03

Hér er skotsár eftir 3006 með 150 gr. Sierra gameking kúlu með hleðslunni 54 gr. af N-150 sem gera rétt innan við 2800 fet á sekúndu samkvæmt töflu.
Þetta sleppur nú furðu vel miðað við hvar kúlan lendir, inn fyrir framan bóginn og út um herðablaðið.
Það er tvímælalaust kúlugerðinni að þakka þessi kúla sveppast, ef þetta hefði verið Accubond, Ballistic tip eða eitthvað sambærilegt hefði þetta verið mun ljótara og framparturinn mikið skemmdur sérstaklega útskots megin.
Viðhengi
IMG_7611.JPG
Innskot.
IMG_7612.JPG
Útskot
IMG_7613.JPG
Hér sést hvað kúlan er ofarlega enda féll dýrið snöggt til jarðar, lungnasárið sá síðan um blóðgunina.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 19
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 04 Sep 2012 18:25

Hér er skotsár á stórum tarfi eftir cal. 243 með Norma verksmiðjuhlöðnu skoti og 100 gr. Orix kúlu.
Takið þið eftir einhverju óvenjulegu við myndirnar?
Viðhengi
IMG_7696.JPG
Innskot.
IMG_7697.JPG
Útskot.
IMG_7700.JPG
Innskot til vinstri, útskot til hægri.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

iceboy
Póstar í umræðu: 2
Póstar:466
Skráður:26 Apr 2012 15:58
Hafa samband:

Re: Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af iceboy » 04 Sep 2012 19:20

Ertu þá að tala um fjölda skotgata?
Árnmar J Guðmundsson

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af sindrisig » 04 Sep 2012 20:55

Mér sýnist kúlan hafa farið í amk. tvo parta ef ekki fleiri.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 19
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 06 Sep 2012 21:38

Já, það eru tvö skotgöt á tarfinum með örfárra sentimetra millibili. Handvöm leiðsögumannsins, var ekki alveg með á nótunum um hvaða tarf hann væri að skjóta, sá að hann hitti ekki tafrinn sem ég hélt að ég væri að benda honum á að skjóta á svo ég sagði honum að skjóta aftur og þetta var árangurinn.
Seinna skotið skemmdi miklu minna vegna þess að þá var blóðþrýstingurinn fallinn svo mikið í dýrinu að marið er miklu minna eins og sjá má af myndunum.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
sindrisig
Póstar í umræðu: 2
Póstar:313
Skráður:09 Oct 2010 08:45
Staðsetning:Neskaupstaður

Re: Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af sindrisig » 07 Sep 2012 10:21

Tja ekki sá eini sem hefur tvískotið, ég þrískaut tarf eitt árið með oryx kúlu. Hætti að nota þær eftir þá tilraun. Það var bara eitt útgat samt sem áður og engar extra skemmdir sem heitið geta.
Sindri Karl Sigurðsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 19
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 25 Ágú 2013 00:09

Hér sést 105 kg. tarfur skotinn aftast í hálsinn með 100 gr. Norma Orix kúlu cal. 243, kjötskemmdir í lágmarki, kúlan stoppaði í hálsliðunum og kom ekki í gegn.
Viðhengi
IMG_9675.JPG
Kúlan fór inn aftarlega á hálsinu, fram eftir honum og stoppaði í hálsliðunum.
Síðast breytt af Veiðimeistarinn þann 25 Ágú 2013 00:17, breytt í 1 skipti samtals.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 19
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 25 Ágú 2013 00:15

Hér er 105 kg. tarfur skotinn með 6,5x55 Hornady A-Max 123 gr. kúlu, hreint lungnaskot og kjötskemmdir litlar sem engar.
Viðhengi
IMG_9669.JPG
Innskot.
IMG_9670.JPG
Útskot.
IMG_9673.JPG
Brjóstholið, innskotið er til vinstri.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 19
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 11 Sep 2013 22:09

Það var verið að spurja um skotsárið eftir kúluna hjá Viktor Mester úr Blazernum 375 H&H Mag. rifflinum með 300 gr. kúlunni.
Hér koma myndir af skotsárinu.
Skotið var neðarlega í herðakambinn nálægt hryggsúlunni og tarfurinn sem var 110 kíló datt eins og hann hefði verið skotinn í hausinn, það helgast nú mest af högginu sem er svakalegt og nálægð kúlunnar við hrygginn.
Annar bógurinn er nánast ónýtur sá sem gékk innskotið og hinn mikið skemmdur, svona frekar samt snyrtilegt gat á honum.
Viðhengi
Innskot.JPG
Innskot.
Utskot.JPG
Útskot.
Innani.JPG
Innan í brjóstholinu, hryggsúlan er löskuð.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

TriCoreBallistics
Póstar í umræðu: 1
Póstar:9
Skráður:15 Jun 2012 18:29

Re: Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af TriCoreBallistics » 07 Feb 2014 17:53

Sigurður Aðalsteinsson. Hefurðu tekið saman skotsár/caliper-hylki/kúlutegund + myndir? Það yrði efni í vinsæla bók!!
Kveðja.Geir G.
Tri-Core-Ballistics LLC

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 19
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 07 Feb 2014 18:03

Já ég er að safna þessu smásaman saman og held einhverju til haga og mynda á hverju ári.
Ég á orðið álitlegt safn af svona myndum.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
jon_m
Póstar í umræðu: 1
Póstar:169
Skráður:16 Dec 2012 11:12
Staðsetning:Fossárdalur
Hafa samband:

Re: Stærð skotsára eftir aðstæðum

Ólesinn póstur af jon_m » 07 Feb 2014 22:33

Ég smellti einni svona mynd í sumar. Þessi kýr var skotin af ca. 80 m færi með .243. Sierra SBT 100 grain. Kúlan lenti á rifbeini á leiðinni inn og rifnaði og fór ekki út hinumegin. Hef ekki séð þetta áður með þessari kúlu. Þetta verður ekki gert mikið betur.
Viðhengi
DSC_1070-001.jpg
Eitt brotið rif og ekkert útgat
DSC_1070-001.jpg (88.78KiB)Skoðað 1741 sinnum
DSC_1070-001.jpg
Eitt brotið rif og ekkert útgat
DSC_1070-001.jpg (88.78KiB)Skoðað 1741 sinnum
DSC_1068-001.jpg
Inngatið á réttum stað
DSC_1068-001.jpg (85.89KiB)Skoðað 1741 sinnum
DSC_1068-001.jpg
Inngatið á réttum stað
DSC_1068-001.jpg (85.89KiB)Skoðað 1741 sinnum
kveðja
Jón Magnús Eyþórsson
jonm@fossardalur.is
http://facebook.com/hreindyr

Svara