Klárast hreindýrakvótinn?

Allt sem viðkemur hreindýrum
Sveinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:166
Skráður:07 May 2012 20:58
Klárast hreindýrakvótinn?

Ólesinn póstur af Sveinn » 14 Sep 2012 23:21

Hreindýraveiðin að klárast. Enn á eftir að veiða um ca 150 dýr af kvótanum, ef lesa á gögn frá Umhverfisstofnun og twitter frá Jóa Gutt rétt, ca 130 kýr og 20 tarfar miðað við 13. sept. Af þeim eru um 50 kýr og 15 tarfar eftir á svæði 1 og 2.

Þetta er mikið miðað við síðastu ár, held ég, leiðréttið mig ef ég er að fara með rangt mál. Tveir dagar eftir af tarfakvóta, sjö dagar eftir af kýrkvóta. Veður hefur verið rysjótt, helgin núna skiptir máli. Giska á að ca 80 dýr verði óveidd í lok tímabils, 8-10%.

Þarf ég að segja það, er ekki skotprófið að skipta máli? Prófið átti að koma fyrir næstu vertíð, ekki spurning. Tjón fyrir alla.
Með kveðju,
Sveinn Aðalsteinsson

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Klárast hreindýrakvótinn?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Sep 2012 02:00

Nei, hreindyrakvótinn klárast ekki!
Vil ekki spá hvað mikið verður eftir, en við leiðsögumennirnir eigum eftir að klóra vel í þetta, það byggist allt á vönum leiðsögumönnum sem fá þokkalegan frið þessa dagana til að sinna þessu, þar sem kornfexpakkagædarnir eru horfnir af brautu!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 5
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Klárast hreindýrakvótinn?

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 15 Sep 2012 10:13

Ha ha ha... Þessi var nokkuð góður Siggi, við hverja áttu samt þegar þú talar um kornflexpakkagæda?

Eru það leiðsögumenn að hætti E. Har sem leiðsegja bara nokkra útvalda vini sína eins og oft hefur komið fram í hans máli á vefnum, eða eru það þeir sem komust í gegnum leiðsögumannanámskeiðið núna síðast með diggri hjálp lögfróðra manna?
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Klárast hreindýrakvótinn?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 15 Sep 2012 10:30

Það eru báðar þessar típur, sérstaklega þeir sem komust gegn um síðasta leiðsögumannanámskeið með lögfræðihjálp og fengu síðan skírteinið sítt eins og úr kornflexpakka, þangað sækir nafnið skírskotun sína!!!!!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 5
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Klárast hreindýrakvótinn?

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 15 Sep 2012 11:58

Gott og vel, hvernig sérð þú fyrir þér að maður eins og ég eigi að komast inn í þetta gæda kerfi?

Á ég kannski ekkert að eiga möguleika á því, vegna þess að ég bý í borginni?

Hvað þarf maður að hafa til bruns að bera að þínu mati til þess að geta verið gæd á hreindýraveiðum og hvernig á maður að öðlast reynsluna til þess?

Mig klæjar í fingurnar að taka þessa umræðu við þig alla leið, því að mínu mati voru þetta frekar ómakleg orð hjá þér, gangvart öðrum góðum drengjum sem vinna í þessari stétt með þér! Ég frábið mér þó skítkast og vitleysisgang...
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
styrkur
Póstar í umræðu: 1
Póstar:4
Skráður:09 Apr 2012 01:09

Re: Klárast hreindýrakvótinn?

Ólesinn póstur af styrkur » 15 Sep 2012 17:04

Ja hérna Siggi minn, eru ekki svartir sauðir víðar en hjá okkur sem tókum þetta próf í fyrra. Ég veit um þó nokkra "vana leiðsögumenn" sem ættu að vera að gera eitthvað annað en að leiðsegja á hreindýr. Ég veit ekki betur en að ég hafi skilað mínum mönnum vel sáttum eftir þá törn sem ég átti fyrir austan. Menn kvörtuðu ekki þó að ég falli í þennan kornflexpakkahóp sem þú nefnir, og fór ég með þó nokkra. Einnig veit ég um þó nokkra aðra sem voru með mér á námskeiðinu sem eru búnir að standa sig virkilega vel.
Það er óþarfi að kasta rýrð á og níða niður nýja kollega þó þeir hafi ekki sömu reynslu og þú / þið sem eruð búnir að vera í þessu öll þessi ár.
En það er allavegna gott að þið fáið frið til að sinna þessu, því ekki veitir af að ná sem flestum dýrum fyrir lokun.
En Siggi við sjáumst og heyrumst á næsta ári, þegar við skríðum af stað aftur. Vonandi að við höldum áfram að vinna saman eins og við gerðum í sumar og í fyrra.

Bk.
Henning Þór.
"It's better to have a gun and not need it than to need a gun and not have it."
----------------------------------------------------------------------------------
Kveðja
Henning Þór

User avatar
gylfisig
Póstar í umræðu: 1
Póstar:598
Skráður:22 Feb 2012 13:03

Re: Klárast hreindýrakvótinn?

Ólesinn póstur af gylfisig » 15 Sep 2012 19:32

Ég tel að Sigurður verði að rökstyðja þessa yfirlýsingu sína
Kv.
Gylfi Sigurðsson
Húsavík

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Klárast hreindýrakvótinn?

Ólesinn póstur af E.Har » 15 Sep 2012 22:35

Siggi þakka hlý orð í minn garð þar sem ég var nefndur sérstaklega sem " kornflexpakka gæd"
Ástæða þess að ég gæda fáa undanfarin ár er einföld.
Þetta stendur ekki undir sér.
Ekki ef ég á að borga undir mig fæði og húsnæði fyrir austan.
Svo ekki sé talað um að afskrifa búnað.

Þessvegna hef ég sleppþessu og skilið þetta eftir fyrir ykkur sem reynið að lifa af þessu.
Fer altaf einhverja túra til að halda mér í þjálfun.
Helst einn niður á fyrði og annan upp á heiði!

Hélt ekki að ég hefðpi truflað þig í gær!

Hugsaað það séu ekki margir með svipað árangurshlutfall og ég!
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 5
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Klárast hreindýrakvótinn?

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 16 Sep 2012 09:59

Sæll Einar

Ástæðan fyrir því að ég nefndi þig í upphafi er ekki sú að ég hafi ætlað að kasta rýrð á það sem þú ert að gera ár hvert í hreindýraveiði, heldur aðeins sú að þú ert nokkuð duglegur að skrifa á vefinn og frekar þekktur einstaklingur, að minnsta kosti hér og á hlað vefnum. Að auki hefur þú oft sagt að þú farir ekki margar ferðir sem gæd vegna áður nefndra ástæðna.

Ef ég á að tala fyrir sjálfan mig þá myndi ég mikið frekar vilja bjóða þér með mér í hreindýraveiði úr borginni, far og frítt uppihald fyrir austan til þess að geta verið á veiðum í rólegheitunum, frekar heldur en að fara í svona færibandaveiðiskap eins og oft gerist hjá þeim sem eru að gæda mikið af veiðimönnum. Ég fæ ekkert út úr svoleiðis veiði. Það minnir mig meira á að standa í biðröð í banka með númer þar sem það eru tíu aðrir á undan mér í röðinni.

Mér finnst kostnaðurinn við gæd á hreindýraveiðum vera allt of hár, þó ég hafi sloppið vel frá honum í gegnum tíðina. Ég er líka ekki viss um að maskínu gædar eins og Sigurður kæmust yfir það að gæda alla þá veiðimenn sem þarf að gæda, ef ekki væri fyrir menn eins og þig (E.Har) sem taka kannski 5 - 10 mans á hverju ári og létta álaginu af hinum.

Að leiðsegja mönnum á hreindýraveiðum eru nú ekki beinlíns nein geimvísindi, veiðimaður eins og ég, sem hefur farið vel á annan tug veiðiferða á sama svæði er ekki í neinum vandræðum með að finna hreindýr og fella. Ég vil líka fá að velta innanúr sjálfur og bera mitt hreindýr niður í bíl og get með stolti sagt að þetta fékk ég allt að gera núna hjá einum af þessum svokölluðu kornflexpakka gædum. Svo sé ég líka um að flá, úrbeina, hakka og pakka, því fyrir mér er þetta allt saman hluti af veiðiferðinni.

Það er enginn fæddur með þessa þekkingu, heldur þarf að afla sér hennar með reynslu.

Ég bíð samt enn eftir svari frá Sigurði varðandi það sem ég spurði að hér að ofan og geri um leið ráð fyrir því að kornflexpakkagæda kommentið hans hafi nú ekki verið ílla meint?
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Klárast hreindýrakvótinn?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 16 Sep 2012 22:58

Jæja, þessi ummæli mín virðast hafa valdið einhverju fjaðrafoki hérna. Kornflexpakkakomentið var alls ekki illa meint og reyndar viðurkenni ég það fúslega að þetta viðurnefni á ég skuldlaust.
En til að fyrirbyggja allan miskilning strax, átti ég á engan hátt við þig vinur minn Einar Har. og bið þig innilega afsökunar, klaufalegt að taka það ekki fram vegna þess að samkvæmt orðanna hljóðan var ég að taka undir ummæli um þig sem þú átt að mínu viti alls ekki skilin.
Einar, við höfum alltaf átt gott samstarf á veiðum og þú hefur lagt þig fram um að vera í góðu sambandi við aðra leisögumenn þegar þú ert á veiðislóðinni og þú ert að því ég best veit vel liðinn af öðrum leiðsögumönnum.
Þú varst alls ekki að trufla mig þegar við hittumst í Sturluflatarfjallinu um daginn, þú varst mér verulega hjálplegur þá eins og jafnan og lagðir grunninn að góðum arangri hjá mér þann daginn.
Hins vegar sagði ég og meinti það, að ég ætti bæði við menn sem útskrfuðust af Kornflexpakkanámskeiðinu svokallaða og menn sem hefðu verið í þessu mörg ár og tek undir þau ummæli hjá Henning Þór, þar sem hann talar um ,,vana leiðsögumenn", en ég nefndi eingin nöfn í því sambandi og mun ekki gera það, þar sem það er alls ekki við hæfi á þessum vettvangi.
Ég ætla mér hins vegar ekki þá goðgá að allir veiðimenn fari ánægðir heim eftir veiðferð með mér þó þeir kvarti ekki og virðist sæmilega sáttir.
Henning, við sjáumst ábyggilega á næsta ári, við höfum átt ágætt samstarf síðan þú komst inn í þetta.
Það er hins vegar þyngra en tárum taki að þurfa segja fullum hálsi og meina það, að um það bil helmingurinn af þeim leiðsögumönnum sem útskrifuðust af síðasta leiðsögumannanámskeiði (kornflexpakkanámskeiðinu) eiga ekkert erindi og hafa alls ekki þá kunnáttu sem þarf til að geta sinnt þessu starfi skammlaust.
Eftir stendur þó að um helmingur þessarra manna er að standa sig fanta vel, en það verður að segast eins og er að þeir eru flestir heimamenn og hafa þar af leiðandi mkið forskot í staðháttaþekkingunni og þekkingu á hegðan dýranna, það veitir mönnum óumdeilanlega forskot á þá sem búa fjarri hreindýraslóðunum.
Ég nefni eingin nöfn, menn geta tekið þetta til sín sem eiga!
Henning þú varst óþarflega hörundssár að taka þetta svona til þín, vegna þess að það þarft þú ekki að gera.
Stefán, það sem menn þurfa að hafa til brunns að bera til að verða góðir hreindýraleiðsögumenn er fyrst og fremst afburða staðháttaþekking, síðan mikil reynsla og að kunna afsalut að taka innan úr hreindýri, þar hjálpar að hafa unnið í sláturhúsi.
Ég er búinn að vera í þessu í 40 ár og er enn að bæta í reynslubankann, staðþekkinguna fékk ég nánast með móðurmjólkinni þó ég sé enn að bæta við mig í þeim efnum, ég er hinsvegar nokkuð góður að taka innanúr enda unnið í sláturhusi í mörg ár, meðal annars við innanúrtöku, reyndar greip ég aðeins í það á hreindýrasláturhúsinu í Isortoq hjá Stefáni bónda.
Staðháttaþekkingin ásamt þekkingu á hegðun hreindýra eftir staðháttum er ómetanleg, hvernig þau akta ef þau verða vör við mann og hvort maður á að láta þau verða vör við sig, hvernig og hvenær, til að auðvelda sér að komast að þeim og í færi eða laga til fyrir öðrum leiðsögumönnum, fæst aðeins með mikilli reynslu, sem aðeins fæst með að stunda hreindyraveiðar svo árum skiptir.
Síðan verður leiðsögumaðurinn að geta tekið skammlaust innan ur hreindýri, en í þeim efnum er pottur víða illa brotinn, samkvæmt öruggum heimildum, meðal annars frá verkunarstöð.
Þú segir að það ,,séu engin geimvísndi að leiðsegja hreindýraveiðmönnum", það eru þín orð og lýsa einungis þér sjálfum, en það er til bóta að hafa gott sjálfstraust ef menn eru að leiðsegja á hreindýraveiðum.
Kostnaðurinn við leisögumannin er afstætt hugtak og menn eru misvel í stakk búnir til að taka á sig þann kostnað.
,,Ég vil líka fá að velta innanúr sjálfur og bera mitt hreindýr niður í bíl og get með stolti sagt að þetta fékk ég allt að gera núna hjá einum af þessum svokölluðu kornflexpakka gædum", kannski fékkst þú að taka innanúr sjálfur vegna þess að kornflexpakkagædinn kunni það ekki, spyr sá sem ekki veit.
Þú kallar okkur maskínugæda sem erum í þessu í fullu starfi, ég bendi þér á að við værum ekki í fullu starfi í þessu nema eftirspurnin eftir okkur sé fyrir hendi.
Ef ekki væru fyrir hendi þessir maskínugædar eins og þú kallar okkur mundi hreindæyraveiðkvótinn aldrei klárast, en það er satt sem þú segir við erum það fáir að við gætum aldrei veitt upp allan kvótann.
Það eru nú einu sinni einkenni þessara kornflexpakkagæda að þeir eru oft á veiðum í rólegheitum og vegna vankunnáttu og lélegs sjálfstraust eru þeir lengi að komast í dýrin, hanga jafnvel yfir hópunum heilu og hálfu dagana án þess að aðhafast svo sem nokkuð og á meðan myndast biðröð ,,eins og í banka".
Það eru nefninlega tvær hliðar á öllum peningum, hvort á maður að dóla sér með veiðmanninn heilan eða hálfan daginn og safna upp biðröð á meðan, eða haska sér svo biðröðin verði ekki eins yfirþirmandi?
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 2
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Klárast hreindýrakvótinn?

Ólesinn póstur af E.Har » 17 Sep 2012 10:44

Siggi ég átti ekki að vera svona hvefsinn.
Málið er það það eru nokkrir "kornflexpakka gædar" sem ég vil alls ekki vera flokkaður með.
Menn sem hvorki virðast geta veitt, skotið né velt innan úr!

Málið er að þeir komu nú úr fyrstu hollunum líka.
Man t.d eftir mönnum sem náðu ekki skotprófi fyrr en eftir ítrekaðar tilraunir.
Og öðrum sem hafa verið á vákla með veiðimenn dögum saman á fljótsdalsheiði án þess að finna dýr og lélegir í samstarfi líka. Þetta hefst auðvitað best með samvinnu, menn dreyfi sér aðeins um og láti síðan hvern annan vita.
Hef líka lennt á eftir mönnum í hjörð þar sem aðalatriðið var að Fokker flygi yfir þá áður en skoði var!

Skil ekki alveg hvernig menn fara aftur með svoleiðis leiðsögn ! Koma janvel til baka með snudda fyrir belju eða undir 30 k dýr!

Ég vil bara ekki vera bendlaður við svoleiðisvinnubrögð. Þessvegna stökk ég upp á nef mér. Vil einfaldlega ekki vera flokkaður með slíkum töppum.

Annars er einfaldlega allt í góðu. Fékk einn túr á 5 og annan á 2 í haust minna en oft en altaf gaman að komast smá á fjöll. Verð að láta fáa túra duga. Hef bara ekki efni á að stunda þetta meira.
Fyrir vikið get ég valið mér veiðimenn. :-)
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 5
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Klárast hreindýrakvótinn?

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 17 Sep 2012 12:34

Sæll aftur Sigurður, við skulum byrja á byrjuninni.

Þú segir: "klaufalegt að taka það ekki fram vegna þess að samkvæmt orðanna hljóðan var ég að taka undir ummæli um þig sem þú átt að mínu viti alls ekki skilin."
Þú kemur því ekki yfir á mig að hafa viðhaft þessi ummæli um Einar, því ég beindi aðeins til þín þeirri spurningu hvort þú ættir við menn eins og hann, ekki hvort þú ættir við hann. Ég geri ekki ráð fyrir því að Einar sitji sár eftir, því það stóð á engan hátt til að sverta hann, enda þekki ég manninn ekki af neinu öðru en því að vera duglegur við að leiðbeina mönnum varðandi hina ýmsu hluti á vefnum og miðla af sinni reynslu og þekkingu.

Okkur greinir á um framkvæmd veiðana, þú hefur þína skoðun og ég hef mína. Það var nú ef til vill full djúpt í árinni tekið að uppnefna þig og þína líka maskínugæda, og veiðarnar færibandaveiðar og ég er alveg tilbúinn til að draga þau orð til baka. En ég held samt að það hafi komið því til skila sem til var ætlast. Ég geri mér líka fulla grein fyrir því að þið eruð þeir sem bera hitan og þungan af veiðunum ár hvert og menn kæmu ekki aftur og aftur til ykkar ef þeim líkaði ekki sú þjónusta sem þeir fá.

Skoðanir manna eru alltaf mótaðar af þeirra hagsmunum, mínir hagsmunir mótast af því að ég vil komast í veiði og njóta þeirrar upplifunar sem hún veitir mér og jafnframt að komast sem ódýrast frá því. Þínir hagsmunir mótast af því að komast yfir það að fara með sem flesta á veiðar, þó verða hlutirnir að vera þannig að viðskiptavinurinn sé það ánægður með ferðina að hann komi aftur.

Mig mundi svíða sárt að dinglast á veiðum með gæd í þrjá daga sem tæki 40.000.- á dag fyrir túrinn og leigja svo af honum jeppa fyrir 25.000.- + olíu. Samtals kannski 80.000.- þúsund á dag * 3 = 240.000.-. Þegar maður heyrir svona sögur, þá hljómar 160.000.- fyrir námskeið til þess að öðlast þessi réttindi ekki mikið lengur. Þrátt fyrir að rökstuðningurinn fyrir þessu verði á námskeiðsgjaldinu sé á harla veikum grunni byggður.

Þú ert líka fullfær um að meta það sjálfur Sigurður hvort hentar þér betur að dóla heilu og hálfu daga með veiðimann eða hvort nú sé réttara að haska sér því biðröðin lengist.

Þú ert nú reyndar líka búinn að draga það mikið í land með þetta komment þitt á kornflexpakkagæda að sá sem fór með mér flokkast ekki lengur sem slíkur og þér er óhætt að trúa því að ég fékk ekki að taka innanúr vegna þess að hann gat það ekki, heldur var hann að leiðbeina mér við verkið. Sá drengur sem fór með mér að þessu sinni er drengur góður og stóð sig mjög vel þrátt fyrir að hafa ekki farið margar veiðiferðir á því svæði sem við vorum að veiða.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Klárast hreindýrakvótinn?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 19 Sep 2012 13:03

Stefán, þú ert hrikalega yfirdrifinn í þínum svörum og langt yfir álit reyndra manna hafinn :?
Eftir svörunum að dæma verður þú fínn kornflexpakkagæd :lol:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 5
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Klárast hreindýrakvótinn?

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 19 Sep 2012 15:37

Þakka hrósið Sigurður, ég reyndar geri mér vonir um það að verða afburðar kornflexpakkagæd... :lol: En af því verður líklega ekki á meðan UST og Umhverfisráðneytið benda sífelt hvort á annað varðandi það að klára að halda námskeið fyrir restina af þeim umsækjendum sem sóttu um að komast á námskeiðið fyrir rúmu einu og hálfu ári síðan.

Það er ofar mínum skilningi hvernig er hægt að klúðra málunum jafn svakalega og þar var gert og ætla svo ekkert að gera í því að girða sig aftur í brók.

Kannski ég fari bara í það að safna þessum mönnum saman sem sitja sárir eftir og funda um það hvað skal gera til þess að koma þessu í gegn... Það væri líklega í ljósi aðstæðna rétt að hafa þetta morgunverðarfund þar sem ég gæti boðið í Kornflex! :shock:

Ég er nú ekkert yfir þitt eða annara álit hafin Sigurður, þú skalt samt ekki endilega láta orðaskipti okkar hér á vefnum móta endanlegt álit þitt á mér.

Ég hef mikið álit á þér sem veiðimanni, leiðsögumanni og umfram allt manni. Allt sem þú ert að gera og skrifa um hér á vefnum finnst mér stórskemmtilegt og áhugavert. Ég hef líka heyrt margar skemmtilegar sögur af þér, þú ert jú ferkar þekktur einstaklingur í þessum bransa og víðar ólíkt mér.

Allt þetta kemur þó ekki í veg fyrir að ég eigi orðaskipti við þig, um hluti sem okkur greinir á um.
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Spíri
Póstar í umræðu: 1
Póstar:256
Skráður:25 Feb 2012 09:16

Re: Klárast hreindýrakvótinn?

Ólesinn póstur af Spíri » 19 Sep 2012 15:59

Mikið óskaplega hvað þetta ágæta spjallborð er að virka vel, hér ræða menn málin á málefnalegum nótum laust við allt skítkast og leiðindi. það er bara eðlilegt að menn geti verið ósammála í einhverjum málum en það er ekki að koma fram í leiðindum hérna á spjallinu. Er ansi hræddur um að þetta hefði verið komið út í leiðindi og drullumall hefði þessi umræða verið á öðru ónefndu spjalli ;)
Kv. Þórður Sigurðsson Spíri. Borgarnesi

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Klárast hreindýrakvótinn?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 19 Sep 2012 16:36

Já Stefán, mæl þú manna heilastur, ég er þér hjartanlega sammála um að það er algerlega ofvaxið mínum skilningi hvernig UST og Umhvefisráðuneytinu tókst að klúðra þessum námskeiðismálum algerlega, frá upphafi til enda.
Reyndar er það líka ofvaxið mínum skilningi að þeir skuli klúðra öllum málum algerlega sem snúa að hreindýrum og veiðistjórnun tengdum þeim!
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

johann
Póstar í umræðu: 2
Póstar:95
Skráður:18 Jul 2012 08:48

Re: Klárast hreindýrakvótinn?

Ólesinn póstur af johann » 20 Sep 2012 08:33

Þið, Stefán og Siggi, eigið miklu meira sameiginlegt en hitt. Þið eruð báðir á skyttuspjallinu en ekki að rífast í Youtube commentum eða á bland. :)
-----
Jóhann Þórir Jóhannsson - SFK

uxinn
Póstar í umræðu: 1
Póstar:22
Skráður:05 Mar 2012 23:48
Staðsetning:Akureyri

Re: Klárast hreindýrakvótinn?

Ólesinn póstur af uxinn » 20 Sep 2012 22:14

Þú varst vígalegur í tíu fréttunum Siggi og kvótin kláraðist ekki
kv Arnar Þór Hjaltason
arnart@simnet.is

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Klárast hreindýrakvótinn?

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 21 Sep 2012 19:56

Já ég er alltaf vígalegur, allavega reyni ég að bera mig vel.
Hérna er þetta svart á hvítu, ekki lýgur Mogginn!
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/ ... ndyr_i_ar/
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

User avatar
Gisminn
Póstar í umræðu: 2
Póstar:1349
Skráður:29 Ágú 2011 21:47
Staðsetning:Blönduós

Re: Klárast hreindýrakvótinn?

Ólesinn póstur af Gisminn » 21 Sep 2012 20:28

Nú var ég númer 518 en ef ekki tókst að úthluta öllum veiðileyfum þá spyr maður af vanþekkingu efhverju var mér ekki boðið dýr þegar ljóst þótti að menn færu ekki í prófið eða vildu ekki dýrið?
Kveðja
Þorsteinn Hafþórsson

Svara