Verð á leiðsögn!

Allt sem viðkemur hreindýrum
User avatar
E.Har
Póstar í umræðu: 5
Póstar:624
Skráður:27 May 2012 23:26
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:
Re: Verð á leiðsögn!

Ólesinn póstur af E.Har » 21 Sep 2012 16:08

jæja strákar brosum nú aðeins :D

Persónulega finnst mér Siggi ódýr en hann þarf að vísu ekki að sjá sér fyrir fæði og húsnæði fjarri heimahögum.

Held að við eigum að sleppa öllum þéttbýlis landsbygðar kritum það er nóg um þær á alþyngi. :lol:
Við eigum það allir sameiginlegt að vera útivistarmenn, náttúruunnendur en fyrst og fremst veiðimenn. :P

það er það sem sameinar okkur , ættum að sleppa öllu öðru röfli. :mrgreen:

Þráðin setti ég saman vegna þess að einhverjir voru að böggast um að leiðsögn væri dýr.
Mín skoðun er að þegar verðið er komið niður í að nálgast hálfdrætting við iðnaðarmann þá sé þetta það ódýrt að það standi ekki undir sér fyrir mig sem einstakling. Ef aðrir geta gert þetta fyrir minna eða jafnvel gefa sýna vinnu þá er það bara fínt. Klagar ekkert upp á mig.

Hvað varðar að ég vilji veiða ódýrt þá er það rétt. Ég er soddan ræfill að ég hef ekki efni á að leigja akra fyrir hundruð þúsunda. Rjúppna lönd fyrir annað eins. Hef prófað það og síðan keppst við að veiða upp í kostnað. Þá hætti þetta bara að vera gaman.

Niðurstaðan er einföld. Veiði með lágmarkskostnaði og nýt hverrar mínútu, legg meira upp úr gleðinni og felagskapnum en magninu. :lol: :D :roll: :lol:
E.Har

Einar Kristján Haraldsson
860 99 55
Menn eiga að hafa manndóm til að setja nafnið sitt við það sem þeir segja ;-)

User avatar
TotiOla
Póstar í umræðu: 2
Póstar:406
Skráður:07 Mar 2012 21:21
Staðsetning:210 Garðabæ

Re: Verð á leiðsögn!

Ólesinn póstur af TotiOla » 21 Sep 2012 16:16

E.Har skrifaði:Niðurstaðan er einföld. Veiði með lágmarkskostnaði og nýt hverrar mínútu, legg meira upp úr gleðinni og felagskapnum en magninu.
x2 á þetta ;)
Mbk.
Þórarinn Ólason

Padrone
Póstar í umræðu: 5
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Verð á leiðsögn!

Ólesinn póstur af Padrone » 21 Sep 2012 19:00

E.Har skrifaði:Niðurstaðan er einföld. Veiði með lágmarkskostnaði og nýt hverrar mínútu, legg meira upp úr gleðinni og felagskapnum en magninu.
x3
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
Stebbi Sniper
Póstar í umræðu: 6
Póstar:492
Skráður:09 Jun 2012 00:58
Staðsetning:Reykjavík
Hafa samband:

Re: Verð á leiðsögn!

Ólesinn póstur af Stebbi Sniper » 21 Sep 2012 19:42

E.Har skrifaði:
Niðurstaðan er einföld. Veiði með lágmarkskostnaði og nýt hverrar mínútu, legg meira upp úr gleðinni og felagskapnum en magninu.
x4

Enda er Padrone með þetta... Ég er hvorki sár né reiður út í Sigga, mér finnst heiður af því að hann hafi tekið sér tíma í að skilgreina mig! :lol:
Stefán Eggert Jónsson
Skotfélag Kópvogs

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Verð á leiðsögn!

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 21 Sep 2012 19:46

Stefán, þú setur ekki svona tilvitnun innan gæsalappa og merkir mér, þar sem hún er ekki orðrétt eftir mér höfð :twisted:
Árni þú hefur þó rétt eftir mér, en það er einn galli á gjöf Njarðar, ég hafði þessi ummæli ekki um þig en ef þú kíst að skreyta þig með stolnum fjöðrum er það svo sem þitt mál, ummælin voru höfð um Stefán og hann á einkarétt á þeim að mér finnst. :twisted:
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

Padrone
Póstar í umræðu: 5
Póstar:150
Skráður:02 May 2012 11:15
Staðsetning:Kópavogur

Re: Verð á leiðsögn!

Ólesinn póstur af Padrone » 21 Sep 2012 23:44

hvort sem þú nefnir mig eða annan á nafn, þá ertu að tengja einstakling við hóp manna. Ég tilheyri þessum hóp manna sem þú ert að skilgreina og finnst mér þetta ekki vera rétt skilgreining hjá þér, þó svo að líklegast leynist einstaklingar þar innanum sem passa við þessa líkingu.

En ég ætla að láta gott heita hér, aðrir verða að dæma mig á mínum orðum.

Hvernig fannst ykkur svo heppnast hreindýratímabilið? menn sáttir við veiðimenn og leiðsögumenn? einhver breyting á viðhorfi ykkar til hvors annars eftir prófskylduna?
Kv. Árni Vigfús Magnússon
arni1980 (hjá) gmail.com
699 4569

User avatar
Veiðimeistarinn
Póstar í umræðu: 6
Póstar:1917
Skráður:17 Jul 2010 09:47
Fullt nafn:Sigurður Aðalsteinsson
Staðsetning:Vaðbrekka Hrafnkelsdal

Re: Verð á leiðsögn!

Ólesinn póstur af Veiðimeistarinn » 23 Sep 2012 19:04

Ég vil þakka ykkur fyrir þessar snörpu og hreinskilnislegu skoðanaskifti Stefán og Árni, það er hressandi að taka svona brýnur annað slagið og viðra skoðanir sínar umbúðalaust.
Þetta hefur verið hreinskiptin umræða og fast skotið á báða bóga, en athugum það að hér erum við að koma fram undir fullu nafni og stöndum og föllum með okkar eigin skoðunum og það er vel öðruvísi þrífst ekki svona hreinskiptin umræða án sleggjudóma og oft og tíðum fordóma.

Mér fannst hreindýraveiðitímabilið heppnast vel miðað við aðstæður, það verður að segjast að veðrið þetta veiðitímabil var ekki það ákjósanlegasta, byrjun ágúst var samt góð en þegar líða tók á mánuðinn jukust þokur og rigning og rétt fyrir mánaðarmótin gránaði og hiti fór niður fyrir frostmark á fjöllum, síðan um 10. september tók steininn úr með blind byl á veiðslóðinni og eftir það skrimti þetta svona, en það var frekar harðsótt að klára þetta svona og með þetta góðum árangri, það er ekki gert nema með vönum mönnum sem gjörþekkja veiðislóðina.
Síðan er það að leiðsögumennirnir verða að vera í góðu sambandi og leita veiðislóðina hver fyrir annan í upphafi hvers dags í svona umhleypingum, þegar dýrin fara oft langan veg milli þess sem þau finnast vegna lélegs skyggnis í þoku, rigningu, slyddu og jafnvel snjókomu, það er að dreifa sér á veiðsvæðið, þá er mjög áríðandi að leiðsögumennirnir þekki vel allar leiðir um svæðið, landið eins og handabakið á sér og kunni öll helstu örnefni hnökralaust, þar vantaði töluvert á hjá hinum svonefndu ,,kornflexpakkagædum", auk þess sem ekki var að treysta að þeir sæju öll dýr á veiðslóðinni, vegna þess að þeir einfaldlega þekkja ekki allar skvompur og drög sem leyna litlum hreindýrahópum (undir 50 dýrum) auðveldlega.
Þegar svona viðrar kemur best í ljós hve öll reynsla fleytir mönnum áfram til árangurs.
Ég verð líka að segja það að þetta er fyrsta veiðtímabilið sem allir þeir sem ég fékk til veiða vissu fullvel hvernig riffillinn þeirra virkaði, þar hefur oft áður verið misbrestur á, ég þakka þetta fyrst og fremst skotprófunum og vakningunni kring um þau.
Hins vegar voru margir veiðmenn fullvel áttaðir með þetta og hefðu ekki þess vegna þurft að fara í skotpróf en jafnræðisreglan geri það að verkum að ekki er hægt að handvelja þá menn úr, eitt verður yfir alla að ganga í þessum efnum.
Með beztu kveðju!
Sigurður Aðalsteinsson
sa1070(hjá)simnet.is

SPP
Póstar í umræðu: 2
Póstar:13
Skráður:17 May 2012 20:03

Re: Verð á leiðsögn!

Ólesinn póstur af SPP » 24 Sep 2012 21:03

Já, sé ekki betur en þú sért fallinn.
Hvað tímabilið snertir var túrinn minn einstaklega vel heppnaður einsog í fyrra.
Svavar Páll Pálsson
Redneck

Svara